Vestri


Vestri - 03.02.1912, Qupperneq 1

Vestri - 03.02.1912, Qupperneq 1
Ritstjóri: Kr. H. Jónsson, FEBRÚAR 1912. 5. tbl. Stór útsala í verzlun J öJl Jd á ÍsafirM. Til þess að rýma fyrir nýj’im vörum verður frá 2. febrúar til 1. mars geflnn 20—30°|o afsláttur á öiium vefnaðarvörum og glysvörnm gegn peninga borgun út í hönd. Agætis vindlar mjög ödýrir. XI. árg. Versta memið. (Framh) Vér höfum hér að fiaraan vifjað upp fyrir 08s, hvé afarvíðtæk og skaðleg áhiif óskilvisra hefir á öllum svæðum viðskiftanna og jafnframt bent á hversu margt liefir að því stutt að útbreiða hana og magna. En hver eru svo ráðin t.il þess að taka í taumana og draga úr pví að hún haldi áfram að skapa oss böl og breiða skugga yfir þjöð1 líf vort. Fyrsta og besta skilyrðið í þá átt er hagkvæmari bankaviðskifti og minni lánsverslun. Og eitt er víst að allir munu á einu máli ura það, að lánsversl- unin í hverri mynd sem hún er só óheppileg, jafntíyrir lánveitendur og lántakendur. En aliir segja að ástandið só svo, að lánsviðskiftin séu óhjá- kvæmileg. Eitthvað kann aö vera hæft í því, að ekki sé hægt að kippa þeim í burt.u alveg i einni svipan, en mikið mætti sjálfsagt úi' þeim draga. En það er sérstaklega hin upp- vaxandi kynslóð, sem eg vildi snúa mér til og kveðja til atfylgis til að bægja þessu böli á braut. Til og frá um iandið hefir myndast félagsskapur meðal hinnar yngri kynslóðar, hin svo nefndu ungmennafélög, með því markmiði, að efla og glæða alt atgervi hins uppvaxandi lýðs. Það er fögur hreyfing, sem ósk> andi væri að fái sem bestan byr og blessunarríkust. áhrif. Viil nú *kki þessi fólagsskapur taka á stefnuskrá sína að viuna að skilvísi og orðheldni. Það er gott og fagurt að iðka líkamlegar íþróttir og temja hönd og fót til fimlegra, fagurra, reglu- bundinna hreyfinga, en hitt er ekki minna um vert, að sálin sé úraust og heilbrigð. Hraust sái í hraustum líkama er markið sem ungmennafélögin stefna að. Þess vegna verða þau að leggja kaPP á að lækna hin andlegu meiuin 0g efla mötstöðuhæfileg- leikana gegn þeim. Hinir hiáustu forfeður vorireru fyrirmynd ungmennafélaganna, en Þeir urðu alt eins oft mikilmenni íyrir sálarstyrk sinn og stöðuglyndi eins og fyrir líkamlegt atgervi eða afl í vöðvum. Það er ekki nóg að æía hönd ÍSAFJÖRÐUR, 3. og fót til að hlýða boði hugans, ef hngurinn sjálfur er óstyrkur, stefnulaus og veikur. Og alt er um það að gera, að æfa sig fyrst í iðkun þess smáa. Ef ungmennafélagsrkapurinn gæti vanið meðlimi sína á skilvísi og oiðheldní innan síns félagsskapar væri grundvöllurinn iagður til þess að þeir sýndu sömu skil í öðrum viðskiftum. Enginu ætti að teljast góður fólagi, nema hann greiddi gjöld sín á vissum tíma og mætti stundvís lega á fundum og öðrum mótum félagsmanna. Öll keppni í Þvi efni væri ung- mennunum hollur skóli og góður undirbúningur undir lífið. En þótt vænta mætti að ung« ménnafélögin gætu mikiu áorkað, ef þau tækju málið að sór, er ekki svo að skiija að hinir eldri hafi neinn rétt til að ,rasa“ út, eða sneiða sig hjá að vinna að umbótum í þessa átt. En því er nú þannig varið, að mörgum er gjarnt að gera háar lcröfur til annara, en taka^ lótt á eigin athöfnum. Og það er heidur ekki svo létt þcgar inenn eru sokknir í fenið að rífa sig upp úr því aftur. Þannig er því varið ineð óskil- vísina, að margir*eru þar komnir svo í kaf, að þeir geta ekki losað sig þóti, þeir vilji, enda heldur þar hver í annan og dregur hann niður með sór. En góður vilji má þó mikils og ef margir væru samtaka um að gera sitt til að sýna skilvísi inyndi viðskiftalifið taka mikilli breyt.ingu. Einkum er það í því smáa sem hægast er að laga, en þar er van- rækslan mest. Og umfram alt er þess að gæta að ekkert vinst, þegar samtök og samvinnu brestur. Ef hinir ýmsu atvinnurekendur og kaupmenn, sem nú súpa beisk- asta seiðið af óskilvísinni hefðu meiri samtök en nu eiga sér stað, til að takmarka utlán og heimt.a skil efast eg ekki um að nokkuð mundi vinnast á. Iðnaðarmannafólögin ættu að vera sjálfsagðir forgöngumenn til að gangast fyrir slíku, að þvi or iðnaðarviðskiftin snertir, því ekki fara iðnaðarmenn fremur varhluta af óskilvísi í viðskiftum en aðrir er viðskifti hafa. Bið eg svo Yestra og lesendur hans að virða þetta mas mitt. á bet.ri veg og er eg fús til að taka þátt í frekari umræðnm um það, ef einhver gefur tilefni til. Legg eg svo niður pennann að sinni. Hrandnr. Utan úr víðri veröld. Ptrsía. Þess var getið í símtregnum í Vestra nýlega, að Rússar hefðu sent her inn í Per- síu og neytt Persa til samninga við sig. Persía er eins og kunnugt er ríki í Asíu c. 1645,000 □ km. að st»rð og er íbúatalan um 9 milj., svo að fólkstölu og stærð er það ekkert smáríki. Persar eru her- skáir að upplagi, en mjög á eftir tímunum í öllum herbúnaði og þurfa því ekki að ætla sér að etja kappi við stórveldin hér í álfu, enda hafa innanlandsóeirðir og flokkadrættir legið þar t landi um langt skeið og dregið úr öllum framförum og menningu. Síðan Persar áttu í ótriði við Englendinga 1856 hata Englend ingar haft ýms forréttindi og hlunnindi í Suður-Persiu, og á síðari árum má heita að þeir hafi ráðið þar lofum og lögum. í'Norður Pers'u hafa Rússar verið að seilast til valda og 1902 náðu þeir samningum um ýma verslunarhlunnindi þar, og hafa svo alt af fært sig meira og meira upp á skaftið. Stjórnin í Persíu hefir á síðari ■rum verið eins og milli tveggja j.da, milli Rússa og Englendinga er báðir hafa viJjað sinum tota fram ota. En hún hefir litið skeytt því, að gæta þeirrar hættu sem yfirvofði, enda hafa stjórn- málamenn Persa trúað því, að Rússar og Englendingar gætu hvorugir unt öðrum verulegra yfirráða í Persíu. En ®ftir síð- ustu fregnum er svo að sjá sem það sé samkomulag mihi Eng- lendinga og Rússa, að Rússar fái óbundnar hendur í Norður- Persíu, en Englendingar fái aftur á móti að vera einir um hituna í Suður-Persíu. Tiletnið sem Rússar fengu sér til aðM vaða með her inn í Persíu var það, að stjórnin í Persíu hafði tekið upp í skuldir eignir sem bróðir hins afsetta keisara hafði átt, en sem Rússar líka þóttust hafa kröfur til. — Persar gátu ekkert viðnám veitt en sneru sér til stórveldanna og báðu þau að skerast í leikinn eða stilla til friðar, en fengu enga áheyrn. í Þýskaiaudi kom að r

x

Vestri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.