Vestri


Vestri - 22.07.1905, Blaðsíða 1

Vestri - 22.07.1905, Blaðsíða 1
ecc'iG *& VESTRI. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. H. Jónsson. &Hsx^ IV. arg. ÍSAEJÖRÐUR, 22. JULI 1905. Nr. 38. ÞjóðmiMingardagur Isfirðinga verður að forfallalausu haldinn sunnudaginn hinn 30. júlí n. k., á Eyrartúni í ísafjarðarkaupstað. Þar fer vœntanlega fram: Söngur, lúðralblástur, ræðuhöld, kappróður, kappsigl- ing, kappreiðar, hjólreiðar, sund, glímur, kapphlaup, í'ótboltaleikur, dans 0. fl. Hátíðin hefsl með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 9 f. h. Aðgangur kostar 25 aur., og fást aðgöngumerki frá 25. þ. m. í verzlun Leonh. Tangs og i verzluninni „ísafold." Þeir, sem œtla að taka þútt í íþróttum eða óðru sem fram fer á hátíðinni, snúi sjer til viðkomandi nefnda, er úður hefir verið getið um hjer i blaðinu, fyrir 25. þ. m. Þeir sem óska að fá leyfi til að hafa veitingu á þjóðhátíð- 'inni snúi sjer til aðal-nefndarinnar fyrir sama líma. í aðal-nefnd þjóðminmngardagsins: Jón Laxdal, Kr. H. Jórtsson. Ólafur Metúsalemsson. til íshúsleysið á ísafirði. Allt útlit er fyrir, að heldur sje að lifna hjer yfir bænum, og að hann muni, ef þessu heldur áfram, taka stærri skret til v:fl gangs og vaxtar enn hingað til. Það sem sjerstaklega bendir á slíkt, eru hinar miklu húsabygg- ingar, og sömuleiðis áhugi manna á að koma upp stærri og betri bátum til sjósóknar, »mótor«- bátum. En þótt húsabyggingar sjeu nauðsynlegt framtíðar-spursmál fyrir bæinn, að því leyti að þær gera mönnum mögulegt að setj- ast hjer að, þar sem ávallt er hægt að fá þak yfir höfuðið; getur þó ekk't framtíð bæjarins eða framleiðsla hvílt á þeiui. Þær gefa mönnum að vísu atvinnu á meðan að verið er að koma þeim upp, en hús geta því að eins verið arðvænleg að nægur íbúa- fjöldi sje til að búa í þeim. Öðru máli er að gegna með >mótor«-bátana. Þeir eiga ein- mitt að vera til þess að auka framleiðsluna í bænum. Það er heldur ekkert efamál, að framtíð þessa bæjar verður aðallega að byggjast á sjávarútveginum, og i>mótor«-bátarnir gera mönnum einmitt fært að reka sjávarútveg hjeðan úr bænum allann ársins tíma, án þess að þurfa' að nota verstöðvar, eins og menn hafa orðið að gera nokkurn hluta árs- ins méðan smærri bátarnir, vana- legir róðrarbátar, voru notaðir. Það eru einmitt líkindi til þess, að »mótor<-bátarnir verði þess valdandi að sjávarútvegur verði miklu fremur stundaður hieðan úr bænum enn nálægum verstöð- um, af því hjer er höfn mjög góð, og bátarnir geta verið óhultir á floti allann ársins tíma, með góðum útbúnaði. Þar að auki hefir það mörg þægindi og ómet- anlega kosti, að reka heldur at- vinnu sína úr stórum bæ, enn smáþorpum eða verstöðum. Bæjarbiiar, sem væntanlega vilja allir hlynna að vexti og við- gangi bæjarins, ættu því að gera sitt til að efla þessa atvinnugrein, ekki einungis með því að setja upp slíka báta, heldur einnig að hlynna að því, að úthald þeirra geti verið sem þægilegast, því með því geta þeir unnið það, að fá dugandi menn inn í bæiun, til að reka þessa atvinnugrein, ef það verður hægara og ábatavæn- legra enn annarsstaðar. Eitt hið fyrsta skilyrðið til að hlynna að sjávarútveg hjeðan úr bænum, er það, að setja upp ís- hús hjer í bænum, Það er al- kunnugt að mestu örðugleikarnir hjer til að ná í afia eru þeir, að geta fengið næga og góða beitu. En til að byrgja sig upp með hana, er nauðsynlegt að hafa gott íshú's, er geti tekið inn beitu á hvaða tíma árs sem er, og geymt hana freðna þar til á þarf að halda. Margir munu svara því, að ís- hús sje einmitt hjer í bænum, en sje lítt eða ekkert notað. Það er mikið rjett. Einstök verzlun á hjer íshús, en hún kærir sig ekki um að nota það nema ein- göngu fyrir sig, rekur það ekki nema nokkurn hluta ársins, og vill víí>v heizt vera alveg laus við, að taka nokkurn hlut af öðrum frystunar. Beituafli er einmitt orðinn þeim annmörkum bundinn, að ekki er hægt að ná í nýja beitu, t. d. síld, nema með höppum og glöppum, •helzt að sumrinu, meðan íshús hier alls ekki vilja taka hana inn. Og svo eru menn beitulausir heila og hálfa tímana. Þótt veður sje gott og fiskur nægur verða sjó- mennirnir að liggja í landi að- gerðarlausir tímunum saman, vegna beituskorts. Tjónið sem -af því hefir leitt og leiðir er ómet- anlegt. En til að skýra svo lítið má setja upp ofur-einfalt dæmi: Setjum svo, að í bænum og ná- grenninu sjeu 20 »mótorar.« Það er ekki óvanalegt að þeir afli í róðri 200 kr. á bát, að frádreg- inni olíu Og beitu. Það er 4000 kr. tjón sem hjeraðið bíður við það, ef þeir missa af einum slikum róðri, vegna beituskorts. En það vita allir sem þekkja til að slíkt kemur mjög opt fyrir, og enda þótt þetta dæmi með »mó- torana« væri talið sett nokkuð hátt, má þá líka taka tillit til arn- ara opinna báta, og þilskipa. Það er því víst ekki of mikið úr gert þótt maður gerði ráð fyrir að bærinn og nágrennið skaðaðist opt um 4—5 þús. kr. yfir hvern dag, sem ekki er hægt a.3 fara á s]ó, vegna beituskorts. Það sjá allir hve stórkostlegt hagn- aðarspursmál það er fyrir hjer- aðið, ef hægt væri að bæta úr þessu, þótt ekki væri nema að nokkru leyti. Mjer við bætist það, að ef allt af væri hægt að verða af með beituna (síld) án þess það þyrfti að selja hana nýja eptir því sem á heuni þarf að halda mundi verða lögð meiri stund á að veiða hana, og sá veiðiskapur gæti orðið afar-mikils virði. \ En það er lika í tleira tilliti enn einungis því sem miða má við sjávarútveginn, sem nauðsynlegt er að koma hjer upp íshúsi, það hefir engu síður mikla þýðingu, að því er snertir viðurværi bæjar- búa. Það er mjög óþægilegt fyrir menn, að geta ekki fengið vistir sínar geymdar nýjar, nær sem menn vilja, eða fengið ný matvæli (fryst) hvenær sem er. Strax og menn kæmust upp á hve mikil þægindi það eru, mundi íshús hafa hjer talsvert að gera í þessu tilliti. Það mundi auðvitac) kosta tals- vert fje, að koma hjer upp góðu íshúsi, því ekkert kák mætti það vera, en það er ekkert efamál, að því f je væri ekki á glæ kastað. — íshúsf jelagið í Reykjavík er eitthvert langarðvænlegasta fyrir- tækið þar í bæ, og sama gæti samskonar fyrirtæki einnig verið hjer, því enda þótt það hefði ekki eins mikið að gera, að því leyti að geyma matvæli, lægi það miklu betur við, a.ð því er beitu- viðskipti snertir. Ætti hægra með að ná í beitu, og gæti þar af leiðandi selt meiri beitu, því það þarf varla að efa, að útgangur á henni yði nægur. Hjer er tækifæri fyrir fram- kvæmdarsama og dugandi bæjar- búa, að gangast fyrir að koma þessuþarfa-fyrirtækií framkvæmd. Það er nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að sjávarútvegur bæjarins geti blessast. Sœfari. Síra 0. P. Monrad hjelt upplestur hjer á sunnudags- kvöldið eins og til stóð. Las hann þar upp kvæði eptir þrjú jvjóðskáld norðmanna eins og getið var um í síðasta blaði. Upplestur hans var af mikilli kunnáttu, með mjög við eigandi áherzlu og tilfinningu enda hefir hann fengið mikið orð á sig í Danmörk og Norvegi fyrir fyrir- lestra sína og upplestur. — Söng- fjelag ' bæjarins söng einnig nokkur lög og þótti því skemmt- un þessi hin allra bezta. Á þriðjudagskvöldið hjelt síra O. P. Monrad svo fyrirlestur þann er hánn hafði auglýst: »Et Vidunderligt Billede fra Norrön Hedenold,< var hann eins og fyrri fyrirlestur hans fluttur af mælsku með sterkum lýsingum og kraptmiklu máli. Það yrði of langt mál hjer, að fara nokkuð út í efni fyrirlesturs þessa, enda gat fyrirlesarinn þess, að hann yrði máske gefinn út, og vildum vjer æskja að svo yrði. Aðal-kjarni hans var að benda á sjálfstæðisskoðanir feðra vorra, er attu upptök sín í hinni fornu Asa- trú, og hafa æ síðan lifað í þjóð- erninu, hinu fornnorræna þjóðerni. Þótt þessi tilfinning hafi endrum og eins verið bæld niður, bæði hjer á íslandi og í Norvegi, hefir hún þó ávallt lifað, búið um sig og brotist svo út með glóandi ákafa og undra afii. Það var þessi s]álfstæðistilfinning er var þess valdandi, að margir hinir tignustu nienu í Norvegi byggðu hið aískekkta Ísland, af því að

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.