Vestri


Vestri - 20.01.1912, Blaðsíða 3

Vestri - 20.01.1912, Blaðsíða 3
3* tbl* VES'TRI ii Róbinson Norðurlanda. Efrir W. Frcy. VII. kapítuli. íJIeði og sorír. (Framh). Það er sagt að Paulowna haíi í fyrstu eigi viljað ganga að því rð eiga Samarow og var þá í almæli, að hún hefði heimulega verið trú- lofuð .ungum stýrimanni, en er ekkeit hafði til hans spurst i 5 ár, og hún hélt að hann hlyti að vera dauður, lét hún loksins undan og gerði föðuv sínum, sem sótti það mál mjög fast, það til geðs, fremur af hlýðni en ást á biðlinum að ganga að eiga Samarow og færa honunt urn leið freka miijón rúbia í heimanmund." Himkof laut höfði meðan skip- atjóri lót dæluna ganga, en svo bar hann höfuðið hátt eins og ekk- ert hefði í skorist. „Hún er með öllu saklaus," mælti hann við sjáifan sig, er skipstjóri gekk fiá honum, og hún má aldrei fá neina vitneskju um að eg sé enn á lifi og svona náiagt henni. Heimur- inn er stór og lífið er stutt og fult af sviknurn vonurn. Með fyrsta skipi, sem eg fæ far með, legg eg aftur af stað út í heiminn. Guð geíi mér styik til þess að bera þessi vonbrigði. — Mafuiinn var konrinn upp að haískipabrúnui. Vörur þeirra féiaga voru komnar í land. Himkof íal félögum sínum að selja vörurnar og voru þeir búnir að selja alt um kvöldið, þvi umboðKsmenn ýmsia vertlunaihúsa, sem versluðu með grávöru, buðu í vöi u þeirra félaga hver í kapp við annan, svo var varan íalieg og vel verkuð. — Verslunaihúsið Petiowitsch & Co. keypti hreindýra> og tóuskinnin, sem og hieindýiafeitina fyrii 5000 rúblur. Skipstjoranum á Mafnum voruiútborgaðar hinar umsömdu 80 rúblur og svo skiftu þeir félagar milli sín öllu sem inn kom fyrir vöruna. Á fátn dögum barst fregnin um hrakning þeirra félaga út um alia borgina. Ölluni var forvitni á að sjá þá og heyra þá sjálfa ]ýsa hrakningum sinum og sex ára veru á þessari eyðiey. Samarow og konu hans langaðí, einnig, eins og aðra, til þess að heyra sögu þeirra og fóru í því skyni inn í veitingahús það, «r þeir félagar bjuggu í og sögðu þeir þeim hjón- um frá æflntýri sínu. „Eg heyrði sagt“, mælti Samar- ow, „að þið hefðuð verið þrír sem aftur komuð, en hvar er hinn þriðji?" „Hann er lagður af stað á sjóinn aftur," svöruðu þeir. „Hvert?" spurði Samarow. „Til AusturTndlands". Það er táp í honum, piitinum þeim,“ mælti Sainarow við hina ungu konu sína. „Eftir nálega 7 ára hrakning stendur hann ekkert við, en leggur stias. af stað aitur. „Með svona piltum gæti maður lagt undir sig alJan heiminn.“ Samaröw sneri sér nú aftur að þeim tveím félögum, gaf þeim sinn gullpeninginn hvorum og spurði um leið: „Hvað heitir hann þessi þriðji félagi ykkar?" „Ivan Himkof", svöruðu báðir eins og einum munni. „Ivan Himkof", endurtók Samarow 1 :;eð sjálfum sér, „eg held eg hafi lieyrt þetta nafn áður, en kom því ekki vel fyrir mig. Jú, bíðum við! nú man eg það, Paulowna! Það er sami maðurinn sem bjarg- aði mór, er eg var nærri því druknaðui1 hérna uin, árið! En i öllum guðanna bænum. Hvað gengur að þér Paulowna, yndið mitt! Þú hríðskelfur ogert.náföl. Ert.u veik?“ „Æ, hjálpaðu mér hið allra fyrsta að komast heim“, mælti Paulowna í bið.jandi róm og Saui- aiow, seiri varð hálfskelkaður útvegaði sér vagn í skyndi og ók heim í flýti. En Ivan Himkof sigldi á stóru og fallegu briggskipi út í heiminn ■i.i] þess að fjarlægjast hana, sem liann unni og gat ekki gleymt, VIII. kapítuli. Á réttuin tíma. Nú voru mörg ái1 liðin frá því, er þeir fólagar komu heim úr hrakn- ingsdvöl sinni á Spitsbergen. Hægt og silalega leið dómþjónn einn eftir strætunum í Archangei raeð bun bu við hlið sór. Öðru hvovu nam haDn staðar, sló bumbu sína og hrópaði: „Á rhorgun verða vöruleyfar og skip þiotabúsins Petiowitsch & Co. selt á opinberu uppboði hæstbjóð' eudum, og fer uppboðið fram í réttarsalnum. Lysthafendum gefst kostur á að skoða bæði vörur og skip áður en uppboðið fer fram.". „Sömuleiðis verða hallir þeirra PetiowiLschs og Samarows tengda sonar hans boÖDar upp, þar eð þeir eínir voru eigendur hins gjald- þrota verslunarhúss.“ (Framh.) Signiiti (itift var í allmiklum vexti þegar síðast fréttist og óttast menn að það muni valda skaða eins og undanfarna vetur. í Portúgal hata verið allmikar róstur og hefir kveðið mest að þeim í Lissabon og hafa þar oft verið blóðugir bardagar á strætunum. líaímagnsstöð við Trollliáttaii. Borgarstjórnin í Stokkhólmi hefir ákvarðað að byggja raf> magnsstöð við Trollháttenfossinn og er áætlað að hún muni kosta um i3r/2 milj. kr. Á svo að leiða rafmagn til Stokkhólms og hefir einnig komið til orða að leiða það til Kaupi mannahafnar. ísafjörður og nágrenni. Bæjarstj.fundur var haldinn 15. þ. m. og var þar kosið í þe?sar nefndir. Fjármálanefnd: Árni Gíslason, Ól. F. Davíðs- son og Karl Olgeirsson. F'átækranefnd; Árni Gíslason, síra Guðm. Guðmundsson og Jóhann Þor- steinsson. Byggin g arnefn d: Jóhann Þorsteinsson, Sigurður Jónssou, Jón P. Gunnarsson og Jón Sgmundsson. Hafnarnefnd: Árni Gislaron, Helgi Sveins. son. Veganefnd: Karl Olgeirsson. Jóhann Þor« steinsson og Sigurður Jónsson. Sjúkrahúsnefnd: E. Kjerulf og síra Guðm. Guð mundsson. Skólanefnd: Þorv. Jónsson (próf.), Guðm. Jónsson (cand.), Helgi Sveinsson, Ólafur F. Davíðsson og Guðm. Guðmundsson skáld. Heilbrigðisnefnd: Sigurður Jónsson, Eldsvoðanefnd: Karl Olgeirsson. Undir-skattanefnd. Sigurður Jónsson, Karl Olgeirs son og til vara Árni Gíslason. Yfir.Skattanetnd: 01. F. Davíðsson, Sigurjón Jónsson. Helgi Sveinsson og til vara Jóhann Þo.steinsson Bókasafnsnefnd: Guðm. Guðmundsson skáld, Guðm. Jónsson (cand.) og Sigur- jón Jónsson. Beinamjðlsverksm. á Flat- cyri. Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu að verksm. þessi yrði reist á Flateyri í vetur. Grunnur er þegar búinn. en verksmiðjan sjálf á að koma upp seint í þessum mánuði al> smíðuð frá Þýskalandi og er búist við að hún geti tekið til starfa síðast í næsta mánuði. Hún á fyrst og lremst að vinna beinamjöl úr allskonar fiskiúr1 gangi og jafnframt að fást við lýsisbræðslu úr þorskalifur, og pressa lýsi úr síld. Hún á að geta unnið úr 30 tonnum af fiskiúrgangi á dag og þart að hafa 6—7 tonn daglega til þess að nægilegt geti heitið. Tveir mótorkútterar verða í förum til þess að viða að efni og er þeirra ekki von tyr en í vor, en þangað til á að leigja mótorbáta til að flytja að efni. Verksmiðjan er þýsk eign, og koma upp um 5 þjóðverjar til að standa fyrir vinnunni, en að öðru leyti á að ráða íslend- inga til vinnunnar. Vliilisl. imatsstaúai: hér á ísafirði hefir verið veitt Árna Gíslasyni bæjarfulltrúa. Kappglíma var nýlega háð í Bolungarvík, um verðlauna* skjöld, sem þar er keppt um árlega og hlaut Bárður Sigurðs- son gripinn! Fiskalli. Fáeinir bátar fóru á sjó á þriðjudaginn og fiskuðu þá yflrleitt mjög vel. Á fimtu* daginn var aftur alment róið en afli lítill nema hjá sárfáum bát-. um. Gutúsk. Irma kom hingað á miðvikudag með legaíæri fyrir gufusk. Gambetta og fóru sv® bæði skipin sama dag suður. Með þeim fóru Björn Hallgríms* son verslunarm., P. A. Olsen o. 3 Skemtan. James Nisbet trúr boði hélt skemtun fyrir börn þau, er sótt hafa sunnudagaskóla hans í vetur, í Good-Templarr.i húsinu 13.'þ. m. Var þeim veitt þar af mestu risnu og okemt hið besta og flest síðan útleyst m*ð verðlaunum. Tíðarfar. Sama milda tíðin og snjólaust eins og að unáan* förnu. Símfregnir. Kosn'ngar hafa nýskeð [farið fram 1 Þýskalandi, og unnu sosial- istar' mikinn sigur. Kína. Þar er nú friður kominn á. Keisaraættin hefir afsalað eér ríkisstjórn og Yuan Shi Kai tekið við forsetastörfum. Frakkland. Nýi ráðaneytisfor- inn þar heitir Goincaret. Merkustu menn í ráðaneytinu aðrir eru: Gallegvés, Briand, Millerand og Delcassé. Listar til bæjarstjórnarkosninga eru nú komnir fram fjórir í Kvik, frá Fram, sjálfstæðismönnum, Pagk- briin og konum. „8kallagrímur“ heitir botn- vörpungur, sem nýtt útgerðarfílag í Reykjavík hefir keypt i Ezglœdl og kom til Reykjavíkur nýlega og er byrjaður veiðar. Botnvörpuskipið „Mars“")or ný- komið frá Englandi og seldi þar afla sinn fyrir 18 þús. kr. Er það eitthveit hæðsta verð sem botn- vörpungar hafa Tengið fyrir fisk- farm. Botiiv0rpuskipið,sem strandaði á Býjarskeri og Geir náði fram, fór til Skotlands og strandaði þar. Menn björguðust. Reykjarpípur. Enskur maður, sem gefur »ig við að athuga eftir hverju dwtna megi sk.tplyndi manna, segir að latir menn reyki úr löugum píp- um, en dugiegir og viljugir uienn

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.