Vestri


Vestri - 18.02.1905, Blaðsíða 2

Vestri - 18.02.1905, Blaðsíða 2
62 V E S T R I. 16. b 1 hefir ekki g-efist kostur á a<5 sýn i sig, er alls ekki rjett að leg-gja á móti henni eða spá illu um gerðir hennar I sumar fá menn að sjá á hvaða braut hún stefnir með máletni þjóðarinnar, og eptir þeim málefnum en ekki mönnunum er fhjlja þau eða stjórn:na skipi — ber þjóðinni að haga sjer með fylgi við stjórn vora. Metum málefnin meir en menn- ina, þau hafa meiri og varanleyri þýðingu fyrir þjóðina. X. Flutningur Yestur-Islendinga heim til íslands. Það virðist hafa komið við kaunin hjá ritstj. Fjallkonunnar, að Vestri hefir hreift því að rjett væri að gera tilraun til aðfáís- lendinga í Vesturheimi til að flytja heim til íslands aptur. Vjer vissum það. að ritstjóri Fjallkonunnar var alda-vin sálna- hirðanna vestan hafs, og að hon- um hefir jafnvel verið borið á brýn að hann myndi ekki mót- fallinn Ameríkuferðum, og hvetti þ(;irra fremur en letti. Fn jafn- mikla tilfinningasemi og kemur f ljós í Fjallk. 13. des. f. á., hefð- um vjer ekki ætlað honum í máli þessu. Hann minnist þar á uppástungu Vestra, um að fá íslendinga í Vesturheimi til að flytja heim aptur og það er auðheyrt að hann vill ógjarnan láta fara langt í að syngja slíka sálma. í>að er auð- heyrt á anda greinarinnar að hann þykist ekki hafa mikla trú á siíku, en ástæðan er ekki nema ein, og, vjer verðum að segja að hún er ljettvæg. Hún er sú að >í Norvegi hefir mönnum orðið tíðrœtt* um að fá Norðmenn heim frá Vesturheimi. En úr lilraununum hefir ekkert orðið, af því menn hafa enga trú á þeim,< og svo segir hann að Björnstjerne Björnson hafi sagt, að það væri ekkert ann- að en vitleysa að hugsa sjer slíkt, Að síðustu telur hann mjög lítil líkindi til að ísland dragi betur að sjer íslendinga en Norvegur Norðmenn. Oss virðist nú ósköp lítið á því byggjandi eða eptir því farandi þótt tíðrætt verði um einhvern hlut ef hann aldrei kemst til fram- kvæmda, þar kemur engin sann- reynd til greina. Hefði orðið af tilraunum í Norvegi hefðu þær máske getað gefið oss einhverja leiðbeiningu. — En þetta að tíð- rælt verður um að gera einhvern hlut sem ekki kemst þó til fram- kvæmda, bendir á að þeir sem gera tíðrætt um hann hafi trú á honum. Með allri virðingu fyrir höfuðskáldi Norðmanna, getum vjer ekki heldur álitið hann óskeik- ulann dómara í þessu máli, máske * Leturbreytingar allar eru gerðar af Ritstjj. , alls ekki færari að dæma um þetta, on hvern annan sem alls ekki er skáld. tn að þessu öllu slepptu verð- um vjer einmitt að halda því fram að meiri líkindi sjeu til að ís- land dragi til sín Islendinga en Norvegur Norðmenn. Og vjer getum fært ástæður fyrir að þetta er rjett áiyktað. Kaupgjald verka- fclks er víða lægra í Norvegi en hjer, og nú sem stendur hafa út- gerðarmenn við Faxaflóa ráðið talsvert af norskum sjómönnum á skip sín, af því þéir fá þá fyrir lægra kaup en íslenzka sjómenn, og það hljóta allir að sjá að kaup- ið hlýtur að vera talsvert lægra ef það á að borga sig að sækja mennina til Norvegs. Það mun og flestum Islendingum kunnugt að norskir verkamenn, er hval- veiðamenn hafa flutt upp hjer til lands, hafa ekki verið eins kaup- dýrir og íslenzkir verkamenn. Þetta ætti Finar og >konan« hans að vita. Ritstj. Fjallkonunnar hefir sjálf- sagt búist við að þessi veika ástæða hans myndi ekki sannfæra fólkið, og segir að ekki sje ann- að en Vestri þylji upp nöfn þeirra er honum sje kunnugt um, að myndu vilja flytja aptur til Islands frá Ameríku, og svo væri »hægð- arleikur fyrir þá Íslendingaí Vest- urheimi sem blaðið nefnir, að gera það kunnugt almenningi að blaðið hafi rjett hermt,< segir ritstj. >Fjk.,< og bætir svo við, >að geti blaðið ekki þetta megi álíta þessa grein þess sem mark- Ieysuhjal.< Þetta á að vera sleggjan sem gefi máli þessu rothöggið. En vel skiljum vjer hvað þjer farið, Einar sæll! Það eru engin gleðitíðindi fyrir Vesturheims- prestana, Ameríku-agentana og aðra vini yðar, að vita af því að brjef sem gefa slíkt í skyn skuli berast hingað heim. Þeim kæmi það ekki sjerlega illa að að fá að vita nöfn brjefritaranna, svo þeir gætu látið þá skriptast og hverfa frá villu síns vegar. Já, vjer efustum að minnsta kosti ekki um að þessir vinir Einars, myndu finna mennina að máli, áður en þeir gerðu almenningi kunnugt, hvort rjett væri hermt eða ekki, og gerðu yfir höfuð að tala sitt til að stemma stigu fyrir þessari villu. En það hyggjum vjer á margra manna vitorði er lesa brjef að vestan, að fjöldi íslendinga lætur í ljósi löngun til að hverfa heim aptur, ef þeir gætu hugsað til þess kostnaðarins vegna, og vjer gœtum trúað ritstj. Fjallk. fyrir mörgum slíkum nöfnum, ef hann gæti gefið oss fulla tryggingu fyrir að hann bæri það ekki apt- ur í Vesturheims-prestana og nóta þeirra. En einn mann er óhætt að nefna, sem er augljós sönnun þess að íslendingar vilja gjarnan hverfa heim til fósturjarðarinnar aptur, ef það væri greiðara og þeir ættu hjer að einhverju vísu að hverf. 1. Þessi maður er einmitt ritstjóri Fjallk sjálfur. Hann flutti hing- að aptur upp frá Ameríku-sælunni með tilstyrk Isafoldar-Björns og til aðvera vinnumaður hans. Fleiri dæmi þekkja margir af ýmsuin öðrum, sem þrátt fyrir örðugleil> ana og kostnaðinn hafa komið hingað aptur og sezt hjer að. Nei, Einar má gera betri skil ef hann ætlar að sannfæra menn um að það sje óhugsanleg óhæfa, að reyna að fá eitthvað afVest- ur-íslendingum til að flytja upp til íslands aptur. Látum vjer svo útrætt um þessa Fjk.-grein að sinní. Frjettir frá útlöndun. Stjórnarbylting í Rússlandi, Yerkalýðurinn í Pjeturshorg skotiim niður liroimum saman. Með >Firdu< bárust að eins lausafregnir frá útlöndum, með því öll útlend blöð er skipið hafði meðferðis urðu eptir í Rcykjavík. Lausafregnirnar geta þess að miklar óeyrðir sjeu nú byrjaðar í Rússlandi, þjóðin sje að rísa upp til að höggva af sjer ófrels- isfjötrana. Sögulcgust eru tíðind- in úr Pjetursborg. Fjöldi verka- manna ætlaði með mesta frið og ró að halda fund til að ræða ruál sín og vildi ná fundi keisarans til að bera fram bænir fyrir hon- um, en þá var hafin skothríð á hópinn eptir skipun foringja þess sem keisari hafði falið að halda uppi reglu í borginni, og kvað vera frændi keisarans og mesti grimmdarseggur. Verkalýðurinn var skotinn niður varnarlaus. -— Komst nú allt í uppnám og upp- þot og hjelt blóðsúthellingunum áfram fram á næsta dag. Þetta atvik hefir verið tilefni til þess að þjóðin hefir risið upp víðsvegar og heimtar að keisarinn fari frá völdum og komið verði á frjálsri stjórn. Því hefir verið barið við að keisari sjálfur hafi ekki verið heima, þegar ógangurinn í Pjet- ursborg var hafinn, en auðvitað heimta menn að hann beri ábyrgð á þessum aðförum. Frjettirnar eru ógreinilegar, en allar líkur eru til að þetta hafi verið byrjun á borgarastríði og byltingaöldu er muni rísa hátt og umhverfa jafnvel hinu rússneska ríki. Af stríðinu í Asíu voru engin stórtíðindi sögð. Maður varð úti nm síðast). mánaðarmót suður á Miðnesi, Sigurður Gíslason frá Melbergi, ungl- ingspiltur um tyítugt. Maður fórst 12. f. m., niður um ís á Úlfljótsvatni í Grafningi; Guðmundur Jónsson að nafni. Yar að reka fje yfir ratnið, ísinnbrast undan honum og fjárhópnum, og fórst margt af ijenu líka. Mannalát. I. þ. m. andaðist Halldór sýslumaður, Bjarnason frá Patreksfirði, á Landakots- spítalanum í Roykjavík úr krabbameini . á 42. aldursári. Hafði hann farið suður til lœkninga í vetur. — Hann var fæddur á Ulfagili i Húnavatnssýsiu, 25. sept. 1863; útskrifaðist úr lærða skólanum 1887 með 1. eink., tók próf i lögum við háskólann 1894, með 2. eink. Fjekkst svo um hríð við málfærslustörf og var á skrifstofu hjá bæjarfógetanumí Reykja- vík; var settur sýslumaður í Barðastranda- sýslu 13. okt. 1899 og fjekk veitingu fyrir sömu sýsiu 9. jan. 1900. Hann var giptur Margrjeti Egilsdóttir, bók- bindara í Reykjavík. — Halldór var vin- sælt og vellátið yfirvald og mun saknað af flestum er nokkur kynni höfðu af honum. 29. f. m. ljezt frú Sigríður Árnadóttir (landfógeta), kona Páls sýslum. Einars- sonar i Hafnarfirði. Yeiktist hún mjög skyndilega en hafði verið fremur heiisu- lítil. Hún var komin nokkuð á fertugs- aldur. þau hjón eigá 2 börn á lifi, nokkuð stáljmð. — Hún varmesta sæmd- arkona og mjög vel þokkuð. (Þj.ólfur.) II. þ. m. andaðist eptir langvinnar þjáningar Halldór Halldórsson í Fremri- Hnífsdal, fæddur 22. júní 1846 á Meiri- húsum í Skálavík. Árið 1868, 30. ágúst', giptist fiann jungfrú Efinu dóttir merk- ishjónanna Páls Halldórssonar og Sig- ríðar Bjarnadóttur á Osi. Elín sál., sem var mesti kvennskörungur og bezta kona, andaðist af barnsförum mislinga- sumarið 1882. 2 börn þeirra hjóna dóu þá, Hka og voru jörðuð með móðir sinni. Af börnum þeirra lifa að eins 2: Páll kenhari við sjómannaskólann og Elín, gipt Jóni trjesmið Olafssyni hjer á Isa- firði. Eitt af börnum þeirra var Hall- dór Ágúst skipstjóri, sem drukknaði úr Hnífsdal fyrir nokkrum árum. — 1 ann- að sinn giptist hann 29. marz 1893, yngisstúlku Guðrúnu Kristínu Jónas- dóttur, sem nú lifir mann sinn ásamt 4 börnum þeirra, öllum í æsku. Halldór sál. var vel greindur maður og sæmilega að sjer, og betur en við mátti búast, þar sem hann hafði að öllu leyti menntað sig sjálfur. Meðan hann bjó á Seljalandi, var hann talinn með helztu bændum hreppsins og sat fengi í hreppsnefnd. Hann var vandaður í allri hegðun sinni. Siðustu árin var hann þrotinn að heilsu. Y. íslenzkt þilskip fórst á milli Engiands og Orkneyja. Þorsteinn Egilsson skipstjóri í Rvik o. fl., höfðu keypt það í Englandi og var það á leið upp. Skipverjar voru 5, sem allir fór- ust. Þar af 3 ísiendingar: Viihjálmur Björnsson, skipstj.; Valdimar Jónsson, stýrim. og Guðmundur Vestmann. Skipströnd. 16. f. m. strandaði enskt botnvörpuskip, Banfí'skire frá Aberdeen, áBreiðamerkur- sandi, Skipverjar misstu skipsbátinn og urðu því að dvelja 28 stundir í skipinu eptir að það var komið á grunn, en gátu þá vaðið upp, þegar þeir komu á land viltust þeir um sandinn, en vildi það til lífs að bóndinn frá Tvískerjum sá för þoirra er liann var að hyggja að reka, leitaði þá uppi og kom þeim til bæja. Annað botnvörpuskip strandaði !6. f. m. fram undan Þjórsá undan Pljóts- hólum. Skipshöfnin bjargaðist í land á kaðii. Skipið var á leið heim til Englands fullt af fiski. í kjöri um Sauðanes eru síra Árni Jónsson próf. á Skútu- stöðum, síra Jón Jónsson próf. á Stafa- felii og síra Jón Halldórsson á Skeggja- stöðum. Sandfell í Öreefum er veitt Jóni N. Jóhannessyni, aðstoð- arpresti á Kolfreyjustað. 018.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.