Vestri


Vestri - 17.06.1905, Qupperneq 2

Vestri - 17.06.1905, Qupperneq 2
130 33- tbl. V E S T R I. um kennsluáhöld, er yfirstjórnin heimtar. 3. að hver kennari skólans sje ráðinn af skólanefr.d með hæfi- legum uppsagnarfresti af beggja hálfu — með skriflegum samn- ingi, og hafi aðal-kennarinn að minnsta kosti 18 króna laun fyrir hverja viku, er hann kennir, og aðstoðarkennari eigi minna enn 12 kr. um vikuna, er þeir kpnna 4—5 stundir á dag. Styrknum úthlutað eptir tölu barna og lengd námstímans. Fleimavistarskóla veitist styrk- ur úr landsjóði eptir sömu reglum og öðrum föstum barnaskólum, ef hann fullnægir ýmsum skilyrð- um, svo sem: 1. að yfirstjórn lýðskólanna hafi samþykkt skólastað, tilhögun skólahússins og stærð og tak- mörk skólabjeraðsins. 2. að yfirstjórnin samþykki reglu- gerð skólans. 3. að aðal-kennari skólans hafi að minnsta kosti 25 kr. laun, fyrir hverja viku, er hann kennir. auk húsnæðis ljóss og hita, ef ekki færri börn enn 30 njóta tilsagnar í skólanum í senn, en að því skapi minni laun, sem nemendur eru færri, þó aldrei minni enn 18 kr. V. kafli. I hreppi hverjum og kaupstað skal vera skólanefnd, og sitja í henni 5 menn. Kennarinn sjálf- kjörinn í nefndina, þar sem fastur lýðskóli er í hreppnum. Ætlunarverk skólanefndarinnar er, að. sjá um, að menntun barna í hreppi hennar, eða kaupstað; nái því takmarki sem lög þess' ákveða. Hún annast um að kennsluherbergin sjeu sæmileg og velur kennslustaði. Hún útvegar kennara, og skulu þeir sem hafa kennarapróf, jafnaðarlega ganga fyrir öðrum. Hún hefir umsjón með prófunum. Hún sjer um byggingu skólahúsa eptir upp- drætti, er yfirstjúrnin hefir sam- þykkt, og um útvegun kennslu- áhalda; semur og undirritar beiðni um styrk úr landsjóði o. s. frv. Yfirstjórn lýðskólanna setur nánari ákvæði um skyldur og störf skólanefnda. VI. kafli. Yfirstjórn lýðskólanna og um- sjón hefir stjórnarráð íslands. — Umsjónarmann skipar ráðherra íslands stjórnarráðinu til aðstoðar með 2,500 kr. árslaunum. VII. kafli. Með lögum þessum eru úr gildi numin: konungsbrjef 2. júlí 1790 og lög 9. jan. 1880 um uppfræð. ingu barna í skrift og reíkningi. Lög þessi öðlast gildi 1. okt- 1906. Þetta eru þá helztu atriði frum- varpsins; en ýmsum smærri fyrir- mælum er hjer sleppt, þeim er minna varða, til að spara rúm. Eins og hver maður sjer, er hjer eigi um all-litla framför að ræða frá því sern nú er, og má þb svo að orði kveða, að aðal-mergur frumvarpsins sje að setja lög- skipuð fyrirmæli um þá kennslu sem nú fer fram víða á landinu, og iryggja það, að það fje, sem veitt er til lýðtræðslu, komi að betri notum. Má til þess telja meðal annars það, að eptirlitið verður tryggara, kennslutími fyrir hvert barn, er farkennslu nýtur, lengri,/Og fyrirkomulag umferðar- kennslunnar, yfir höfuð að talu, betra. Aðal-nýmœlin eru; x) meiri kröfur úl unglinga-menntunar; 2) fræðslu-skyldan til 10. árs, lögð á heröar foreldrum og vanda mönnum barnanna; 8) lögboðin fræðslu-skylda — (þó með tak- mörkum) — barna frá 10.—14. árs; 4)ráðgerðir heimavistarskólar með vissum skilyrðum; 5) heppi- legri ráðning kennara og bætt kjör þeirra; 6) skipun skólanefnda í hverjum hreppi til eptirlits og umsjónar með kennslunni; 7) skip- aður kennslu-umsjónarmaður til aðstoðar yfirstjórn lýðkennslunar; 8) nauðrynleg ákvæði um kennslu- áhöld og skólahús. 1. Meiri kröfur lil unglinga- mennlunar var engin vanþörf að gera. Svo hagar til hjer á landi, að allur þorri manna verður að búa að þeirri bókfræðslu alla æfi, sem hann hefir hlotið um 14 ára. aldur. Líeiri fjarstæða hefir því ekki verið sögð í þessu máli enn sú, að barnamenntunina megi að ósekju slá slöku við, bara ef sjeð verði fyrir nægilegri sjer- menntun. Þeir, sem halda slíku fram, sýnast ekki einu sinni geta skilið það, að sjermenntun öll verður að byggjast á aimennri menntun. Frumvarp það, er hjer ræðir um, stefnir með rjettu að fcar/KZ-fræðslunni. Hún er sá grundvöllur sem fyrst þurfti að leggja. - Sú hugsun hefir verið töluvert algeng hjer á landi, að sá unglingur sje talsvert >mennt- aður,« sem kunni að skrifa og reikna svo lítið. Til skamms tíma hafa sumir >lærðu< mennirnir haldið því fram, að >alþýðan« þurfi ekki á annari menntun að halda; þegar hún sje læs og skrif- andi, geti hún aflað sjer frekari menntunar sjálf, beztu kennararnir sjeu bækurnar o. s. frv. En sú speki! — Vitanlega hafa árlega verið fermd börn seinustu 25 ár, sem hvorki hafa verið læs, skrif- andi nje reiknandi; að minnsta kosti ekki svo læs, að þau gætu haft nokkur veruleg not bóka. En svo lagaða lýðmenntun vilja menn nú ekki lengur láta sjer nægja. Frumvarpið setur markið hærra, og kemur þar til móts við vilja og tilfinning landsmanna, og bersýnilega þörfþjóðarinnar. 2. Þáð sýnist í alla staði eðli- legt, að heimilin annist kennslu barna til 10. árs. Þeim á ekki að vera það of vaxið; sízt þegar stundir líða. i feimilis-fræðslan er holl og nótadrjúg, þar sem hún er í nokkru lagi; en um það hefir verið kv .rtað, að úr heníii hafi heldur dregið síðari árin, einkum síðan farkennslan fór að tíðkast. Þetta er illa farið, og stefnir frv. að því að halda heim- ilunum til þess að rækj i börnin betur á eigin hönd. (Framh.) Þingio og sjávarútvegurinn. Aðal-atvinnugreinar íslendinga má áreiðanlega telja tvær, land búnað og fiskiveiðar. Vitatekuld er það, að all-mikill hluti þjóðarinnar hefir atvinnu af ýmsum öðtum atvinnugreinum, en þessar tvésr atvinnugreinar eru hyrningasteinarnir undír allri þjóð- fjelags-byggingunni. A þeim fivíl ir aðal-gjaldhyrðin og á þeim eru allar aðrar atvinnugreinar byggðár að meiru eða minna leyti. Fað segir sig því sjálft,. að það er skylda þjóðfjelagsins gagnvart sjálfu sjer, framtíð sinni og framför að hlúa að þeim á alla lund. Með vexti þeirra, velmegun og gengi þróast og vaxa allar a.ðrar atvinnu- greinar sem á þeim eru byggðar, Petta hefir og veiið gert með aðra þessa atvinnugrein. landbúu- aðinn, én því miður ekki með sjáv- arútveginn. Er það þá af því, að laudbún aðurinn sje þeim mun meira árið- andi, a.ffarasælli og afðsamai'i en sjávarútveguriun, sem þingið hefir gert hann að óskabarni sínu? Ekki get jeg álitið það, og til þess eru dæmin deginum Ijósari; sjávarútvegur eykst ár frá án þrátt fyrir alla örðugleika meðan land- búnaðinum hnignar, eða aðminnsta kosti tekur mjög' seinfara framför. á móts við.yilit sem til hans er lagt. Bændurnir taka sig upp og flytja af bújörðunum til sjóþorpa og kaup- túna, til þess annað tveggja að stunda sjó eða daglaunavinnu við fiskþurkun -og aðra atvinnu sem a.f sjávarútveginum leiðir. Og unga fólkið og upprennandi þyrpist að sama skapi enníremur til sjóarins, af því þar finnst því meiri von í aðra hönd — betur borgað erfiði og átvinnugreinin arð- vænlegri. Yfir höfuð að tala, allir virðast hafa, opin augu fyrir því að ísland á gullnárau í sjónum og keppa að því að nota hana sem bezt, fieina — þingið. Það virðist varla taka eptir þeirri atvinnugrein. Flettum upp alþ.t. 1903 C. bls. 877 í fjárlögunum; öll sú blaðsíða er um styrkveitingar til landbún- aðarins. Á þessari einu blaðsíðu eru veittar 178,400 kr. fyrra árið og 103,900 kr. síðara árið, eða samtals 282,300 kr. Það er lagleg upphæð, ef henni v#ri vel varið. En hvað fær svo sjávarútvegurinn í þess stað. Fað er hægt að týna það upp: ' Til stýrimannaskólaus samtals bæði árin 12,5,00 kr. Til tveggja. yfirmatsmanna bæði árin samtals. 3,200 kr. l’il dráttarbrautar í Reykjavík 10,000 kr. Til skipa kvíar við Eyjafjörð 15,000 kr. Til stórskipabryggju í Stykkishólmi 4, 700 kr. Til vita bæði árin sarn- tals 21,237 kr. Það verður ekld svo erfitt að leggja það saman. í>að éru einar 00,637 kr. og hjer er þó allt til týnt. — Munurinn er auðsær. En til frekari athugunar mætti benda á, að gert er ráð fyrir að af sjávarútveg sje borgað 140,000 kr. bæði árin samtals í útflwtnings- gjald af fiski og lýsi en fiil land- búnaöarins er veitt 10,000 kr. til verðlauna fyrir útflutt srrijör. : Jeg hefi ekki tekið þennan sam- anburð hjer í því skyni, að telja eptir fjárveitingar til landbúnaðar, eða til að mælast til að úr þeim væri dregið á nokkum hátt; heldur að eins til að sýna að það virtist. engin’ óhæfa.' þótt farið vætá 'frain á, að sjávarútvegurinu væri líka studdur á einhvern hátt. Mjer hefir verið sagt, að á þing- málafundar-mynd þeirri, sóm haldin var hjer um daginn, hafi einn iundarmanna minnst á, að farið væri fram á að bingið veitti báta- ábyrgðarsjóð ísfirðinga einhvem istyrk; en þingmaðurinn hafi tekið mjög illa í það má.l og tjáð að liann hafi einu sinni verið með að veit.a 4,000 kr. úr landssjóði til Tskipa-ábyrgðarsjóðs hjer Vestan- lands, sem nú væru runnar inn í báta-ábyrgðarsjóðinn og hartn gæti ekki lagt á samvizku sína, aðbiðja um intira tiJ stuðnings eða trygg- ingai sjávarútv'eginum. Er sagt að þingmaðurmn háfi orðið svo ygldur á brún, að fuudarmönnum hafi fallist alliir ketill' í eld, óg bliknað yfir að' hafa verið svo djarfir, að hefja rnála á slíkri óhæfu. E11 hverjir eru það sem ættu að hefja máls á þvi, að þirigið styrkti sjávarútveginn, ef það eru ekki einmitt þeir sem þá atviunugrein stunda. I’að sýnist þvi ekki nema eðlilegt þótt raddir í þá átt heyrð- ust úr þeim kjördærnum, er aðal- lega reka sjávarútveg; og hyggilegra sýndist að leiða hugann að slíku, en að láta hann sifellt og eingöngu dvelja við flokkserjur, róg og rifrildi. Jeg hafði hugsað mjer að íá ástæðu til að hreyfa þessu máli á þingmálafundi hjer í bænum i vot, en hafði hvorki ástæðu til að mæta á þingmálafundar-nefnunni um dag- inn, nje ga.fst tírai ti.l að sjá um að þetta mál yrði flutt inn á fund- irm, sem kom eins ogþjófur á nóttu. Jeg vildi því biðja „Véstra11 fyrir línur þessar, svo þær gætu þó þrátt fyrir allt borist. þinginu til eyrna. Jeg gat þess áðan að órjéttlátt væri ög óeðlilegt, að leggja ekki méira tje til sjávarútvegs en gert hefir verið á undanfarandi þingum. En til hvers ætti að veit.a það fje, svo það kæmi að sem beztum noturn 7

x

Vestri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.