Vestri


Vestri - 23.07.1912, Qupperneq 1

Vestri - 23.07.1912, Qupperneq 1
XI. ápg. Strandgæslan. HeDni hefir jafnan ve;rið mjög ábótavant sttandgæslurmi hér við land, enda er þar stórt svæði að verja og yfirgangsáleitni útlendra fiskimanna ærið frek. Það er ekki von að eitt varð- skip megni þar roikið. Undanfarin þing haf s ei is og kunnugt er veitt um 1500 kr. til útgjakla við eft'rlit úr landi með J fiskveiðum útlendinga, en eins og f við er að búast hefir jafn litið | fé ekki komið að miklu haldi. Alt í kringum landið er hinn mesti ágangur á landhelgissvæðið og óteijandi dæmi eru til þess að botnvörpuskipin hafa eyðilagt aflavon landsmanna með því að sópa botninn ian á fjörðum og víkum. En óvíða mun þó kveða jafnmikið að ólöglegri veiði ir.u á landhelgissvæðinu eins og fyrir norðurlandinu um síldveiðatímann Varðskipið danska sést þar sjaldan á þeim tíma — það held- ur sig jafnan aðallega við Suð- urlandið — einasta eftirlitið hefir verið eftirlit lögreglustjóranna og hafa sumir þeirra, — t. d. Björn Líndal, þegar hann var settur lögreglustjóri — sýnt þar hinn mesta dugnað og náð góðum árangri. Aðferð þeirra hefir verið sú að leigja skip og skjótast út til eftirlits og hafa slíkar ferðir oftast borið nokkurn árangur, þótt auðvitað sé að reglulega hentug skip eru ekki á takteinum. Nú er sagt að útgerðarmaður einn norðaulands hafi gert stjórn arráðinu tilboð um að halda úti skipi í sumar um síldveiðitímann, eingöngu til eftirlits, á sinn kostn- að, gegn því að fá tiltekinn hlut þeirra sekta er eftirlitið aflaði * landssjóði. Stjórnarráðið kvað hafa skotið málinu til þingsins, og er senni- legt að það slái ekki hendinni á móti þessu boði. Síðastliðið ár hafa ýmsar þjóðir, t. d. Frakkar, Svíar, Norðmenn o. fi. efnt til samskota til að efla hertýgi sín, loftskip og bryndreka, og einstakir menn gefið til þess mikið fé. Hvað sýndist mönnum nú um að ísleudingar tæku rögg á sig og skytu fé saman til að kaupa þægiiegan strandgæslubát, og gefa svo landinu til að halda honum úti. Slík gjöf myndi fá sín laun að því er sjávarútveginn suertir. Ritstjóri: Xr. H. Jónsson, ÍSAFJÖRÐUR, 23. JÚLÍ 1912. 2&i íííla Það er ekki einungis skaði, heldur skömm og skapraun að láta útlenda fiskimenn vaða hér inn fyrir landhelg issviðið og láta greipar sópa óátalið að öllu. Oss dugar ekkilengur að kveina og kvarta undan ofríkinu. Vér verðum að bera hönd fyrir höfuð oss. Það er þjóðarnauðsyn. Argur er sá sem engu verst. Slysfarir. Lískískip Ydntnr. Fiskiskipið »Silden<, eign Á. Ásgeirssonar verzlunar hér | á ísafirði hefir vantað siðan í byrjun þ m. og er talið að það muni hafa farist með allri áhöfn. Silden var hér síðast inni um mánaðamót, mun hafa farið út 2. þ. m. og ætlaði þá því nær tafarlaust til Dýrafjarðar, með einn hásetann, Guðm. Guðmunds- son á Hrauni, er ætlaði heim til heyanna. Síðan hefir ekki til skipsins spurst annað en það, að kvöldið 3. þ. m. sá annað fiskiskip það hér út af Djúpinu, var þá stormur allmikill og sjór. Sást að Silden sigldi með tvírifuðum seglum. Á skipinu voru 8 menn og voru þeir þessir: Kristján Jóhannesson skipstj., bóndi á Sveinseyri í Dýrafirði, 33 ára, kva ntur og átti 3 eða 4 börn. Guðm. Matthiasson, stýrimaður, Skálará; hann var nýkvæntur, 27 ára. ÞórarinnH. Matlhíasson bróðir hans, ókvæntur, 20 ára. Skarphéðinn Géslsson, ungl- ingspiltur 15 ára, sonur Gests Jónssonar bónda á Skálará og bróðir ekkju Guðm. Matthíass. Jóhann Maijnnsson, Arnarnúpi, ókvæntur, 19 ára. > Guðmundur Guðmundsson bóndi á Hrauni í Keldudal í Dýrafirði, 41 árs, kvæntur og átfi víst 8 börn. Jón Friðriksson frá Suðureyri, 41 árs, ókvæntur. Jón G. Guðmundsson, Arnar- núpi, 24 ára, ókvæntur. Þetta er fyrsta skipið sem far- ist hefir frá verslun Á. Ásgeirs- sonar, þannig að skipverjar hafi druknað, og er þó verslunin 60 ára gömui, og hefir lengi haít skipastói mikinn. Gjalddagi Vestra var 15. maímánaðap. Það er greiði mikill fyrir blaðið, að kaupeudur létú ekki borgun á því dragast lengi úr þessu. — Sérstaklega eru þeir sem skulda fyrir eldri árganga vinsatnl. beðnir að sýna einhver skil, sem allra fyrst. liátur f'erst mcð þrem mois n ■ um. Þriðjudaginn 16. þ. m- fórst bátur frá Stað í Aðalvík með þrem mönnum. Voru þeir með haldfæri út með Ritnum. Veður var hvast og sjór nokkur. Brá Skáiadal sást að bátnum var hvolft og einn rnaður kominn á kjöl. Voru menn þaðan að koma af sjó og brugðu þegar við en fundu ekki bátinn. Jafnframt hafði verið sent inn að Sæbóii og fór mótorbátur | þaðan að leita, en varð einkis vísari. Dag- inn eftir fundust brot úr bátnum rekin inn í Víkum. Á bátnum voru: Finnbogi Rúlur Magnússon, sonur síra Magnúsar R. Jónsson- ar á Stað. Þórarinn Þórarinsson stjúps sonur síra Magnúsar. Friðrik Kristjánsson vinnum. á Stað. Mennirnir voru allir unglings> piitar, 17—20 ára. B e r i u. „Lyngið á Lögbergi helga blánar af berjum hrert ár, börnum og hröfnum að leik.“ Þannig hefir það verið og er það enn á íslandi, að berin hafa verið meira til gamans en gagns. En hér er svo margt sem er lítt notað eða ónotað. Vér erum komnir svo skamt í þvi að nota okkur alt það sem landið gefur af sér eða hægt er að framleiða hér. í Englandi hefir á síðustu árum vetið göður markaður fyrir ber og iunflutningur þeirra heíir nú síðustu árin nurnið um 20 milj. kr. árlegá. Engin smáræðicupphæð, og mönnum mun þykja næsta ótrú- legt. að jafn mikiiii upphæð skuli vera varið til innkaupa á \slíkri vöru. ’ Aðalincflutningurinn er frá Þýskalandi, fiollanui, Noregi og Svíþjcð, en annars er það mjög víða, sem aú er'fatið að afla berja til útflutnings. Hér á landi höfum vér gnægð berja á mörgum stöðum, heið> arnar og hlíðarnar eru síðari hluta sumarsins með bláum og svörtum berjaflekkjum, og meg> inið af þeim lendir undir snjón< um. í tyrra seldust norsk bláber á Englandi fyrir um 40 aura potti urinn. Ekki er mér kunnugt um hvort þau eru betri eða lakari en okkar íslensku bláber. En ættum við von á því verði, gætu börnin allmjög aukið sumars tekjurnar á ýmsum sveitaheim- ilum hér, með því að afla berja. »Því áttu svo íátt, að þú notar ekki smátt«, er haft eftir áifkonunni. Því fleira og smærra sem þjóðirnar nottæra sér, því efnaðri eru þær vanalega. Líklegasta leiðin til þess að gera íslensk ber að verslunarvöru væri sennilega ef kaupfélögin vildu taka málið að sér, afla upplýsinga um markað, kynna Sér hvernig um þau þarf að búa o. s. frv. Það væri að minsta kosti vert að reyna það. Bestur kvað markaðurinn vera í Newcastle og Huil á Englandi. Það ætti ekki að vera miklum vankvæðum bundið að uá sam- böndum þar. Flest kaupfélög og kaupmenn hata þar jafnvel nokkur viðskifti. U. Asgnniuv Magnússon skólastj. er nýlega látinn í Reykjavík. Hann stofnaði þar barnaskóla fyrir nskltguro árum, og nú upp á síðkastið hafði hann þar ung* lingaskóla, og var skóli hans vinsæll og vel sóttur. »Rcykjavík< hefir skift um ritstjóra. Stefán Runólfsson hefir látið af ritstjórn en Björn Pals1 son cand. jur., sonur Píls Olafs sonar skálds, liefir tekið við blaðinu. \

x

Vestri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.