Vestri


Vestri - 15.07.1905, Blaðsíða 1

Vestri - 15.07.1905, Blaðsíða 1
cc< ^Sfö ESTRI. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. H. Jónsson. ^fg^oo IV. arg. ÍSAFJÖRÐUR, 15. JÚLÍ 1905. Nr. 37. Skemmtiferðir kaupstaðabúa. Hreyfing og heilnæmt lopt er fyrir löngu viðurkennt, sem höf- uðskilyrði fyrir þroska manna, heilsu og velliðan. En þrátt fyrir það þótt allir viti og viðkenni þenna sannleika, hafa ekki allir tækifæri á að njóta þessara skilyrða sem skyldi. Vjer íslendingar erum vel sett- ir að því leyti að vjer höfum víða mjög heilnæmt loptslag, og atvinnuvegum vorum er þann- ig varið að margir þeirra hafa í för með sjer allmikla hreyfingu þó er þessu ekki þannig varið í öllum tilfellum. Enginn mun ætla það að loptið sje alstaðar jafn heilnæmt eða fyrir sama komi hvar eða hvernig menn hreyfa sig. Jeg ætla ekki í þetta skipti að ræða um lopt það sem menn hafa við að búa almennt í húsa- kynnum sínum, sem flestir munu játa að hjá mörgum sje af all- skornum skammti og ekki heldur um hreyfingu þá er hinar ýmsu atvinnugreinar hafa i för mrð sjer. Það sem jeg ætlaði að minnast á er skemnitiferðir kaup- staðarbúa á sumrin, til að fá sjer heilnæmt lopt og hreyfingu og njóta unaðs sumarfegurðar- innar. Það er nefnilega hvervetna siður um allan hinn menntaða heim, að fólk notar fristundir sínar, sjerstaklega yfir sumar- tímann til allskonar f erðalaga út úr borgar-mollu-rykinu. Óbreytt verkafólk fær sjer opt þannig skemmtiferðir, ekki einungis á hverri helgi, heldur og einnig tíðum á virkum kvöldum eptir vinnutíma. Slík ferðalög eru bæði talin nauðsynleg til að við- halda heilsunni, og þar að auki sjeu þau rjett farin, bæði fræð- andi og menntandi. Það má nú auðvitað segja svo að vjer íslendingar búum ekki svo þjett, eða í þeim stórborgun- um að vjer þurfum þess vegna að dreifa úr okkur og þjóta í allar áttir, strax og vinnunni slepph til að geta fengið okkur nægilegt lopt í lungun. Enþað er Þ° vitanlegt að loptið hjáf oss er ekki allstaðar jafn heil- nsemt, og í kaupstaðarholum og smábæjum er opt svo margt sem hjálpast að að eyðileggja lopt- ið og gera það óþægilegra og óhollara. Það er líka siður allmargra kaupstaðarbúa að taka sjer skemmtiferðir á helgum og öðrum frístundutn og álít jeg það vel farið og sjálfsagt að styðja, að að það nái almennri hluttöku. Þvi mjög margir kaupstaðarbúar fara aldrei út fyrir bæjarlandið, nema þeir eigi brýnterindi. Ef menn vildu t. d. grennslast eptir því hve margir af íbúum Reykja- víkur hafa komið á Þingvöll, myndu menn verða alveg for- viða á að heyra hve margir hata aldrei þar komið þótt þeir hafi búið svona skammt þaðan, og hefðu ekki þurft að verja nema einum helgidegi og nálægt 5 kr. til þess tð skoða þann merkisstað er margir verja vikum og tugum króna til að komast á og skoða. En lítum við hjer á ísafjörð verðum við að játa að hjer er mjög lítið um skemmtiferðir með- al fólks í fristundum þess, og væri mjög æskilegt að það breytt- ist í annað horf. Reyndar eru staðhættir hjer og landslag þannig að slíkar ferðir eru talsvert erfiðar. Sjórinn er þó hjer vellagaður til samgangna og mætti mjög tíðka sksmmtiferðir til og frá um Djúp- ið til byggðra og óbyggðra staða með litlum kostnaði ef áhugi á því og- hluttaka væri almenn. En þegar því sleppir og farið er að minnast á samgöngufærin á landi verður verri Þrándur í götu. Margir eru sjóveikir og sjóhræddir og er eðlilegt að þeir tíðki ekki sjóferðir sjer til skemmt- unar. En á landferðum líður öll- um vel, ef ferðatækin eru góð. En það er nú öðru nær en svo sje hjer hjá oss. Vegirnir hjer í kring um bæiun eru hreinasta miimkun og bera vott um að þeim er lftil rækt sýnd. Reynd- ar hefir verið allmikið lagt hjer í vegabætur, og var það mest fyrir áhuga H. Hatsteins meðan hann var hjer bæjarfógeti, en nú upp á siðkastið hafa þessir vegir sem áður voru lagðir verið svo vanhyrtir að fullar líkur eru til að þeir eyðileggist innan fárra ára. í þvf tilfelli er þó ekki minna um vert að gæta fengins f jár en afla. Er vonandi að hinn nýji sýslumaður vor sýni sama áhuga og fyrirrennari hans, að bæta vegina út frá bænum, strax og hann er almennilega kominn inn í allar kringumstæður. En það má ekki mikið lengur bíða að gera við það sem undir eyðileggingu liggur, ef það á ekki að verða því kostnaðar- samara og það má ekki einu sinni láta sjer nægja að viðhalda þessutn vegaspottui.i sem komnir eru, það verður að bæta við þá og leggja nýja vegi þar sem þá vantar. Á milli Hnífsdals og ísafjarðar er að eins korters tU hálftíma gangur. En þó hefir enn ekki verið höfð framtakssemi aðjeggja veg þar á milli, þótt umferð þar sje afar-mikil. Reyndar hefir bærinn látið leggja veg svo langt sem bæjarlandið nær, en hann hefir víst upphaflega verið fremur laklega lagður, og er þar að auki ekkert haldið við, er því orðinn víða mjög skemmdur og eyði- leggst alveg á skömmum tíma ef ekki verða gerðar á honum bráðar umbætur. Eyrarhreppur hefir enn ekki lagt veg að sínum hluta. Svo milli Hnífsdals og ísafjarðar er vegleysa mesta. — Hnifsdalur er þó svo skammt frá bænum, að hann mætti heita sama sem í honum, ef vegurinn á milli væri þolanlegur. Það er hróp- legt hirðuleysi sem ekki má lengur líðast að ekki skuli vera lagður akvegur og honum vel við haldið, þar sem jafnmikU umferð er eins og milli ísafjarðar og Hnífsdals. Vegurinn hjer inn í fjörðinn, eða spottinn inn á Tungumelana, hefir.ýms góð skilyrði til að vera góður vegur, ef honum væri vel við haldið, en það er öðru nær en svo sje. Síðasti sýslufundur veitti til aðgerðar á þeim vegi eitthvað hundrað krónur en þótt þörfin sje svona mikil er þó ekki enn þá farið að nota það fje. Verður máske alls ekki notað á tjárhagstímabilinu. Þá þyrfti einnig að leggja brúk- anlegan veg í kring um Skutuls- fjörð, og einhverja vegmynd út af veginum hjer inn frá, inn með Seljalandstúni og inn í Tungu- skóg, inn undir Buná. Þar er mjög opt valinn áfangastaður, þá sjaldan bæjarbúar fara út á víða- vang sjer til skemmtunar, og mundi miklu frekar verða fram- vegis ef vegmynd væri. Jeg hefi hjer að eins minnst á vegleysurnar hjer í bænum i sambandi við skemmtiferðir, en það gefur að skilja, að vegunum er enn meira ábótavant gagnvart nauðsynlegri umferð. En það má með fullum rjetti taka það fram, að varla er við að búast að bæjarbúum þyki fært að hreyfa sig neitt að mun út úr bænum, meðan þeir verða að troða slíkar þyrnibrautir og ófærur. StíGANDJ. Þjóðhátíðin. Þjóðhátíðarnefndin hefir nú á- kveðið að þjóðhátíðin, 30. þ. m., skuli fara fram hjer á Eyrartún- inu, og hefir þegar leigt þar svæði í því skyni. Er það efst á túninu ofan frá girðingu og niður að hól að sunnan verður. Er það sljett og að öUum líkindum nægi- lega rúmgott. Eins og auglýst er á öðrum stað hjer í blaðinu, hefir íþrótta- netndin þegar byrjað á undirbún- ingi undir íþróttirnar, er óskandi að menn verði vel við þeirri áskorun. Glímur hafa hvervetna fram- farið, þar sem þjóðhátíðir hafa verið haldnar af nokkurri mynd, og er vonandi að ekki verði skortur á hluttöku í þeirri íþrótt hjer, þótt glímur sjeu nú allt of lítið tíðkaðar meðal yngri manna. Eitt af höfuð- hlutverkum þjóðhktíða. ætti að vera að vekja þessa fornfrægu og þjóðlegu íþrótt, úr því deyfðar- móki og vanrækt sem hún hefir verið í um tíma. Glíman ætti að vera þjóðinni fornhelgur ættar- gripur, og ógleymanlegar ættar- menjar frá söguóldinni, sem allir þjóðræknir menn ættu að kapp- kosta að verja vanrækt og glötun. Sund er engu síður þjóðleg íþrótt enn glíman, en hefir þó ýmsa yfirburði fram yfir hana, þar sem iðkun þess ekki einung- is effir hreysti og karlmennsku ojj viðheldur heilsunni, heldur getur komið að góðu liði og verið lífs- skilyrði manna. Sund hefir óvíða verið þreytt til kapps á þjóðhá- ttðum, en ætti ávallt að eiga þar heima. Isafjörður stendur mjög vel að vígi, að leiða þessa íþrótt fram á sjónarsvið þjóðhátíðarinnar þar sem árleg sundkennsla hefir farið fram hjer í nágrennninu og margir yngri menn í bænum og grenndinni hafa notið þar kennslu. Það væri hjeraðinu stór minnkun ef hluttaka þess yrði ekki tölu- verð. Fótboltaleikur er að vísu ekki neitt þjóðlegur eða gömul þjóð- orniserfð íslendinga, frá ftrnum frægðartímum, í þeirri mjrndsem hann nú er leikinn, en sjálfsagt cr að láta hann ryðja sjer til rúms. Hann er nú orðinn uppá- halds íþrótt fiestra þjóða er leggja rækt við íþróttir, og sjeu íslend- ingar eins miklir íþróttamenn og þeir eiga ætt til, ættu þeir ekki að standa að baki öðrum í þeirri íþrótt ef þeir iðkuðu hana. -

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.