Vestri


Vestri - 17.12.1904, Qupperneq 1

Vestri - 17.12.1904, Qupperneq 1
 Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. H. Jónsson. ÍSAFJÖRÐUR, 17. DESEMBER 1904. IV. árg. Haldið ekki við skaðlegar venjur af hugsunarleysi. Kastið ekki afbeitingmn. Kœru sjómenn! Það ætti ekki sízt að vera skylda yðar sjálfra, að vernda þá atvinnu-grein er þjer stundið og sem er annar aðal-lífsvegur íslendinga, því sjálfskapar-vítin eru verst í þessu sem öðru. — Menn gá opt ekki að því hve gamlar og illar venjur geta haft illar aíieiðingar. Menn sjá það, og kvarta líka um það í blöðunum, hve spillandi áhrif botnvörpungar hafa á fiskiveiðar vorar, allt í kringum landið, þar sem þeir draga vörpur sínar yfir en einna mest gætir þessa inn á fjörðuro og flóum, þar sem við eigum hægast með að ná í fiskinn á opnum bátum. Það er nú sízt að álasa mönnum þó þeir kvarti um slíkt. — En þá þurfum við líka sjálfir að vera sem varkárastir á því svæði sem okkur er bagalegast að fisk- urinn flúi af. Þó við ekki höfum botnvörpur; þú höfum við notað og notum enn þá aðferð, sem óvíst er að sje mikið skárri og sem sprottin er af gömlum og illum vana og haldið áfram í hugsunarleysi. Það er gamall og illur vani hjer við Djúp, að kasla öllum afbeilingi á sjónum, nema þeim sem 'hægt er að beita aptur, sem er minnst af beitunni; t. d. ljósa- beita sem ekki er búin að liggja i sjó nema máske V2-"1 kl.tíma er að öllu leyti óskemmd og myndi því margur sveitamaðurinn vera sjómanninum þakklátur, ef hann gæti selt honum ljósabeitu til soðmatar, og myndi fúslega borga tn. af ljósabeitu sem af 2>gellum.« Jafnvel sjómenn sjálfir yrðu stundum fegnir að eiga beitu til soös. Þetta gæti verið í sjálfu sjer mikið peningavirði, fyrir utan hvað allur niðurburður hefir skaðleg áhrif á fiskigöngur. — Frá Bolungarvík, Kálfadal, Selja- dal, Hnífsdal og ísafirði munu ganga um 150 opin' skip, sem munu beita í legu 25 ísum, eða sem því svarar (steinbít eða rikl- ing'). Það er því í legu sem svarar 3,750 ísum alls sem öllu er kastað, — fyrir utan alla aðra beitu. Þessi beita öll gerir því ekki smá-lítinn niðurburð; og mun hafa ill áhrif á fiskinn, það er því ekki ætíð víst að fiskurinn sje ekki til, þótt hann sje tregur við öngulinn, hann er búinn að fá nóg að jeta af þessum og öðrum niðurburði og liggur því fyrir meðan hann er að melta. Þegar beitunni er kastað þar sem straumar eru, er hún lengi að komast til botns; svo fiskurinn getur stundum verið upp í sjó að elta þá fæðu sína sem aðra. Einnig tel jeg alla slægingu á hvaða tíma árs sem er tjón en ekki ábata, þótt svo mikið bjóð- ist í legu að ekki beri, sem sjaldan er, fyrst og fremst eru allir hausar og lifur miklir pen- ingar, sem allir vita; enda viður- kenna sjómenn það sjálfir, að slæging sje eyðilegging fyrir fisk- aflann, t. d. á veturnar þegar sá tími er að ekki er leyfilegt að slægja eða afhöfða á sjó úti, er vana viðkvæðið ef einhver kastar ísu-haus, að það sje þá úti um þessa fiskifjölgun, úr því slægt hafi verið; — þetta er líka það dag-sanua, slæging öll hefir þau áhrif að fiskinum kippir út fyrir það svæði, sem slanginu vár kastað á. Það sýnir sig líka yfir þann tíma sem allir mega slægja, að ekki er fisk að fá nema úti á hafi og þar stopull sem eðlilegt er, því þá er alls staðar þessi mikli niðurburður, og verður þar af leiðandi stopult að ná i fiskinn á opnu bátunum; mönnum á opnum bátum þykir sjer vera gert hart til að mega ekki slægja þar sem þiljuskipum er það leyfilegt, en við teljum þau spilla fyrir fiskigöngum á vorin, eptir að þau eru farin að fiska hjer niður undan Djúpinu. Vjer erum því í engu bættari þótt vjer göngum i lið með þess- um þilskipamönnum með að eyði- leggja atvinnu vora — sjávar- aflann, sem er okkar aðal-stoð og stytta. Einnig tel jeg farsællra, að hafa allt árið um í kring hleyp- ings legu, með því verður minni loða missir hjá almenningi, sem opt stafar af því þegar lóðir eru látnar liggja yfir nóttina, því að þó menn ætli að draga þær að morgni, þá hefir Atli marg- ann svikið og lóðirnar aldrei verið dregnar, við þetta tapa útgerðarmenn og hásetar stór-fje. Lóða missir getur átt sjer stað þótt ekki sje lagt niður, en það verður sjaldnar, aptur finnst mjer fiskur tregari eptir að almenn- ingur er farinn að leggja niður, svo jeg get ekki i neinu sjeð hagnað sem menn hafa af niður- lagningunni. »En sínum augum lítur hver á silfrið.c Það væri því æskilegt að sjómenn hjeldu fundi með sjer, til að heyra álit manna í þessu efni, þetta er líka mál sem alla skiptir, gæti það verið til að opna augun á mönn- um, svo þeir sæu hve fiskiveiða- samþykktin síðan 1898 er í mörgum greinum vanhugsuð. — Einnig er margt nýtt komið síðan, t. d. »Motor-«bátar sem nú eru óðum að þjóta upp, og sumir þeirra hafa þilfar og skáka í því skjóli að þeir sjeu engum lögum háðir, en róa. þó á sömu mið og opnu bátarnir og skreppa inn á hafnir á hverju kvöldi; þeir ættu því að vera teknir með inn í samþykktina og vera sömu lögum háðir og opnu bátarnir, með því það eykur líka óánægju hjá sjó- mönnum, að þeir skuli. mega slægja og afhausa hvar og hvenær sem er. I 4. gr. fiskiveiðasamþykktar- innar frá 1. nóvbr. 1898, segir: »Þó nær þessi ákvörðun ekki til þeirra, sem hafa uppsátur fyrir norðan Rit.« •— Jeg skil ekki hvað þessi undantekning hefir | átt að þýða, þar sem þessir menn, Aðalvíkingar, róa á sömu mið og Bolvíkingar. Mjer finnst það hafa sömu áhrif áfiskinn, hvaðan sem niðurburðurinn kemur. Aðal- víkingar og Súgfirðingar ættu því að vera sömu fiskiveiða- samþykkt háðir og Djúpmenn. Jeg vil því að endingu óska eptir nýrri fiskiveiðasamþykkt og að þar sje strangt tekið fram, að kasta engum afbeitingi og enn- fretnur slæging og niðurlagning alveg bönnuð. Sjómenn ættu því að hugsa eptir þessu og láta það ásannast í verkinu. Jeg býst við að grein þessi þyki ljettvæg og á lítilli þekk- ingu byggð, en máske hún verði til þess að þeir sem betur eru inn í þessu máli, láti þekkingu sína í ljósi, og þá er tilgangi mínum að nokkru leyti náð. Borg, 20. nóvember 1904. Bjarni Sigurðsson. 0<>ofilto00—— Lofsverðar framkvæmdir. Fjórir atorkumenn hjer í bæn- um, þeir: Sigurður A. Kristjáns- son úrsmiður, Páll Jósúason stýri- iridður, Arni Gislason formaður og Jóhann S. Porkelsson trjesmið- ur, hafa nú keypt motor-kútter til síldveiða með reknetum. •— Beituleysið * sem svo opt hefir || Kr. 7. ollað ómetanlegum hnekkir í fiskiveiðum vorum hefir fyrir löngu síðan opnað augun á mönn- um í því, hve síldveiðar með reknetum væru hjer nauðsyn- legar, þótt enginn hafi fyrri orðið til aðkomaþessu í framkvæmd.— Kútter þessi hefir verið byggður hjer á landi, á hvalveiðastöðinni Dvergasteini í Alptafirði, og er alveg nýr með 10 hesta stein- olíu-raotor. Kaupverð var 6,000 krónur fyrir skipið rneð vjelinni, en við það bætist svo allt neta- úthald til útgerðarinnar, Ennfremur hafa 10 menn úr Hnífsdal og Isafirði bundist sam- tökum um að kaupa þilskip til fislciveiða. Ætla þeir að kaupa 1 eða 2 af kútterum þeim, sem haldið var úti af verzluninni »Edinborg« í Reykjavík fyrir nokkrum árum. — Er vonandi að hvorutveggju þessu lofsverðu samtök sjeu vottur þess að menn almennt fari að vakna til meiri framkvæmdarsemi en verið hefir og setji ekki fyrir sig að ráðast í það í fjelagsskap, er þeim sem einstaklingum er ókleyft. Ástandið í Rússlandi. Þótt Rússar beri sig borgin- mannlega ofan á og þykisthafa ráð Japana í hendi sjer, er ástand- ið í Rússlandi, síðan stríðið byrj- aði, allt annað en glæsilegt. Eins og kunnugt er hafði Witte komið því svo fyrir, að ríkið sjálft hafði í sinni hendi flestar verksmiðjur í landinu, mikið af verzluninni og vafsaðist i alls konar gróðabralls fyrirtækjum, sem það hafði góðar tekjur af. Ríkið var því stærsti eða aðal- ' vinnuveitandinn um allt Rússland og þótt það veitti erfiðismönnum sínum skammarleg sultarlaun, sem almenn óánægja var yfir, þurftu þeir ekki að deyja út af úr sulti meðan þeir fengu eitthvað að gera. En svo kom ófriðurinn ogjók tífalt óánægjuna. 120 milj. kr., sem ganga áttu til atvinnurekst- urs heima voru teknar til ófrið- arins. Ríkið varð að hætta at- vinnurekstrinum að miklu leyti. Við það misstu ekki einungis þeir erfiðismenn, er unnið höfðu hjá ríkinu atvinnu, heldur einnig fjöldi járn-nema, sem selt höfðu ríkinu óhreinsað járn, og verða því að freista lifsins með betli eða þjófnaði. Iðnaðurinn hættir og verzlunin minnkar. Járnbraut- in sem áður var notuð til vöru-

x

Vestri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.