Vestri


Vestri - 24.06.1905, Blaðsíða 3

Vestri - 24.06.1905, Blaðsíða 3
34- tbL VEStRI, 135 sje ekki fleyguð með persónu- legri óvild og fornum flokkaríg. Síðan stjórnin settist að völdum hafa blöð þau, sem fylltu þann flokk, er í minnihluta heíir verið og þar afleiðandi ekki fjekk stjórnina skipaða úr sínum flokki, róið öllum árum, blóðuga skorp- una, að því að elta stjórnina á röndum og átelja allt sem hún hefir tekið sjer fyrir hendur; ef svo hefir hitzt á að stjórnin hefir beitzt fyrir einhverju því, er nefnd blöð hafa áður barizt fyrir með óþreytandi elju, hata þau þegar snúið við blaðinu, og barizt á móti því, jafn ákaft, eða jafnvel ákafara, enn þau börðust fyrir því áður; má í því efni minna á ritsímamálið: sæsíma upp til Aust urlandsins og landsíma tilReykja- víkur, sem fiokksforingi fram- sóknarflokksins og flest blöð hans töldu afar-æskilegt. Allt þar til ráðherrann tók þann kost. lin nú er ölluin kunnugt hvernig sömu blöðin hafa tekið í þann strenginn síðan. Ef dæma ætti stefnuskrá Fram sóknarflokksins, s^m sjálfur kallar sig svo, og bandamanna þeirra, Landvarnarmanna, virðist hún öll vera innibundin í þessum sjö stuttu orðum: að vinna í öllu á móti stjórninni. Engum getur dulizt hve óvæn- leg og óheillarík sú stefnuskrá er, bæði fyrir flokkinn sjálfan og þjóðina í heild sinni. Enda er oss kunnugt um að margir sem áður fylgdu þessum flokk, lia.a megna andstyggð á þessum and- róðurs ákafa valtýsku blaðanna. Enn sem koinið er hefir maður heldur ekki ástæðu til að ætla að þessi fjelega stefnuskrá sje viðtekin af flokknum, þótt blöð- in haldi svo fast við hana. En nú kemur þingið. Þá verður fróð- legt að sjá hvernig minnihluta flokkur síðasta þings sýnir stefnu- skrá sína. Vjer getum fæstum þeirra ætlað þa óhæfu að þeir geti tallist á þessa frekju flokks- blaða sinna. Næsta þing hefir afar-mikla þýðingu að því leyti að marka samvinnu þings og stjórnar fyrsta sporið. A því kemur í ljós hvernig flokkum þeim, sem áður hafa andvígir staðið gengur að jafna sig og samþýðast—-gleyma því sem horfið er og hjáliðiðog hugsa um það sem yfirstendur og framtíðina. A því veltur að miklu leyti framtíð Islands. >Vesta« kom hingað í dag með henni voru alþingismennirnir: Guttorm- ur Vhgfússon, síra Einar þórðar- son, síra Arni Jónsson, Pjetur Jónsson, Guðl. Guðmundsson, Magnús Kristjánsson og Stetán Scefánsson kennari. Ennfremur voru með skipinu sagnfræðingur Bogi Melsted, consul Havsteen af Akureyri, Jónas Eiríksson kennari á Eiðum, Ottó Tuliníus kaupm., og frú hans, frú Steph- enssen af Akureyri og dóttir hennar. Jón Stefánsson pöntun- arstj., á Seyðisfirði. J. Thorar- enssen kaupm., á Reykjafirði o.fl. Hingað til bæjarins komu kaupm., Tang (yngri). Asgeir Magnússon verzlunarm., ungfr. Kristjana Pjetursdóttir frá Gautl., ungfr. Soffia Jónannesdóttir, Jens Andressen fiskikaupmaður frá Færeyjum. „Friðþj óf ur“ kaupfjelags skip Zöllner’s kom hing að í dag. Með því voru: Zöllner stórkaupmaður og Jón Jónsson al- þingismaður (frá Múla). Noryegur og Svíþjóð. Með „Vesta" bárust þærfregnir að Norðmenn hefðu sagt upp sam- bandinu við Svía. Þar sem ráða- neytið hafði sagt af sjer og engir fengust til að mynda nýtt ráða- neyti. Var fyrst á orði að bjóða Karli prinz, syni Svíakonungs kon- ungdóm. En Óskar konungur var Því mótfallinn og vildi ekki viður- kenna skilnaðinn. Var þá talið líklegast að prinz Valdemar yrði boðinn konungdómur. Annars eru allar frjettir um þetta óljósar; út- lend blöð ná að eins til 5. þ. m., og sat þá gamla ráðaneytið enn að völdum, þótt það hefði beðið um lausn, en ráðgerði að fá stór- þinginu stjórnina í hendui, svo það gæti komið á bráðabyrgðarstjórn. Af ófriðnum engin stórtíðindi. Óánægjan og óeirðirnar í Rússlandi engu minni en áður. Lausn frá prestskap. Síra Davíð Guðmundsson á Hofi hefir fengið lausn frá prest- skap 31. f. m. Hann hefir verið pestur í 45 ár. Með >Tóta« komu í gær: síra Guðmundur Guðmundsson, í Gufudal, frú hans og sonur. >Saga< kom hingað í dag til verzlunar Edinborgar. Með henni kom E. W. Sandholt, prentarifrá Rvík. 2 Orgel-harmoneum sem kosta milli 3-400 krónur, ágœt hljóðfæri, selur undirrit- aður, Jcn Ii.axdal. ísafirði, 24. júní 1905. = Skrifstofu= MT fyrir almenning, 1H hefir Sig. Jónsson opnað í húsi Valdimars Haraldssonar (inng. á eystri hlið, ytri dyr), og er hann að hitta þar á hverjum virkum degi frá kl. 5—7 síðd. Þar geta menn, fyrir mjög sanngjarna borgun, fengið skrifað: sátta- kœrur, brjef, samninga 0. fl.þ. h., sem opt kemur sjer vel. — Sömuleiðis er þar annast um skuldheimtu, kaup og sölu fast- eigna o. s. frv. SXJNDKEKNSLA fyrir ungar stiilkur hefst í Reykjarnesinu 20. júlí, næstkomandi, ef nógu margar gefa sig fram til að notá kennsluna. Borgun fyrir hverja stúlku, fer ekki fram úr 6 kr., en verður því lægri, sem fleiri taka þátt í náminu. Kennslutíminn er einn mánuður. ísaf. 23. júní 1905. Ásgeir Ásgeirsson. GÓð kýr, ung, snemmbær, er til sölu í Vatnsfirði. 104 nauðsynlegt f'yrir mig að geta komist til London með hraðlestinni sem fer kl. 6 í kvöld,« sagði læknirinn. »Jeg skal koma því svo fyrir að þjer getið verið hjer aptur á rjettum tíma,« svaraði Jim, uni leið og þeir gengu ut að vcgninum. »Nú ..kal jeg segja yður hvers vegna jeg bað yöur að koma. Eu eigum við ekki heldur að ganga eitthvað á leið? Jeg þarf uð tala við yður í nseði og þá getum við gengið við hjá mauni þeim sem jeg ætlaði að biöja yðnr að lita á.« »Hann er þá ekki a yðar heimili?* spurði læknirinn. »Nei hann er mjer alls ekkert vikomandi. Ogjegþekkti hann rkkert fyr en jeg kom í nágrenni við hann fyrir skömmu.« • Mjer skilst að þessu sje eitthvað kynlega varið,« sagði la knii'inn. »Já, það er það í raun og treru,« rvaraði Jim. »Það ei í í-taitu máli þaru ig: Jeg er trúiofaður ungri stúlku sem er uppcldisdóttir þ.^ssa mrnns sem jeg gat um.« Jim sagði nú lakninum í stuttu máli hvernig á ttóð. Þegai þvi var iokið rissaði ia knirinn nokkur strik nað staírnn: íítum eiris og fann væri að reikna dæmi og sagði: »Já, það er hálf byrdegt og þjer eruð ekkeit kunnugur þessum herra, og þar sem hann vill ekki fallast á giptingu yðar og fósturdóttir sinrar, banriar hann yður að koma í hús eitt. Eina ástæðan sem stúikan Lefir til að álita að hann sje ekki með ölium mjalia sem roaður segir er að hann hcíir haft í hótunum við yður! En undir þessum kringumbtæöum held jeg aö það hafi ekki neiua þýöingu að jeg liti á hann.« Jim varö iyrir svo snöggum vonbrigöum að hann gat ckli du ið haitn sinn. Iiann hatði drei iitið á málið frá þessu sjótarmiði. Þegar læknirirn sá vonbrigði hans bætti hann við brosandi: ÍOA »Jeg verð að reyna að ná fundi hennar og tala alvarlega við hana um þetta.« •Heldurðu að það væri ekki bezt að jeg færiog finndi hana — hvað sýnist þjer?« spurði Alika. »Þá gæti jeg komist nánara eptir, hvernig þvi er varið með Bursfield.* Jim hristi höfuðið. »Nei,« svaraði hann, »það held jeg væri ekki ráðlegt! Jeg ætla nú að hugsa málið og sjá hvað bezt er að gera.« Áður en þau voru komin heim var hann kominn að á- kveðinniTniðurstöðu. »Manstu Alika,« spurði hann, »eptir unga lækninum sem við fundum hjá Carltrops kvöldið seru við vorum hjá honum, eptir að við vorum nýkomin til Englands? Hann hjet Weston. Carltrops sagði að innan fárra ára myndi hann verða heims-kunnur geðveikis-læknir.* »Jeg man vel eptir honum« svaraði Alika. »Jeg sat hjá honum og hann talaði mikið um Ástralíu. Hann átti bróðir i SydDey minnir mig. En hvers vegna dettur þjer hann í hug?« »Jú sjáðu til. Jeg ætla að símrita til Carltrops eptir utanáskript læknisins og skrif'a honum svo og biðja hann að koma og líta á Buisfield gamla. Hann getur þá sagt mjer hvort Helenu er óhætt í húsi fóstra hennar eða ekki. Ef hann álítur henni þar nokkra hættu búna verður hún aö fara þaðan strax.« »Jeg held þetta sje ágætt ráð ef þú getur fengið Burs- field gamla til að taka á móti honum — en það verður vist erfitt.« »Alls ekki,« svaraði Jim. »Mjer hefir dottið i hug ráð sem jeg held að dugi að minnsta kosti reyni jeg það.« Jim sendi nú hraðskeyti til Carltrops og bað hann um utanáskrift læknisins. Þegar það var búið gerði Jim boð eptir Terence.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.