Vestri


Vestri - 12.03.1912, Blaðsíða 1

Vestri - 12.03.1912, Blaðsíða 1
Ritstjórí: Kr. H. Jónsson, ÍSAFJÖRÐUR, 12. MARS 1912. Emkasala á kolum. Ein «f tillöíjuiTi skattamála- nefndarinnar, seru hefir setið á rökstólum uú utn hnð, er sagt ag sé sú. að þingið veiti einka- leyfi til kolasöiu hér á landi gegn ákveðnu gjaldi til landssjóðs og öðrum bindandi samningum. Frá þessu skýrir blaðið Reykjavík 3. þ. m. á þessa leið: >Nefndia hefir þegar fengið mjög aðgengilegt, bindandí tilboð frá breskum kolanámueiganda einum, er vili skuldblnda sig til að selja kol hér mnð öllu lægra verði, en tíðkast hefir, og borga þó í landssjóð tiitekið gjald af hverri stnálest. Verðið A koiunum er fastákveð- ið í tilboðinu, 20 kr. hver smálest heiuiflutt til manna ábestuhaln- arstöðum landsin3 og í kaupstöð- unum. en 21—25 kr. á hinum óaógengilegri höfnum. Þó er gert ráð fyrjj:, að verð þetta geti hækkað eða lækkað litið eitt, er verð á kolum ytra eða flutnings- kostnaður breytist um iengri tíma. Sama verði eiga innlend skip og póstskip, er sigla eftir faslri áætlun, að sæta. En verði á kolum, sem seld eru útlendum fiskiskipum, ræður leyfishafi, og er gert ráð fyrir að þeim verði seld kolin lítið eitt dýrari. Námaeigandinn skuldbindur sig til að hafa ætíð nægar birgðir af koium á ölium helstu hafnar- stöðum landsins, og mörgum öðr- um höfnum, samtals 36 að tölu. Talið er víst, að á ári hverju seljist hér á landi um 80,000 smálestir af kolum, helmingurinn til notkunar í landinu og til inn lendra fiskiskipa og póstskipa, en helmingurinn til útlendra botnvörpuskipa. Nefndin htfir áskilið, að leyfis- hafi greiði í landssjóð 1 kr. 50 aura af hverri smálest afkolum, sem seld er til innlendrar notk- unar, og 2 kr. 50 au. af hverri smáiest, sem, seld er til útlendra skipa, eða til jafnaðar 2 kr. af hverri smálest, sem flutt er til landsins. Ef gert er ráð fyrir, að 8o,coo smálestir seljist á ári hverju, verða þá tekjur landssjóðs af kolasölunni 160,000 kr. á ári eða 320,000 kr. á fjárhagstíma- bilinu. Gert er ráð fyrir, að þeim innlendum mönnum, sem nú hafa kolaverslun að aðalatvinnuvegi, verði séð fyrir nægri atvinnu \ þótt kolaverslunin komist i annað horf.< Um aðrar tillögur nefndarinnar er lítt kunnugt enn þá, en til orða mun hafa komið, að taka líka upp eiakasölu á steinolíu til tekjuauka fyrir landssjóð. En ef til viil verður gerð tilraun með eina vörutegund til byrjunar. Vonandi verða tiliögur nefndi arinnar birtar almenningi sem íyrst, til þess að hægt sé að ræða þær sem ýtarlegast fyrir þing, og þyrftu þær að koma svo snemma, að hægt væri fyrir þjóðina að átta sig á þeim áður en sumarhugurinn hefir fengið öll yfirráð Hvers er sökin? Blaðið >Ingólfur< skýrði frá því, þegar ráðherrann kom úr utanför sinni eftir síðasta þing, að hann (o: ráðh.) hefði farið þess á leit við forsætisráðherra Dana, að sambandslagafrumvarp- ið frá alþ. 1909 yrði lagt fyrir ríkisþingið. Nú hefir forsætisráðherrann tilkynt ráðherra íslanda, að hann hafi átt tal um þetta við forvig- ismenn danskra stjórnmálaflokka og séu þeir allir móti því, að það geti'komið fyrir ríkisþingið. Auðvitað mun enginn hafa búist við öðru svari. >Þjóðviljinn< frá 1 s. febrúar telur þessi úrslit afleiðingu síðustu kosninga. En auðvitað er það að eins tilraun til þess að slá ryki í augu almenniags. tins og kunnugt er sigldi Björn Jónsson, sem þá var ný- bakaður ráðherra, og í eldmóði kosningasigursins, með frumv. strax eftir að það var samþykt, og fékk ekki dönsku ráðherrana til þess að leggja það fyrir rík- isþingið. Lofaði hann þá að fá einhvern þingmann til þess, en af því varð ekkert heldnr. Það var því ekki að vænta þess, að danskir stjórnmálamenn færu að leggja frumvarpið fyrir ríkisþingið nú eftir meira en tvö ár, úr því þeir synjuðu fyrir það þá. Skúli ætti að stinga hendinni í sinn eigin barm, efhonumfinst nú sambandsmálið í óefni komið. Á því á hann mesta sök. Stappið um bankagjaldkerann. Talsveit uppþot hefir verið í Reykjavík út af ráðstöfun stjórn- arráðsins viðvíkjandi kæru banka. stjóranna yfir gjaldkera bankans. Um fyrri kæruna, nefndarskipun> ina og úrslit hennar hefir áður verið getið hér í blaðinu. En þegar henni var lokið kom fram ný kæra frá bankastjórum yfir timabilið frá 1. júlí 1^09 til ágú«tloka 1911. Út af þessari síðari kæru skipaði stjórnarráðið þá Halldór Daníelsson yfirdómara og E. Scho bankastjóra til að athuga málið. Út at þessari ráðstöfun var gert uppþot nokkurt og boðað til tveggja funda hvað eftir annað og var málið þar rætt af hita miklum og yfirlýs- ing samþykkt til að andmæla gerðum ráðherra og skipun þessara manna. Alt fy>ir það tóku þeir Hall- dór og Scho «1 starfa og luku þeim fljótlega, en að öðru leyti er málið óútkljáð enn. verður að líkindum dómstólamál. Bankagjaldkerinn hefir legið sjúkur um hríð og eftir læknis' vottorði var honum veitt tveggja mánaða hvíld frá starfinu og hefir hann fengið annan mann skipaðan til þess að gegna því á meðan uppá sina ábyrgð. f Síra Eyjölfur Kolb. Eyjölfsson á Stað í Miðfirði andaðist ný- lega eftir rúml. mánaðarlegu. Hann var fædduf á Melgraseyri við ísafjarðardjúp 20 tebrúar i366, sonur síra Eyjólfs Jónssonar sem síðar var prestur að Árnesi í Strandasýslu. Eyjólfur Kolbeina var vígður 28. septembei 1890 til Staðar-. bakka í Miðfirði og hefir verið þar prestur síðan. Þegar síra Þorv Bjarnason á Melstað andaðist voru prestaköllin sam- einuð og fluttist þá síra Eyjólfur frá staðarbakka að Melstað og byggði þar nýtt steinhús í fyrra. Um 1891 giftist síra Eyjólfur Þóreyju Bjarnadóttur frá Reyk- hólum og eiga þau 10 börn á lífi þar af eru 3 komin yfir fermingu, Síra Eyjólfur Kolbeins var vinsæll klerkur meðal sóknari barna sinna og velmetinn í hvn vetna og er því að honum mikill mannskaði. 9. tW. Eiga íslend’ngar að fiytja til Ka^ada. Þsgar ég fyrir skömmvi sá þær fréttir í >Heimskringlu<, að margir heirna á Fróni hefðu vesturfarar-hug og mundu fjöb menna hingað á næsta sumri, fór eg að brjóta heilann um það, hvort þeir mundu gera rétt með því eða ekki, og komst eg að þeirri niðurstöðu, að það gæti /erið allmikið efamál, og eg reyndi að gera mér grein fyrir hvorutvegga, — því sem mælir með og hinu jem mælir á mó«i. Og án þess að gefa nokkurn fulinaðardóm um þau atriði, ætla eg nú að setja fram, eftir minni eigin skoðun og þeirri þekkingu, sem eg hefi aflað mér um mál. efnið, álit mitt um þessi atriði. Til þess nú að gera þetta, verð eg að iita á báðar hliðar, inntekta og útgjaldadálkinn; að gera áætlun um það sem á íslandi á sér stað er óþarft fyrir mig; þeir heima þar ættu að minsta kosti í Öllum smáatriðum að vita það langt um betur en eg. Það er því aðallega hérna megin hafsins er ég vil sérstaklega taka til íhugunar. Vesturförum vil eg skifta í tvo aðalflokka: fjölskyldumenn og einhleypinga, karla og konur; og svo aftur hinum síðarnefndu í ,tvo aðalflokka: ráðsetta menn og ráðleysingja. — Og vil eg nú lítillega láta í ijós skoðun mina á framtíðahorfum fólks þessa. Tek eg þá fyrst fjölskyldu. manninn; eg vil taka til íhug- unar meðal fjölskyldu, þar sem maðurinn þarf að framfleyta konu og 5 börnum, og sjá svo hversu girnilegt verður fyrir hann, þegar hingað kemur. Heima hefir hann að sjálfsögðu haft dálíúl efni, þar sem vestup farar verða flestir að selja fyrir háltvirði og fyrir neðan það; enda munu það vera tiltölulega fáír sem hafa mikla peninga, þegar hingað kemur. Með hverju eiga nú þessir menn ad byrja hér? Auðvitað með vinnu sinni, því land taka táir fyrsta árið, sem engin efni hafa, sem eru flestir; enda ekki glæsiiegt, fyrir allslausan fjöl- skyldumann, að fara út í óbyggð' ir, þegar komið er fram á mitt sumar. Skal eg því gæta að, hvernig muni nú ganga íyrir

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.