Vestri


Vestri - 20.04.1912, Blaðsíða 1

Vestri - 20.04.1912, Blaðsíða 1
t Ritstjóri: Kr. H. Jónsaon, XI. árfi. ÍSAFJÖRÐUR, :o.APRÍL 1912. 15. tbl. Næsta þing. Það er nú sagt að næsta þing komi ekki saman fyrri en í miðjum júlí. En til skams tíma var búist við að það byrjaði 1. jú'.í. — Dráttur þessi stafar af því að konungur vor dvelur suður í löndum nú í vor fram í maílok, og siglir því ráðherrann ekki fyrri en seint í maí. En þótt svo sé að enn sé all langt til þingbyrjunar er þó ekki óiíklegt, að þingmenn og aðr'ir þjóðmálamenn fari nú fram úr þessw að leiða hugannað ýmsum þingmálum seni fyrir liggja. Sennilegt er að þingmáhtfundir verði haldnir einhvern tíma nú í vor áður en mestu sumarannir byrja, 0« þurfa því kjósendur að fara að hugsa fyrir hverj sr óskir þeir haía fram að bera til næsta þings. Eins og kunnugt er liggja fyrir næsta þingi ýms stórmál, ný og gömul. Eitt af þeim málum er skatta- tnálið, í(m neífldin hefir nú verið að um'iibúa siðan á síðasta þingi. Er vonandi að frumvörp hennar og tillógur verdi nú birt sem fyrst, svo menn hafi tíma til að átta sig á því fyrir þingmála- fundina. Þá er stjórnarskrárfrumvarp það er samþykt var á síðasta þingi og gegnir furðu hve litlar umræður hafa um það orðið. — ^¦Q vísu mun það satt, að fáir ^Unu ánægðir með það, og varð það til °okkurskonar neyðarúrræði Samkomulags á síðasta þingi. En annaðhvort er nú að gera að saetta Sig Við það, þrátt fyrir þá anntuarka'sem á þvíeiu.eða láta sok þa ( salti Uggja þar tU grundvollur nyrrar stjórnarbreyt ingar, sambandslög, geta orðið því samferða. Það má að vísu telja víst að sambandsmálið verði ekki tekið fyrir á þann hátt, að það verði samþykt á næsta þingi, því það mál verður þjóðin að fá að leggja sórstakan úrskurð á áður. Hitt er líklegt að næsta þing athugi hvort nokkur kostur er á sam- komulagi innbyrðis í því máli, því fyrst er fyrir íslendinga að verða þar á eitt sáttir áður en þeir fara á ný að leita samkomu- lags við Dani um málið. Meðan Ve»" erum smndraðir og ósamþykk- lr • því máli eru öll sundlokuð, Og aettu því allir góðir íslending- ar að reyna aó samþýða svo skoðanir s'nar, að hægt væri að taka málið upp á þeim grund velli, sem einhver von er um að hægt sé að leiða það til lykta á. En það er sérstaklega eitt atriði, s<;m þingmálafundirnir verða að gangast fyrir með áskorununum og eftirdæmi, og það er að koma á betri samvinnu og samkomulagi miili leiðtoga hiana andslæöu flokka í Iandinu. Últúð sú og ósamlyndi, sem hefir ollað oss svo þungra búsifja bæði síðar og fyr, verður að réna, ef vér eigum að hafa nokkra von uai að þjóð vor nái langþráðu sjálfstæði í stjórnarfari, fram- förum og framkvæmdum. Ósam- lyndisvágestinn verðum vér að kveða nidur, ef eitthvað á að vinnast. Varla berast svo stjórnmál í tal milli einstakra m?.nna, að ekki beri j.ifnframt á góma, hve mikil rann þjóð voni sé að sundurlyndi og flokkadrætti hinna áhugasöm- ustu og afskiftasömustu stjórn- málaleiðtoga í landinu, og þeir sem sjálfir eru eða hafa verið í eldinum finna ekki síður sviðann en aðrir. En eitt er að sjá og annað að ráða bót á, og.þaðer því ekki nóg að sjá hættu þá og skaða sem af þessu hefir hlotibt, heldur verða alliraðgera sitt til þess að ráða bót á því framvegis. Því veikari, fámennari og fá- tækari sem þjóðin er, því nauð- synlegra er henni að sem flestir séu samtaka og að sem allra minst af kröftum hennar gangi til þess að strita hver gegn öðrum. Eins og hver sáir mun hann uppskera, og þingið verður ávalt ímynd og eftirmynd þeirra, er kjósa til þess. Ef þeir hafa það eitt í huga, að vinna með frið og eindrægni cg sleppa öllum erjum og eldri brösum og sýna það á þingmálafundunum, mun þingið sigla í sama kjölfar. Þjóð vor er að vísu að mörgu leyti á æskuskeiði, og er því ekki kyn þótt bernskubrekin verði mörg og mikil, en hún ætti þó að fara að komast á það þroska stig, að láta ekki úlfúðina glepja það starfið sem mest á ríður. Safnaðir stöndum vér, sundr- aðir fölluna vérl Það settu allir að hafa hugfast. Bergenhus er komið með ósköpin öil af nýjum vörum, þar á meðal flauel, bómullartau í íuorgnnkjólít, eftlrspurð mjðg, blússu- taa, stakkatau, nærfatnaö, spcrthúfur og m. fl. Gjörið syo vel að líta inn strax. íverslun Joh. Þorstelnssonar. Fjær og: nær. Mótorbátur fórstí Vestmanna- eyjuir. með 6 mönnum aðfaranótt sunnudagsins 14. þ. m. Formaður bátsjnshétBergsteinn Bergsteins- son. Sk'psstrand. í norðanveðrinu 14. þ. m. strandaði fiskiskipið >Rúna« frá Bíldudal á svonetnd- um Arnarnesboða í Dýrafirði, er liggur 40— 50 faðma frá landi.— Mennirnir (10) fóru í skipsbátinn, og liittu fyrir sér vélarbátinn >Huldu< héðan úr bænum, er lá þar nokkru innar. Var þeim þar tekið eftir bestu föngum og voru þeir þar um nóttina. Morguninn eftir fór >Hulda< þangað er skipið lá, og bjargaði þá föggum háseta og matfóngum að miklu leyti og fór með strandmennína til Þing- eyrar. — Skipið sökk skömmu síðar. Skipið var eign h/fP.J.Thor- steinsson & Co. á Bílduáal. Vélarbátur brctnar. Aðfaranótt sunnudagsinshrepti vélarbáturinn >Sigurfari< úr Hnífsdai allmikið óveður og braut sjó á hann á leiðinni í land, svo oltuna, sem var á þilfari, tók út. Leitaði báturinn því vestur með seglunum, en myrkur var og moldviðri svo ekki sást til leiðar. Náðu skipverjar loks landi í Krossavík utanvert við Skaga í Dýrafirði, en brutu bátinn í lend ingunni, því stórgrýti var fyrir og brim. Tókst skipverjum þó að bjarga vélinni og farvið öllum og veiðarfærum, en báturinn brotnaði í spón. Eigandi bátsins er Valdemar Þorvarðsson kaupmaður, og var Valdemar sonur hans formaður. Báturinn var óvátrygður. Suæfellsncss- ojí' Hnappadals- sýsla kefir verið veitt Páli Vída- líni Bjarnasyni sýslum. í Skaga- fjarðarsýslu. Húsbrunar. Hús Lárusar Maríssonar bónda á Borg í Skótufirði brann til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags- ins 16. þ. m. Fólk bjargaðist út með naumindum, en allir inn> anhússmunir brunnu. Húsið var vátrygt fyrir 35000 kr., en ian- anhúsmunir óvátrygðir. Verslunarhús í Keflavík við Faxaflóa brann nýlega. Húsið var eign S. Bergmanns, en Vilhj. Chr. Hákonarson rak þar verslun. — Bæði húsið og vörurnar var vátrygt. í landsdóm voru kosnir tveir menn á síðasta bæjarstjórnarfundi og voru kosnir: Sigurðúr Jónsson kennari og Ólafur F. Davíðsson versl.stj. í Reykjavík fór nýlega fram kosning 6 manna í landsdóm; kosnir voru: Sighvatur Bjarnason, Sigurður Briem, Þorleifur H. Bjarnason, Jón Gunnarsson, Guðm. Magnússon prófessor, Þorleitur Jónssoo. íslcndingur í Grænlandsfitr Kochs. Vigtús Sigurðsson póstur á Á'ftanesi kvað vera ráðinn í ransóknarför Kochs höfuðsm. á Graenlandi. Þeir kvað ætla að hafa eitthvað af íslenskum hest- um til fararinnar. Hrukknun. Maður datt útbyrðis af vélar- bát i Ságandafirði ná í vikunni, og drukknaði. Hann hét Þor- valdur Jónsson (Jónssonar húsm. hér), ungur efnismaður. Til Norvegs fóru nú með >Fióru< Iugóltur Jónsson form. og Ólafur Jónsson (trá Garðs- stöðum til þess að kenna Norð- mönnum að verka Labr?dorfisk Eru þeir ráðnir ai fiskikaupmanni einum I Haugasundi og verða 3—6 mánuði.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.