Vestri


Vestri - 05.11.1904, Blaðsíða 1

Vestri - 05.11.1904, Blaðsíða 1
 IV. árg. ,Kæru landar og lesendur ,Yestra“í Þá hefir nú >Vestri« lifað þrjú ár til enda og byrjað það fjórða og þykir við það tækifæri vel við eiga að ávarpa lesendur með nokkrum orðum. Þegar »Vestri« byrjaði göngu sína fyrir þrem árum síðan, hafa efiaust margir búist við að for- lög hans yrðu hin sömu og svo margra annara blaða hjer á landi, að fæðast að eins í þennan heim til þess að deyja á unga aldri i sömu reyfunum og hann var færð- ur í við fæðinguna. En fyrir guðs náð og góðra. manna aðstoð er nú blaðið kom- ið á þennan dag, og byrjar nú fjórðu ársgöngu sína með góðum vonum, talsvert vöxtulegri en hann hefir verið áður. Vonandi að hann eigi enn eptir að vaxa og þroskast til hárra ellidaga. Við þetta tækifæri þykir Vestra ástæða til, að þakka öllum þeim sem hafa styrkt hann og stutt á liðnum árum. Hann þakkar þá fyrst og fremst útsölumönnum sínum og kaupendum fyrir við- tökurnar, viðskiptin og skilsem- ina — því þótt einstöku undan- tekning eigi sjer því miður stað í síðasta atriðinu, vonar blaðið, að þeir sem finna það hjá sjer að þeir enn ekki hafa uppfyllt það að öllu, bæti úr því sem fyrst svo þeir geti einnig átt hlutdeild í velgengni og stækkun blaðsins. »Vestri« þykist hafa sýnt það með stækkuninni, að hann lætur kaupendurnar njóta þess ef efna- hagurinn leyfir honum að leggja meir í kostnaðinn, og það mun hann gera framvegis svo frek- lega og fljótt sem unnt er. Sömuleiðis þakkar blaðið öll- um þeim, er hafa sýnt þann vel- rilja að skrifa í það, því það er ekki þýðingarminnsta lífs-skilyrð- ið fyrir blöðin, að sem flestir leggi orð í belg í umræðunum til að gera þær sem fjölskrúðug- astar. »Vestri« hefir svo opt látið menn vita, að hann vilji veita öllum óskert umræðufrelsi, er eitthvað hafa nýtt eða nýti- legt að segja, og þakkar öllum sem nota það tilboð. Ennfremur þakkar blaðið öðv um viðskipfavinum sinum, aug- lýsendunum, sem með viðskipt- unum hafa ljett undir fjárhag blaðsins, enda er það ekki sízt þeim að þakka að blaðið getur fært út kvíarnar. Vonar það að Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. H. Jónsson. ÍSAFJÖRÐUR, 5. NÓVEMBER 1904. Nr. 1. njóta sömu viðskipta framvegis, og einmitt fyrir stækkunina getur það nú boðið betri og ódýrari. viðskipti en áður. Þetta þriggja ára tímabil, sem »Vestri« hefir hfað hefir verið söguríkt og gleðiríkt tímabil fyrir íslendinga. A þeim tíma hefir margt tekið breytingum og breyzt til batnaðar. Eitt af þeim málum sem »Vestri« þegar í upphafi gerði að aðal-áhugamáli sínu, var að fá stjórn sjermála vorra inn í landið og er honum því ánægja að minnast þess, að einmitt þetta er nú fengið. — En það er ekki þýðingarminna fyrir hina íslenzku þjóð að hagnýta sjer vel þetta hnoss, heldur en að höndla það. Til þess vill blaðið, ásamt mörgu öðru, verja kröptum sínum eptir- leiðis, ronandi að allir góðir drengir verði því samtaka að því í bróðurlegri samvinnu. Margt fleira mætti telja er til framfara hefir stafað. Verzlun landsins hefir blómgast og f jörg- ast og peninga-viðskiptin eflst, þar sem nú eru komnar á stofn tvær lánsstofnanir í landinu, sem með auknu fjármagni og hollri samkeppni ættu að vera góð lypti-stöng til framfara. Atvinnu- greinarnar hafa eflzt og aukist, og allt yirðist benda á: »að eyjan hvita enn á vor ef fólkið þorir, guði að treysta, hlekki hrista hlýða rjettu, góðs að bíða.« »Vestrl< kemur nú fram á sjón- arsviðið í stærra broti en áður, og erutil þessýmsar orsakir. Súfyrsta auðvitað sú, að blaðið hefir náð þeirri útbreiðslu, að það vonar að geta haft fyrir lífinu, þrátt fyrir stækkunina. í öðru lagi eru vaxandi aug- lýsingar, sem farnar eru að taka meira rúm i blaðinu en áður og gefa því betri tekjur og það von- ar að slíku haldi áfram framvegis. Það sýndist heldur engin furða þótt »Vestri« hefði til muna af auglýsingum. Þar sem hann er einasta blaðið á öllu Vesturlandi, sem er eitt mesta verzlunarhjerað landsins. — • Að vísu eru Vest- firðingar enn ekki komnir upp á lag með að nota eins auglýsinga leiðina til þess. að hafa sig áfram í samkeppninni, eins og Sunn- lendingar og Norðlendingar, svo vjer ekki seilumst til útlends sam- anburðar. Líti menn í sunnan- og norðan-blöðin, hlýtur menn að furða hve upptekin þau eru af auglýsingum. Á Akureyri eru t. d. þrjú blöð sem öll eru venjulegast hálf tómar auglýs- ingar og þó mun verzlunar-um- setning ekki þeim mun meiri þar en hjer. En þetta er að breytast hjer í sömu áttina. Samkeppnin knýr menn til að ryðja sjer braut með hnúum og hnefum og þeir sem ekkert láta á sjer bera hljóta að gleymast. Nauðsyn og áhrif auglýsinga er viðurkennt um allan hinn menntaða heim. — Sá sem sýnir dugnað og framfærni í því að auglýsa vöru sína, er venjulega, duglegur og fiamfær- inn í að fá hana með sem bezt- um kjörum og getur því selt hana ódýrari en aðrir. — Mestu hagfræðingar heimsins hafa sagt að »auglýsingarnar væru braut ! hagsýninnar.< í þriðja lagi hefir rúm fyrir umræður í blaðinu, verið af allt of skornum skammti, Blaðið hefir viljað taka þátt í umræðum um öll almenn mál. Fyrst og fremst um landsmál öll, sem allt af hljóta að taka upp talsvert rúm, enda hefir það opt orðið að leiða hjá sjer umræður af þeim ástæðum. Ennfremur hefir »Vestri< viljað sjerstaklega leggja alúð við að ræða sjerstök málefni Vestfirðinga þar sem hann er eina blaðið, sem gefið er út í Vestfirðingafjórð- ungi. En enn hefir það lítið orðið sakir rúmleysis. Nú vonar hann að geta sinnt því meira framvegis. En af stækkun blaðsins leiðir auðvitað það að störf þess vaxa. — Eigi stækkunin að ná tilgangi sínum þarf blaðið að hafa meira af góðu og gagnlegu efni. En ef blaðið hefir mikið aðsent efni ljettir það ærið undir, því þá þarf ritstjórinn ekki annað en velja. og hafna í mörgum tilfellum. — Ýms mál geta fengið nógarum- ræður í blaðinu, þótt ritstjórinn leggi ekkert orð til þeirra og þá getur hann varið kröptum sínum og tíma til að rita um þau mál, sem mest verða útundan, eða hann álítur mestu skipta. Það mætti sýnast svo sem ísa- fjörður einn ætti að vera svo penna-hreyfinn, að eitt blað ætti þar ekki efni að skorta, og því fremur að hjeraðið væri svo skip- að, Vestfirðingafjórðungur aflur því mannvali búinn, að efnið mundi heldur verða of en van. Það mætti ætia að þeir væru svo margir, sem vildu hreyfa umræð- um um eitt og annað, að þar yrði fremur þröng á þingi, en þunnskipað. En reyndin hefir verið önnur. Ekki er það þó af því að » Vestri« hafi bægt mönnum Trá að rita, með því að neita ritgerðum upp- töku. Þvert á móti, . hann hefir reynt að gera sitt til að vekja almenning til umhugsunar og um- ræðu um almenn mál. Hann vill að stjórn, framfarir og fram- kvæmdir sjeu í höndum þjóðar- innar, og það hefir að mildu leyti fengist. Ef .menn að eins sjálfir vilja nota rjett sinn, en til þess þurfa menn að beita rjett- induin sinum á allan löglegan og leyfilegan hátt. Standi almenn- ingi ekki á sama hvernig málum vorum er ráðið til lykta þarf hann að hugsa um þau, ræða þau og rita. Með því móti getur hann haft áhrif á og tekið hlut- deild í úrslitum þeirra. Landið er all-strjálbyggt og stórt að tiltölu, og menn búa þannig mjög fjarri hver öðrum, en sameiginlegu velferðamálin eru svo mörg og þau þurfa allir að láta sig skipta, þau þurfa menn að ræða sín á milli. En einasti vegurinn til þess, er að gera það í blöðunum. Það hefir lítið að segja að ræða þau við gesti og gangandi sem að garði ber, eða þótt tveir eða þrír menn komist að einhverri niðurstöðu í kyrþey um mál, sem þúsundir manna varða. Þegar nú þjóðin sjálf fer að geta haft áhrif á málefni sín og ráðið þeim að fullu, er verka- hringur blaðanna enn víðtækari en áður. Þau eru í raun og veru þau þing, sem hver og einn einasti maður, hvort sem hann býr í afdölum eða þjóðbraut, þjettbyli eða strjálbýli, í borgum eða fram á heiðum, getur sótt. Þau eiga að koma í stað alþingis hins forna, er hafði svo víðtæk og þýðingarmikil áhrif á þjóð vora á þroska- og sjálfstjórnar- timabili hennar — og þau geta verið meira, því þau gera , sjer engan manna mun, eða eiga ekki að gera, háir o g lágir sitja þar á sama bekk, hafa þar sömu rjettindi og geta kvatt sjer þar hljóðs, ef þeir hafa eitthvað að segja, senvvert er að heyra. Vjer erum sannferðir um, að það er ekki af því, að aímenn- ingur sje svo illa ritfær, sem hann ekki lætur ber. > meira á sjer, eða til sín heyra í blöðunum, það er miklu fremur vaninn og viðburð-

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.