Vestri


Vestri - 02.09.1905, Blaðsíða 2

Vestri - 02.09.1905, Blaðsíða 2
174 _______________ að jafn miklu sje árlega varið til vegagerða í verzlunarstaðnum auk hreppsvegagjaldsins, sem er ákveðið 2,50 fyrir hvern verkfæran karl- mann í verzlunarst. (20—60 ára). Sama nefnd ber upp frv. um breytingu á lögum 13/10 '03 um heilbrigðissamþykktir fyrir bæjar- og sveitar-fjelög. Fer sú breyting fram á, að sömu reglur gildi um verzlunarstaði, sem eru hreppur út af fyrir sig, og um kaupstaði. Þingsköp. Nefndin, sem skipuð var til að íhuga stj.frv. um breyt. á þingsköpum alþingis, (Þórh. Bj., Magn. And., Bj. Bj.), heflr fallist á breytingarnar að mestu leyti; en vill láta endurskoða þingsköpin í heild sinni og ber því upp frv. um þingsköp, sem alveg eiga að koma í stað laganna 7/4 1876. Færzla þingtímans. Nefndin (E. Br., Sig. Stef., Þór. J.) leggur til, aðfæra þingtímann til 15. febr., en það skuli þó ekki koma í fram- kvæmd fyr en 1909. VÉSTRI. Þingsályktunartillögur. Sig. Stefánsson hefir borið upp þings- ályktunartillögu um, að skora á stjórnina að endurskoða ábúðar- löggjöf landsins og semja frv. til nýrra byggingar-. ábúðar- og úttekt- ar-laga, er verði lagt fyrir alþingi 1907. Samþ. í e. d. Jón Jónsson o. fl. flytja þings- ályktunartillögu um að skora á ráðherrann að sjá um, að eigi sje látið dragast lengur að fullnægja ákvæði landsbankalaganna um að stofnsett yrði útbú á Seyðisfirði. Hannes Þorsteinsson flytur þings- ályktunartillögu um að skora á stjórnina, að leggja fyrir næsta þing frv. um verndun fornmenja í land- inu og reisa nú þegar alvarlegar skorður gegn því, að forngripum úr kirkjum eða frá öðrum opin- berum stofnunum verði fargað út tir landinu frekar en orðið er. Þingnefndir. Verðlaun fyiir útflult smjör (e. d.): Guðjón, Þórarinn, Sig. Jensson. Bœjargjöld í Reykjavík (e. d.): B. M. Ólsen, Jón Jakobsson, Þorgr. Þórðarson. Sölutollur ú bitterum og pat- ent-lyfjum (e. d.): Jón ól., Ágúst Flyg., Jóh. Jóhannesson. Til þeirrar nefndar vísað frv. um iollgeymslu og tollgreiðslu-frest. Forkaupsrjettur leiguliða og þjóðjarðasala (e. d.): E. Briem, Guðjón, Þórarinn, Ágúst Flyg., Þorgr. Þórðarson. Skipun lœknishjeraða (n. d.): Stefán (Eyf.), Jón í Múla, Guom. Björnsson. Aðflutningsbann{n.ú.): Guðm. Bj., Á. J., Guðlaugur, Magn. And., Tr. Gunnarsson. Frv. til laga um hefð (n. d.): Lárus Bj., Guðlaugur, Björn Bj., Eggert Pálsson, Ól. Thorlacius. Vátrygging sveilabœja og lómthúsa (n. d.): Pjetur, Þórh. Bj., Jón Magn., Hannes Þorst., Ól. Briem. Fátœkralög (n. d.): Jón Magn., Stefán (Skagf.), Guðlaugur, Á. J., Jóh. Ólafsson. Viðauka við rœktunarsjóðs- lögin (e. d.) vísað til þjóðjarða sðlu-nefndarinnar. Atvinna við siglingar (e. d): E. Briem, Ágúst Flyg., Sig. Jenss. Bœndaskólar (e. d.): Guðjón, Þórarinn, Guttormur, Jóh. Jóh., Sig. Stefánsson. Kennaraskóli (n. d.): Þórh. Bj., Jón Magn., Guðm. Bj., Stefán (Skagf.) Magn. And., Árni, Jón í Múla. Geðveikrahœli (e.'d.): Ágúst Flyg., Þorgr. Þórðarson, E. Briem. Fiskiveiðasjóður (n. d.): vísað til fjárlaganefndarinnar. Ný bankavaxlarbrjef ín. d.): Tr. Gunnarsson, Lárus Bj., Hannes Þorst., Jón í Múla, Ól. Brierh. Veiting áfengra drykkja á skipum (e. d.): Ágúst Flyg., Jóh. Jóh., Jón Jak. Sveitastjórnaiiög (e. d.): Guð- jón, Þóraiinn, Jóh. Jóhannesson. Bgggingarsjóður (e. d.): E. Briein, Jón Jak.; YaltýrGuðmundss. veizl- Lög frá alþingi 1905. 19. Lög um ákvörðun unarlóða. 20. Lög umheimildfyrir stjórn- arráð íslands til að setja reglu- gerðir um notkun hafna við kaup- tún í landinu o. fl. 21. Lög um löggilding verzlun- arstaða: (Geiðar í Gáröi, Maríu- höfn i Kjósarsýslu, Syðra-Skógarnes í Mikiaholtshreppi, Látur í Aðalvík, Lambhúsavík á Yatnsnesi, Ólafs- fjarðarhorn í Þóroddsstaðarhreppi og Holtsós undir Eyjafjöllum.) 22. Lög um túngirðingar. 23. Fjáraukalög fyrir '02—'03. 24. Samþ. á landsreikningnum 1902—1903. 25. Lög um bann á innflutningi útlends kvikfjenaðar. 26. Lög um breyting á lögum um heilbrigðissamþykktir fyrir bæj- ar-og sveitar-fjelög 23. okt. 1903. 27. Lög um breyting á lögum 13. apr. 1894 um vegi og um breyting á þessum lögum 23. okt. 1903. 28. Lög um breyting á lögurc 7. júní 1902 um heimild til að stofna hlutafjelagsbanka á ísiandi. 29. Löe um skyldu eiganda að láta af hendi við bæjarstjórn Ak- ureyrár eignarrjett og önnur rjett- indi yfir Glení, og landi meðfram henni. Fallin fruinvörp. Skipting bæjarfógetaembættis í Reykjavík. Breyting á læknahjeraðaskipun við Eyjafjörð og í S.-Þingeyjars. Brú á Ytri-Rangá. Brú á Fnjóská. Brú á Hjeraðsvötnum. Hækkun á launum hreppstjóra, Frumvörp þessi f jellu öll sama daginn nema það síðasta. Slíkt er nokkuð mikill niðurskurður á einum og sama degi. Frjettir frá út!öndum. Danmörk. Ailsherjar kenn- arafundur fyrir Norðurlönd, hinn g. í röðinni, var haldinn í Kaup- mannahöfn frá 7. — 11. ágúst. — Hluttakendur voru alls um 7 000. Frá Svíþjóð voru um 2,000, írá Norvegi 900, frá Finnla'ndi 300 og frá Dantrörku um 4.000. Á fundinúm voru 12 Islendingar. E u g e n i a, franska keisara- ekkjan, var á ferðinni í Danmörku fyrir skömniu. — Síðasta von hennar um að komast aptur til valda brást, þegar Nap.oleon sonur hennar fjell í Afríku 1879, í ófriði þeim, er Englendingar áttu við Zulu-Kaffa. Eugenia lífir nú fremur ömurlegu lífi í höll einni á Englandi, en bregður sjer þó á stundum í ferðalög með skemmtiskipi sínu. Ilún er 79 ára' að aldri. Fyrir nokkru flutti >Politiken« grein þess efnis, að Norðmönnum væri það enginn neyðarkostur, þótt þeir gengju að því skilyrði Svía, að rífa niður viggirðingar sínar á landamærum Norvegs og Svíþjóðar. Á móti þessu hefir Björnstjerne Björnson aptur ritað í »Politiken,<t og segir, að ekki geti komið til uála, að Norðmenn geri slíkt, þar eð það skerði þjóðrjettindi þeirra. SvíþjÓO. Ráðaneytið Ram- 'stedt hefir sagt af sjer. Eptir nokkradaga tókst Lundeberg, fyrv. varaformanni efri málsstofu, að mynda nýtt ráðaneyti. I ráða- neyti þessu sitja menn úr öllum flokkum, en fiest hægrimenn. Frakkar og Bretar. Frönsk herskipaflotadeild kom til Ports- mouth á Englandi sunnan verðu, 8 ágúst, og var tekið með afar- mikilli viðhöfn. Borgirnar Cowes og Portsmouth voru allar upp- ljómaðar, sem og frakknesku og brezku herskipin. Játvarður konungur hjelt veizlu úti á skipi sínu og drakk minni Loubet's forseta, og taldi heimsókn tlotans mundu efla mjög friðinn og auka bræðraþel milli þjóðanna. 80 aí fyririiðum Frakka, ásamt flota- foringjanum, brugðu sjer síðan til London, og var þá nukið um dýrðir þar. RÚSSland. Stjórnin þar hefir hept útfiutniog á korni sökum slæmrar uppskeru. Hallæri vofir yfir. — Enn bryddir þar á óeirðum hjer og hvar. 100 Gyðingar voru drepnir í BisdosLok. — K r ii g e r sjóliðsforingja hefir verið vikið frá embætti og fieiri foringjum við Svartahafsfiota Rússa. En Lamsdorf greifi hefir sagt af sjer utanríkisráðherraembættinu. 1 Púllandi vekur hið rússneska stjórnarskrárfrumvarp mjög mikla óánægju, enda tekur það ekkert tillit til rjettinda Pölverja. Þ. 21. ágútit hófst almennt verkfall í Warchau. í Kúrlandi hafa einníg orðið 44. tbL megn upphlaup. Þar hefir verið mynduð herstjórn og B e k m a n hersliöfðingja verið fengin alræð- isvöld í hendur. Marokko. Þýzkir bankarhafa útvegað soldáninum þar peninga- lán. Frakkar eru þessu mjög gramir og þykjast vera illasviknir af Þjóðverjum, þar sem báðir höfðu verið búnir að ákvarða, að deilumál þeirra út úr Marokko skyldi útkfjá á alþjóðafundi. Nýlendur Þjóðverja í Austur'- Afríku hafa gert uppreisn (eins og eignir Þjóðverja í Suðvestur- Afríku) og veita þær Þjó3verjum þungar áhyggjur. Blöðin þýzku eru og ærið önug og segja^ að þjóðin sje orðin leið á þessum sífelldu stríðum við nýlendurnar. Bandaríkin. í New Orleans geysar gula drepsóttin. 50- 60 manns dóu daglega eiua vikuna. Einn af þeim er drepsóttin hofir orðið að bana, er Chapelle erkibiskup. Norðurtararskipið »Terranova,« sem ameríski auðmaðurinn Zieg- ler hefir gert út, er komið slysa- laust til Norvegs. Venezuela er sagt að sje að panta irá Norðurálfunni tundur- báta, íallbyssur og skotfæri fyrir 25 miljónir dollara. Maður, sem nýkominn er frá Caracas, segir, að C a s t r o forseti hafi gefið þá yíirlýsing, að Venezuela ætli að herja á Bandaríkin. Friðarsamningurinn. 4. þ. m. settust þeir Witte og Komura á rökstóla, til þess að semja um frið, út af austræna ófriðinum. Fundarstaður var valinn Ports- moulh í New Hampshire í Banda- ríkjunum. Roosevelt forseti tók á móti þeim með hinum mestu virktum, svo og allur landslýður. Sjerstaklega var Witte þó fagnað vel. Er svo sagt, að engum út- lending hafi verið sýnd þar jafn mikil hylli öðrum en Lafayelte, frakknesku frelsishetjunni miklu, er meðal annars tók þátt í frelsis- stríði Bandaríkjanna. Hvar sem Witte iór, voru fagnaðarópin yfir- gnatandi og var honum hvar- vetn.t sýnd meiri virðing enn Komura, svo ætla má, að J pönum þyki nóg um dálæti Witte. -..... Blaðasendlar og stjórnmálamenn þustu að Witle, stráx og hann steig á land, og svaluði hann forvitni þeirra meðprentuðuskjali er hann útbýtti, og var þar í meðal annars þetta: »Na'Stum alistaðar í Norcurálfu og Veslurheinn gera menn oflítið úr krcptum og auðsuppsprettum Rússlands og- herliði þess, og" þessi villa á sjer einnig stað meðal rússnesku þjóðarinnar. Ósigrar þeir, er Rússland hefir beðið, hafa alls ekki hnekkt veldi því, er það hafði fyrir slriðið, og Jap; n hofir ekki heldur á hinn bóginn efist svo mjög við sigra þá, er þaðhefir unnið í stríðinu, að i

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.