Vestri


Vestri - 21.08.1912, Qupperneq 1

Vestri - 21.08.1912, Qupperneq 1
VESTRI. Ritstjóri: Kr. H. Jónsson, XI. ápg. ÍSAFJÖRÐUR, 21. AGÚST 1912. 32. tbl. Gjalddagi V esrta var 15. maímánaðar. E>að er greiði mikill fyrir blaðið, að kaupendur létu ekki borgun á því dragast lengi úr þessu. — Sérstaklega eru þeir sem skulda fyrir eldri árganga vinsaml. beðnir að sýna einhver skil, sem allra fyrst. Bestu kartöflur sem nokkuru sinni hafa flust til bæj- arins fást nú 1 Edinborg. Samgöngumálin, Eitt at því sem legið hefir undir atkvæði yfirstandandi al- þingi eru samgöngumálin, þar sem Thoreíélagið hafði beðið um uppgjöf á samningnum umstrand- ferðirnar og millilandaferðirnar er það hafði samið um til io ára. En úrræði alþingis í því efni voru harðla lítil. Engin tök voru á öðru en gefa félaginu npp samningana, þar sem télagi inu ella la við gjaldþroti og en^in bót væri það í máli að þ 'ð hætti öllum ferðum. Ilias vegar líklega ekkert af þvi að hata upp í samningsrot þó þingið hefði viljað halda þeim til streitu. Málið að öðru leyti á engan hátt undirbúið, stjórnin hafði ekki leitað neinna tilboða og þvt engin tilboð íyrir hendi, enda hittist svo óheppilega á að flutningsþörf er nú mjög mikil, svo flest gufuskipaiélög hata nóg fyrir skip sín að gera og farmgjöld há. Nefndin í strandferðamálinu klofnaði. Meirihlutinn vildi heirm ila stjórninni að gera samninga um strandterðir og aðrar sami göngur, er Thorefélagið hefir hatdið uppi, en minnihlutinn gerði tillögu um að landið keypti strandferðabátana, Vestra og Austra af Thorefélaginu fyrir samtals alt að 340,000 kr. og vildi taka allt að 400,000 kr. lán til þess. Skyldi svo landssjóður halda strandferðunum uppi á sinn kostnað og láta afgreiðslu' mann í Reykjavik annast rekst' urinn fyrir landssins hönd. Eins og getið er um í sím' skeyti á öðrum stað í blaðinu hefir tillaga meirihluta nefndar- innar um að stjórninni sé heim. ilað að gera samning um strand ferðirnar, veita til þeirra 40,000 kr. á ári, verið, samþykt, en sam> kvæmt samuingnum við Thore eru nú veittar til þeirra 60,000 kr, svo takist stjórninni að láta það fé dug * sparast ^/g eða 20 þús. kr. á ári. Auðvitað hefir alþingi þótt það áhættuspil fyrir landið að ráðast í útjcerð strandbátanna, k upa þá og halda þeim uti, tíminn tii slíkra tilrauna afar óhentugur, fjárhagur landsins af' leitur og skip nú í mjög háu verði. Sú skoðun mun jafnve1. hafa rekið upp höíuðið á alþingi að vér getum vel veiið áu allra strandferða, hætt að leggja fé til þeirra og látið fara sem verk st vill með Sameöngurnar. Þau hGuð sem mesta flutnings- þörf hafa myndu vel geta staðið sig við slikt, en hættara er við að ýms atskektari héruð yrðu þá illa útundan og jafnvel ger> samlega samgöngulaus. Annað mál er það hvort ekki megi koma strandíerðunum og flóaferðunum í eina heild, hafa fleiri báta og smærri til strand. ferðanna, sem taki flóaferðirnar ög mætist á endastöðvum sínum. Eins og nú háttar ber það við að fjarðabátarnir og strandferðai bátarnir fylgjast að sömu leið og draga því hver frá öðrum. Ætti einmitt að n»ta sér að landið er nú laust við samninga og gera hagkvæmar breytingar á strandferðunum, því af þeim gæti leitt betri samgöngur og og þó um leið fjársparnaður fyrir landið. Hrafl frá alþingi. Nýncfiii. Guðl. Guðmundsson og Stefán Stefán Stefánsson Eyf. flytja frumvarp um nýnefni. 1. kaflinn hljóðar um ný nöfn á býlum, skal sækja um leyfi til að taka þau upp til stjórnar- ráðsins og greiðist 10 kr. fyrir leyfið, 2 ki ónur fyrir skrásetningu og þinglestrargjald. 2 kaflinn er um ný nöfn manna. Hver sem vill breyta skírnarnafni eða taka upp nýtt nafn skal senda umsókn til stjórnarráðsins, skal beiðninni fylgja skýrnar. vottorð og sé beiðandi f jölskyldu- faðir og fari hann þess á leit að nafntakan nái einnig til konu hans og barna, skal hann láta fylgja skýrnarvottorð allra þeirra er hann vill að nafnið nái til. Fyrir leyfisbréf til natntöku skal greiða 10 kr. í landssjóð. Fyrir hvert vottorð í kirkjubókum um skrásetning nýnefnis ber sóknar' presti 2 kr. Nýnefni sem tekin hafa verið upp síðastl. 10 ár ruega því aðeins haldast, að þeir er nöfnin hafa tekið upp, eða nú bera þau, sendi beiðni til stjórnarráðsins og fá þeir leyfiss bréf ókeypis. Um nýnefnt sem tekin hafa verið upp fyrir meira en io árum síðan lætur stjórnan ráðið safna skýrslum. Komi fyrir samnefni meðal nýnefna þeirra er upp hafa verið tekin áður en lögin öðlast gildi, heldur sá nafninu sem fyrri hefir tekið það upp. Skrá yfir nýnefni er upp hafa verið tekin eða leyfis- bréf gefið fyrir skal við árslok hver birt í lögbirtingablaðinu.— Brot gegn lögunum varða 100 kr. sektum. Sennilega er það tilgangur flutningsmanna að afla landinu tekna með afgjaldi af nýnefnum, því í kjördæmum þeirra er alsiða að menn felli skírnarnöfn sín með barnstönnunum. Líftrygging sióiuanua. Matth. Ólafsson flutti frv. um Jíftrygg- ingu fyrir sjómenn. Öllum sjó- mönnum sé gert að skyldu að tryggja líEsitt fyrir sjóslysi fýrir 1000 kr. Gömlu lögin falli þá úr gildi. Nefndin í líftryggingarmálinu hefir lagt til að öllum breyting- um um þetta mál sé frestað á þessu þingi og komið með þings- ályktunartillögu er skorar á landsstjórnina að leggja málið fyrir næsta þing. Fjárkláðiun. Nefndin í því máli hefir lagt fram fróðlega skýrslu um útbreiðslu fjárkláðans hér á landi á árunum 1906—1912 og benda þær á að hans hafi orðið vart í flestum sýslum, en þó víðast lítilsháttar. Þykir henni málið ekki svo undirbúið að vert sé á þessu þingi að samþykkja frumv. stjórnarinnar, en hefir aftur á móti komið með svohlj. þingsályktunartillögu: Alþingi ályktar að skora á landsstjórnina: 1. Að hún á næstkomandi hausti og vetri beiti ákvæðum lag- anna nr. 40, 8. nóv. 1901, og láti tvíböðun framfara, en ein- ungis þar sem kláði kemur upp og mikill kláðagrunur er. 2. Að hún leggi fyrir alla sýslu- menn landsins að láta fram fara vandlega kláðaskoðun á öllu sauðfé í landinu í næst- komandi aprílmánuði og heimta nákvæmar skýrslur um þessar skoðanir og um fjárkláða, sem fyrir kann að koma á næst- komandi hausti og vetri —. Skýrslur þessar ættu sýslumenn að senda stjórnarráðinu svo fljótt, að því vinnist tími til að ransaka þær og byggja á þeim rökstuddar tillögur um meðferð fjárkláðans, áður en alþingi kemur saman 1913. 3. Að hún leiti álits fjáreigenda í landinu um það, hvort þeir óski heimildarlaga fyrir sam- þyktum um árleg þrifaböð á sauðfé. Framfærsla þurfalínga. Matthías Ólafsson, Sigurður Sigurðsson og Halldór Steinsson flytja svofelda breytingu við 17. gr. í lögum nr. 44 10. nóv. 1905: >Ef þurfalingur fer eftir læknisi ráði á sjúkrahús, annað en holdsi veikrahæli, þá kostar framfærslu- sveit hans dvöl hans þar, lyf og læknishjálp, allt að 200 kr. á ári. Það sem framyfir er 200 kr. greiðist úr landssjóðk. Nokkrir þingm. í efrideild hafa komið með svipaða tillögu og vilja miða upphæðina viðisokr.

x

Vestri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.