Vestri


Vestri - 08.06.1912, Blaðsíða 1

Vestri - 08.06.1912, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kr. H Jónsson, XI. ápg. ÍSAFJÖRÐUR, 8. JÚNÍ 1912. 22. tbl. Þingtnalafundui. Laugardagiuis 2'.). þ, m. verð- ur haldinn þingmálafundur fyrir Vestur-ísafjarðarsýslu í þinghúsi Þingeyrarhrepps á Pingeyri. Fundurinn hefsf, kl. 2 e. hád. Haukadal, 1. iúní 1912. Matthías Ólafsson. Fiskimarkaðurinn í Genúa 1911. Maiblaðið af >Ægir< flytur útdrátt af skýrslu um fiskimark- aðinn í Genúa 1911, eftir Arweds- son konsúl, sem hefir ýmsan fróðleik að geyma fyrir útgerðar- uienn og fiskikaupmenn, — og skulu hér tekin upp nokkur at- riði. í júlí og ágúst komu 6 gufu* skip til Genúa með fisk frá ís- landi og seldist hann vel, — en sökum hita, sem voru þá mjög miklir, var nokkur hluti af fisk- inum skemdur, einkum þeim skipum sem hötðu komið á marg- ar hafnir í Portúgal. Mest kvað að skemdum á >style<.* Fiskikaupmönnuuum er því nijög illa við að skipin bíði á spánskri höfn eftir því að stór fiskur seljist, ef þau flytja >style<, sem þolir miklu ver geymslu. Arið 1911 hefir verkun á >style<fiski mjög farið í vöxt á íslandi, en lítið sent út af öðrum smáfiski, en hann er einmitt mjög útgengileg vara á Norður-ítalíu, smm héruð kaupa eÍDgöngu- vel þurkaðan íslenskan smáfisk, el hann er fáanlegur. Það er því almenn skoðun í Genáa að mis ráðið sé að hætta mestmegnis að verka smáfisk eins og áður var gert á íslandi. Það er gert ráð fyrir að í ár ætli menn að verka enn þá meira af >style<, en það væri mjög óviturlegt, því berist mikið að af Lave og Labrader og verð á fiski verði í meðallagi er full vissa fyrir að það hnekkir verði á >style<, Vegna kvartana yfir verkun á fiski frá Labrador, hafa yfirvöldin þar í hyggju að lögbjóða mats menn á fiski sem fluttur er út. Verði það gert og Labrador betur verkaður en verið hefir, naun hann brátt tekinn fram yfir >style<, því þegar Labradorfisk urinn er vel verkaðurtaka menn * VVardsfiskur sem hér er ksllaður. hann fram yfir »sty1e<. Hver orsökin er er ekki gott að segja, ef hún er ekki sá að á Labrs' dorströndinni er eingöngu notað Cadixsalt. Á sínum tíma varð og gagnger breyting, ekki betrun, á íslandi, þegar menn hættu að nota Liverpoolsalt. Það vakti mikla eftirtekt á þessari kauptíð, að mat á sér ekki stað um >style<, eins og öðrum fiski sem fluttur er út fra íslandi. Menn skilja það ekki, og álíta það rangt, — það hefir líka oft borið við. að í þeim fisksendingum hefir verið fiskur sem hefði verið tekinn úr ef hann hefði verið metinn. Þar á meðal hefir ekki einungis verið soðinn fiskur, heldur fiskur sem hefir dottið í sundur án þess það stafaði af flutningnum og ger- samlega óþurkaður fiskur, sem spillir út frá sér. Svona óhurk- aðan fisk má senda á kaldari árstíð, en alls ekki á sumrin. — Það er hættulegt að koma með slíkan fisk og það ættu allir að varast, því það verður að selja hann og jeta þegar í stað. Hann heldur sér ekki og missir mjög mikinn þunga. Að ílytja hingað svona fisk á heitum árstíma er fjarri öllu lagi. Það myndi hljóta hér einróma lof, ef matslögunum væri breytt svo þau næðu yfir allan fisk, eins og ni«nn urðu hér alment mjög ánægðir er það fréttist, að í ráði væri að lögbjóða mat á öilum fiski er fluttur er út frá Færeyjum. Hingað hefir einnig komið fiskur þurkaður við vélhita, en svo má segja að sú tilraun hafi gersamlega misheppnast. Áyfir- borðin var þessi fiskur sæmilega þur og leit vel út, en innan er hann alveg hrár, hélt sér þess vegua illa og varð eftir stuttan tíma rauður og skemdur. Vegna þess að kvartað hefir verið yfir, að hingað hafi oft komið ekki lítið af skemdumog heilsuspillandi fiski, sem seldur hefir verið fátækum fyrir tiltölu- lega lágt verð, eru yfirvöldin hér að semja reglugerð um opin- bera skeðun á öllum fiskförmum, fisksendingum og öðrum neyslu- vörum og alt það sem talið er að skaða megi heilbrigði manna skal þegar ónýtt. Þetta er hvöt til að láta hið lögboðna fiskimat ná «innig til >style< og láta skipin koma beint einkum um sumarmánuðina. Frá kauptíðarbyrjun og til ársloka 1911 koniu hingað 21 gufusk. fermd af fiski frá íslandi og Færeyjum (og auk þess 3 skip í jan. og i. febr.) þessi 21 gufusk. fluttu: Smáfisk fyrir kr. 1,247,504 ísu — — 568,702 Style — — 2,351,165 Samt. kr. 4,167,371 Óafsakanlegt hirðuleysi. Tillögur fjármálanefndarinnar eru nú einmitt það mál, sem mjög vekur eftirtekt almennings og sjálfsagt verða víðast allmikið umræðuefni á þing málafundunum. Nefndin hefir setið langan tíma að starfi og samið rækilegt nefndarálit og tillögur sem prent- aðar hafa verið fyrir landsfé. En þegar svo loks prentuninni er lokið er bókin ekki send út. — Ekkert eintak komið af henni hingað vestur enn. Til hvers er verið að verja ærnu fé af landssjóði til að prenta skýrsluna, ef almenningi er svo meinað að ná í hana, nema m«ð sérstökum ráðstöfun- um eða pöntun beint úr Reykja- vík. Ekki svo vel að bókin sé send til útsölu í hókaverslun helstu bæja landsins. Það er valt fyrir almenning út um landið að verða að byggja dóm sinu á hrafli því, sem blöðin flytja um málið, og mátti þá eins spara sér að gefa skýrsluna, ef hún er að eins ætluð fyrir Rvík, og lesa heldur-uppfyrir almenn ing þar handrit af henni. Annars er það einkenni á flestu þvi sem gefið er út á kostnað landssjóðs, t. d. alþingistíðindum, stjórnartíðindum o. fl. að það er hvergi haft á boðstólum, og er sá trassaskapur orsök þess að miklu færri ná í það til lesturs en ella væri. En þegar um slíkt nýmæli er að tefla og hér ræðir u n, er það ófyrirgefanlegt hirðuleysi að gefa ekki almenningi kost á að kynna sér málið á eigin hönd áður en heimtað er að hann leggi dóm á það. -lón .N. Jóhaiiiiessen prestur á Sandfelli í Öræfum hefir verið kosinn prestur að Staðastað. Skógræktardagar. Ungmennafélögin í Reykjavík tóku upp þá nýung í fyrra, að gangast fyrir skógi æktardegi á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, og er ætlun þeirra að helga einn dag á vori hverju því starfi og nefna skógræktardag. I fyrra var unnið að trjárækt í landi ungmennafél. við skiðabrautina í Eskihlíð, en í vor var unnið á Vífilsstöðum og voru gróðursettar þar um 2600 plöníur, af furu, rauðgreni, birki, reynir, lævirkja- tré og gulvíðir. Um 60 manns unnu að því yfir daginn. Siður þessi er tekinn upp eftir Ameríkumönnum, sem nú eru farnir að vinna af mesta kappi að skógrækt síðan skógarnir minkuðu og hafa víða kemið á slíkum degi, og hreyfingin hefir breiðst út frá þeim til annara þjóða. Væri þetta tíðkað alment hér á landi mætti verða að því hið mesta gagn, því auk þess sera margar hendur gætu unuið 1 dag árlega, yrði hluttaka almennings í slíku starfi til þess að vekja áhuga hans fyrir málinu og veita nokkra þekkingu til þeirrar vinnu, sem aftur myndi leiða til þess að ýmsir yrðu til að verja einhverju af tómstundum sínum til gróður- setningar fyrir sjálfa sig, — til heimilisprýði kring um bústaði sína. Ungmennafélög landsins ættu því að beita sér fyrir þessu máli sem víðast. Slys. Jósep Guðmundsson húsm. á Akureyri, var nýlega að vinna í lest á gufusk. >Saga< þar á höfninni, féll ofan á hann kola- tunna, svo hann beinbrotnaði og meiddist mikið og lést skömmu síðar. Skipið greiddi ekkju hans 600 kr. Manualát. Ólafur Jóhannesson cand. phil., sonur Jóh. sál. Ólafs- sonar sýslum. á Sauðárkrók, andaðist á Akureyri nýlega. — Hnnn var 25 ára gamall. Frú Ragnheiður Möller, kona Friðriks Möllers póstafgreiðslum. á Akureyri er nýlega látin, 69 ára gömul. Jóhauii Briem (fra Hruna) hliut kosningu að Melstað. L

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.