Vestri


Vestri - 27.05.1905, Blaðsíða 2

Vestri - 27.05.1905, Blaðsíða 2
Sruntu og kjólatau frá Berlln, Hamburgp, Gera og TÍðar; allt smekklega ralið. — Nýtt! afpossuð STOntueftii að eln^ eitt af hTerr tegnnd æ st í Grarns Terzlun 118 V E S T R I. 30. tbl. hitt virtist rojer rjettasl. að hver ætti þar sveit, sem h mn hefir dvalið lengst samtals eptir 16 ára aldur, en dvalarsveit veitti þurfa- mönnum styrk til bráðabyrgðar og kostaði flutning þeirra á sveit sína. Annars væri gott að sem flestir ljetu heyra álit sitt um þetta mikilsverða alriði, áður enn þing kemur saman. Þetta mál er svo almennt, og svo margir, sem þekkja til þess af eigin reynzlu, að engum er ofaukið að mynda sjer um það ákveðna skoðun. SVEINKI. Frjettir frá útlöndum. Ófridurinn. Á milli Rússa og Japana hafa engin stórtiðindi gerzt tii 10. þ. m., að sjeð verður af ensku blaði þtnn dag. Japanar voru á leið norður frá Mukden með 600,000 hermanna og 2,000 fallbyssur og leiðinni heitið til Harbin, víggirtri járnbrautarstöð Kússa, og þaðan til Vladivostock, er Harbin væri unnin. Vladivostock er einasti víggirti bær Rússa við Kyrra- hafið, og takist ekki rússneska flotanum að komast þangað áður enn borgin er unnin, má ætla að lítil von sje um vörn af Rússa hendi framar þar austur frá. — Japanar ráðgera að auka landher sinn enn um 400,000, svo þeir hafi eina milljón hermanna á landi. Lið Rússa til varnar við Harbin er talið nál. 300,000. Flota sinn eru Japanar stöðugt að auka, einkum að tundurbátum. Er floti þeirra nú í 2 deildum og haldið að þeir muni ætla að ráða á rússneska flotann við eyjuna Formosa, sem er syðsta eyja Jap- ana, og sem þeir náðu frá Kín- verjum í ófriðinum við þá, fyrir nokkrum árum. Af rússneska flotanum eru þær frjettir, að hann dvaldi lengi í Saigonflóa (þar ráða Frakkar landi), en hjelt allur til hafs frá austurströnd Anamríkis (sem liggur fyrir norðan lönd Frakka) þann 8. þ. m., en óvíst í hvaða stefnu. Þaðan eru nál. 180 mílur til Formosa, þar sem búizt er við að Japanar leggi til atlögu við þá, ef þeir þá ekki fara undan lengra norður eptir, til þess að kolabyrgðir rússneska flotans minnki enn meira. Það virðist því skammt til stórtíðinda þar austur frá, því leikslokin eru komin undir sjóorustunni. Sigri Japanar í henni, má telja alla vörn úti fyrir Rússum, og þeim nauðugur einn kostur að biðjast friðar. Nýr gestur. í júlímánuði ætlar að koma hingað til ísafjarðar nýr gestur, það er útlendur fræðimaður og skáld, presturinn O. P. Monrad, ■á hinn sami og kom til Reykja- víkur í fyrra, og flutti þar nokkra fyrirlestra, er miklu lofsorði var lokið á. Erindi hans hingað er að flytja einnig lijer nokkra fyrir- lcstra, og ætlar hann, eptir því sem hann hefir skýrt frá, að lýsa moð þessum fyrirlcstrum sínum, hvernig ástatt var í Norvegi eptir árið 1814 eða eptir það er Norð- menn losnuðu undan yfirráðum Dana, og bera það saman við það, h\rernig nú er ástatt hjer á landi. Sjerstaklega mun hann lýsa æfistarfi þjóðskáldsins Hin- riks Arnolds Wergelands, sem uppi var um þær mundir og tremstur í sveit hinna ungu, á- hugamiklu og framgjörnu Norð- manna. H. A. Werg(úand var tæddur árið 1808, tæpu ári siðar enn Jónas llallgrímsson ogr hann andaðist 1845, sama árið ?g Jónas. Þeir Jónas eru líkir að því leyti, að báðir elska þeir frelsið um ram allt, báðir eru þeir einlægir ætt- jarðarvinir og hafa brennandi áhuga á frelsi og framförum fósturjarðar sinna-r. Báðir eru þeir stórskáld og átrúaaðargoð þjóðar sinnar, en annars eru þeir mjög ólíkir hvor öðrum. Wer- geland er miklu ákafari í lund og stórgerðari enn Jónas. I kveð- skap sínum er Jónas vandvirkari enn Wergeland. Allt sem Jónas hefir orkt, er svo vandað, að ekki verður að fundið og með snilldar- blæ. Eptir Wergeland liggur auðvitað margt og rnikið framúr- skarandi, bæði að hugsun og búningi, en innan um eru til eptir hann stöku kvæði, setn þykir miður vandaður frágangur á. Það er vonandi, að ísfirðingar sæki vel þessa fyrirleslra, sem efiaust verða bæði fræðandi og skemmtandi og gæti það þá líka onðið til þess, að fleiri slíkir gestir, sem Monrad prestur, kæmu hingað á þenna útkjálka, sem hingað til hefir, því miður, átt harla sjaldan slíkum góðum gestum að fagna, sem hafa fært mönnum fróðleik og skemmtun. X. Gufuháturinn j>Tóti.« Bræðurnir, consul Ii. S. Bjarn- arson og kaupm. Pjetur Bjarnar- son, keyptu sjer nýjan gufubát í Norvegi í vetur og kom hann hingað 21. þ. m. Báturinn heitir »Tóti,< og er 80 tonn brutto að stærð. Trjeskip, eh talinn mjög sterkbyggður. Hefir hann nú tekið að sjer ferðir hjer um Djúpið og grenndina í sumar, samkv. áætlun þeirri setn prentuð er á öðrum stað í blaðinu. Er bátur þessi sjerstaklega vel lagur til slíkra ferða, hefir ágætis farþega- rúm. Fyrsta og annað farrými sjerlega rúmgóð og hagkvæm fyrir farþega. Á fyrsta farrými er meðal annars stór og þægi- legur reykingasalur ofan þilfars og niðri þægilegur salur, og í honum átta rúm, en á stutturú ferðum eins og hjer kemur auðvitað sjaldan fyrir að farþegar sjeu um borð næturlangt; á svo stuttum ferðum rúmar farþegarúmið mik- ið fleiri. Eptir því sem bátur þessi lítur út geta rnenn verið sjerlega ánægðir með hann til ferðanna, því að þargilegheitum gefur hann ekkert eptir stærri strandferðaskipum. Skipstjóri á bátnum er N. C. Peder.sen sem var með -oGuðrúnu* í fyrra og kunnur er fyrir lip- urð og góða framkvæmd. Nlannslát. 20. þ. m. andaðist lijer í bænum ekkjan Friðrikka María Vedliólm eptir langa og þunga legu. j.Hún var fædd 9. júlí 1869. Foreldrar hennar voru Haraidur Asgeirs- son verzlunarmaður og kona hans Sig- ríður Markúsdóttir. 29 marz 1897 giptist Friðrikka sál. Viggó Emil Vedhólm verzlunarm. hjer í bænum, sem dáinn er fyrir rúmum þremur árum. Eiga þau hjón 3 börn á lífi, öll' í ómegð. Frið- rikka sál. var mesta myndar-kona og vel gefin og vel látin af öllumerkyiíntust henni. „Aalesund,“ gufusk. hvalveiðamannins Odiand, kom sunnan úr Reykjavík og til Hesteyrar 26. þ. m. Með því kom real. stud. (íuðm. Bergsson. Prestkosning í Staðarprestakalli í Aðalvík fór fram 23. þ. m. Kosningu hlaut síra Magnús R. Jónsson á Tjörn með 50 atkvæðum, cand. theol- Ásgeir Ásgeirsson fjekk 8 atkv. í prestakallinu er 78 kjósendur og voru því tuttugu kjós. sem ekki komu á kjörþing. Má það kalla vel sótt. Um Barðasfrandasýslu sækja lögfræðingarnir Guðm. Björnsson, Karl Einarsson, Sigurður Eggerz, Magn- ús Jónsson, og Tómas Skúlason. M anntalsþing í ísafjarðarsýslu 1906. 1. ísafjörður 13. júní. 2. Eyrarhreppur 14. — 3. Hólshreppur 15.' — 4. Súðavíkurhrepi>ur 16. — 5. Ögurhreppur 19. — 6. i’ingeyrarhreppur 22. — 7. Auðkúlubreppur 23. — . 8. Mýrálireppur 24. — 9. Mosvallahreppur 24. — 10. Suðureyrarhreppur 26. — 11. Grunnavíkurhrepinir 6. júlí i 2. Sljettuhrepjnir 7. — 13. Reykjarfj arðarhreppur 12. - \£. Nauteyrarlireppur 13. — 15. Snsefjallahreppur 14. - Slysfarir. Unglingspiltur drukknáði fyrir sköminu norður,.á Vatnsnesi. Var haldið að hann hafi vaðið í sjó út að ná fuglum sem hann hafi skotið. Pilturinn var sonur Jóhanns bónda á Kárastöðum. Mannlaust skip rak á kvolfi suður við Loptstaðahól 12. þ. m. Var það hlað- ið timbri. Sundkennslan í Reykjanrsinu bijr/ar 19. jání nœstkoniandi oy eru peir, sem hana vilja nota áminntir um að koma þá strax o<7 haja með sjer föt til skipta. Kennslan stendur ijjir einn mánuð. lsafirði 26. maí 1905. isgcli’ ísgeirssou. \ LJOSMYNDASTOFA BJðRNS PÁLSSONARS er oþin á hverjuin degi frá 7 til 7. Þýðingarlaust að koma fgr eða seinna, því engan er þá þar að hilta. Anna Andersen. C e ni e e 11 ð hjá Tangs verzlun kostar 7,50 tunnan, ef mikið er keypt. jjjjrHarmoneum'* stórt og vandað er til sölu, og geta lysthafendur sjeð það þegar þeir vilja. Verðið er lágt. JÓN LAXDAL. Ljósmyndir fást livergi álandinu eins jafn- g ó ð a r og / j ð Ihregtta r og á Ijósmgndastofu BJÖBXS PÁLSSONAIt á Isafirði. Ferða- fólki er því bent á að sitja þar fgrir fremur en annarsstaðar. HJER með tilkgnnist að jeg undirritaður fer ákveðnar ferðir á motorbát mínum á milli Isa- fjarðar og Arngerðaregrar í sumar til septemberloka n. k. þannig að jeg fgt og sœki land- póstinn og kem við á hans við komustöðum. í sambandi við þetta skalþað tekið fram að jeg er fús til að koma mð á feiri stöðum ef óskað er. Það skal oq hjer með tekið fram að jeg verð mjög ódgr við alla, sem vilja nota bálinn bæði í þessum ferðum og auka- ferðum sem jeg fœst til að fara ef óskað er, og iími er til. ísafirði 26. maí 1905. Skúli Einarsson. Timburskip ngkomið lil TA N G S VERZLUNAR og selfasl all ar viðarsortir ódýrast þar. Jón Laxdal. CPAWFORDS Ijúffe'nga B I S C U I T S (smákkur) tilbúið af Wm. Cr»íord& Sons Edinburg og London, ST OFHAÐ 1813. Einkasali fyrir ísland og Eæreyjar: F. Hjoth & Co Kjöbenhavn. K. Tangs verzlun selur akjárn eins ódýrt og nokkur annar hjer á staðnuui. Jón Laxdal.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.