Vestri


Vestri - 14.09.1912, Qupperneq 1

Vestri - 14.09.1912, Qupperneq 1
s Ritstjóri: Kr. H. Jónsson, XI. ápg. ÍSAFJÖRÐUR, 14. SEPTF.MBER r9i2. 36. tbl. ' Útbu Landsbankans Frá 22. sept. til 12. oktober 1912 verður Útbúið oplð til afgreiðelu alla virka daga frá kl. 10—2 og 4-5. Stjórnin. 0 afslætti Stór útsala! Til aB rýma fyrir nýjum vörnm seni von er á í hanst, fer fram stór útsala með 15-33ð á öllum vörum, frá í dag og fyrst um sinn. Sérstaklega skal bent á: Hálslfn, sjöl, nærfatnab, allskonar, álnavörn, tataefni, silki 0. fl. Aldrei hefir fólki boðist betratæki- færi til að byrgja sit. upp með góinm og hentngum vörum fyrir gjafverð. Ísafirðí, 31. ágúst 1912. r Guðríður Árnadóttír. Símfregnir. Ófriðarhorfur milli Búlgara Og Tyrkja. Smáskærur á landa. mærunum hafa þegar verið *Akrar. i-: Fellibylur afarstórkostlegur geysaði nýskeð í Kína. Maon. tjón ógurlegt, sagt að 55 þús. manns hafi beðið bana. Norðmenn eru að reisa stór' felda ioftskeytastöð, sem á að geta sent skeyti milli Kristjam'u bg New-York. S Prcstskosning fór nýlega fram að Sandfelli í öræfum. Enginn löglega kjörinn. Haraldur Jón- asson aðstoðarprestur á Kol- freyjustað fékk flest atkv. (27). Flora kom til Rvíkur i dag kl. rúml. 1. Hafnargerðin í Reykjavík, Talið er víst að hún byrji nú bráðlega. Utboðsfrestur fyrir nokkru útrunninn og höfdu þrjú tilboð komið frara, besta tilboðið frá C. Monberg í Danmörku. Skógræktarrít ungmennafé- laganna, eftir Guðmund Davíðs son skógfræðing verður tekiðsem kenslubók við bændaskólann á Hvanneyri í vetur. Vonandi fara fleiri á eftir. Ungmennafélðgin á Akureyri eru að koma sér upp leikvangi úti við, íþróttavelli, 2 dagsláttur að stærð. Slíks þyrftu fleiri með. Landkortabók œeð ísleuskum nöfnum hefir Morten Hansen skólastjóri í Reykjavík gefid út í haust. Bókin ætti vera einkar kær- komin öllum skólum og þarf varla að efa að þeir noti hana. í henni er góður uppdráttur af íslandi með sýslulitum. Hafi hann þökk fyrir verkið. Hvað gat því gengið til? Á síðasta þingi flutti síra Sig. Stefánsson frumvarp um, að þeir sem tekið hefðu fullnaðarpróf við unglingaskólann hér á ísafirði skyldu hafa heimild til að ganga próflaust inn í annan bekk gagn- fræðaskólans á Akureyri. En frumvarp þetta fann ekki náð fyrir augum þingsins og var felt. Um ástæður þingsins fyrir því hefi eg ekki heyrt og þingmað- urinn mintist ekki einu orði á þetta mál á leiðarþinginu. — En mér og ýmsum öðrum væri for- vitni á að vita hvað þinginu gat gengið til. Eins og kunnugt er er Vest- firðingafjórðungur alnbogabarn Iandsins í skólamálunum. Enginn skóli þar starfandi nema barna- skólar ©g unglingaskólar. Vestfirðingum verður því mun erfiðara að afla sér mentunaren öðrum, þar sem þeir verða að sækja skóla svo langt að, í aðra landsfjórðunga, og það er varla við það unandi til leDgdar að vér fáum ekki einn góðan alþýðu- eða gagnfræðaskóla, er ekki gangi skemra en gagnfræða- skólinn á Akureyri. Þetta frumvarp var því að ains lítið spor í þá átt að gera þeim er nám stunda hér vestra nokkru léttara fyrir, stuðia að því að þeir gætu sparað sér 1 náms- vetur á gagnfræðaskóla eða mentaskólanum með námi við unglingaskólann hér. Unglingaskólinn hér hefir þeg. ar þeim kenslukröftum á að skipa að hann ætti að geta jafn- ast á við 1. bekk gagnfræðat skóla, og þótt kenslan sem stendur sé ekki nákvæmlega eins var hægðarieikur að breyta því og setja þau skilyrði fyrir fullnaðarprófi af unglingaskól- anum, að það væri ekki lakara en upp úr 1. bekk gagnfræða. skólans, því þótt svo megi segja að nemendur sem hugsa til framhaldsnáms geti tekið próf við gagnfræðaskólann og komist þannig upp í 2. bekk, er það bundið auknum kostnaði og ýmsum óþægindum. En það er eins og alt sé á eina bókina lært að því er okkur Vestfirðinga snertir. Vér rekum oss sífelt á það að vera alnboga. börn þingsins. Vestfirðingur. Heyskapur kvað hafa gengið fremur illa yfirleitt á Ströndum austanverðum, sökum megnra óþurka síðari hluta sumarsins. Hér vestra hefir heyjast held- ur vel, og útengi þó víðast illa sprottið —, hefir kalið í vornæð- ingunum. Sláttavél Hólmgeirs dýral. Jenssonar á Þórustöðum í Öa undarfirði kvað hafa reynst vel í sumar, sérstaklega á rakiendu engi. l’m manntjónið á >Síldinni< er V estra ritað, héðan úr bænum: >Eins og getið hefir verið um í Vestra fórst fiskiskipið >Silden< í öndverðum júlímánuði þ. á. með 8 mönnum. Mnnntjón það kemur að mestu á einn stað niður, á fámenna og fátæka bygð í Dýra- firði, Keldudal, og var hér þó meira í efni en lífið eitt; menn þessir höfðu með sér matbjörg til heimila sinna, því skipið ætlaði þangað rakleiðis, eða því sem næst, og sumir höfðu að tullu tekið allan arð sumaratvinn- unnar, en það fórst alt ótrygt, en eftir lifa snauðar ekkjur, ó- málga börn og örvasa gamal- menni. Það hefir oft verið leitað á náðir alrnenings þegar betri á- stæður hafa verið fyrir hendi. Væri þarft að sem flestir rtétu hinum bágstöddu hjálparhönd<. Kunnugur,

x

Vestri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.