Vestri


Vestri - 08.01.1912, Blaðsíða 3

Vestri - 08.01.1912, Blaðsíða 3
t. tbl VESTRl 3 Róbinsoii Rorðurlanda. Eftir >V. Froy. V. kapítnli. Heiiuskautsiiót.tin. (Framh). Ivan kallafii á félaga sína og horfðu þeir nú allir undrandi, Þögulir í lotningarfullri alvöru, á tennan hrikalega töfraJeik öáttúr- unnar við heimskautið. í’eir niæitu ekki orð frá vörum, en horfðu hugfangnir eins og í leiðslu á þetta hvarflandi litskrúð. En brát.t rak kuldinn þá félaga inn í kofann aftur( og dagana þar á eftir höfðu þeir nóg umræðuefni. En þeir áttu nú bráðum að iifa annað æfintýr á hinni köldu heim- skautsnótt. Þeir heyrðu oft til ísbjarnarins yfir höfðum sér, en hann hafði alt til þessa látið sér nægja með að blína ofan 1 reykháflnn. En um öíðir þrýsti hungrið honum til að verða nærgöngulli og einu sinni, er þeir félagar sátu umhveifis eldinn, heyrðu þeir enn fótatak margra ísbjarnaog rumdi jafnframt reiðiiega i þeim. Nú biakaði i hlera upp í reyk- háfnum. Himlrof leit ót.tasleginn upp og kallaði með þrumurödd: ,Til vopnal” Eins og #lding stukku þeir fét lagar upp; tveir þeiria tóku sér spjót í hönd, hinir tveir exi og hamar og horfðu upp í reykháfinn. Þeir sáu þar stórt hvfit terliki klifra niður stigann; það var griðarstór ísbjðrn. Þeir er á spjótunum héldu bjuggust þegar til atlögu, þegar Ivan, sem vissi að þeir aldrei gætu drepið björninn, nema með því að hitta á höfuðið, kallaði tii þeirra að þeir skyldu lofa konum að komast alia leið niður. Þeir hlupu nú allir frá og bangsi kom niður á gólfið. fað var hræðilegt augna. blik, þegar björninn, sem var afar- stór, stóð upp á afturhrömmunum og leit í kiing um sig. Eldurinn glapti honum sýn og skelfdi hann í fyrstu og gátu þeir félagar virt hann fyrir sér í næði litla stund. ,Leggið til atlögu með spjótun. uml' hrópaði Ivan, sem stöðugt heyrðu til fleiri bjarcdýra upp á kofanum. Þeir réðust þegar óskelfd. ir á baugsa. Hann reis upp á afturhrömrnunum og rak upp voða- legt öskur, glenti upp ginið eg barðist um sem mest hann mátti. Þeir ráku, svo fljótt Bem kólfi ræri skotið, spjótið í gin ísbirninum, báðir i einu, og blóðboginn stóð þegar fram úr honum. Nu harðnaði leikurinn fyrir al- vðru. Ivan hljóp fram með exi sína og sló eða hjó henni af þvíliku heljarafli í enni bangsa, að hann snarsvímaði og datt aiður, en er Þeir félagar ætluðu að fara að gera út af við hann, reis hann á fætur °B réðst á þá með ógutiegu öskri. Nú lá nærri að þeir mundu bíða 6sigur, en til allrar hamingju hlifðu hinir þykku og skjólgóðu feldir sem þeir voru í þeirn vel fyrir árásum bangsa og brátt hepoaðist Ivan að höggva exinni aitur í neflð á honum. Hann datt niður aft.ur og áður en hann fengi ráðrúm til að standa upp aftur, klauf Ivan höfuðskelina sundur og bangsi lá þarna stein- dauður. Að stríðinu loknu leit; Ivan aftur upp í rfeykháfinn ti) að grenslast eftir hvort fleiri hein:sóknir af sama tagi væru i vændum, en hann sá ekkert. Þfcir félagar sundruðu nú bangsa í næti og hengdu kjötið upp til geymsiu. Að því loknu fór Ivan upp stigann og víkkaði svo gatið á kofanum, að þeir félagar gætu skotið örvum sínum upp um það, ef ísbjörn bæri þar að. Skömmu siðar bar þar aftur að hungrað bjarndýr, sem rak snopp. una ofan í gatið og reif og spai kaði þekjuna með framhrömmunum. Ör frá boganum flnug þegar inn í gin þess. Það rak upp voðalegt öskur og hijóp sem fætur toguðu í burtu og fleiii bjaindýr á efiír. Upp frá þessu voru Þelrað mestu í friði fyrir flessum skæðu óvinum og nutu nú friðar og næðis í kofa sínum. VI. kapítuli. Jarðarfffrin. Nú voru liðnir maigir mánuðir, Þeir féiagar höfðu haidið jólahá- tíðina, sem þeir reiknuðu út af tunglinu, svona hér um bil, hátíð' lega eftir því sem föng voru á. Þeir höfðu alt. til þessa verið heilsugóðir og hraustir, en nú átti að verða breyting á því á komandi ári. Sjútedómur, sem æfinlega gerir vart við sig hjá öllum þarna norður í heimsk mtskuldanum, sé ekki allrar varúðar gætt og reynt að afsiýra honum, tók nú einnig að gera vart við sig hjá þeim félögum, Þessi sjúkdómurinn er skyrbjúgurinn, st m lýsir sér í því, að hinir linari og holdugri líkams- partar t,aka að rotna lifandi. Sýkin hleypur fyrst í tannholdið Og smádreifir sér svo út um allan líkamann. Ivan tók eftir hinum fyrstu sjúkdómseinkennum þessarar sýki hjá einum félaga sinna, Wiriguin að nafni, manni mjög holdugum, værugjörnum og iötum. Ivan sá fyrir, að sýki þessi myndi máske heimsækja þá, og hafði því um sumarið náð í það eina læknismeðal sem vex þar sem sýkin oftast gerir vart við sig. Það er jurt ein og er hinn beiskí vökvi hennar talinn óyggjandi meðal við sýkinni, Ivan vissi að öll hreyfing er holl til að verjast henni og kvatti hann því mjög félaga sinn til að íara að dæmi hans sjálfs og iðka daglega, líkamsæfingar. fegar heldur tók að hlýna í veðrinu, leitaðist hann daglega við að fá félaga sína til að fara með sér á hreindýraveiðar og drekka með sér heitt blóðið úr dýrum þeim er hann lagði að velli. En Wiriguin fyigdi ekki ráðum hans, til þess var hann of værugjarn og latur. Honum fanst óþolandi að fyigja hinum ströngu lífemis- regium Himkofs, og kaus því held ur, nema nauðsyn krefði, að ligiija heima á feldi sínum og greip þá stundum í, sér til dægrastytting ir, að gera eitthvað í höndum, sem hann gat setið við. Af þessu hreyfingai leysi leiddi, að liann brátt varð altekinn af skyrbjúg og að síðustu gat hann ekki hreyft sig og hann varð svo máttlaus og stirður í öllum limum, að félagar hans urðu að mata hann eins og ungbarn. Það mætti nú ætla að fólagar hans yrðu brátt leiðir á að st.jana við hann, einkum þar eð hann sjálfur var sök í þessu, en það var öðru nær. Þeir hjúkruðu honum sem best þeir gátu og yfirgáfu hann aldrei allir í einu. Þeir styttu honunr stundir með því að segia honuin sögur og tala við hann, og allir hugsuðu þeir með kvíða til dauða hans. Ósk þeirra, að hann fengi að lifa hjá þeim, átti þó ekki að ræt- ast. Dauðinn nálgaðist hröðum fet.um og innan skams dó hann. Likið lá nú þarna í kofanum og horfðu þeir á það við hina daufu, draugalegu Ijósglætu. Þungbært hugboð um, að sto gæti farið, að þeir yrðu dæmdir til að lifa á þessari eyðiey það sem eftir væri æfinnar ætlaði alveg að buga þá, er þeir þarna horfðu á lík félaga síns. Og ef t.veir þeirra, sem eftir lifðu, skyldu nú einnig deyja. Ó. hvílíkt óumræðilega hryggilegt. líf og einmanalegt hlaut þá ekki «ð taka við fyrir þeim eina, sem eftir vaeri. Þeir vöfðu nú bjarnarfeldi utan um lík íólaga síns; mokuðu snjónum frá dyrum kofans og báru það út. Á suðurloftinu mátti nú sjá þess merki, að blessuð sólin var farin að hækka á braut sinni og að mildari árstími var í nánd. Þeir gengu nu hægt og hátíðlega með iíkið fram á kletta þar nálægt og grófu það þar ofan í klettaskoru og lásu yfir þvi bænir og sálma. Svo fóru þeir þögulir og sorgbitnir aftur heim í kofa sinn. Næstu daga voru þeir mjög hryggir og töluðu nær því eingöngu um hinn látna félaga sinn. (Framh.) Bæjarmaður og hofnin. Hr. ritstjóri! Undir dularnafninu bæjarmaður birtir einhver náungi grein í 52. tbl. Vestra, en vegna þess að hann fer heldur langt frá sannleikanum þegar hann minnist á okkur for- menn og útgerðarmenn, þá leyfi eg mér að biðja um rúm í næsta tbl. „Vestia" fyrir litlaathugasemd. Hann notar fyrstu drætti penn- ans til þess að skrifa fjarstæður. Hann segir: „Dað fyrsta sem skipin verða fyrir eru mótorbát. arnir í Sundínu, sem liggja Ijós- lausir allflestir, og það á miðri leið skipanna út og inn. Viil nú hr. bæjarmaður benda mér á, hvaða mótorbátar hafi ljós þegar þeir liggja mannalausir fyrir vetrarfest- um, líklega hefir hann sóð einhverja hafa þau, þar sem hann segir alh flesta liggja Ijóslausa, en siðan eg kom hingað fyrir nærri 5 árum, er mér ekki kunnugt um, að nokkur útgerðarm. eða form. hafi látið kveikja ljós á bátum sínum, þegar þeir hafa legið i Sundinu án notk- unar, enda væri þvílík skylda afar- óþægileg, og i sannleika hlægileg, því það mun óviða skylda að kveikja ljós á skipum, sem liggja fyrir vetrarfestum, og svo er þar að auki þetta pláss, þar sem bátarnir liggja, alls ekki akkerispláss fyrir stór skip; kortið segir það vera út á bugtinni. Svo kemur innsiglingin I Þar slær nú heldur út í fyrir bæjarm., því allir bátarnir, utan einn, liggja svo langt frá innsigl- ingarlínunni, að það væri heldur bágborin skipstjóri sem rækist á þá ef hann ætlaði inn á Pollinn, því að þá væru Naustavitarnir farnir að lita skrítilega út hvað saman’ burð snerti, en að eins einn bátur liggur nokkuð nærri línunni, en lá þar víst ekki þegar bæjarmaður reit grein sína. Pað hefði verið þessum bæjar- manni sænrra að halda sér við bojurnar, og víta þá íáðstöfun, því það var eðlilegra heidur en að mæða sig yfir'' því, hvað formenn og úti gerðarmenn séu sl yni skropnir, sérstaklega þegar hann styður sig ekki við annað en fjarstæður. Það var annars leitt, að enginn sjómaður skyldi verða til þess, að finna að því, að bojurnar voru teknar upp, og þar með taka orðið af þessum bæjarm., því litla hug' mynd hlýtur hann að hafa um hvernigtilkynna skuli skipum þegar sjómerki eru tekin upp, eftir aug> lýsingatillögu hans að dæma. - Ef sjómerki eru tekin upp utan' lands, án þess að samkynja merki séu set.t í staðinn, þá er skipum tilkynt það með merki (Signal) frá landi, sem næst því svæði sem sjómerkið var og þar sem skipin fara frain hjá áður en þau koma að staðnum. Þessi merki (Signal) eru skráð, og er að finna í almanökum, sem skipstjórar nota við mælingar o. fl. Hví skyldu ekki mega út.búa merki sem þýddi að bojurnar í Sundinu væru ekki á sínum stað? Eg gæti vel unt þessum bæjarm. að hafa þann starfa með höndurc, fy(st að kveikja á inótorbátunum; og svo ef bojnrnar skyldu fara úr Sundinu, að senda hann þá af stað með auglýsingar sínar út um hafið

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.