Vestri


Vestri - 13.07.1912, Blaðsíða 1

Vestri - 13.07.1912, Blaðsíða 1
Ritstjórií Kr. H. Jónssor, XI. ár$í» ÍSAFJÖRÐUR, 13. JÚLÍ 1912. 27, íM. Fjárliagsmálið. (FramL) Slíkur tollur kæmi líka að jafnaði þyngst niður á þá, sem helst hafa ráð á að borga, hafa mikið fé ineð höndum. Auðvitað er það skattur sem að mestu kemur á eyðslueyrir manna. En það er nú tíska hér á iandi að eyða því meira, sem meira er aflað, og á því ekki iila við að eitthvað renni til landssjóðs af þeirri sóun. Þannig lagaður toliur hlyti líka "hð verða. til þess að styðja innlendaa iðnað, þótt hann væri ekki svo hár að hann gæti heitið verndartollur. Mikið af innkaups verði á þessari vöru liggur auð vitað í vinnunni. En í mörgum tilfellum myndi mönnum hollara að nota innlendan iðnað; þótt hann verði oft dýrari í bráðina er hann oftast traustari og end- ingarbetri. Það er athugavert hve rnjög vér íslendingar sækjumst ef'tir útlendum iðnaði, og hættir rr.jög við að líta ekki við því sem innlent er. Nú eru klæðaverksmiðjur settar á stofn hér á landi, en ekki munu kaupmenn keppa að því að hafa varning þeirra á boðstólum og almenuingur mun fremur hneigjast að útlendum tauvarningi en þeim innlenda. - Sama má segja um skófatnað, húsgögn o. fl., að innlendi iðn- aðurinn á þar erfitttil samkepni, því flestir miða við verðið en hirða Jítt um endinguna. Auk þess er flutt inu ærið mikið af allskonar hégóma, leik- föngum fyrir börn og fullorðna, sem skaðlaust væri aðborg aður væri af álitlegur tollur. Sennilega myndi og toilur á slíkri vöru hafa þær afleiðingar, að minna yrði flutt inn af lélegri eða allsendis óuýtri vöru, því lágur t»Uur hefir minni áhrif á verð vandaðrar vöru, sem dýrari er í sjálfu sér. En nú segja menn. Það er gott og blessað að tolla þessa vöru. En hvernig á að hafa eftirlit með því að sá tollur verði borgaður Við höfum ekki ráð á að kosta tollgæslu. En ef við höfum ekki ráð á tollgæslu er í raun og veru ekki tiltök fyrir oss að hugsa að ná neinum tekjum með tollum. Ætli landið hafi ekki beinlúris ska^ast á eftirlitsleysi með inrflutnicgiá þeirri vöru sem þegar er toliuð. Að minsta kosti mun alment álitið, að talsverð toilsvik hafi jafnan átt sér stað. Það er að vísu gott að horfa í aiian aukinn kostnað og útgjöld fyrir landssjóð, en þó má verja fé til ýmisleg's sem getur marg- borgað sig. Það eru að eins um 50 hafnir á landinu sem miililandaskipin koma á, og a margar þeirra J koma þau einu sinni eða tvisvar eða að mins'ta kosti örsjaldan. Á þeim höfnum sem skip koma svo sjaldan myndi nægjai.legt að hafa að eins tvo eftirlitsmann, sem fengju kaup fyrir þann tíma sem þeir þurfa að starfa. Engin hætta á því að ekki sé hægt að fá áreiðanlega menn upp á slík býti. ,Það væri að eins á höfuðhöfn- unum, þar sem siglingar eru tíð- astar, sem þyrfti að hafa fasta menn einn eða tvo þar sem mest væri. Alt af hægt að láta skip. aða menn aðstoða þegar eitthvað væri að gera. Það er því ólíklegt að kostnaður við fulltrygga tollgæslu / íæru fram úr 40 þns. kr. á ári. Sama upphæð og nú er borgað til póststjórnar.póstafgreiðsiumanna og bréfhirðingarmanna á landinu. Það væri ekki stórvægileg upphæð. Auk þes3 væri sjálfsagt að láta tollgæslumennina hafa á hendi innheimtu tolla og skatta inn- heimtu og eftirlit tyrir iandssjóð, en fyrir það er nú borgað all- mikið fé tii sýslumanna. Við það mætti aftur fækka sýslumönnum og láta þá ekki hafa önnur störí en dómarastörf. Það á alt af illa við að dómarar séu við mörg störf riðnir. En fyrirkomuiagið hjá oss hefir oftast til þessa verið miðað við það sem var, fremur en það sem er, alt af settar nýjar bætur á gamla fatið, þótt vér séum löngu upp úr því vaxnir. En breytingarnar og vöxturinn hefir verið svo ört, að ilt 'er að láta gaaila stakkinn ná yfir það alt, þótt við hann sé aukið. MoiorM með 4ja hesta Alphavél, dekk- bygður, í góðu standi og með miklura og góðum útvegi er til 8«la með góðu verði og að- gejigilegum foorganarskilinál- ttin. Aliar nánari upplýsingar gefur ritstj. Vestra. Lengri íífdagar. Nafnfrægur iæknir í París, Metschnikow að nafni, sem er fbrmaður Pasteurstofnunarinnar, hefir haldið fram þeirri skoðun í nokkur undanfarin ár, að orsök þess hve ellin sæki menn snemma heim séu sóttkveikjur í ristlinum, og telur víst að menn gætu lifað 200 ár, ef hægt væri að kema í veg fyrir sóttkveikjur þessar. Hann ségir að ellin stafi af þremur sjúkdómum: lifrarkölkun, lifæðakölkun eða 'nýrnabólga, en þessir sjúkdómar stafa attur á móti af eituretnunum indol pg phenol. Þessum eituretnum má eyða með sykurríkri næringu, svo sem banönum, döðlum o. fl., en þau vankvæði eru á að sykur- efnið leysist upp í etri hluta þarmsins og kemst því aldrei niður í ristilinn og þar geta^pessi eiturefni þróast óáreitt. Nú hefir honum með tilraunum sínum á dýrum tektst að koma sykur- eínum niður í ristilinn og eyða eituretnunum, og vonar hann að árangurinn muni brátt sýna sig í langiífi þessara tilraunadýra. Tíðaríar hefir verið fremur stormasömt undanfarið og óþurk- ar ærið miklir. Taða því hrakist töluvert hjá þeim sem byrjaðir eru á heyskap. >íirræðir< heitir félag eitt, sem nýstofnað er hér í bænum tiiáð reka héðan botnvörpuveiðar. — Hlutum hefir verið safnað hér í bænum og nágrenninu, og eru fengnar um 60 þús. kr. Hver hiutur er 1000 kr. og má hluta- féð vera ait að 100 þús. krónur, Félagið ætlar sér að byrja með einu botnvörpuskipi á næsta vetri. í stjórn félagsins eru: Einar Jónsson aigreiðvslum., Árni Jóns- son verslunarstjóri og Sigarjón Jónsson skólastj. Það er vel farið að menn hafa orðið til að mynda slík samtök. sem geta orðið bænum niikils virði, ef sæmilega gengur. Hvers er kraíisí af aukaþlDginu? Eftir því sem fregnir hafa bor- ist lítur út tyrir að þingmálafundir til undirbúnings aukaþingsins hafi víðast verið fremur daufir og fásóttir. í raun og veru er það ekkert óeðliiegt, flestir þeirra hafa verið haldnir seint í vor og sumar, en á þeim tíma hafa flestir ærnum önnum að gegna og í öðru lagi hafa æsingHÖldur þær, sem untí- anfarið hafa gengið yfir landið, fremur lægt eftir kosningarnar síðustu. En hvernig hafa svo fundir þeir, sem haidnir hafa verið, lagt þinginu lífsreglurnar. Margir þeirra haía aðhylst þá stefnu, sem nú hefir verið í ráði síðan í vetur, að fitja þegar 4 ný upp á sambandsmálinu á næsta alþingi ettir samkomulagi beggja flokka eða brotum úr þeim báðum. Þeir fundir, sem iagt hata slikt íyrir þingið hafa sannarlega ætl- •að því ærinn starfa ®g skal þeim ekki láð þótt þeir hafi mælst til að önnur mái, svo sem stjórnar- skrármálið væri látið bíða, þar til séð yrði hvernig sambands- málið skipaðist. All-einkennileg var saroþykt fundarins í Hatnarfirði, sem vill taka sambandsmálið til undir- búnings á næsta þingi.en afgreiða samt stjórnarskrárfrumv. síðasta þings. Hafnfirðingar vilja ekki átelja þingið tyrir að gera stjórn- arskrárbreytingar, þótt ætla megi að fijótlega verði við þeim | hróflað. Þá er enn einkennilegri íund- arsamþyktin trá Seyðisfirði. Þeir vilja ekki láta þingið hreyfa við sambandsmálinu, ekki afgreiða stjórnarskrármálið og yfir hötuð hata þeir ekki mælst til að það gerði ipeitt anuað en nema úr lögum aðflutningsbanniögin, sem gengu í gildi við síðasta nýár. Það er því syud a'ð segja að þeir ætlist til að þingið verði upp byggjandi. Að því er þingmálaíundinn hér á ísafirði snertir er hann og all- kynlegur. Tillagan um að íresta stjórnarskrárfrumvarpinu, et iíkur verði til að rekspölur komist á sambandsmálið, íeld, en samþ. tillpga um að hreyfa ekki við sambandsmálinu. En jaíntramt er teld tillaga um að samþykkja stjórnarskrárfrumv. síð'sta þings óbreyit, ef engar hortur séu til

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.