Vestri


Vestri - 08.07.1912, Blaðsíða 1

Vestri - 08.07.1912, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Kr. H. Jónssor, XI. áv&. ÍSAFJÖRÐUR, 8. JÚLÍ 1912. f6. tbl. Stjórnarskrármálið Og Sambandsnálið, Eins og gotið var urn í sím> skeyti í síðasta blaði, ætlar stjórnin ekki að leggja stjórnin ekki að leggja stjórnarskrárfrumi varp síðasta þings fyrir þingið í sumar. Auðvitað geta einstakir þingmenn tekið frumvarpið upp, en litlar munu horfur á að það verði samþykt cbreytt eða aí> greitt á næsta þingi. Orsökin til þess að stjórnin vill fresta stjórnarskrármálinu er auðvitað sú, að nú eru nokkrar horfur á að sambandsmálið komist á þann rekspöl, að vænta megi að meginþorri íslendinga komi sér saman um máiið í því formi sem væuta má að hinn málsaðillinn fáist til samninga um. Rætist þær horfur að sam- bandsmálið uái fram að ganga á næstu árum, væri það aðeins að tjaida tii einnar nætur, að fara að samþykkja stjórnarskrár> breytingu áður en það mál er til lykta leitt, því auðvitað hlýtur það að hafa í för með sér ýmsar breytingar á stjórnar~ skránni. Og enda þótt sumar breytiug- arnar á stjórnarskránni, sem sanv þyktar voru á síðasta þingi, séu bæði nauösynlegar og sjáiísagði ar, er engin þeirra þess eðlis að hún ekki þoli eins eða tveggja ára bið. Sutuar breytingarnar eru líka svo athugaverð ný> mæli, svo sem almenn atkvæða* greiðsla um aígreidd mál frá ai- þingi, ijölguu ráóherra o. fi., að ekki myndi spilla þótt þær væru axhugaðar betur ef ske kynm fið hotfið yrði frá þeim aitur. Að því er sambandsmáliðsnert* ir hafH menn nú iengið uægan tíma tii aó hugsa það og and~ mælendum þess gefist kostur á að líta betur til vegar á þeim slóðum er þeir vildu halda og ratmin hefir orðið sú að þeir sem lengst hafa litið, aðstöðu sinnar vegna hala haft mest ,með málið að gera, hafa kotnist að raun um, að aðrir vegir eru ekki færir. Þess vegna sjá þeir þann kost vænstan, að halda stef nuisam bandslag anefndarinnar, með nokkrum breytiugum eftir samkomulagi, heldur en að bíða við lokuð sund, sem engar likur eru til að opnist. C o n f e c t, mjög gómsætt, með ofurlítln af víai í; afbragð í alíar skemtiferðir fæst í Edinbory. Auðvitað halda sumir áfram að berja höfðinu við steininn og telja enn sem fyrri ekkert nýti- legt í sambandslagafrumvarpinu og reyna að spiila öllu samkomu> tagi með því að hrópa og æpa að síðari vilian sé argari hinni fyrri. Annars má segja að baráttan gegn sambandsiögunum hafi verið háð á líkan hátt og skáldið segir um lastarann: „Lastaramim ei líkar neitt, lætur hann ganga róginn. Finni hann laufblað fölnað eitt hann fyrirlítur skðginn“. H Ú£ m æðr ask óli nn. í sambandi við auglýsing hér í blaðinu, um stofnun húsmæðra- skóla, æt’a ég að fara nökkrum orðum um tilgang hans og starfsvið. Tilgangur hans er að kenna ungum stúlkum að veita heimili forstöðu, gera þær að góðum húsmæðri’m. Skólinn veitir því eigi aðeias fræðslu í einstökum greinum, t. d. matartilbúningi eða saumum, heidur kennir allt það nauðsynlegasta sem húsi móðir á gódu heimili þarf að kunua. Aðal kenslugreinar verða: Matartilbúningur og matrsiðsla (með skýringum á efnasam- setuing hans og tilsögn í að halda reikning.) Þvottur. Ræstun. Sauraar. Hjúkrunarfræði. Það sést því að áhersla verð- ur lögð á verklega kfenslu. Um matartilbúninginn skal tekið fram að tilætíunin er eigi aðeins að kenna að bua til hátíðamat heldur aðallega góðan daglegan mat á sem ódýrastan hátt, eins og skólinn yfir höiuð fyrst og fremst mun haía íyrir augum að keuna stúikununum það sem þær hafa gagn af í lífinu. Einnig verður lögð stund á að kenna stúlkunum þrifnað og hreinlæti í hvívetna, kurteisa hegðun og siðprýði svo skóla- heimilið geti orðið sem ánægju- legast og viðfeldnast. Námskeiðið er ætlast til að verði 4 mánuðir en auðvitað geta þær stúlkur sem óska orðið lengur. Til að veita skólanum forstöðu er ráðin frJken Fjóla Stefáns, sem er kennari við samskonar skóia í Danmörku, en í einstölfr um greinum munu tímakenaar- ar aðstoða hana. Tii þessarar skólastofnunar hefir alþingi, sýslunefndin í Norður-ísatjarðarsýslu, bæjarstj. á ísafirði og kvenfélagið >Ósk«, sem á upptökin að henni, veitt fé; leyfi ég mér að færa þeim bestu þakkir mínar fyrir að hafa svo drengilega stutt að því að bæta úr þeirri brýnu þörf, sem áreiðanlega er fyrir slfka kenslu hér á Vesttjörðum. 0. Er það synd ? Norskt biað fiutti nýlega grein um sunnudagaróðra og segir þar meðal annars: >Það er mjög ótrúlegt að það sé synd fyrir iátækan fiskimann að eiga net sín í sjó eda stunda veiði á sunnudaga, og það er óeðlilegt að amast við slíku me ðan gufuskip, járnbrautarlestir, póstar, símar, siglingar og margt fleira er starírækt jafnt helga daga sem aðra. Bændurnir gleðjast af því að engi og akrar spretta jafnt helga sem rúmhelga daga og fiskimenn se m fyllast heilagri vandlætingu yfir þeim sem vinna að afla- föngum á sunnudögum eru þá oít önnum kafnir að þurka net sín og önnur veiðarfæri. — Það er þó að nota sunnudaginn til veraidiegs hagnaðar og er það ekki álíka stór synd að vinna á landi sem sjó? Er það mögulegt að sjómönni unum, sem svo oft ekki geta unnið að atvinnu sinni lyrir óveðri, eða á unnan hátt hindr- ast frá henni tímum saman, án þess að fá 'aðgert (af aflaleysi o. s. lrv.), geti reiknast það til syndar þótt þeir noti tímann um helgarnar þegar vej, viðrar og hagstæðara er en ella. Þeir hafa svo marga hvíldarstundina og kemur því betur að hafa dagaskiiti við drottinu sinn. Fjárhagsmálið. Öiium kemur sa.nan um, að brýn nauðsyn knýi tii þess áð ná meiri tekjum inn í landssjóð. En menn geta alls ekki orðið á það snttir hverjir eigi að borga ? Aíiir kannast við orð veitinga- konuanar, sem sagði að 'neimsk- ingjarnir borguða alt það fé er hún sóaði og eyudi. Sama lagið höfum vér og haxt að láta heimsk- ingjaua borga hæðsta skatta í iandssjóðinn. — En nú hafa þeir, sem telja sig vitrari meðal þjóð- arinnar haft vit fyrir heitnsk- ingjunum og bannað þeim að borga. En þótt það sé heimskulegt að boiga skatta í landssjóðinn af þeim varningi, sem annaðhvort er óþarfur eða skaðlegur eða jafnvel hvorttveggja, þá er hitt litlu betra að geta ekki komið sér saman um annan tekjustofn til þess að fylla upp í skarðið. En það er auðvitað eðlilegt, að allir hinir hygnari menn vilji heldur en ekki sleppa við að taka upp á sig byrðar heimsk- ingjauna. — Þeir sem eru svo óheimskir að sjá að einhver toil- iagatiilaga muni koma þyngst á þá sjálía hafa auðvitað vit á að berjast gegn henniog fella hana. Sannleikurinn er sá að vér Isiendingar höfum þar ekki um auðugan garð aö gresja. Landið er stórt og fáment og útgjöldin hljóta því að koma trdsvert þyngra niður «. ítir fólkstjölda og efnum en hjá mörguui öðrum þjóðum. Vér höfum líka lagt mest kapp á það að tolla að eins fáeinar vörur, til þess að spara umstang og kostnað. En iunflutningur og vöt umagn er svo lítið, að það muuar ekki stóxt um lítilfjör- legan toll á hverju eiuu út af fyrir sig, en dragi sig saman ef tollstoínarnir væru margir. í fjárlögum síðasta þings er kafti og sykurtollur áætlaður 760 þús. kr. yfir fjárhagstímabilið, en samkvæmt verslunarskýrslum fyrir árið 1909 var flutt inn af þessari vöru tyrir 1,164,417 kr. Sama ár var flutt inn vefnaðar- vara og fatnaður tyrir 143,405,05 \

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.