Vestri


Vestri - 27.05.1905, Blaðsíða 1

Vestri - 27.05.1905, Blaðsíða 1
 IV. arg. SYeitfestistíminn. Jeg hefi verið að lesa frumvörp milliþinganefndarinnar í fátækra- og sveitarstjórnarmálum og getist að mörgu leyti vel að, enda ætla jeg ekki að fara að rekja þau hjer. Pað er að eins tillaga hennar um sveitfestistímann sem jeg vildi fara um nokkrum orðum. Jeg skal játa það með nefndinni að það er mjög vandleystur hnútur og furðar mig ekki þótt neíndin gæti ekki orðið þar á eitt sátt, því skoðanir manna á því máli munu yfirleitt vera mjög skiptar, hvorirtveggja færa líka ýms góð rök fyrir máli sínu og það er ekki hægt að neita því, að hvort tveggja, 10 ára sveitfestistiminn gamli og tveggja ára sveitfestis- timi hafa bæði ýmsa annmarka og kosti, sem vandi er að meta. Það sem fyrst má finna að tillögu meirihl. nefndarinnar er það, að hún er hvorki fugl nje fiskur, hún getur varla kallast byggð á rjetti að vinna sjer sveit, og hún er heldur ekki samkvæm hugmyndinni um það, að styrk- þurfi njóti þar styrks sem hann fyrst þarfnast hans. Mjer finndist þó að önnur þessi hugmynd ætti að verci ráðandi, en ekki grauta þeim svona óeðli- lega saman og jeg vil álíta að hugmyndin að vinna sjer sveit, sje sú langrjettasta og eðlilegasta og jafnvel hagkvæmasta hjá oss, og þá áliti jeg að hver maður ætti að eiga þar sveit sem hann hefir dvalið lengsl eptir 16 ára aldur, hvort það eru 2, 10 eða 20 ár, þar ætti hann að hafa unnið mest gagn, svo það er rjettlátast að þar hafi hann fyllstan rjett til framfærzlu. Auðvitað mundi þetta fyrir- komulag ekki koma í veg fyrir fátækraflutningana, sem mörgum þykja svo hneykslanlegir Og vilja koma í veg fyrir, en jeg get ekki sjeð að fátækraflutningarnir sjeu neitt hneykslanlegir eða erfiðir eins og nú er orðið ástatt, ef þeim værirjettkomiðfyrir. Samgöngur eru orðnar svo tíðar og góðar nú að engir erfiðleikar eru að ferðast landshornanna á milli með strand- ferðaskipunum, enda gerir verka- fólk það árlega. Til þess að koma því til leiðar að dvalarsveit þurfa- linga gætti alls sparnaðar, þar til hún kæmi þurfalingunum af sjer 'og við ferðakostnaðinn, mætti gera henni að skyldu að greiða það úr sínum sjóði endurgjalds- laust, en miða þó þá framfærzlu ESTR Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. H. Jónsson. ÍSAFJÖRÐUR, 27. MAÍ 1905. Nr. 30. \s> t il sölu. U [! Hjá Islandsk Handels & Fiskeri kompagni fást eptirfylgjandi skip keypt: Fet á Rogist. tons Hve-, Bygging-j arefni Sann- P' 00 Nafn skipsins Sigling lengd Ibreidd dýpt miðsk. nær byggt sýnt verð ►5’ 1. Arney Kútter 64-5 19.o 9-6 59 1872 Eik Kr. 8000 ‘2. Bjarney — ■ 59.7 16'5 8.5 43 ? Eik 6000 ►d 0. Drangey — fi2.t 18.! 8.7 53 1885 Eik 8500 4. Engey — 65.# 17-9 9.4 57 1871 Eik 11000 5. Flatey Skonnert 52.4 14-4 6.2 32 1875 Eik, fnra 5000 œ P 6. Grímsey Kútter 70.g I8.0 9.6 61 1885 Eik 9000 3 f*r 7. Hvanney — 63.5 17» 8.5 50 1883 Eik 8000 B 8. Jómsey — fil.7 18.6 9-8 60 1884 Eik 10000 9. Kiðey — 74.6 19.4 9.7 78 1878 Eik 12000 crg_ 10. Langey — 56.2 16.4 8.s 43 1873 Eik 7500 11. Málmey — 63.0 18.5 9.3 52 1881 Eik 8500 Skipunum hefir verið vel við haldið frá því þau voru keypt og nú síðustu árin, igoz/oz, hafa þau hvert af öðru fengið grandgæfa viðgerð (frá 2000—5000 kr, hvert skip) og þá allt tekið burt, sem nokkuð þótti athugavert við, hátt og lágt, og nýtt sett í staðinn. Skipum þessum er því nú hægt að halda út í fleiri ár, án nokkurs viðgerðarkostnaðar, og það mun ýkjulaust mega fullyrða að þau sjeu í lang fremsta flokki af íslenzkum fiskiskipum, hvað gæði og allan útbúnað snertir. — Skipin ganga til fiskiveiða ffá Patreks- firði og má þar sjá þau af og til í sumar, en að loknum fiskiveiðum, í ágúst lok, fást þau til kaups, og verða til sýnis á Patreksfirði »g í Flatey, frá september byrjun. — Af því fjelagið hefir í hyggju að hætta þilskipaútveginum fást skipin með vægara verði og betri skilmálum en nokkursstaðar annarsstaðar er hægt að fá jafn góð og vel útbuin skip fyrir. Frekari upplýsingar hjá undirrituðum aðal-erindreka fjelagsins hjer á landi. Patreksfirði 1. maí 1905. (épjetwr tM. f' lafsson. skyldu við vissan tíma ef vafi kynni að vera á sveitfestunni, og lengri timi gengi í að komast fyrir, hvar þurfalingurinn ætti sveitfesti. Það er satt að með tveggja ára sveitfestinni mundu fátækra- flutningar minnka, en hrakningur fátæklinga ef til vill mikið vaxa og stympingar milli sveitarfjelag- anna fá nýtt magn. Nú leggja menn aðal-áherzlu á, að koma í veg fyrir að þeir, sem útlit er fyrir að verði ef til vill ósjálfbjarga, geti unnið sjer sveitfestu í hreppinum, en hinu koma menn örsjaldan við, að láta þá, sem sveitfesti eiga vinna sveit annars- staðar, af því að það tekur svo langan tíma, sje nú sveitfestis- tíminn færður"niður í 2 ár, munu ekki einungis stympingarnar, að varna mönnum að vinna sjer sveit, haldast áfram, heldur munu margir reyna að nota sjer að koma byrð- um af hreppinum, með því að láta þá, sem líkur eru til að verðistyrk- þurfar, vinna sjer sveit annars- staðar, halda þeim á einhvern hátt við í annarigsveit, til að koma þeim af sjer. í stað þess sem veslingarnir, sem menn hafa ekki viljað gera sveitlæga, hafa fengið að vera óáreittir í g ár og svo verið skotið út úr sveitinni 10. hvert ár, fá þeir nú ekki næði að vera nema 1 ár í senn, og getur verið hrint þannig sveit úr sveit í það óend- anlega. W Og meðan hreppsnefndir hafa V leyfi til að synja mönnum um aðsetursleyfi (húsmennskuleyfi), getur tveggja ára sveitfestistími orðið þess valdandi, að fátækir menn eigi hvergi friðland eða fái hvergi að setjast að nema í framfærzlusveit sinni eða ef hún á ráð á jarðarparti í annari sveit, til að smella þeim á, sem hún vill losna við meðan þeir eru að vinna sjer sveit annarsstaðar. Ur því meirihl. nefndinni ekki þótti tiltækilegt að láta sveitfest- una vera byggða algerlega á því að maðurinn ætti þar framfærzlu, sem hann hefði unnið lengst, heldur vildi byggja algerlega á sama grundvelli og áður, virðist hún hafa tekið allt of langt skret til breytingar. Það virtist hyggi- legra, að reyna fyrst fyrir sjer með 5 árum og sjá hvernig það gæfist, en með þessu getur svo farið að síðari villan verði verri hinni fyrri. Otti nefndarinnar fyrir því, að hefði sveitfestan verið bundin við dvalarstað eða eins árs dvöl, mundu hreppsnefndir hafa komið af sjer mönnum þeim, sem útlit er fyrir að sveitarstyrks þurfi, bendir á það, að hún sje þess fullviss, að stuttur sveitfestistími hafi þetta sem eðlilega afleiðingu í för með sjer. Það mun líka raun sanna að tveggja ára sveit- festistiminn verður opt ásteyting- arsteinn í þessu efni. Ef nefndin hefir miðað ákvæði sitt við það, að með tveggja ára avöl mætti skoða að menn væru búnir að velja sjer heimkynni, held jeg að það sje nokkuð fljótt álitið, því svo skamma dvöFhata menn opt án þess að velja sjer það sem fast framtíðar-aðsetur, og það er ekki fyr enn eptir i—5 ár, sem menn geta, yfir höfuð að tala, álitist vera búnir að velja sjer framtíðar-heimkynni. Menn dvelja svo opt 1-^-3 ár í sama stað, eins og til reynzlu, og opt með þeim fasta ásetningi að velja sjer þar ekki framtíðar- dvalarstað. Mjer virðist að þingið ætti að skoða mál þetta nákvæmlega, frá öllum hliðum, áður enn það sam- þykkir svona stórvægilega breyt- ingu, er gjörbreytir því fyrirkomu- lagi, sem nú á sjer stað. 5 ár eru það allra lengsta, sem rjett væri að fara, ef haldið er þeirri hugmynd að menn vinni sjer svc 1 með ákveðnum dvalartíma. En í hinni nýju álHaverubúd ^ranis Terzlnnar eru byrgðimar svo fjölbreyttar að nærri ómögulegt er að telja þær upp.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.