Vestri


Vestri - 27.07.1912, Page 1

Vestri - 27.07.1912, Page 1
Ritstjóri: Kr. H. Jónsson, XI. árg. ÍSAFJÖRÐUR, 27. JÚLÍ 1912. 29. tbl. Gjalddagi Vestra var 15. maímánaðar. Það er greiði mikill fyrir blaðið, að kaupendur létu ekki borgun á því dragast lengi úr þessu. — Sérstaklega eru þeir sem skulda fyrir eldri árganga vinsaml. beðnir nð sýna einhver skil, sem allra fyrst. Metnaðnr. |QOOOOOOOOOOO| iSkófatnaöurinn | ©mriraöi og eftirspurai ernú kominn.O í Komið strax, skolið oy kaupið | | þenna vandaða og dilýra varning. | § SKÓFATNAÐUR þessi er 1. FLOKKS - § S VANDAÐUR OG ENDINGARGÓÐUR - en g S VERÐIÐ ÞÓ ÓVANALEGA LÁGT. @ H E3 Viröingarfylst. w r Hí m 0. J. Stefánsson. h ©HmHHHaHSHSHHHSSHHíaHHH© Fátt mun það, sem svo mjög hefir stuðlað að tramförum í heiminum sem metnaðurinn. All1 flestar framfarir eru að einhverju leyti sprottnar af metnaði. Það er því víst, að metnaðurinn er öflugasta örvun til framfara hverri þjóð og hverjum einstaklii g. Þegar hver ritar það efst á stefnuskrá sína. að verða öðrum meiri, í hverju einu, sem hann starfar að, þar næst að gera sveitina sína fremfi öðrum sveiR um, og ioks að láta landið sitt skara fram úr öðrum löndum, þá er það víst að framfarirnar blómgast og afl þjóðarinnar vex eins og gróandi viður. Metnaður við vinnu eikur kapp og fjör, svo miklu meira verður afkastað en án hans. Fjörið og kappið eykur blöðrásina, svo miklu meira af þeim skaðlegu efnum sem vinnan myndar í líkama mannsins berst burtu með önd' uninui. Vinna at fjöri er því miklu hollari og veldur minni þreytu, en sama vinna með þunglyndi og deyfð. Meðal þeirra þjóða sem mest an metnaðinn hafa munu Bretar vera einna fyrstir í flokki. Metn- aður þeirra kemur ei aðeins fram í einu heldur öllu. Flestir munu kannast við hve mjög þeir keppust um að verða fremri öðrum þjóðum i öllu. Það, að nú er verið að smíða stærsta skip heimsins í Glasgow, til þess að Þjóðverjar ekki hafi þann heiður til lengdar, er örlítið sýnishorn af metnaði þeirra. Að sama skapi er samkepni niilli einstakra héraða í Bretlandi og svo ekki síst millum einstakl inga þjóðarinnar. í búnaðarmálum er metnaður' inn afarmikill sem í öðru. Bænd> ur líta eftir nágrönnum sínum °8 keppast við að vera á undan þeim et þess er nokkur kostur. Að vera fyrstur að sá, fyrstur að uppskera og fá mesta upp- skeru af hverri ekru er það sem flestir reyna að ná. Sama á sér stað hvað snertir búpen~ inginn: að hafa hann sem bestan og jtfnvel flastan á jafnstóru landi, er takmarkið. Þó þykir langt um meira varið t gæðin, Og að ná sem hæðstu markaðs- verði, heldur en höfðatöluna. I Húsfreyjurnar keppast hver j við aðra að láta hæriurnar verpa I sem mest, svínin vaxa og fitna I sem mest, hænuungatta taka sem mestum og fljótustum framförum o. þ. u. 1. — Metnaðinn sýna þær einnig í því að halda heim> ilinu hreinu og snyrtilegu. Sam> verkamenn keppast hver við annann að verða fyrstir með á> kveðið verk eða afkasta sem mestu á sem stystum tíma, og hafa verkið sem best útlítandi, Þessi sífelda samkepni myndar því eins og afarmikið kapphlaup í öllum greinum og öll viðskifti verða á fleygiterð. Ávextir metnaðarins eru auð> séðir á Bretlandi. Hann hefir gert þjóðina djarfa og hugprúða, ágæta verkamenn og stjórnendur í öllum greinum. Hann heflr hrundið þjóðinni til framfara og gert hana að voldugustu þjóð heimsins. Ft litið er á einstök atriði eins og t. d. kynbætur; þá er það víst að þessi heimsi frægu kyn þeirra hafa að miklu leyti orðið til at metnaði. A þann hátt, að uppalar hafa sóst svo mikið eftir þvi að ná í fyrstu vetðlaun á sjfningum, og að láta kyn sín skara fram úr, að þeir oft hafa peninglega skaðað sjáltu sig, en þjóðin í heild sinni h£fir þó grætt á því. Það er auðséð að Bretar finna hve happasæi áhrif metns aðurinn hefir á þjóðlíf þeirra, og þeir gera sitt ýtrasta til að efla hann með sýningum og mótum til samkepni, þar sem verðlaun eru veitt þeim, sem skara fram úr. Skólarnir stuðla líka mjög að því, að efla samkeppni og metnað meðal nemenda. Sýn. ingar og verðlaunamót Breta eru í flest öllu, sem samkeppni verð> ur við komið, og þó sumt virðs ist í fljótu bragði þýðingarlítið að verðlauna, og næstum vera hégómi einn, þá stefnir það þó alt að því, að efla metnað meði al þjóðarinnar. Vér íslendingar erum yfirleitt ekki metnaðarfullir. Metnaður forfeðranna hefir að mestu horfið á hörmungarárum þjóðarinnar. Hann hefir lagst í gröf með frægð, hreysti og íþróttum þeirra. Einkum er það víðvíkjandi bún> aðarmálum sem of lítið ber á metnaði. Það eru fi ir aem hugsa mikið um að skara fram úr í þeirri grein. Það eru fáir sem hugsa mikið um að láta jörðina sína taka meiri framförum en annara jarðir, láta pening sinn líta betur út og gefa meiri af- urðir en yfirleitt gerist, og láta heimili sitt vera það snyrtilegasta í sveitinni. Til þess að menn leggi hart á sig og keppist við að afkasta sera mestu, þarf að vera einhver hugsjón, eitthvert hátt mark,”sem knýr þá áfram og gerir vinnuna að unun. Það eitt, að hafanóg fyrir sig og sína, heimtar oft ekki afarmikið kapp, og sú hugsjón er aðeins óbeinlínis fyrir þá, sem vinna fyrir föstu kaupi, og hefir því óvíða nægileg áhrif. (Að svo er má greinilega sjá á sumum fiskiverkunarplássum þar sem er tímavinna. Einnig sú hugsjón að keppa í hvívetna að framförum mann- kynsins, getur ekki náð nægi- legri rótfestu hjá almenningi. Margir einstaklingar meðal þjóð ar vorrar hafa auðvitað ýmsar hugsjónir að berjast fyrir, en hjá almenningi eru þær eigi nógu knýjandi. Metnaðurinn mundi vera sú heppilegasta örvun sem kostur er á að innleiða í huga manna, því allir hafa dálítið at mentaði. Vér þurfum því að taka hönd- um saman til þess að efla hann meðal þjóðar vorrar. Beinasti vegurinn til þess er verðlaunamót í hverri sveit í sem flestum grein’ um. Ungmennafélögin eru þegar laglega byrjuð með íþróttamöt víðast hvar um land alt. Sum hafa einnig byrjað á handavinnu* samkeppni og það ættu þau öll að gera. En þetta er þó allt ot fátt. Þau þurfa að kata sami kepni i ræktun, söng o. fl. Eða í öliu sem þau starfa að. Sam> keppni í ræktun gæti verið á þann hátt að þeir meðlimir sem vildu gætu fengið 2—3 terfaðma blett í gróðrarreit félagsins, og sá fengi verðlaun sem hefði best útlítandi blett, þann dag er verðlaunin væru veitt. Búnaðarfélögin ættu að stofna til sýninga á hverju ári, hvert í sinni sveit, og auk þess sambönd þeirra aðalsýningu fyrir hvert samband. Á þessum sýningum ætti ekki aðeins að vera lifandi peningur, heldur einnig sem mest af afurðum landbúnaðarins og fleira sem framleitt væri í þeirri sveit. Þar ætti að vera smjör, bæði nýtt og gamalt, skyr, ostar, rófur, kartöflur, kál< meti, amboð o. fl. Einnig þyríti

x

Vestri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.