Vestri


Vestri - 26.08.1912, Blaðsíða 1

Vestri - 26.08.1912, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kr. H. Jónsson, XI. árg. ÍSAFJÖRÐUR, 26. AGÚST i9!2. 33. tbi. Aukaþingið. Því er nú slitið í dag eins og getið er um í símfregnum í blað- inu. Sjálfsagt eru misjafnir dómar um afrek þess. Tíminn hefir verið stuttur og ýms þau mál er það hefir haft með höndum skorti undirbúning. Merkuatu tiðindi á þessu þingi mi óefað telja stjórnarskiftin. — Ekki svo að skilia að allar líkur vou til þess að ráðherraskitti yrðu á þinginu. Kristján Jónsson tók það aldrei að sér nema til bráðabirgða, og síðustu kosn- ingar fóru á þá leið að sjálfsagt var að heimastjórnarmaður tæki aftur við stjórninni, og þá var auðvitað engum líklegri á að skipa en H. Hafstein; hann var reyndur í því starfi og hafði rækt það af dugnaði og í fullu samræmi við stefnu þess flokks er studdi hann að völdum. Hitt er meira umvert að hann nú nýtur ekki einungis fylgis alls heimastjórnarflokksins og flestra flokksleysingja á þingi, heldur og einnig meginþorra sjáltstæðis- flokksins. Þegar H. Hafstein lét at völd- um var það tyrir þá sök að meiri hluti þingsins vildi halda aðra leið í sambandsmálinu, tók þvert fyrir alt samkomulag í því máli og samþyktivantrausisyfirlýsingu á ráðherra íyrir stört hans í því, En nú er hann einmitt kjörinn ráðherra og nýtur tylfcis flestra þingmanna at því, að þeir treysta henum allra manna best í því máli. Þetta hefir reynslan kent mönnum á þessum stutta tíma. Annað aðalmál þingsins hefir verið að bæta úr fjárhagsvand- ræðunum. Þar virðast skoðan- irnar hata verið fremur skiftar, en þó hefir lánast að koma sér saman um leið sem bætir úr bráðustu nauðsyn, og það er aðalatriðið. Hitt hefir minna að segja hvort sú leið reynist svo heppileg að þjóðinnilítist að halda hana tramvegis. En þá koma dagar og þá koma ráð, og mikils er um það vert að ráða bót á því að landið haldi áfram að satna skuldum til fastra árlegra útgjalda. Það mál sem þingið var aðal lega boðað til, stjórnarskrármálið, hefir aítur á móti verið látið hvíla sig. Þar sem þingið nær óskift vill taka aftur upp samningsum- leitanir um sambandsmálið hatði það lulla ástæðu til að fresta stjórnarskrármálinu, þar til séð yrði hvort horfur eru á að sam- bandsmálinu verði bráðlega ráðið til lykta. Að því er hin önnur frumvörp þingsins snertir. hata tæst þeirra neina stórvægile>ja þýðiogu. Það sem mest er um vert er það, að þetta þing hefir sameinað kraftana til að reyna að ná því takmarki, sem við hötum lengi kept að, en mistum svo hrapal- lega at við næstsiðustu kosning ar fyrir flokkadrætti og sundur- lyndi í landinu. Símfregnir. Ný áfengislög í Færeyjum. Ný áfengislög hafa verið sam- þykt fyrir Færeyjar og eru þau að eins endurbætt útgáfa af lög- unum frá 1903, sem heita má að hafi útrýmt allri áfengisnautn í Færeyjum. Aðalatriðið í þeim lögum var atkvæðagreiðslan um áfengis verslun og árangurinn varð sá að hún var bönnuð; örfá atkvæði yfirleitt með áfengissölunni. Síðan hefir áfengi ekki fengist í Færeyjum annarstaðar en í lyfjabúðinni Örfáir pöntuðu sér áfengi frá útlöndum. Effersöe þingmaður Færeyinga hefir átt tal um þetta atriði við danskan blaðamann, og segir að lögin frá 1903 hafi aðeinsverið tilraun, en þau hafi reynst mjög vel og unuið mikið gagn. Amtmaðurinn í eyjunum hefir safnað skýrslu frá öllum embætt- ismönnum og sveitarstjóruum í eyjunum, og öllum ber þeim saman um að áfengisnautn hafi þverrað mjög og að sjóskaði, sem svo oft átti sér stað áður, þvf sjómenn höfðu áfengi með sér á sjóinn, hafi ekki komið fyrir síðan vegna áfengisnautnar. Einnig hefir nautn víns og brennivíns minkað. Áður var drukkið um 4,2* lítrar á mann, en nú að eins i,*B lítri, minsta vín- nautn í Norðurálfunni. Auðvitað hefir við og við átt sér stað launsala, en þó svo lítið að þess hefir ekki gætt. Eftir- litið hefir verið lagt í hendur alþýðunnar og sjaldan verið sektað fyrir brot. Nýju lögin taka strangara á brotum og miða að því að koma í veg fyrir að launsala geti átt sér stað. Af nýmælum í lögunum má nefna bann gegn að panta áfengi 22. ágúst. Frumvarpi um einkasölu á steinolíu visað frá með rökstuddri dagskrá, og frumvarpið þar með úr sögunni á þessu þingi. Jón Ólafsr-on flytur frumvsrp um einkaheimild fyrir stjórnina að panta og útvega steinolíu fyrir kaupmenn og verslunaríélög. Stjórnarskráimálið var til umræðu i n. d. í gær. Samþykt rökstudd dagskrá: að með því ný sambandslög væru ef til vill væntanleg sýndist rétt að fresta stjórnarskrármálinu að siuni. Farmgjaldsfrumvarpið verður væntanlega afgreitt sem lóg frá alþingi í dag. Fyrirspurn Valtýs Guðmundssonar um viðskiftaráðunautinn lá fyrir í gær. Langar og heitar umræður, ræða Valtýs mjög ýtarleg. Loks var samþykt rökstudd cagskrá til stjórnarinnar að annast um að ráðunauturinn fylgdi erindisbréfinu og láta athuga vel ferðas kostniðarreikninga hans. 24, s. m. Lög afgreidd trá alþingi: Breytingar á lögum um rithöfundarétt. Um toll á síldarlýsi o. fl. Um ritsímai og talsímakerfi. Um vörutoll (farmgjald). Breytingar á lögum um Landsbankann, afgreiðslustofa erlendis og bankaútbú á Austurlandi (í stað Seyðisfirði). Um vatnsveitingar í löggiltum kaupstöðum. Breytingar á lögum um lendingarsjóði (2 kr. af hlut). Um bólusetningar. Um fast þingfararkaup alþingismanna og hækkun dagpeninga. Um yfirsetukvennaskóla í Reykjavík. Ávarp til konungs samþykkt fyrir luktum dyrum. Þingsályktunartillaga um að skora á ráðherra að leita sam- komulags við Dani í sambandsmálicu samþ. í sam. þingi með 31 atkv. gegn 4 (Sk., Bj., Bened. og Þorl.), nokkrir þinngmenn voru fjarverandi. Þingsályktunartilhaga um að skora á stjórnina að safna skýrsl- um og ransaka fyrir næsta þing hvort tiltækilegt sé að landsjóður taki að sér einkasölu á steinolíu, samþ. í n. d. Fundir verða haldnir í báðum deildum á mánudagsmorguninn og þingi verður slitið kl. 12. 26. s. m. Alþiugi slitið í dag kl. 12. Lög afgreidd frá Alþingi: Um eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirrp. — Um heimild fyrir stjórnina að selja íslensku verslunarlélagi eða íslendingi einkasölurétt á steinolíu. Þingmenn Húnvetninga, Skagfirðinga og Stetán í Fagraskógi tóru í dag með Rtykjavíkinni til Borgarness. Aðrir þingmenn norðan og austan at landi tara með Austra, en þingmenn at Vest- urlandi með Ceres. Ráðherra siglir væntanlega með Botníu 27. n. m. hjá umferðasölum, og ákvæði um eftirlit á þeim stöðum sem veittir eru á óáfengir drykkir. Við hátíðahöld og gestaboð hefir áfengis sjaldan verið neytt, það hefir aldrei verið siður í Færeyjum að geta ekkirent niður bita, nema skola hann niður með víni eða öli. t William Booth, yfirforingi Hjálpræðishersins andaðist 20. þ. m. Miðstjórn sambandsíiokksiiis skipa: Jón Magnússon, Jón Ólats- son, Þorsteinn Gíslason, Ágúst Flygenring, Sigurður Hjörleitsson Jens Páísson og Guðm. Björns- son. Hcimastjómarflokkurinu held- ur átram að vera til og hafa verið kosnir í miðstjórn hans: Jón Þorlákssonjón Magnússon, Egg- ert Cloessen, Jón Ólafsson, Ágúst Flygenring, Guðmundur Björns- son og Þorsteinn Gíslason.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.