Vestri


Vestri - 26.11.1904, Síða 1

Vestri - 26.11.1904, Síða 1
^Vs'í-fö VESTRI. «*- Útgefandi og ábyrgðarmaður: Xr. H. Jónsson. IV. arg. ÍSAFJÖRÐUR, 26. NÓVEMBER 1904. Fólksflutningur til Islands. Eins og kunnugt er samþykkti síðasta alþingi þingsályktunar- tillögu þess efnis, að skora á stjórnina »að gera ráðstafanir til að laða útlendinga, einkum frá Norðurlöndum, til þess að flytja tii íslands og setjast þar að. Jafnframt því var samþykkt frumvarp um að veita stjórninni heimild til að verja allt að 50,000 kr. til að styðja þennan innflutn- ing og veita innflytjendunum ákveðna landspildu til ræktunar. Það hefir eins og kunnugt er nú um nokkur ár sífellt verið kveinað og kvartað um fólks- leysið hjer á landi og var því eðlilegt að þingið reyndi eitt- hvað að þreyfa fyrir sjer í þessu efni En nú skulum vjer stutt- lega athuga hvort nokkur líkindi eru til, að þessi úrræði þingsins verði að liði. I fyrsta lagi er það einkum vinnufólkseklan, sem kvartað hefir verið um, en þingið gerir ráð fyrir að laða menn til inn- flutnings, með því að gefa þeim kost á landi til ræktunar, og þeir sem flyttu inn mundu því fremur þarfnast vinnukrapts til hjálpar við að rækta land sitt. en að þeir hefðu vinnukrapt aftögum fyrir aðra.j'| I öðru lagi eru lítil líkindi til þess að bændur hjer í nágranna löndunum fari að sæta því þótt þeir eigi kost á fandi til rækt- unar, hjer norður á Islandi. Ná- granna löndin eru ekki svo þjett- byggð að menn þurfi að breyta bústað af þeirri ástæðu. I þriðja lagi er stórt spursmál um hvort það yrði oss til þjóð- þrifa, þótt hægt væri að smala saman ýmiskonar >ruslara-lýð,< sem ekki ætti annars kost en að flytja hingað til lands og taka sjer hjer bólfestu. En sleppum því að sinni. Það þarf hvort sem er varla að gera ráð fyrir að þetta fálm þingsins hafi nokk- urn árgangur. Eru þá ekki önnur úrræði? Gætum nú fyrst að af hverju fólksfæð og vinnukrapts-ekla stafar hjer á landi. Það munu allir samdóma um að eitt af aðal- orsökutn þess sjeu fólksflutningar til Ameríku. Það sýndist því nær að reyna að stemma þessa blóðrás, en að bæta blóðtapið með útlendu blóði. Oss sýnist því að þingið hefði fyrst og fremst átt að skora á stjórnina, að reyna að laða lands- menn til að búa kyrra að sínu, en láta ekki ginnast af fortölum leigðra leiðtoga, Ameríku-agenta, til að flytja til Ameríku, öldungis í óvissu um hvort þar væri nokkur skilyrði fyrir að þeir kæmust betur áfram. Þar næst sýndist liggja að fá íslendinga þá, sem þegar eru fluttir til Ameríku, til þess að flytja heim aptur til gamla Fróns. Vjer erum vissir um. að það væri mikið auðveldari og hollari aðferð en að fara að seilast eptir innflutningi oss ólíkra þjóðflokka. Vjer höfum fulla vissu fyrir því að fjölda margir af íslend- ingum i Ameríku myndu glaðir vilja flytja aptur heim til íslands ef þeir væru styrktir til þess á einhvern hátt. Það er lítið að marka þótt fáir íslendingar hafi leitað heim aptur, eins og nú stendur. — Fæstir þeirra munu svo efnum búnir, að þeir geti það nema þá á þann hátt að standa, þegar hjer væri komið með tvær hönd- ur tómar, og eiga þá ekki ann- ars úrkostar en vinna sjer brauð hjá öðrum, en því munu flestir vera búnir að fá nóg af, ef þeir hafa lifað fyrstu ár sín í Ameríku í þeim kringumstæðum. Gætu menn aptur á móti flutt til íslands, án þess að skerða svo tilfinnanlega, eða jafnvel alveg eyða upp, fjárstofn þeim er þeir með súrum sveita hafa unnið sjer inn, og eru farnir að hafa atvinnu og lífsstöðu af, væri allt öðru máli að gegna. Til þess að hrinda þessu á stað, þyrfti fyrst að senda duglegan og áreiðanlegan mann til Ame- ríku til að kynna sjer hag landa þar og vilja manna í því efni, hvort þeir væru ekki margir, sem vildu flytja aptur heim, ef þeir gætu komist það með hægu móti. Þegar þeirri rannsókn væri lokið og vissa fengin fyrir því, að margir myndu verða til að fiytja heim aptur væri sjálfsagt hægt að komast að samningum við eitthvert gufuskipafjelag um flutninginn, helzt beina leið hing- að upp, ef um mikinn fólksflutn- ing væri að ræða og myndi þá fargjald lækka nijög mikið, og þar að auki væri ekkert á móti að leggja fram nokkurt fje úr landssjóði til þessa innflutnings. Það sem dýrast yrði væri land- leiðin í Ameríku, sem menn yrðu að fara á járnbrautum til hafna þeirra, sem útflutningsskipintækju fólkið á, því Amerisk járnbrauta- fjelög færu varla aðelækka far- gjald þess vegna. Að sjálfsögðu mætti búast við megnri mótspyrnu gegn flutningi þessum frá hálfu sálnahirðanna í Ameríku, og annara einstakra manna, er helzt vilja flytja alla íslendinga til Ameríku, en þótt mótspyrna þeirra kynni að hafa nokkurn árangur þarf varla að óttast, að ekki yrðu margir til að leita aptur föðurlandsins. Slíkur innflutningur myndi ekki einungis f jölga landslýðnum held- ur hlyti hann að hafa hin hollustu og happasælustu áhrif fyrir þjóð vora. Innflytjendurnir væru sjálfir vanir loptslagi og staðháttum hjer heima eða af komendur þeirra er hjer hafa þolað súrt og sætt í rúmlega þúsund ár. Þeir myndu og flytja með sjer nýjar hug- myndir og vinnu-aðferðir, er þeir breiddu út frá sjer hjer, eins og raun hefir borið vitni um, með suma af þeim fáu, er hafa flutt hingað heim aptur frá Ameríku. Innflutningur íslendinga frá Ameriku myndi og innan skamms gersamlega stöðva allan útflutn- ing hjeðan til Ameríku. Því þá myndu þeir íslendingar í Ameríku sem eiga hjer vini eða vandamenn er þeir vilja vera nálægt koma hingað til þeirra, í stað þess sem þeir nú hafa ekki önnur úrræði en vinna þá til að flytja Vestur til sín. Atvinna fyrir fátæka. Eitt af þeim málum sem bæjar- stjórnin hafði til meðferðar á síð- asta fundi var atvinna fyrir fátæka hjer í kaupstaðnum. Mál þetta er svo þyðingarmikið, ekki ein- asta fyrir þenna bæ heldur og öll bæjar- og sveitar-fjelög, að vert er að leiða athygli að því með nokkrum orðum. Sveitaþyngslin eru víða þyngsti skattur er á mönnum hvílir og allar góðar sveitarstjórnir kapp- kosta að verjast þeim sem framast má verða, en opt hefir það meira komið fram í því að koma byrð- inni á aðra en að hjálpa styrk- þurfum til að bjarga sjer sjálfir. í mörgum tilfellum eru sveita- þyngslin óhjákvæmileg. Enhins eru lika mörg dæmi að ekki þyrfti annað en dálitla hagsýni og umhyggju af sveitarstjórnanna hálfu, til að hjálpa mönnum til að komast áfram án fjárframlags af sveitarinnar hálfu. Ef hver sveitarstjórn hefði allt af á reiðum höndum atvinnu fyrir Np. 4. þá sem í bili eru atvinnulausir, en efna vegna ekki mega við því, er víst að það myndi mörgum hjálpa. Auk þess myndi slík hjálp betri og hollari fyrir þiggj- andann en sveitarlán og rýrði að engu sjálfstæði hans eða kapp- girni til að bjarga sjer sjálfur. Og hvert það er heldur í kaup- stað eða sveit, sýnist engin vand- ræði með að hafa til atvinnu fyrir fátæka í þarfir sveitarfjelagsins, það er svo margt sem þarf að vinna og sem gjarnan mætti haga svo til með, að fátækir gætu fyrst og fremst haft atvinna við það, og það borgaði sig margfaldlega fyrir bæjar- og sveitar-fjelög að láta gera eitthvað, er miðaði til almennings gagns eða hafa mætti hagnað af, svo sem: veg, bryggju, túnrækt eða garða o. s. frv. Auk þess gætu sveitarstjómir fundið upp á að láta vinna ýmls, legt, er síðar mætti selja, því þótt einstaklingarnir vildu gera það, geta þeir fyrst og fremst ekki beðið eptir að koma því í pen- inga og í öðru lagi vantar þá fje til þess, ef það hefir nokkum kostnað f för með sjer. ________________ XV. „Húsbóndans auga vinnur hjúanna hálfa verk.“ Einar Hjörleifsson hefir nú tekið I við ritstjórn >Fjallkonunnar< og | virðist nú vera orðinn talsvert einurðar betri, en meðan hann var að reyna að skipta kápunni á báðar axlir í >Norðurlandi.< Enda þótti húsbændum hans hann nokkuð hikandi meðan hann var undir handarjaðri Norðlendinga. Hann var því færður tilReykja- víkur til að taka við af fríkirkju- prestinum, sem >ísaf.< gaf þann vitnisburð að hann færi >aðra leið en söfnuðurinn,« og hefir hún líklega haldið að sama yrði uppi á teningnum með hann sem rit- stjóra, gagnvart kaupendunum. En þar var Einar, hinn >ágæti samverkamaður< >ísafoldar,< vel til fallinn, og hefir Bjöm víst treyst sjer til að sjá betur til með honum ef hann hefði hann svo nærri sjer. Það hefir líka sýnt sig að >hús- bóndans auga vinnur hjúsins hálfa verk.< Úr Eyjaflrdi er oss skrifað 24. f. m.: v— — — Yeturimi er uú genginn i garð í íslagðri brynju eins og vant er, og hristir ógnandi brímhvitt hár og skegg að mönnum og málleysingjum.

x

Vestri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.