Vestri


Vestri - 07.09.1912, Blaðsíða 2

Vestri - 07.09.1912, Blaðsíða 2
VESXRI 35- tbi 136 manna voru gefin út. Þyrfti ekki annað ^n líta í verðlags* skrá frá þeim tíma til að sjá að ökr. hefðu þá jafngilt 18 kr. nú, tærði hanntilþess nokkur dæmi. Um steinolíumálið hafði þing- maðurinn ýmislegt að segja, kvað þá nýjung hafa borið við að kaupmenn sem í þingbyrjun hefðu verið óðir og uppvægir yfir öllum höftum á frjálsri versh un (sbr. mótmæli gegn einkasölu á kolum) hefðu elt þiugmenn á röndum til að eggja þá tii að gera ráðstafanir um einkasölu á steinolíu. Þingm. bjóst við að heimildarlög þingsins í þessu etni myndu því miður bera lítinn árangur. Á fieiri þingmál drap hann lítilsháttar, En engar umsæður | urðu á fundinum og engar íyrir. spurnir komu fram. * * * Auðvitað er fundartrásögn' þessi að eins lauslegt ágrip, aðal drættirnir úr ræðu þingmannsins um helstu málin. Kindagarnir. Fyrir nokkrum árum var byrjað að fiytja kindagarnirút sem versl' unarvöru og hafa þær síðan verið útfluttar og andvirði þeirra numið nokkrum þúsundumkróna árlega. En garnirnar hafa ekki reynst vel og eftirspurnin hefir farið minkandi, sem líklega er að kenna verkuninni á görnunum og kannske meðfram að dilka' garnir sem eru minna virði, hafa verið látnar saman við garnir úr fullorðnu fé, en ætti að hata hverja tegundina út af fyrir sig. Eftir að búið er að taka garn. irnar úr kindinni, verður að hreinsa þær og strjúka gorið úr þeim, láta þær síðan í kalt vatn, sem þær síðan standi í til næsta dags, hreinsa þá alt slím úr þeim, helst í volgu vatni, og hella volgu vatni í þær með trekt og láta það renna gegn um garnirnar til þess að ná slím' inu úr þeim. Að því búnu á að leggja þær í ílát með söitu vatni í og láta garnirnar liggjá í því 1—2 stundir, salta þær síðan vandlega niður í tunnur. Það er áríðandi að fara var- lega með garnirnar og láta þær ekki verða tyrir neinum áföilum eða höggum svo þær ekki hrufl» ist né merjist og má aldrei kasta þeim frá sér á jörðina né fleygja þeim í ílát, nema vatn sé í þvi o. s. írv. Ofanritaðar leiðbeiningar, sem að vísu eru ófullkomnari en ég gjarnan hefði óskað, geta þó, ef til vill, gert nokkurt gagn og kannske komið því til leiðar að markaðurinn lyrir íslenskar kinda’ garnir fari heldur batnandi, svo á þann Eátt komi nokkrir pen- ingar inn í landið, sem annars færu að förgörðum. Bið ég yð' ur því, herra ritstjóri, að prenta ofangreindar leiðbeiningar í heiðr■ uðu blaði yðay, svo snemma að lesendur blaðsin geti séð þær áður en fjártakan hyrjar í haust. KaupmanDahöfn lö. ágúst 19i2. Virðiugurfylst, Jakob Gunniögsson. Semper retrorsum. Mér þótti heldur vænt um þegar blessað lambið okkar hélt leiðarþingið í gærkvöldi, svona nýkominn og glóðvolgur af þing- inu. Það er eiuhver munur að fá fréttirnar svona eða snapa þær saman úr lýgnum blöðum eða eftir hviksögum. Eg hlustaði á hann með at- hygli og eftir orðum hans og frásö&num, hefir þetta þing verið einstakt í sinni röð. Þeim til fróðleiks er ekki heyrðu skal hér talið sumt er eg varð vísari af orðum hans. 1. Þingið stakk stjórnarskrárbreyt- ingunni undir stól, þ. e. sveikst undan því starfi er það var fyrst og fremst kjörið og kallað til. 2. Fleiri partur þm. eyddi >bak við tjöldin« miklum tíma í eitt - hvert sarobandslaumuspil, sem engir hérlendis, utan þeir, mega neitt vita um, fyr en það hefir verið borið undir álit Dana og þeir hafa lýst velþóknun sinni þar á. 3- Það kvað vera komið skelfing stórt skarð í landssjóðinn vegna bannlaganna, þó innflutningsgjald af áfengi hafi enn þá ’ ekki minkat. 4- Þm. voru flestir nauðulega staddir þegar suður kom, því í Rvík er öll lífsbjörg orðin svo hræðilega dýr og auk þess eru menn nú miklu þurftarfrekari en 1843. Var því ekki annað sýnna en þm. mættu fara að klæðast í tötra og leggja sér kjósendafæðu til munns. En flestir báru harm sinn í hljóði, af því lítið var í lands- kassanum og hugðu að bíða betri tíma, nema þm. ísfirðinga. Sagði hann, sem satt var, að margir þeirra gætu burtkallast, áður en lag væri komið á fjárhaginn. Lét þingið sér þetta að kenn- ingu verða og þóttist hann hafa vaxið af. 5- Nokkrir >forstandsmenn< buðust til að kenna landsfólkinu að gæta fengins fjár; skal það gert í skóla, suður í Danmörku, er heitir >Lottería<. Tok þingið boðinu með þökkum. ó. Öllum þótti vanta fé í lands- sjóðinn, en fæstir þorðu að leggja skatt á kjósendurnar, síst þá efn- aðri. Þó voru gerð einhver lög í þá átt, en enginn þm. kvað vera ánægður með þau. 7- Efri deild átti í ógnar basli með neðri deild, er gerði hverja vitleysuna eftir aðra, og fékk svo samviskubit á eftir. Kvað slíkt aldrei hafa skeð í efri deild. 8. Torvelt að koma nokkru gagn- legu fram sökum þess, að tveir síðustu ráðherrarrir voru úr vit lausri átt og einh^er ónefndur kvað vera í neðri deild, sem ekkert viil grauta í bannlögunum og er f jarska slæmur við Hannes. 9- Þingið varð alveg hissa þegar steinolían hækkaði í verði og kaupm. í Rvík svo hræddir að þeir báðu Hannes að varðveita sig. En hann bað þá fara >kol- aða<. 10. Ráðherrann á að leggja >Bræðinginn< á konungsborð upp á sína ábyrgð; er það talin lorsending. ísaflrði, 3. sept. r9i2. Ouðm. Guðm. Lögin um vörutoll. Gjald af aðfluttum vörum eltir þeim lögum er sem hér segir: 1. Af kornvörum, jarðeplum, steinolru, sementi og kalki og tjöru, 10 aura at hverjum 50 kílógr. 2. At heyi, gluggagleri, tómum tunnum, gaddavír, girðiugar- stólpum úr járni, þakjárni, smíðajárni og stáli, 25 aura af hverjum 50 kílógr. 3. At allskonar vetnaðarvöru, íatnaði og. tvinna, 3 kr. aí hverjum 50 kílógr. 4. Aí salti og kolum, hvers kon- ar sem eru, og hvort sem varan er flutt í land eða lögð til geymslu í skipum úti eða öðr- j um geymslurúmum á floti í landhelgi, eða flutt á höfnum j inni eða vogum yfir í önnur j skip þeim til notkunar: ) a. aí salti 50 aura af hverri / smálest. b. at kolum 1 kr. aí hverri smálest. i 5. Aí trjávið, hurðuro, gluggum, j húsalistum og tunnustöfum 3 aura af hverju teningsteti. 6. At öllum öðrum gjaldskyldum vörum 1 kr. at hverjum 50 kílógr. Undanþegnar gjaldi þessu eru vörur, sem sérstaklega er lagður tollur á, prentaðar bækur og blöð, skip og bátar, tigulsteinar, óhreinsað járn í klumpum, heimi ilismunir manna, er flytja vist» ferlum til landsins og vanalegur farangur ferðamanna. Brot úr tolleini ígu, sem nanr ur helmingi eða meira, skal t \lið sem heil tolleining, en minna broti skal slept. Greiða skal og í landdssjóð 15 aura af hverjum póstbögli, sem kemur til landsins. Lögin öðlast gildi 1. jan. 1913 og gilda til ársloka 1915. Rakstrarvélin. Sökum þess að ég rakst á grein í Vestra er hljóðaði utn að Halldór bóndi Jónsson á Rauðai mýri hafi keypt rakstrarvél, bið ég yður hr. ritstjóri að gera svo vel og leiðrétta þessa misskriít. Rakstrarvélin var adr. til mín, Halldórs Jónssonar á Laugabóli, því eg pantaði hana fyrir dætur Þórðar Jónssonar bónda á Lauga> bóli. Þær voru þrjár í télagi um að kaupa vélina og gáfu föður sínuin hana. Þetta mun vera sú fyrsta rakstrarvél sem flutt hefir verið hér á Vestfirði, og er það myndi arlegt að það skyldi vera kven» þjóðin sem var frumkvöðull bænda með að fá sér þannig nothætt áhald sem rakstrarvélin mun verða hér á Vestfjörðum, því sennilega mun viða vera þörf fyrir vinnu hennar. Sú litla reynd sem ég hefi af vélinni (því hún kom svo seint) gefur mér það í skyn að hún muni geta mikið hjálpað bændum við vinnu á túnum, því óvíða munu engjar vera svo sléttar að hún muni vera nothæf á þær. Bændur ættu að athuga túnin hjá sér hvort það mundi eigi borga sig að fá sér vélina, mörgum mun þykja hún dýr í svipiun, en menn skulu athuga að kaupafólkið er líka dýrt. — Hugsunarháttur þessara systra gagnvart foreldrunum, er eftir- breytnisverður fyrir önnur börn. Halldór Jónsson. Jkorvaldur Krabbe landsverk- fræðingur var á ferð hér vestra í síðastl. mánuði. Var hann að skoða bátahöfn í Súgandafirði og gerði þar mælingar þar að lútandi, sömuleiðis íór hann norð- ur að Horni að skoða vitastæði þar. Ceres kom hingað 2. þ. m. Með henni komu alþingismennirnir Guðjón Guðlaugsson, Matthías Ólafsson og síra Sig Stefánsson. Ennfremur Guðm. Jónsson gjald- keri, Einar Jónsson afgreiðslum., Björn Sigurðsson bankastj., L A. Snorrason kaupm., Árni Sveins- son kaupm., Páll Torfason o. fl. Með skipinu fóru héðan Hall* dór Gunnlögssen verslunarfulltr., Magnús Thorberg símritari o. fl. Cand, phil. Óli Steinbach hefir þ. 15. ágústin. verið lög- giltur (autoriseraður) sem tann- læknir af stjórnarráði íslands.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.