Vestri


Vestri - 08.06.1912, Blaðsíða 2

Vestri - 08.06.1912, Blaðsíða 2
35 V E S T R I 22. tbi Danskur leikend’flokkur. Leikstjórí F. Boesen, sem getið hefir veriö um áður að von væri á tii Ísaíjarðar, kom hingað með Austra 5. þ. m. við 9. mann og ætlar að leika hér 4 hverju kveldi þar til Botnia kemur. Boesen er æfður danskur leikari og h< fir leikið á Casino og' fleiri Hafnarleikhdsum og verið leikstjóri í 9 ár. Á þeim tíma hefir hann ferðast um Sví- þjóð og Noreg með leikflokk sinn og til Reykjavíkur kom hann í íyrra sumar og gat sér góðan orðstír. Leikendur þeir sem með Boesen eru, eru þessir: Frú Anna Boesen hcfir verið leikkona á Dagmarleikhúsinu í Km.höfn og leikið í leikflokk manns síns síðan hann varð leikstjóri. Carl Johau Lundqvist hefir gefið sig við leiklistinni síðan á unga aldri, byrjaði að leika á konungíega leikhúsinu und:r handleiðslu hins træga danska leikara Olaf Poulsen, og hefir oftast verið við það leikhús síðan. EUen Harré Lundqmst hefir leikið bæði við konunglega leik- húsið og Casinó. Ilelga Huld byrjuði að ganga á dansskóla konungl. leikhússins 7 ára og hefir lengi fengist við ieikment. Jörgen Jensen heiir lengi leikið á Casino. Mary Wimmer Knutzen hefir verið leikari í Aalborg, Noregi og víðar. HenrikBrynjehetir lengi veríð í leikflokk Boesens. Ma:len Söderberg hefir aðal- lega umsjón með öllum útbúnaði leiksviðsins, en leikur þó einnig. Leikflokkur þessi byrjaði með því að sýna ’»Et Dukkehjemt eftir Ibsen, 6. þ. m. Aðalhlut verkið, Norn, leikur frú Boesen at mestu list. Þótti henni takast snildarlega velað sýna hina hálu aðstöðu Loru og hin gagn gerðu áhrif sem atburðir leiksins hafa á hana. Fritz Boesen iék Helmar, en Lundqvist iék doktor Rank, og var leikur þeirra eink .r góðurog tilkomumikilí. H. Huíd lék frú Lind, en ekki þótti oss hún samþýðast jafnvel hlutverk’ sínu og leikendur þeir sem áður eru nefndir. Jörgen Jeusen lék Krogstad. '— Það sem einkum einkendi leik þeunan fram yfir það sem maður á að venjast hér, var hin mikla fe,sta og samræm’ persónanua gegn um leikinn, en slfkt skapast at æfingunni. — Útbúnaður leiksviðsins var hinr viðteldnasti og smekklegasti og ólíkt bstri en m <ður á hér ae venjast, en það heíir ávaltmikil áhrif á leikin. . í gærkveldi léku þeir hinn fræga og alkunna danska gam- i anleik »Jeppe paa Bjærget«, eftir Holberg. Aðaihlutverkið, Jeppa, lék Cajl Lucdqvist svo unun var á að horfa og yfir höfuð tókst leikurinn ágatlega og búningur og allur útbúnaður á leiksvíðinu var hinn fegursti og besti. í kvöld verður leikið >Förste Violin*, eftir Gustav Wied og Jens Petersen, og annað kvöld verður að síðu tu leikinn hinn skrautlegi og tilkomamikli leikur, Elverhöj, eftir J. L. Heiberg. Allir leikirnir eru í röð betri sjónlaika sem sýndir eru í stærri ieikhúsum á Norðurlöndum, allur útbúnoður vel vandaður og hlut verkiu vel af hendi l°yst. Hér er því bæjarbúum bcðin hin besta skemtun, og þótt verð< ið sé nokkuð hátt móts við venju hér, er þess að gæta, að íerðai lagið verður flokknum nokkuð dýrt, einkum þeg ir farangur er svo mikill eins og hérervandað til alls útbúnaðar. Bæjarbúa*- ættu því ekki að setja sig úr færi um að horfa á leikina, því þar fá þeir kost á regluiega æfðri leikment. Leikendeflokkurinn fer héðan með Botníu til Reykjavíkur, og leikur því í síðasta sinni annað kvöld. Símfregnir. Þíngeyrarlæknishérað er veitt Gunnl. Þorsteinssyni, sem þar hefir verið set.tur. Keykjavíkurlækuishérað veitt Jóni Hjaltalín, settum læknir þar. il nemendur hafa tekið heim- spekispróf í Reýkjavik. Þingmálaf'undur var haldinn i Vestmannaeyjum nýlega, samþ. svípaðar tillögur og í Reykjavík. Vestu 'íslendingar allmargir komu upp til Reykjavíkur með Botníu og æt.ln að ferðast hér um land í sumar. Með skipinu var 1 Vestur-íslendingur, sem ætlar að setjast að á Ísaíit ði, er væntanl. hingað nteð Bot.niu, en ekki vissi sögumaður Vestra nafn hans. Mislingai'. 2. kyndari á Botníu var veikur af mislingum þegar skipið kom til Reykjavíkur, — en ekki hefir veikin breiðst ut. Þingmenn Kríteyingatekuir liOiidum. Kríteyingar kusu i vetur þingmenn til að mæta á þingi Grikkja, og tóku þeir sér far með grísku eimskipi í vor til að sækja þingið. En enskt beitiskip Minerva stöðvaði skipið á leiðinni, tók þmg. mennina fasta og bannaði þeim förina. Þorbjörn Tómasson skósmiður hefir nýlega mist barn á 1. ári. Deila «m botnvi'rpnveiðar. Við strendur Ameríku hafa botn< vötpuveiðar verið iítið stundaðar til skamms tima, en erunúóðum að færast í vöxt. Hafa út af því risið deilur allmiklar í Kanada og vilja sumir algerlega barma botn vörpuveiðar utan landhelg: og inn- an, en aðrir vilja leyfa þær jafnt í landbelgi sem utan hennar. Þeir sem moti þeim mæla telja þær eyðileggjandi fyrir framtíð fisk- veiðanna og að eins stopulan stundarhagnað, sent muni hefna sín margfaldlega þegar sl.undirliði fratn. Hafa þeir stofnað öfiugan félagsskap til þess að vinna gegrt veiðunum, — Ekki er hægt að sjá fyrir enn hvernig þeirii deilu tnuni lykta. Kttdíumitámar í Marokko. Frakkar hafa fundið jarðlög t Merokko, sem bægt er að vinna úr meira radium en námununt í Austurríki. Líta margir öfundat augum ti' Frakka ,yrir ítök þeirra f Marokko, einkum Spánverjar, sem látast ekki vilja gefa þeim landið ettir. Eftiimæli. Helga sái. Árjinndailóttir var fœdd á Kirkjttbóli í Langadal dag marsmán- aðar 1833, Amundi faðir hennar var sonur síra Halldórs1) á Melstað Amunda sonar smiðs á Baugstöðum Jónssonar Gunnlaugssonar. Pyrri konasíraHall- dórs og móðir Amunda var Helga Grímsdóttir. Móðir Helgu sál. var Guðbjörg dóttir síra ,Tóns Oddssonar Hjaltalíns, er síðast var prestur á Breiðabólsstað á Skógarströnd, ogfyrri konu hans-Guðrúnar Jónsdóttur prests Borgssonar. Var GuðbjörgH’þannig alsystir Odds Hjaltalíns læknis í Bjarn- arhöfn, en hálfsystir Jóns Hjaltalíns landlæknis. Ólst Guðbjörg upp hjá föðursystur sinni, Guðrúnu konu Olafs Thorlaciusar kaupmanns á Bíldudal og ísafirði. Fyrri maðnr Guðbjargar var Jón Jónsson, er var við verslun 0. Thorlaciusar á Bíldudal og eftir lát hans (1816) varð forstjóri verslunar hans á ísafirði. Sonur þeirra var Hermanníus Elías Johnson, er lengi var sýslumaður í BaEgárvallasýsln. Með því að Guðbjörg móðir Helgu sál. var mjög bJuð á geðsmunum, var Helga þegar eptir fæðinguna tekin til fósturs af merkishjónunum Ásgeiri Ásgeirssyni og Maríu Pálsdóttur og ólst upp hjá þeim til 4 ára aldurs, fyrst á Rauðamýri og síðan á Arngerð- areyri. Fór hún þá aftur til foreldra sinna að Kirkjubóli og dvaldist hiá þeim, uns hún i. oktober 18n5 gekk að eiga Magnús stúdent Gíslason prests á Hítarnesi Guðmundssonar Vigfús- sonar. Magnús GíBlason var þá settur 8ýslumaður í ísafi'arðarsýslu og bjó á Hallstöðum á Langadalsitrönd, en brúð- *) Síra Halldór á Melstað áttí systur þá, er Guðrún hét; hún var gift Guð- mundi B;örn'ssyni í Langholti í Hrepp um. þeirra börn voru meðal annara: 1 Amundi áSandlækfaðir Ólafs Amunda- sonar í Reykjavík og Guðrúnar Amunda- dóttur, móður Irú Guðríðar Arnadóttur B:am á ísafirði. 2 . Þórey, fyrri kona Ingimundar Arnoddssonar á Kotlaugum í Ytrihreppi, þeirra son Guðmundur á Bergsstöðum í Biskupstungum, faðir þorsteins klæðskera á Isafirði. kaup þeirra hjóna var haldið á ísa firði. Á Hallstöðum dvöldust þau hjón 2 ár og fluttust þá (18ö,V) að Álptártungu á Mýrum og bjuggu þar 7 ár eða til vorsins 1864. A þeim árum var Magn- ús settur sýsiumaður 1 ár í Mýrasýslu og 4 ár í Dalasýslu, og dvaldi þau flögur árin, sem eðlilegast var, vestur í Dölum, eu Helga sál. stóð fyrir búi þeirra í Álptártungu. Vorlð .864 re'stu þau bú á Hrsfnabjörgum í Hörð- dal og þar andaðist Magnús 5. jú ií 1867. Eluttist þá Helg* þaðan að ári liðnu (vorið 1868) að Moldbrekku í Koibeinsstaðahreppi og var þar 1 ár, þaðau að Grenjum í Aljjtaneshreppi og dvaldist þar eitt ár. Paðan fiuttist hún vestur að Eyri í Seyðisfirði til Guðmundar heitins Bárðarsonar, og var ráðskona hjá honum í 2 ár, meá því að kona Guðu undar, Sigríður Guð- mundsdóttir, var þá mjög farin að heilsu Erá Eyri fór Helga sál. til for- eldra sinna á Kiikjabóii í Langi.dal til aðstoðar þeirn i elli þeirra. Ann. Ji faðir hennar anduðist sumarið iö81,en Guðbjörg móðir hennar var þá daiu fyrir nokkrum árum. Dvaldíst Helga síðan á Kirkjubóli, uns hún árið r889 tiuttist alfarin á ísafjörð og var hún þar til dánardægur8 16. Mai þ, á. Bau hjón Magnú: Gísluson og Helga eignuðuBt 4 syni. Leir voru þessir.: 1. Asgeir Helgi, fæddur í Aiptártungu 31. oktober ilö8, bar nafn fyrnefnds Asgeirs Asgeirssonar á Arngerðareyri og móður sinnar. Hann ólst upp hjá móður sinnl til fermingaraldurs, en síðan hjá þeim hjóuum Jóni Jóns- syni (frá Ge’taicyjum) snikkara á Isa- firði og Guðrúnu Asgeirsdóttur. Hann var um nokkur ár verelunarmaður við Hæsta kaupstaðarverslunina á Isafirði, 9n silgdi svo til útlanda. Hefir okkert til hans spurst lengi og mun hann nú látinn. 2. I’orbjörn, fæddur í Alptáitungu 28. desember 1869. Hann var á 8. ári tekinn til fósturs af frænda sínum síra Guðmundi1) Vigfússyni á Melstað og var hjá honum uns síra Guðniund- ur andaöist baubtíð .8)0. Eór Þor- björn þá árið eftir til aíabróður síns síra Daníels sá). Halldórssonar á Hrafna- gili *g fluttist mec hoEtitr að Hólm- um í Reyðarlirði. Hann andaðist, nýútskrifaður af Möðruvallaskólanum, 1. oktober 1887 í Saurbæ í Eyjsfirði hjá frænda sínum síra Jakob2) BjÖrns- syni. 3. Magnús Húnbogi, fæddur í Alptár- tungu 23. septeuiber 186t, fór á 6. ári til Hermanniusar sýslumanns móður- bróðui' síbs, og andaðist hjá honum á Velli í Hvolhreppi 6. júlí 1888. 4. Rögnvaldur, fæddur á Hrafnabjörg- um 24. oktober 1866, nam húfræði á Olafsdalsskólanum, og andaðist hjá móður sinni á Kirkjubóli í Langadal 10. nóvember i88tí. Helga sál. var kona vel gefin; hún var góðum og farsælum gáfttrn gædd og vel að sér til munns og handa. Hún var guðhrædd og vönduð í orðum og verkum, hispurslaus og tállaus, hreinlyi d og djörf, þrekmikil og kjarkgóð, enda þurfti húh um setina á þreki og kjarki að halda, því að svo sem fyr er sagt, misti hún ástríkan eieinmann eftir tæpa 12 ára sambúð og stóð þá ein uppi mað sonum sínum í fjórum, öllum í ómegð. Síðar misti I hún á einu ári 3 uppkomna sonu, alla efnismenn, er mundu hafa orðið henni til ánægju og aðstoðar í elli hennar, ef þeim hefði orðið lengra lífs auðið. t) Síra Gísli í Hítarnesi, faðir Bíagn- úsar, og Vigfús á Signýjarstöðum, faðir síra Guðmundar, voru bræður. 2) Síra Jakob og Þorbjörn voru . þresien»ingar, því að Ragnheiður, móðir 8Íra Jakóbs, var dóttir síra Eggerts Guðmundssonar í Reykholti, bróður síra Gísla Guðmundssonar í Hítarnesi.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.