Vestri


Vestri - 03.12.1904, Blaðsíða 1

Vestri - 03.12.1904, Blaðsíða 1
0 Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. H. Jónsson. ISAFJORÐUR, DESEMBER 1904. Nr.. ð. IV. árg. Frjettir frá útlöndum. Hofn, 16. okt. Ófriðurinn. Orustur við Sjafljótið, (Shaho.*) Eptir sigur Japana^við Jentai- námur bjuggust margir við, að þeim myndi takast að umlykja Rússa með liði sínu, en svo fór hjer sem eptir orustuna við Lia- jang, að til þess voru þeir of- fámennir. Rússar hjeldu eptir ósigurinn við Jentai norður eptir og yfir Sjafljótið, sem rennur milli Mukden og Liaojang suð vestur um Mandchuriið. Fylgdu Jap- anar eptir. En fyr en varði voru Rússar búnir til atlögu. Ljet Kuropatkin her sinn sækja yfir fljótið og ráða ájapana, einkum miðfylkingar þeirra. Var barist af hinum mesta ákafa í marga daga; um síðir urðu Japanar að láta undan síga, en Rússar urðu þó að kaupa hvern blett sem þeir náðu dýru blóði. Um neinn sigur var ekki að tala. Japanar áttu sterkari vígi að baki sjer og höfðu því hörfað til þeirra, er þeir sáu sitt óvænna. En brátt fengu þeir liðsauka og gátu aptur ráðist á Rússa. Hrökktu þeir þá aptur .norður yfir fljótið eptir ógurlegt mannfall afh vorutveggj- um. Skömmu seinna bættust nýjar óþreyttar herdeildir við Rússa og tók Kuropatkin þá aptur að ónáða Japana. Er svo að sjá sem honum hafi tekist að ná hæðum nokkrum fyrir norðan fljótið. Fir þaðan gott að skjóta á her Japana á láglendinu fyrir neðan. Japanar hafa því reynt hvað eptir annao að ná hæðum þessum, og allra síðustu fregnir segja, að þeir hafi rekið Rússa þaðan og hafi þær nú á sínu valdi. Er nú staða Rússa og Japana þannig, að Hússar sitja fyrir norðan Sja, enj’Japanar á syðri hokkunRfljótsins. l*að ( er því mesta ‘’mishermi, að j •Japanar sjeu komnir tii Muk- óen, (sem liggur all-langt fyrir norðan fljótið), hvað þá heldur til 1 íling (Thieling), sem liggur miklu norðar. Eptir hinar fyr- nefndu stór-orustur (í fyrri hluta £ m.) hafa Rússar og Japanar haldið kyrru fyrir og víggirt stöðvar sínar semjbezt. Hvorugir þóttst nógu liðsterkir til að sækja á. Hvorirtveggja auka lið sitt á meðan af mesta kappi. Sagt er og, að Japanar sjeu að bíða * Ho þýðir fljót á íslenzku. þess að Arthur-höfn falli, svo að umsáturs-lið þeirra geti tekið þátt í næstu orustum. en eigi er að vita nema slíkt geti dregist nokkuð lengi. Það er um að gera fyrir Japana að leggja til orustu við Rússa, áður en vetrar- harkan byrjar fyrir alvöru og áður en Rússar fá sent marga nýja herfiokka til vígstöðvanna. Það er því líklegt, að ný stór- orusta sje í vændum við Sja- fljótið, enn stórkostlegri en hinar fyrri. Um mannfallið í bardögum þessunr vita menn ekkert með vissu. Sumir segja, að Japanar hafi misst um 20 þúsund og Rúss- ar rúmlega það, en líklega er mannfallið meira. Frá Arthur-höfn berast sífelldar fregnir um, að sá dagur færist óðum nær, að borgin falli í hendur Japana. F'regnir þessar eru þó, eins og fyr, mjög ósam- hljóða og allörðugt að gera sjer í hugarlund um hvað satt sje. Hefir það opt hent, að menn hafa hlaupið á sig og tekið frjett- ir eptir blöðum, sem ekki eru sent allra áreiðanlegust. En slíkt er vorkunn, því að þau áreiðanlegu er ekki gott aðþekkjaúr. Þríitt fyrir allar þessar ósarohljóða fregnir mun þó mega segja svo mikið, að Japanar hafi náð 3 all-sterkum virkjum við borgar- múrana og skotið niður mörg smá-virki. Frá virkjum þessum geta þeir því nú skotið á borgina og á skipin, sem eru á höfninni. Er skipum Rússa þar því ill-vært. Eitt þeirra hafa Japanar nýlega skotið í kaf frá virkjum sínnm. Surnar fregnir segja jafnvel, að Japanar sjeu komnir inn í borg- ina og hafi hinn kínverska hluta hennar á sínu valdi, en líklegt sem áreiðanlegastar. Það hefir og heyrst að Stössel sje að hugsa um að gefa upp vörnina, með því að hann sjái, að hann fái aldrei liðveizlu frá Kuropatkin. En allt slíkt eru lausafregnir, sem eigi er vert að leggja mik- inn trúnað á. Önnur fregn segir t. d. aptur á móti, að Stössel vilji verjast, meðan nokkur hans manna fái vopnum valdið. Svona eru mótsagnirnar. Það er þó eins og fyr er sagt, áreiðanlegt að Japönum hefir unnizt mikið upp á síðkastið, enda hafa þeir sótt borgina með miklurn ákafa. Dag og nótt hafa þeir eflt ógur- lega skothríð að henni og gert hvert áhlaupið á fætur öðru. — Þúsundir og aptur þúsundir hafa legið dauðar fyrir framan fall- byssukjapta Rússa, áður en Jap- önum hefir tekist að flæma mót- stöðumenn sína af varnarstaðnum. Það er enginn vafi á, að mann- fall Japana við Arthur-höfn er ógurlegt, miklu meira en almennt er látið uppi. Má vel vera, að borgarmenn fái enr, varist lengi og látið morðvjelar sínar leggja fjölda Japana að velli, áður en Japanar nái borginni, en um það er au ðvitað ekkert hægt að segja með vissu. Allar ágizkanir um það, eru meira eða minna út í bláinn. Frakkiand. Á þingi Frakka hetir gerzt all-róstusamt. Þingmaður einn, að nafni, Sylveton, rjeði á hermálaráðherrann (André) og barði hann svo í andlitið að sá á. Hefir André síðan legið veikur. Sylveton hefir verið tekinn hönd- um og settur til yfirheyrslu. Combes ráðaneytisforseti hefir lagt fyrir þingið frurnvarp um aðskilnað ríkis og kirkju. Er því tekið með miklum fögnuði af öllum frjálslyndari mönnum. Svíþjóð. Lagerheim utanríkis- ráðherra kvað fara frá völdum. Hefir hann sjálfur beðið um lausn. Vidbætir. Isafirði, 1. desember. Upphlaup hafa orðið í Varsjá á Póllandi og eru sumir hræddir við að Pólverjar fari nú að hefj- ast handa gegn ánauð Rússa. — Finnar hafa verið krafðir um 3 milj. krónur til herkostnaðar, þingi þeirra að fornspurðu. I Bandaríkjunum í Ameríku gerði ofviðri feykimikið tjón 13. og 14. þ. m. Er sagt að annað eins ofveður hafi ekki komið þar síðan 1888. Allt útlit er nú talið til þess að ekki dragi til ófriðar milli Rússa og Englendinga. Flefir nefnd verið sett til að rannsaka misklíð þeirra og starfar hún í París. Sitja í henni nokkrir menn af hvorum og nokkrir útlending- ar, er talið víst að báðir máls- partar sætti sig við tillögur hennar. Jarðskjálpti mikill kom á eyj- unni F'ormosa 6. þ. m. 150 hús hrundu til grunna og um 80 manns biðu bana. Engin stórorusta var hafin á ný, þegar síðast frjettist. Hvorir- tveggja búa sig sem bezt og her- væðast í óða önn. ....»ooKg8oo»----- Gjafir prófessors Fiske. Hinn góðfrægi íslands-vinur, prófessor Fiske, hefir ekki gleymt íslendingum í erfðaskrá sinni. — Hann hefir gefið Cornvell-háskóla í Iþöku allt hið íslenzka bókasafn sitt, en flestar aðrar bækur sínar hefir hahn gefið landsbókasafninu í Rvík. Auk þess hefir hann gefið Cornvell-háskóla 30 þús. dollars, og skal verja vöxtunum af því f je til að launa íslenzkum hóka- verði, til umsjónar við. hið ísl. bókasafn skólans. Ennfremur hefir hann gefið sama háskóla 8 þús. doll.. skal verja vöxtum þeirra til að kaupa íslenzkar bœkar til safnsins, og í öðru lagi 5 þús. doll. og skal verja vöxtum þeirra til að gefa út ársrit um Island og hið ísl. bókasafn skólans. Grímseyingum hefirhann gofið 12 þús. doll (o: 44,400 kr.) Skal mynda af því sjerstakan sjóð, undir umsjón stjórnarinnar, en vöxtum hans skal varið til að bæta kjör Grímseyinga. Miðaði pró- fessor Fiske þessa gjöf sína við það, að Grímseyingar byggju norðast allra mannaaf Germönsk- um ættum. Einnig hefir prófessor Fiske gefið Málverkasafninu í Rvik 12 beztu málverk sín og ýmsa aðra forna og fágœta muni, og er það þessum litla vísir sem undir er, álitleg viðbót. Tveir íslendingar, bókavörður Sigfús Blöndal og stud. jur. Hall- dór Hermannsson eru ásamt tveim vísindamönnum í Bandaríkjunum ráðnir til að gefa út rit þau er prófessor F'iske Ijet eptir sig ó- prentuð eða sem ekki voru full- gerð. Mega íslendingar lengi minn- ast þessa merka og rausnarlynda vinar. Dönsk blöð um ísland. (L)idir þossari fyrirsögn mun Yestri framvegis flytja ágrip af því helzta, sem dönsk bluð flytja um ísland, og þótt sumt af því sje ekki þýðingarmikið, hyggjum vjer að margir hafi gaman af að heyra þess getið). —->o<—-- >Östjyllands Avis« getur þess 15/10, að Danir í Kanada kvarti mjög undan, að Danir sendiþang- að allskonar bófa, þegar þeir hafi tekið út hegningu heima. Fjelag í Ilöfn sem heitir >Fæng- selshjælpen.t útvegar þeim þar vinnu. En flestir fangarnir hætta þegar vinnunni og taka upp á ýmsum óknyttum. Danir í Kan-

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.