Vestri


Vestri - 31.08.1912, Side 1

Vestri - 31.08.1912, Side 1
XI. ápg. ispir G. ispirssoD. Ásgeir Guðmundur Ásgeirsson — svo hét hann fullu nafni -— var fæddur á ísafirði 8. seftem ber 185'j. Foreldrar hans voru Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður og Sigríður Jensdóttir kaupm. Sandholts. Ásgeir kaupm., faðir Ásgeir heit. etasráðs, var fyrst lengi hákarlaskipstjóri og var oftast nefndur Ásgeir skipherra, og byrjaði versluu hér á ísafirði árið 1852 og reisti skömmu síðar verslunarbúð þá sem verslunin er rekin í enn þá. — Ásgeir kaupmaður var hygginn vjárafla- maður og heppinn í verslunar- efnum og varð brátt vel fjáður. Hann lést skyndilega í Km.höfn í seftembermán. 1877, tæplega sextugur að aldri, en ekkja hans frú Sigríður er enn á lífi, háöldr- uð. Börn þeirra auk Ásgeirs Ásgeirssonar voru: Lovísa, fyrri konaÁrna versíunarstj. Jónssonar (d. 1882), Guðrún, kona Jóns heit. kaupm.Magnússonar(d. 1911) María, kona J. M. Riis verslun arfulltrúa og Anika, dó ung. Ásgeir ólst upp hjá foreldrum sínum og var hér við verslun föður síns á sumrum, en á skrif- stofu hans ytra á vetrum, og verslunarfræði mun hann hafa numið í K.höfn á þeim árum. Um það bil er Ásgeir eldri lést mun verslunin hafa keypt verslunarhús þau í Neðstakaupst. er Sars kaupmaður átti. Um sama leyti tók Árni Jóns’ son cand. theol. við forstöðu verslunarinnar hér innan lands, en Ásgeir heit. etasráð hafði stjórnina á hendi ytra, og hefir það verið svo lengst um síðan. Tók verslunin brátt mikium fram- förum og hefir víst haldið áfram að þróast efnalega fram á þennan dag, þótt ýmsum hafi sýnst að ekki hafi alt af verið fylgst með tímanum í ýmsri ytri háttsemi. En fyrir ýmsum nýbreytingum gekst verslunin á fyrri árum. Einna fyrstur mun Ásgeir hata látið leggja sporbraut um versl unarlóðina tilfisksog vöruaksturs; hafskipabryggja, myndarlegri en þá tíðkaðist, var bygð hér í Neðstakaupstaðnum og þilskipa- útgerð var rekin í stórum stíl, eftir því sem þá gerðist. Gufu- Ritstjóri: Kr. H. Jónsson, ÍSAFJÖRÐUR, 31. A G Ú S T 1912. 34. tbl. Stór útsala C 0 aíslætti Til gB rjina fjrir nýj ni vörum sem von er á í hansí, fer frarn stór utsala nteð 15-33° á öllum vörum, frá í dag og fyrsi um sinn. Sérstaklega skal bent á: Hálslín, sjfil, næriatnað, allskonar, álnavðrn, tataefni, silki o. fl. Aldrei heflr fólki boðist betra tæki- færi til að bjrgja sig upp með gððum og hentugum vðrum fjrir gjafverð. Isafirði, 31. ágiist 1912. Guðríður Arnadóttír. bátinn lAsgeir litla< keypti Ás geir í kringum 1890 og hóf hann fyrst póstferðir hér utn Djúpið 1891. Síðar keypti hann stórt gufuskip, á stærð við millFerða skip Samein. félagsins, og nefndi það Á. Ásgeirsson og hefir það verið í förum fyrir verslunina síðan. Brauðgerðarhús hefir verslunin rekið hér lengi og íshús lét hún reisa með hinum fyrstu hér. Hvalveiðastöð reisti Á. Ásgeirsson á Uppsalaeyri hér við Seyðisfjörð, en flutti hana síðar austur á Eskitjörð og rekur þar hvalveiðar sfðan. Byggingar verslunarinnar eru eins og kunn- ugt er afarmiklar og lóðir sem þeim fylgja, eu ekki hefir þó verið aukið neitt við þetta síðustu | árin. I Útibú hefir verstunin nú á fimm I stöðum hér vestanlands: Flateyri, f Súgandafirði, Bolungarvík, Arn- gerðareyri og Hesteyri — auk aðalverslunarinnar hér. —- Auð- vitað er það ekki Ásgeiri Ás- geirssyni einum að þakka hve verslunin hefir eflst, en við nafn hans er það tengt eigi að síður. Almeun mál, hverju nafni sem voru, lét Ásgeir Ásgeirsson sig lítið eða engu skifta; hann var vakinu og sofinn í verslunarum- sýslu sinni, og hugsaði helst um það að því sleptu að skemta sér og njóta litsins — þó svo að hann mun hafa látið hið fyrra sitja í fyrirrúmi. Og sé það satt að tilgangur kaupmenskunnar sé sá að græða peninga — og það er náttúrlega markmiðið allstaðar — þá mun óhætt mega ljúka því lofsorði á Ásgeir Ásgeirsson, að í þvi efni hefir hann tekið flestum stéttarbræðrum sínum hérlendum fram. Eins og kunnugt er var salt- fiskur aðalútflutuingsvara versl unarinnarog mun Asgeir snemma hafa gert sér far um að útvega sem best sambönd erlendis og eins að vanda til fiskverkunar- innar hér heima. Vestfirskur fiskur var lengst um í miklu áliti á markaðinum, og þó einkum Bildudalsfiskur frá Pétri Thor- steinsson, sem hafði unnið sér nafn á erlendum markaði. Asgeir mun og hata átt góðan þátt í því að halda íslenskum fiski í háu verði erlendis, seldi ekki nema góð boð væru fyrir hendi, og hafði bæði þol og hug til þess að bíða með fiskinn þar til betur blés. Ásgeir Ásgeirsson var gildur meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og vel á sig koniinn. Hann var bráðlyndur nokkuð en þó hrein- skiiinn, og sagði afdráttarlaust það sem houum bjó í brjósti. Og þó mönnum findist hann nokkuð hranalegur stundum þá mun hann þó hafa verið einlægur við þá sem hann gaf sig að og hafði mök við, og tryggur og vinfastur mun hann hafa verið. Hannvildi vera sjálfum sér nógur og tókst það sjálfsagt að mestu. Dómum almennings skeytti hann víst lítið og lét sig líka aðra litlu skifta. Gleðimaður var hann hinsvegar þegar því var að skifta og risnu- maður, og hafði gaman af að sitja að sumbli. Duglegur var hann og ósérhlífinn við störf sín, þegar hann gekk að þeim, og vildi að aðrir ynnu af kappi. — Hann mun hafa verið meira gefinn fyrir >praxisinn< en >theoriuna< og lífsreynslan hafði líka bent honum á það. Ásgeir Ásgeirsson var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Laura, dóttir Hólms verslunarstjóra hér; þau giftust 10. ág. 1880. Hún lést 12. tebr. 1904. Síðarikona hans var María, dóttir Bahnsons yfirhershöfðingja og fyrv. her- málaráðherra, en hún lést rúmu ári eftir að þau giftust, á önd- varðu ári 1908. Bæði hjónaböndin voru barn- laus, en hann ól upp að miklu leyti Ólaf, son Þorvaldar lækuis Jónssonar hér, nú verslunarm. í Hamborg, og Margréti, sem dval- ið hefir hér með honum á sumrin. Hann var riddari af Dannebrog og etasráðsnafnbót fékk hann árið 1907. Hann andaóist af hjartaslagi 14. þ. m., eins og áður hefir verið getið.

x

Vestri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.