Vestri


Vestri - 08.04.1905, Blaðsíða 3

Vestri - 08.04.1905, Blaðsíða 3
23. tbL V E S T R I. 9i Tilskipun þessi öðlast gildi, að því er skipun á störfum amt- manna og' stiptsyfirvalda snertir, 1. október 1904 og að þvi er snertir störí landíógetaembættis- ins, þá er það embætti verður lagt niður. "Okið! Hann hafði aldrei langað til að verða prestur. Hann var j>látinn« fara í latínusk dann. Stúdentinn varð að verða kandídat og kandí- datinn embættismaður. Annars hlaut að vera eitthvað athugavert við manninn. Hann kaus sjer prestaskólann, því að þar gat hann fyrst Hokið sjer af.< Og það gekk allt sinn reglu- lega og lögbundna gang, og hann varð kandídat; og kandídatinn var vígður í hempu, hökul og rikkilín; og hann var orðinn, áður en hann varði, guðsmaður og þjónn kirkjunnar. En það var allt af i honum ein- hver tvískinnungur. Og það var talað um, að hann væri ekki »prestlegur« — og þó var hann góður prestur, því að hann tónaði vel, og prjedikaði ómengaðar kirkjukenningar; hann var fyrir- myndar bóndi og framfaramaður. En hanu varð aldrei >prest- legur.< Hann gat aldrei orðið öðruvísi en aðrir menn. Sóknarfólkið kvartaði ekki; prófasturinn kærði ekki, og bisk- upinn áminnti ekki. Samt sem áður f jekk hann sjer læknisvottorð og »sagði af sjer.« Prófasturinn »setti inn< annan prest og harmaði það, að frá farandi hirðir, hefði orðið svo snemma að leggja niður íhirðis stafinn« sakir vanheilsu, svo kært sem honum hefði verið starfið, svo trúr og dyggur og árvakur verkamaður, sem hann hefði verið í »víngarðinum.« Uppgjafapresturinn bjó búisínu eptir sem áður, hafði mikil umsvif og græddist fje. Og prófasturinn heimsótti hann, og fannst mikið til, er haun leit yfir búgarð hans. Prófasturinn tók upp tóbaks- dósirnar, sló ofur-lítið á lokið — eins og hann ætlaði að fara að taka í nefið — hallaði undir flatt, fetti sig, svo meira bar á prófasts- maganum, og gaut augunum til uppgjafaprestsins: »Sæll ertu, bróðir! Að vera frjáls.t _____________ X. XX. Kákerlaskip Leonli. Tang & Sön’s, eru aðleggjaút þeesa dagana. „Árthur og Fanny“ skipstj. Jón Pálsson fór í geer, en „Emma“ skipstj. Beigi Andrjesson verð- ur tilbúin i dag. SýslufutfiEur fyrir Norður-lsafjarðarsýslu var hald- inn hjeríbœnum núna 1 vikunni. Ágrip af gerðum hans hirtist síðar i Vestra. Fiskefli heíir mátt. heita mjög góðttr síðari hluta þessarar viku, en þó nokkuð misjafn. Gufuskipið „Uranía“ kom í dag til verzlunar Edinborgar. Nýi varöbátudnn. Frumvarpið um fjárveitingu til að byggja nýjan varðbát, til strandgæzlu við ísland, fær beztu undirtektir á þingi Dana. Var það samþykkt i fólksþinginn með miklum atkvæða mun, og talið sjálfsagt að það verði einnig sam- þykkt í landsþinginu. Enda virðist engin mótspyrna gegn því að Danir leggi til nýtt varðskip til strandgæzlu við ísland, en nokkur ágreiningur liefir orðið um það, að forsætisráðherrann hefir lagt fram frumvarp um þessa f járveit- ingu sem sjerstakt mál, en þeir sem á móti því hafa verið, hafa viljað láta byggja bátinn fyrir fje það sem veitt er til flotans. / — Aætlað er að báturinn kosti um hálfa milljón krónur. Það eru liðin nokkur ár síðan farið var að kvarta yfir því að strandgæzla sú, er vjer eigum nú við að una, væri í alla staði ó- nóg. En heldur var stjórnin dauf- heyrð við þessu þar til vjer fengunt stjórnarbótina og sjerstakan ráð- herra. Eitt af fyrstu verkum hins nýja ráðherra var að vinna að því að sótt yrði um þessa fjárveitingu og vinna máli því fylgi á þingi Dana. Það sýnir sig að honum hefir lánast að ná fylgi stjórnar- innar í Danmörku fyrir þessu mikla velferðarmáli, sem svolengi hafði verið skellt við skolleyr- unum. Það verður gaman að sjá hvern- ig máltól stjórnarfjenda fara að hafa endaskipti á þessu máli, og suúaþví ráðherranum tilófrægðar. Vjer höldum satt að segja, að það sje allt of einfalt til þess að þau leggi upp að reyna að villa neinum 'sjónir á því. Frá ófiiðinuin. Ný blöð til 1. þ. m. bárust hing- að norðan frá Hesteyri í dag. Ekki tókst Japönum að króa her Rússa á flóttanum frá Muk- den. Eptir mannfallsskýrslum frá Rússum sjálfum, segjast þeir hafa misst 105 þús. manns í orustunni við Mukden, og feyki-mikið af hergögnum, um 500 fallbyssur o. s. frv. — E>að má reiða sig á að þeir gera eltki meira úr því en það er. — Af mannfallinu eru íull tíu þúsund kennt dæmafáu hirðuleysi af hendi yfirherstjórn- arinnar. Nú er talið svo til að Rússar hafi um 250 þús. manns á víg- vellinum í Mandchuriinu. Þar af 70 þus. nýkomin að heiman, og eru þeir búnir að koma þolan- legu skipulagi á her sinn eptir glundroðann sem komst á allt á flóttanum. — Heima hervæðast Rússar í óða önn. Gera þeirnú reikning upp á að hafa um 600 þús. hermanna á vígvellinum, í júlí í sumar. En þrátt fyrir þenna herbún- að heyrast ýmsar raddir um frið. Svo mikið er víst að alvarlegt friðarmakk er byrjað. Mun Roosewelt forseti Bandaríkanna vera þar einnaötulastimilli göngu maður. Enn hefir ekkert verið látið um friðarkostina. En margir vona að þessar síðustu hrakfarir Rússa geri þá fúsa til friðar, ef hægt er að fá sæmilega friðar- kosti. Nlormóni hefir verið hjer í bæmim undanfarið að boða trú þeirra. Ekki hefir héyrst að neinn hafi látið hann „dýfa sjer í“ til frolsunar framliðnum vinum, enda er varlatíð til þess um þetta leyti. Kvef hefir gengið allmikið hjer íbænumundan- farið. Orsök þess er talin sú að nokkr- ir leikendur í „Gráa frakkanum11 hafa verið svo „náttúrlega11 kvefaðir á sýning- arsviðinu, að þeir hafa „smittað“ alla á- horfendurnar. Skipströnd. Enskt botnvörpuskip rak sig á sker fram undan Earðanum 3. þ. m. Mann- björg varð en skipið sat fast á skerinu þegar síðast frjettist. 2 frönsk fiskiskip strönduðu í f. m. á Meðallandsfjörum, Menn komust af. Nlannalát. 3 menn önduðust á 6 dögum á Læk í Aðalvík nýlega. Yar það bóndinn Sig- urður Eriðriksson á fimmtugs aldri og tvö gamaimenni, móðir hans og stjúpi voru þau öll jörðuð sama dag og lögð í sömu gröf. Maður datt útbyrðis af fiskiskútunni „Pollux11 úr Hafnarfirði 19. f. m. Hanft hjet SigurðurBjarnason^ ungur maður, vestfirzkur að kyni, var stýrimaður á skipinu. (Þjóðólfur.) Kirkja brann. Á Þorláksmessu í vetur brann kirkja ísl. safnaðarins í "Winnipeg, að mestu leyti. hún var vátryggð og verður endur- reist i sumar. Póstafgreiðslumenn eru nýskipaðir: á Eáskrúðsfirði PállH. Gíslason verziunarstjósi, og á Djúpavog Gustav ívarsen verzlunarstj. ,.Unga lsland“ heitir nýtt barnablað, sem byrjaði að koma út í Beykjvik nú um nyárið. Bitsj. þess er cand. phil. Lárus Sigur- jónsson, en útgef. kalla sig „Barnavinirn- ir“. Blaðið kemur út einu sinni á mán- uði og kostar kr. 1,25. Elytur það myndir, sögur, kvæði, gátur o. fl. og ríður fremur laglega úrhlaði. ,,Kári“ heitir nýtt stúdentafjelag, sem íslenzkir stúdentar stofnuðu í vetur í Kaupm.höfn. Afbragðs góður afli, í Þorlákshöfn og suður í Höfnum og Garði. Afmæli konungs var haldið hátiðlegt hjer í bænum i dag með hornasiætti og flöggum. Mýtt hÚS, 15V2X8 al. að stærð einlypt, með kjallara, er til sölu í Bolungarvíb, húsið er á góðum stað og liggur vel til verzlunar. Lysthafendur snúi sjer til undir- ritaðs sem fyrst. Bolungarvík, 4. apríl 1905. Þoikeil Gur mursdsson. irsm ESEI Tryggið líf yðar Sögur herlæknisins eptir Zakarí- as Topelius. Æfintýri og sögur eptir H. C. Andersen sem og ílcst allar nýjar og eldri hækur, sem fást hjá bókasölum fást í hókaverzlun Yestra. Þar fást einnig brjefs-ofmn ódýru og allskonar ritfong. Allir þeir sem á næsta sumri senda ullarsendingar með strand- ferðaskipunum til ullarverksmiðj- unnar í Ólafsdal, eru beðnir að senda þær'til Óspakseyrai* í Bitru, (ekki Skarðstaðar), þvi þangað verður sendinganna vitjað frá verksmiðjunni. Hverri sendingu verður að fylgja miði með nafni og heimili eigandans og fyrirsögn um, hvað vinna á úr ullinni. Heppilegast er að senda ullina fyrri hluta sumars svo menn geti fengið vinnuna til baka með snmarferðunum. 1. marz 1905. Ólafsdal, Ellert Jóhannesson. Uppboðsauglýsing. Priðjudaginn 18. aprfl, 2. og 16. niaí þ. á., verður seld, víð opinbert uppboð, skonnort »For- tuna« (^/g), eign dánarbús Guð- rúnar Asgeirsdóttur. Söluskilmálar verða lagðir til sýnis á skrifstofu bæjarfógeta degi fyrir hvern uppboðsdag. Uppboðin byrja öll kl. 2 e. há- degi og verða öll haldin á skrif- stofu minni. Bæjarfógetinn á Isafirði, 20. marz 1905. Magnús Torfason. f? ,S T A R. “ Til kennara.- Eimskipafjelagið Thore og liið sanieinaða gnfuskipafjelag veita ívilnun í fargjaldi þeim kenn- urum og kennarakonum, sem fara á kennarafund Norðurlanda, þann er haldinn verður í Kaup- mannahöfn 8.— 11. ágúst í sumar, þannig, að farseðill fæst fyrlr háifvirði, með skipum hins sam- < inaðagufuskipatjelagshjákonsúl C. Zimsen í Reykjavík, og með skipum Thore-f jelagsins hjá skip- stjórunum. Allir kennarar og kennarakon- ur, sem vilja njóta þessara hlunn- inda, verða að fá vottorð hjá und- irrituðum um það, að þeir, eða þær fari í þeim erindum, að vera á kennarafundinum. Flensborg, 14. marz. 1904. Jón Þórarinsson. MUNiÐ EPTIR auglýsingu Sophusar J, Nielsen um Moilerups-motora ef þjer þurfið að fá motora í báta yðar.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.