Vestri


Vestri - 24.12.1904, Qupperneq 2

Vestri - 24.12.1904, Qupperneq 2
30 V E S T R I. 8. tbl. Vínsala á bjóðhátíðum. I ins og inörguin er kunnui>t, hefir verið talsvert þref út úr því í Reykjavík undanfarin ár, hvort leyfa ætti sölu og veiting áfensra drykkja, við þjóðhátíð i-hatdið. Sutnir lögfræ 'ingar hafii h'aldið því fram að slík sala væri ólög- leg en aðrir hafa t-dið hana í alla staði löglega og leyft h tna, og meðal þeirra var bæjarfógetinn í Reykjavík. - Stúkurnar í Rvík kusu í sumar nefnd manna til að kæra þessa sölu. Nefndin kærði fyrst til bæjarfógeta, en hann vildi ekki taka kærun.i til greina, þar eð hann hafði leyft söluna. Nefndin sneri sjer þá til stjórnar- ráðsins og leitaði úrskurðar þess í málinu. Út af kæru þessari hefir stjórn arráðið tekið svo röggs imlega í taumana, að það hefir lagt fyrir alla lögreglustjóra landsins. að veita eigi framar veitingamönn- um legfi til aó hafa um hönd, veitingar áfengra drykkja, utan veitingahúsa sinna. Stjórnarráðið hefir í þessu efni tekið af öll tvímæli og er sigur þessi bindindisvinum mik;ð gleði- efni. — Munu þessi afskipti vekja og auka traust þeirra á stjórninni °g gefn þeim góðar vonir um að hún muni ekki mótfallin að takmarka og afnema sem mest má verða sölu og veitingu áfengra drykkja. Athygli lesenda blaðsins viljum vjer hjer með leiða að auglýsingunni um • fsl. sýningunni í Km.höfn hjer aptar í blaðinu. Ættu allir Is- lendingar að stuðla að því, að sýning þessi gæti orðið oss til sóma og gagns með því að láta forgöngumönnum þessa fyrirtæk- is í tje allt, er mætti prýða eða bæta sýningu þessa, og menn hafa undir höndum. — Það væri miður viðfelldið, ef sýningin fyrir Island yrði svo laklega úr garði gerð, að þeir sem sýninguna sækja, hefðu ástæðu til að setja menn- ingu íslendinga skör lægra en Færeyinga, Vesturheimseyjabúa, eða jafnvel Grænlendinga. Sjerstaklega áherzlu ber að leggja á, að ekki sje látið undir höfuð leggjast að senda ýmsa nýja lista-gripi, og vandaðan iðn- að, til sýningarmnar. Fregirlíaflar. ____— % Öxarfirði Norðr-Þiiigeyjíi.rsýslu 24/u ’04. „Sumarið sem leið var frábærlega gott,- frá fimtud. fyrir hvítas. (o: 10. maímán.): „Maí- rann (oss) -sól ór sævi, sorgin fórst í gleymsku-hyl, leysti brúnir blárra fjalla“ o. s. frv. Elstu menn muna eigi aðra eins sprettu-tíð, og þetta sumar, og nýt- ing varð og mjög góð, þóað fremr væri litlir þurkar oft, þangað til laufvindar, (S.) er hér er kallað, komu eftir 11. sept. og héldust þeir framundir lok þess mán. Hey eru því bæði góð og mikil nú, og hefði getað orðið miklu meiri- ef hér væri ekki fólks-ekia einsog ann- arsstaðar er pottr brotinn með til sveita nú á tímum. Haustið allt að þessu hefir og gott verið, enn oft skakviðrasamt, og þóað dálítill snjór hafi stundum kom- ið, hefir óðara leyst upp aftr. Núhefir hér um vikutíma verið- föl á jörðu, enn sýnist nú vera að ganga í bláku. Skepnu- höld hafa vérið góð, og heilsufar manna ágætt, og skal í því sambandi getið, að vér fengum ágætan lækui fyrir ári, Þórð Pálsson, og öllum fellr mætavel við hann og konu hans, Guðrúnu Björns- dóttr, ritstjóra „ísaf.“ Enn sá er galli á gjöf Njarðar, að ekki er útlit fyrir annað enn að þau hjón verði að hrökl- ast héðan aftr, sökum þess aðþauhafa síðan þau komu verið á sífeldum hrak- ólum með sama-stað, og þykir öllum sýslunefnd vor Norðr-Þingeyinga gegna slælega skyldu sinni í þessu efni, enn fá ekki að gert. — Verzlun var með skásta móti í fasta-verzlunum, einkum fjártaka (slátrun) óvanalega góð, enda fé hér mjög vænt til niðurlags. — Nú var byrjað loks eftir langa margra ára baráttu á stórvirki því, er Jökulsá-brú í Öxarfirði heitir. Yoru milli 20 og 30 manna þar við frá b.yrjun júním. til miðs okt., komust stöplarnir (grjót), 2 hvoru- megin, alls 4, langt á veg ásamt brúar- sporðum. Gekk vinnan mjög vel, einkum eftir að Steinþór steinsmiðr Bjornsson Mývetningr tók við allri stjórn, um miðjan júlím. Allt efnið í hrúna sjálfa kom hingað og var skipað upp á Skinna- staða-reka um mót ág. og sept., og eiga Öxfirðingar að aka því undireins og færi koma nú ór hátíðum. Brúinverðr á gamla ferjustaðnum rétt framan við Skinnastað.11 Eitiis. Hjalteyri, 28/j0 1904. „— — Yfirleitt um endilangan Eyja- fjörð út á móts við Hrísey, fæst ekki nokkar hjörg úr sjó, af nokkru tagi, og Ægir er svo úfinn nótt sem dag, að ekki vogar maður sjer að leita út fyrir fjarð- arminnið, þar mun þó finnast fiskur. — Eigi að síður erum við kátir piltar, og lifum í von um betri daga síðar.“ Eptirmæli. — »0« — Eins og getið er um í 5. tbl. Vestra er merkispresturinn síra Arnljótur Olafs- son á Sauðanesi nýlega látinn. Hann Ijezt daginn eptir jarðaaför konu hans, eins og áður er getið. Þau höfðu verið svo tryggir förunautar á langri lífsleið, að jafnvel dauðanum var um megn að skilja samvistir þeirra nema örskamma stund. Síra Arnljótur var fæddur 21. nóv. 1824 og því nærfellt áttræður að aldri. Hann mun hafa verið ættaður og upp- runninn í Húnavatnssýslu. Þótt for- eldrar hans væru fátækir varð það úr að hann komst í latínuskólann. Var hann þar um það leyti sem frelsisaldan sem um það leyti gekk yfir Norðurlönd barst hingað til lands, og varð þegar hugfanginn af henni eins og flestir aðrir skólapiltar. •— Varð þá ærið ókyrt í skóla og var síra Arnljóti sem þegar á unga aldri var mikill fyrir sjer, gefin einna mest sök. á því, vjek hann þá úr skóla, en lauk svo námi sínu utan skóla og gekk litlu síðar undir burtfararpróf. Sigldi hann svo til háskólans í Kaup- mannahöfn og tók þar hin fyrri háskóla- próf með góðum vitnisburði og lagði sig svo einkum eptir að lesa stjórn- fræði. - Hið ísl. Bókmenntafjelag fól honum þá ritstjórn Skíi’nis og hafði hann hana á hendi í. nokkur ár, og komu þá fyrst fyrír almennings sjónir hinir frábæru hæfileikar hans, sem nú eru fyrir löngu orðnir þjóðkunnir, og seint munu gleymast. Síðan hefir hann ávalt fengist talsvert við ritstörf hæði með blaðagreinum og bókum, t. d. Auð- fræði, Rökfræði o. fl., og hefir ávalt þótt rita af mestu snilld, einkum hafði hann ágæta hæfileika til að mynda ný íslenzk orð, og hefir þannig auðgað mál vort með mörgum og fögrum nýgervingum. Nokkru eptir að hann hætti námi sínu við háskólann, gerðist hann fylgdarmað- ur baróns Blixon Einecke suður um lönd. Arið 1860 ferðaðist hann með Shaffner offursta til Islands og Græn- lands til að rannsaka símalagningu þá leið til Ameríku. 1859 varð hann þingmaður Borgfirð- inga og varð þegar einn af atkvæðamestu skörungum á þingi. Haustið 1861 byrjaði hann guðfræðis-nám og lauk því með góðu prófi 1863 var honum veitt Bægisá í Eyjafjarðarsýslu, og árið eptir giptist hann Hólmfríði Þorsteinsdóttir frá Hálsi. Arið 1889 fjekk hann svo veitingu fyrir Sauðanesi og var þar til dauðadags. Hin síðari árin hefir hann haldið aðstoðar- prest, síra Jón Þorsteinsson mág sinn. Síra Arnljótur var all-mörg ár þing- maður, bæði Eyfirðinga og Norðui-Þing- eyinga og var unreina hríð konungkj’ör- inn. Síðast var hann kjörinn á þing árið 1901, í Norður-Þingeyjarsýslu, en vegna ellilasleika og heilsubrests auðn- aðist honum ekki að sitja á því þingi. Sira Arnljótur var sannur niðji og eptirmynd, að öllu atgjörfi, hinna fornfrægu hetja er námu ísland fyrir rúmum þúsund árum síðan. Hann var hár og karlmannlega vaxinn, rammur að afli og tígulegur í framgöngu, Ijúf- legur og viðfelldinn í umgengni, — hann var þjettur á velli og þjettur í lund, — spakur að viti, vinfastur, staðlyndur og hinn mesti lærdómsmaður, rausnar- maður mesti og húhöldur. Lífsstarf hans var hæði langt og mikið og spor þau sem hann hefir markað i sögu þjóðar vorrar, munu geymaSt meðan hjer stend- ur steinn yfir steini. Nýtt fyrirtæki. Ohr. L. Gram kaupmaður, sonur N. Chr. Gram’s, er lengi rak verzlun í Stykk- ishólmi, Olafsvík og á Dýrafirði, hefir nú gert samninga við stjórnarráðið um leigu á Eldey, :»m eins og lumnugt er liggur út af Reykjanesi. Er það áform hr. Gram’s, að lata rannsaka, hvort eigi sje á eynni eða jarðvegi eyjarinnar svo mikið af „guano,“ að það gæti orðið gróðafyrirtæki að flytja út áburðarteg- und þessa, er á síðari árum hefir verið í afarháu verði. Ef svo reynist, að í eyjunni sje „guano“ — en það virðist mjög líklegt, þar sem þúsundir fugla hafa orpið þar árlega síðan sögur fara af, •— verður bráðlega, að öllum líkind- um á komandi sumri, byrjað að flytja út þessa nýju verzlunarvöru. Samningar stjórnarráðsins við hr. Gram eru svo gerðir, að auk fastákveðinnar árlegrar leigu eptir eyjuna greiðist landsjóði 25 aura gjald af hverjum 100 pd. af „gua- no,“ er út kunna að verða flutt, og gæti því fyrirtæki þetta, ef svo reynist að á eynni sje áburður að nokkrum mun, orðið mjög svo arðvænlegt fyrir landið. (Eptir ,,Þjóðólfi.“) RÚS8J1 esk ky nja 111 ær. Útlend blöð segja frá mjög eiakenni- legri kynjamær i Yladikavkos á Rúss- landi, sem þelcktur blaðamaður segist sjálfur hafa sjeð. Stúlkan er 12 ára gömul, og hefir hún lifað afskekkt og óþekkt, þar til fyrir skömmu að fór að bera á þeim eiginlegleika hjá henni að hún dregur til sín alla hluti í nálægð sinni, eins og segulmagnað járn gerir við annað járn. Þegar hún kemur ná- lægt eldhúsborði, fara öll áhöldin að dansa. Þvotturinn fýkur af stögunum á þerriloptinu, ef hún lýkur upp dyrun- um. Flöskurnar stökkva af borðinu, og mölvast í mjel við fætur hennar. Lausir steinar sem liggja á jörðinni, lyptast upp o. s. frv. Undramær þessi lítur út eins og fólk er flest, hraust og tauga- sterk, og hlær að eins að þessu kynlega aðdráttarafli sem hún hefir, og veit ekki einu sinni hót um að þetta sje neitt ó- náttúrlegt. Margir eru forvitnir við- víkjandi stúlku þessari, og efnafræðis- kennarinn í bænum hefir lengi athugað hana. . Það hefir verið komið með ýmsar líklegar og óliklegar getgátur. Hún á nú að flytjast til Pjetursborgar, til að rannsakast vísindflega. Margir meðal alþýðunnar álíta stúlkuna auðvitað djöf- ulóða og leggja til að reynt sje að særa djöflaua út af henni. Bólusetning. Yið kvillum öllum kalla má nú kunni maður lækning fá án Brama og Kína brúkunar, með bólusetning allskonar. Nú börn og fje er bólusett, en bezt er eitt, sem hef jeg frjett: Menn bólusetja beran sand svo bezt verði’ hann gróðrarland. Það bóluefni brátt mun fást, sem breyti hatri’ i tryggð og ást; ef blöð vor yrði bólusett, sá bróðurandi þekktist rjett. En bezt mundi samt að byrja þar, að bólusetja’ allt stjórnarfar og kirkjumál og kennidóm svo kvistnin yrði’ ei hræsnin tóm. En annars vjer sjáum allstaðar að allt eru bólusetningar og maturinn sem í magann fer oss megin gefur svo tórum vjer. Af bólu’efni sprettur hver lítil lind og lifnar hver vera í sinni mynd, af bólu’efni fær allt búning sinn, því bólu’efni er allur heimurinn. (Eptir Plausor í „Nýja íslandi.“) Minnisvarði á leiði Markúsar F. Bjarnasonar skóla- stjóra, var afhjúpaður í Reykjavík 23. f. m. Sjómannafjelagið „Aldan“ hefir komið honum upp. Á honum ermynd M. F. Bjarnasyni, höggvin tir íslenzkum steini eptir Jul. Schau. Hannes Haf- liðason bæjarfulltrúi hjelt aðal-ræðuna við afhjúpunina. Síra Friðrik Eriðriks- son þakkaði með ræðu fyrir hönd vanda- manna. Veitt prestakall. Bergstaðir í Húnavatnssýslu eru veittir síra Ludvig Knudsen fyr presti á Þór- oddsstað. Aðrir sóttu ekki. Yf irrjettarmálafærslumaður. I stað Einars Benediktssonar er skip- aður Páll Yídalín Bjarnason. Bruni. Ibúðarhúsin við hvalveiðarstöðina á Tálknafirði brunnu um síðastl. mánað- armót til kaldra kola. Eldurinn kvikn- aði að degi til og var enginn heima. Tveir menn sem oru þar að vetrinum til eptirlits voru staddir á bæ þarskammt frá. Enginn veit hvernig eldurinn hefir kviknað. — Eldur var hvergi lifandi í húsinu þegar mennirnir fóru nema í ofni í herbergi sem þeir bjuggu í. Engu lauslegu varð bjargrð. Meinlegt er það fyrir Isafjörð að fá hingað enga ferð frá útlöndum í desbr. — það væri hyggi- legra að fá eina ferð í þessum mánuði en að skipin sjeu að elta hvort annað að sumrinu. Það kæmi sjer fyrst og fremst betur fyrir hjeraðsbúa og hlyti líka að vera arðvænlegt fyrir útgerðar- fjelögin. Látinn er sagður nýlega síra Steindór Jóhann- esson Briem f. 27. ág. 1849 prestur í 31 ár ljúfmenni og valmenni. („Rvík.“) Bráðapest hefir gert talsverðan skaða í Arnarfirði í haust. Fiskafli hefir verið all-góður nú upp á síðkastið.

x

Vestri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.