Vestri


Vestri - 20.01.1912, Blaðsíða 2

Vestri - 20.01.1912, Blaðsíða 2
IO V E S T R I 3- ’-bL konungur líti á þetta mál Ett auðheyrt er það á öllu að dansk ir stjórnmálumenn ætla sár að standa á móti þessari br 'ytingu og skipa sér til varnar um þennan baut.astein Albertis. En að sjálisögðu lætur þingið skeika að skökuðu um þetta mál, hvaðsem daDskir stjórnmálameun segja. E>að mun áuðvitað hafa verið vilji margra að taka ekki upp í stjórnarskrárbreytinguna önnur ákvæði en þau, er vér værum vlssir um að fá staðfest án íhlut- unar Dana. í sambandi við það má g.ðta þess, að á þingmála- fundi er haldinn var fyrir Norður- ísafjaiðarsýslu fyrir síðasta þing, andmæltu þeir Skúli Thoroddsen og síra Sigurður Stefánsson bíðir tillögu frá Halldóri Jónssyni á Rauðumýri um að nema brott tilvitnunina í stöðulögin og á- kvæðið um ríkisráðs?etuna. — Töldu það geta tafið fyrir nauð- synlegum breytingum. Ea úr því síðast alþingi varð samraála um þessa breytingu, getur auðvitað ekki komið til mála, að hverfa frá henni aftur á næsta þingi. Nýbýlí. Eg las nýlega í norsku blaði adl-eftirtektarverða grein, sem eg hugsa. að fslenskir bændur hafi gaman af að heyra, og bið því Vestra fyrir ágrip af henni Bóndinn í Nesi i Raumanki, Júlíus Boddíng, sagði frá á þessu íeið: Sonur minn vildi fara til Ame ríku, eins og margir aðrir. Hann hélt að það væri hægra að eign ast ábúðarjörð þar en hér. Eo eg sagði við hann, að hann gæt} eins vel bygt nýbýli hér heima í landi föður síns og í Ameríku í Hafnarhaganum hagar ágætlega til og hann er nógu stór. Við getum plægt og ræktað lítið eitt á ári og svo færðu byggilega jörð eftir nokkur ár<. Fyrir 4 árum tóku þeir svo til starfa, gamli maðurinn og synir hana þrír. Þeir notuðu að mestu að eins frístundirnar; öll nauð- oysajastörf við búskapinn gengu sinn vana gang eins og áður. Þeir settu sér það takmark, að brjóta upp og rækta 100 reita af Hafnarhaganum og tóku til íitarfa með hug og dug til þess að vinna að þessu takmarki. Nú — eftir fjögra ára vinnu, að mestu í frítímum, eru 50 reitar af Hatnarhaganum orðnir að besta graslendi og aðrir 50 reitar eru nú svo vel undirbúnir, að eftir 1 eða 2 ár eru þeir besta akurland, — ico reitar nýunnið land alls. Ef tíundi hver bóndi inui jafn mikið að útrækt, þyrfti Noregur ekki að sækja nauðsynjar sínar til annara land . En flestir bænd- ur hafa víst ekki svo stórt órækt- að Jand. Nei, máske ekki En fjölda margir hafa það, og mikið meira en það. En svo þarf mikið til að húsa slíkt nýbýli og til búsáhalda. Já, auðvitað. En þess þarf líka til nýbýla í Ameríku og þar eru vextir aí peningum 12 —15%- Hér má fá fé gegn 4°/0, Hugsið út í þetta, ungu og sterku bændasynir, sem margir í hugsunarleysi skrifið til skyld- menna í Ameríku eítir "'argjaldi. Eg veit vel hve >svart< það litur oft út, þegar þú þykist vara orðinn fullorðinn og bláu meyjar- augun stara undrandi á þig eins og þau spyrji: Ertu ekki þegar orðinn fullorðinn maður, og fær um að eiga með þig sjálfur, drengur minn. — Þá bendir vonin þér á Ameríku. Hún er svo þægileg — hún von — að grípa í framrétta hönd hennar og láta hana leiða sig út í hið ókunna, en hún er þó aldrei nema von og því óvissari sem hún leiðir Iengri veg. En þegar þú nú sérð hvað þessi piltur gat búið í haginn fyrir sig hér heima með hjálp föður síns og bræðra, þá skaltu spyrja föður þinn og bróður, — sem máske á að taka við föður garði ykkar — hvort þeir vilji ekki lofa þér að ryðja nýbýli í úthaganum — og hjálpa þér til þess, — svo þú getir líka búið á föðurleifð þinni. Þaðar skaðar ekki þótt þú takir til að ryðja þér hýbýli heldur fyr en seinna. Sterkar hendur og búnaðar- kunnátta — hún þarf að vera með -— geta unnið »kraftaverk<. 50 reitar — já, 30 reitar — geta verið lagleg bújörð og með góðri ræktun gefið þér tekjur Sv<o þú getir lifað eins og greifi. Og sú uDgfrú, sem ekki vill láta svo lítið að flytia á nýbýlið þitt, ef þú býður henni að verða drotningu í töfrahöll þinni, er þín ekki makleg. Lofaðu henni að fara til Ameríku og >þéna< þar fyrir fötum og fæði ~ og svo kanske krækja sér í sköllóttan piparsvein; — það er rétt tyrir hana. — — Þannig hljóðar í stuttu ágripi þessi norska grein og mér virðist að dæmi Júlíusar á Nesi og sona hans geti eins verið til eftirbreytni fyrir oss ísllendingá. Að vísu mun lítt þörf nýbýla hér á landi eins og nú háttar, þar sem oftast eru næg jargnæði á boðstólum. En hér er þöríin því meiri á að gera jarðirnar að nýrri og betri býlum. H. Fjær og nær. Minníngaisjóður Skúla f'ógeta. Sjóður þessi var stofnaður á 200 ára afmæli hans og á að hafa það hlutverk, að styrkja efnilega unga verslunarmenn til mennirgar. í hann var safnað í Rvík 3 300 kr. 12. des. síðastl. líyggingarsjóður Skúla fógeta. Á. 200 ára afmæli Skúla stofnuðu verslunRrskólanemendur í Rvík sjóð með því nafni og er markmiðið að reisa verslunarskólahús. Nem- endur skólans byrjuðu með 125 kr. í samskotum. Enskt sk ipbrotsinan naskýl i er í ráði að byggja í vor inilli Skaftáróss og Hvalsíkis, á söndun- um sunnanlands. Ensk ábyrgðar félög hafa skotið fé saman til byggingarinnar, og er sjóliðsforÍDgi Henry Archer, sem nú er formaður ábyrgðai félagsins í Hull, forgöngu maður þessa fyrirfækis. Skýlið verðtir 10X10 álnir að sLærð, mjög vandað, með 12rúm- um, visíaforða, skápum og eldavél, fatnaði og ýmsar fleiri nauðsynjar. Þar verður jig ferja til að nota yflr vötnin. Turn verður á skýlinu og á houum flaggstöng um 70 fot á hæð og sést það því langar leiðir að i björtu veðri. Fjalla Eyvíndur nefnist nýtt leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson, sem heflr verið leikið í Reykjavík í vetur, það er í fjóruin þáttum og þykir alimikið til þess koma. Nýr hotnvörpungur Eigendur „Lord Nelsons", sem sökk í vetur, ætla að láta smíða nýtt skip í Englandi í hans sfað. Maður hvarf uýlega i Viðey og er haldið að hann hafi dottið í sjóinn og druknað. Hann hét Páll Jónsson og var frá Brunnhúsum í Reykjavík. Mannvirkja rerkstæði er nú í ráði að setja upp í Reykjavík á landsins kostnað, svo fullkomið að það geti smíðað stærri járnbrýr o. fl. stói virki. Jón Þorláksson lands- verkfræðingui er nýkoininn heim frá útlöndum og sigldi hann tii að utvega áhöldin, og koma þau síðar í vetur. Eögberg. Baldur Sveinsson stúdent, sem síðustu ár heflr verið aðstoðarritstjóri Lögbergs, hefir iátið af því starfl og er nú kominn heim til íslands. í hans stað er Kristján Siguiðsson cand. philos. orðinn meðritstjóri blaðsins. Jóhanu P. Thorarcnseu lyfsali í Sidney í Ástralíu er nýlega látinn. Hann var íslendingur ættaður frá Akureyri, en fluttíst suðui t.il Ástralíu 1862 og hefir dvalið þar síðan og efnast vel. Hami var 81 árs ei hann lóst. Vélarbátur fórst við Vest. mannaeyjar milli jóla og nýárs og druknaði 1 maður, Sigurður Ein- arsson frá Stórumörk undir Eyjæ fjöllum, en fjórir björguðust á róðrarbát er þeir höfðu í eftiidragí. Hrnni. Sölubúð Giánufólagsins á Sigluflrði brann t.il kaldra kola á jólanóttina. Um upptök eldsins veit enginn neitt. Skipströud. þýskur botnvörp1 ungur strandaði í desember við Meðalland, en menn björguðust allir. Skipið hét „Emden“. Enskur hotnvörpungur strandaði á Býjarskeri í Rosmhvalaneshreppi um jólin, en menrr komust af. — Björgunarskipið Geir heör náð skipinu út og er það talið litið skemt. Skipið heitir .Golden Scepter". liaiikabókarastarfií við Lands- bankann hefirnú verið veit.t Richard Torfasyni, sem set.tur var til að gegna því áður, enda heíir hann lengi verið aðstoðarbókai i bankans. Eiríkur Briem, fyrv. presta. skólakennari, hefir hlotið prófessors- nafnbót. Fólkstallðí Iteykjavík vai nú um áramótin 12,241. Innbrot í tvo vínkjallara í Reykjavík áttu sér stað nú um hátíðarnar og náðust báðir þjófarn- arnir. Ennfremur var brotinn gluggi í búð Siggeirs Torfasonar til að ná í vinflöskur, sein raðað var út i hann t.i! sýnis, en í þeím var vatn en ekki vín svo ekki var sú fei ðin til fjar. Ekki hefir komist upp hver það hefir unuið. Kappsuud !ór fram í Reykja vik á nýársdag og varð Erliugur Pálssgn sigurvegari. Synti 100 metra á 37 J/a sek. og hlaut hann rýársbikarinn að verðlaunum. Iþróttanámskeið. Ettir til- hlutun ungmennafélags íslands hafa nú í vetur verið haldin 10 íþróttanámskeið í Árnes- Rang- árvalla' og Skaftafellssýslum. Kennari er Guðm. Sigurjónsson. Laus embætti. Sýslumanns. embættið í Snæfellsnessýslu. héraðslæknisembættið í Reykja. vík og héraðslæknisembættið á Þingeyri hafa nýlega verið aug> lýst laus til umsóknar. Kitusiiorleg gjóf. Jón Finns- son verslunarstj. á Hólmavík hefir gefið 1000 kr. til sjúkra- skýlisbyggingarinnar þar. Jób Sigurðssou heitir nýtt skip sem norskt félag, er tekið hefir upp ferðir Watnes Arvinge hér við land, ætlar að hafa hér í förum næsta sumar.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.