Vestri


Vestri - 02.09.1905, Blaðsíða 3

Vestri - 02.09.1905, Blaðsíða 3
44- tbl. land verði að álíta Japan sem hættulegan óvin. Óeirðirnar í sjálfu Rússlandi geta ekki haft nein áhrif á utanríkispólitík þess og enn síður á það, hvort stríð- inu verður haldið áfram eða friður verður saminn.« Friðarskilmálarnir, sem Japanar halda fram, eru meðal annarsþeir, að Rússar endurgjaldi þeim her- kostnað þeirra, en ijárhæð þsss kostnaðar verði síðar ákveðin; Rússar látí áf hendi eyna Sak- halin og verði með allt sitt á burt úr Mandchuríu, en láti af hendi allt það, er þeir hafa á leigu af Liaotung-skaga (þar er Port Art- hur), og sömuleiðis alla járnbraut- ina suður frá Harbin. Japanar fái verndarvald yfir Kóreu, og tak- mörkuð verði tala og stærð þeirra herskipa, er Rússar mega hafa í Austurhófum. Friðarfulltrúarnir hafa frestað um sinn að ræða afsalið á Sak- halin og herkostnaðinn. En ræða á meðan önnur frumskilyrði. — Óvíst er, hvort frestun á að ræða þessi atriði þýðir það, að upp úr samningnum slitni, af annara hvorra hendi; en fastlega eru menn þeirrar trúar í Japan, að þó að Rússar neiti í fyrstu að ganga að þessum tveimur skilyrðum, þá sje það í raun rjettri látalæti, en ekki alvara. Á laugardagsfundi fulltrúanna (12. ág.) sagði Wítté, að Japan vildi gera Kóreu að japönsku lýðríki, en Rússar hefðu ekkert á móti því, ef Bandaríkin, sem við það mundu bíða mest tjón, og Norðurálfu stórveldin samþykktu það. 19. ág. hafði fundurinn útkljáð öll þau atriði, sem engri alvar- legri mótspyrnu höíðu mætt á hvoruga hlið, þar á meðal um stöðu Kóreu, sem á að verða skjólsta ðingur Japana; Rússar og Japanar ásáttir um að verða á brottúrMandchuríu báðir, Rússar sleppa öllum rjettindum þar og selja af hendi járnbrautina suður írá Harbin á vald Kínverjum, Rússar gefa einnig eptir leigu- rjett sinn aðPort Arthur og Dalny. Það sem lokið er hefir gengið njótara enn við var búist. Fn hræddir eru menn um, að upp úr slitni þá Og þegar út úr her- kostnaðinum og eyn i Sakhálin. Þrátt fyrir það, þótt óvænlega þyki horfa, vona menn, að ein- hver miðlun komist á með tilslökun á báðar hliðar. Fundurinn hefir rætt um skaðabótamálið, en ekki tekist að koma á samkomulagi. Roosevelt forseti hefir gefist upp við að koma á vopnahlje. Blöðin í Japan mæla stöðugt á móti friði, ef Rússar slaki ekki hæfilega til. Japanar aftóku þ. 19. aðbreyta því, sem þeir höfðu farið fram á ura Sakhalin og herkostnaðinn, og var þá fiiðarfundinum frestað til 21. Einn af fulltrúum Rússa, Rosen, var lengi á eintali við RooseveJt forseta, og viidi ekki VESTRÍ, segja neitt af því hvað þeim fór á milli. Kunnugt er, að áður enn forsetinn bauð Rcsen til sín, hafði hann tryggt sjer eindregið fylgi Englands, Frakklands og Þýzka- lands og jafnvel skipst á skeytum við Japanskeisara. Mikilvægur ráðgjafafundurvarhaldinn í Tokio 20. ág. og átti forsætisráðgjafinn langt tal við brezka sendiherrann. >Times« segir að\ Rússakeisari hafi haldið ráðstefnu þann dag, og að þar hafi verið afráðið til fullnaðar, hvaða tilslakanir mætti gera. í Rússlandi er sagt. að óyinir Witte rói að því öllum árum, að fá keisarann til að hætta viðfriðar- samningana. Fnda vonast Rússar eptir að sigra nú, ef til orustu kemur í Mandchuríu, þar sem Lenevitsh hershöfðingi þeirra hetír nú 150,000 meira lið enn Kuropatkin hafði í orustunni við Mukden. Sagt er, að Rússar hafi hörfað undan Japönum norður yfir fljótið Tumen, er rennur á landamærum Kóreu og Síberíu. Annars ekkert markvert frá ófriðinum og ekki búist við stór- tíðindum að svo stöddu. Álit meiri hluta hraðskeytamálanefndarinnar. (Frli.) Það mun engum blandast hugur um, að þessi árgjöld leggja lands- sjóði eigi þá byrði á herðar, sem verði honum eða þjóðinni veru lega tilfinnanleg, sjerstaklega þeg-ar um er að tefla framgang hins þýðingarmesta og víðtækasta velterðarmál lands og þjóðar, sem um 14 ár hefir verið efst á baugi hjá öllum framsýnni áhugamönn- um þjóðarinnar. Geta má ogþess, að þegar nú er ljett af landssjóði að minnsta kosti 45,000 kr. árgjaldi til gufuskipaferðanna, þá verða gjöld hans nær því engu þyngri í framtíðinni fyrir þetta, en þau hafa verið yfirstandandi ljárhags- tímabil. Til þess enn ljósar að leiða mönnum fyrir sjónir, að hjer er ekki reistur þjóðinni ^hurðarás um öxl,< skulum vjer til saman- burðar benda á, að þjóðin hefir á undanförnum 15 árum lagt á sig gjöld svo milljónum skiptir, og verið undir þeim ánægð, til fyrirtækja, sem engan eyri gefa landssjóði í tekjur, en að allra dómi eru nauðsynleg til þess að efla viðskiptalífið, bæta hag lands- manna og glæða lífið í landinu. Það eru vegir, brýr og skipagöngur, málsem í eðli sínu eru hraðskeyta- málinu náskyld. Til þessara mála hefir eptir Tandsreikningum og fjárlögum verið varið árin 1891 til 1905 samtals 2,259,500 kr. Vjer hikum þyí eigi við, að láta það í ljósi sem vort álit, að símasambandið muni yerða hið ódýrasta fyrir landið, eins og málið nú liggur fyrir, og eigi baka því nein þau gjöld, er óttast þurfi að verði þjóðinni of vaxin. Enginn vafi getur leikið á því, að talsímasamband innanlands stendur framar öllum öðrum sam- böndum að gagnsemi fyrir þjóðina. Fyrir^ atvinnu- og viðskiptalífið hefir það, svo aðgengilegt og auðnotað sem það er, meiri þýð- ingu, en nokkuð annað, og hin »kultúrella« þýðing, sú að glæða lífið meðal þjóðarinnar almennt, verður eigi borin saman við þýð- ing hinna óaðgengilegu andnesja stöðva loptritanna. Hvort sem litið er til gagnseminnar fyrir landið og þjóðina eða til kostn- aðarins, þá verðum vjer að líta svo á, að símasambandið sje svo miklum mun betra enn hin fyrir- liggjandi tilboð um lopritun, að það sje eigi saman berandi. — Að því er sambandsöryggi snertir þá er það fram að taka, að allar menntaþjóðir, er vjer þekkjum, byggja hraðskeytasambönd sín á þráðum, en nota loptrita að eins þar, sem þráðum verður eigi komið við. Vjer þekkjum enga þjóð, er byggi sambönd sín á loptritun eingöngu.— Vjervitum, að þráðsambandið hefir reynzt fullnægjandi fyrir sambandsþörf annara þjóða, þar sem alveg eins og engu betur er ástatt enn hjá oss. Það kemur vitanlega fyrir, að þræðir bila, sjerstaklega land- símar hinn fyrsta vetur, en eptir reynzlu annara þjóða eru eigi þau brögð að því, ef símalínur eru í upphafi traust byggðar, að hnekkja þurfi gagnsemi þeirra. Hitt er og víst, að loptritastöðvar hafa opt eigi getað komið skeytum stöð frá stöð og það brestur enn mikið á, að það samband geti talist reynt að öryggi. . Þó að vjer höf um gert ráð fyrir að kostnaður við landsima frá Seyðisfirði til Reykjavíkur geti, ef illa tekst, farið upp í 180,000 kr. auk tillagsins frá >M. N.,< þá búumst vjer alls eki við, að hann verði svo mikill, heldur muni áætlun Forbergs fara mjög nærri sanni og þessi útgjöld ekki geta farið upp úr 175,000 kr. Álma, til ísafjarðar mundi ekki fara fram úr 125,000 kr. Reksturskostnað og viðhald á landsímanum teljum vjer, samkvæmt því, sem áður er sagt, fullhátt sett ef áætlaðar eru 50,000 kr. á ári, að Isafjarðar- álmunni meðtaldri. Hjer fer þá á eptir til yfirlits samanburður á útgjöldum lands- sjóðs til símasambands og lopt- skeytasambands: Stof'n- | Símasam, kostnaður j: 800,0001 85,0002 Kekfstur og viðhald . . Rcntur og I 20 ára afb.'l 2^,500 Samtals jjTÖT^OO Árstckjur | 00,000 Utgjaldab. á______ _ ári' ..... 77,500 Capito 637,000 77,859 47,775 la5,684B 30,000 Bredow 878,500 106,692 65^7 772,57« 30.000 J75___. 2 Til sæsíma 35,000 — landsíma 5O,C0O. 8 Fjelagið býðst til aðlána stofnkostn. og annast alian rekstur í 20 ár fyrir 7078 L - 128,819 kr. á ári. Það er þannig augljóst, að símasambandið er mikln ódýrast, og þar við bætist, að gngnið af talst'masambandinu innan lands er margfalt á við gagnið af lopt- skeytastöðvunum; tekjur af því verða vafalaust eins miklar eða meiri enn af loptskeytasamband- inu í heild sinni (innanlands og til útlanda) og að öllum líkum talsvert hærra enn hjer er áætlað.< Ur Reykjavík. 95,bö4 ; 142,579 1 Til sima i'rá Seyðisf til Rv. 375,000 (3©O,C00iVá „M.N.") — — — Hrútaf. ti) ísafj. 125,000 Gðfugur gestur kom hingað 23. ágúst, úr rani>sóknarferð um íshaf- ið, það var Loövík Filipp Roheii hertogi af OrJeans; langafi hans var Lúðvík Filipp Frakkakonungur, er Ijezt 1850 í hárri elii. Hertog- inn gerir kröfu til konungsdóms yfiv Frökkum og fylgja honum nokkrir að málum, enda er hann höfuðmaður Orleansættarinnar, — Hann er fæddur og uppalmn i Eng- landi og hefir eigi til Frakklands komið, hertoginn er nú 36 ára og kvæntur prinsessu af Habsborgar- ættinni í Austurríki, og eiga þau engin börn. 4. júní síðastl. lagði hertoginn í haf frá Noregi, og komst langt norður, kvað jafn vel hafa fundið ókunnar eyjar. Hann fór b. 24. til Heklu og Geysis. Með „Laura" er kom hingað 24. ágiist komu hingað 8 íslendingar, alkomnir frá Ameríku, og höfðu þó flestir þeirra dvalið þar lang- vistum. Er þetta gleðilegt tákn þess að vesturfarar munaþó eptir móðurlandinu, og verða vonandi margir til þess að feta í fótspor þessara 8. Ný-stofnað er hjer í borginni flskiveiðarit, er „Ægir" nefnist. Útgefandi þess er Matthías Þórðar- son skipstjóri. Blaðið bætir úrtil- flnnanlegum skortimeðal sjómanna- stjettarinnar. í þvi sem út er komið af blaðinu, er skýrt frá ýms- um nýungum í fiskiveiðum Norð- manna. ? ? Sinjörsala crlei)dis. Smjörsalan til Englands gengur mjög vel. Consul George Davidsen í Leith voru sendar um 60 tn. af smjöri með „Botniu," er fór frá Rvík 8. þ. m. Seldist það strax fyrir 85—87 aura pundið, að öllum kostnaði frádregnum. Sjálfsagt heflr það ráðið miklu um vei hve fljótt smjörið komst ;í. m: aðinn og hið góða kælingarium skipsins. Bendir þetta á hve brýn nauðsyn er á slfluvm feiðum. OfsaTeður gekk um Austurlímd 5. og 6. ágtíst, Vatnagangur varð mikiil og skriður gerðu viða skaða. kriða hljóp á bræðsluhús Tmslatids kaupmanns á SeyðisfirÖi og eyðifagði þau að mestu. Skaðinn er metinn 2000 kr.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.