Vestri


Vestri - 21.09.1912, Blaðsíða 1

Vestri - 21.09.1912, Blaðsíða 1
 ESTRI Ritstjóri: Kr. H. Jónsson, ÍSA.FJÖRÐUR, 2I. SEPTF.MBHR ,gí2. 37. tbl. Úíbú Landsbankans Frá 22. sept. til 12. oktober 1912 verdur Útbúid opíð til afgreiðslu alla virka daga frá kl. 10-2 og 4- 5. Stjórnin. Nýjar ísS. ágætis ""u r fást í Edinborg. Deilan um réttinn. Síðasta mannsaldurinn, og meira til, höfum vér verið að berjast við Dani. Þótt sá hildarleikur hafi eigi verið með vopnum háður, hefir hann kostað oss ærið fé, þraut- seigju og hugrekki. Og ekki hefir verið um smá- muui barist; við höfum barist fyrir tilveru okkar; rétti okkar til þess að lifa sjálfstæðu lífi sem þjóð. Reyndar hefir oft skeikað frá settu marki: stundum hefir bar- áttan orðið að Hjaðningavígum í landinu sjálfu; stundum hefir virst ganga aftur á bak. En alt af hefir réttartilfinningin vaxið hjá þjóðinni og sótt í sig veðrið aftur. Þttta verða menn að hafa hug- ifast. Danir hafa ávalt staðið á önd- verðum meiði. Þeir hafa þumb- ast við réttarkröfunum; sjaldnast neitað þeim með öllu, en reynt að tvístra þeim og eyða, — og þó látið undan að lokum. Þetta hefir reynslan kent oss undanfarið. Og hún er sá lær- dómur sem á að styðja oss að því að vinna meira. Sá mun og hafa verið tilgang- ur þeirra raanna, sem á síðasta þingi mynduðu nýjan flokk: til þess að fá festu á kröfur vorar gagnvart Döuum, og: þagga niður Hjaðningavígin innanlands. Er það hverjum manni ljóst, að lítil von er um sigur málefnis okkar meðan slík sundrung er innanlands um málið og verið hefir um hrið. En Danir hafa staðið á móti sem einn maður. En eiga þessi samtök sér dýpri rætur ? Er það markmið þeirra að vinna þjóðinni til handa óskorað sjálfstæði? Því er vandsvarað og reynslan ein getur úr því skorið að fullu. En það hyggjum vér ekki ofmælt að sú sé tilætlunin; hversu húo tekst er annað mál. En eins og Danir hafa staðið í órjúfandi skjaldborg gagnvart rétti okkar, er það jafn sjálfsagt að Islendingar stæðu sem einn maður með kröfum sínum. Gæti það tekist væri mikið unnið. En ekki ber síður hins að gæta, að leiðtogarnir verði eigi svo skammsýnir að gera minni kröfur en svo að þjóðin verði ánægð með þær. Því þjóðin má ekki þreytast láta með að heimta rétt sinn, og mun ekki gera það. Þrautseigj- an hefir reynst henni best fram á þennan dag í deilumálunum við Dani. Og vér vonum að sambands- flokknum nýja takist að sýna svo mikla rögg af sér í málinu og halda svo vel fram rétti vorunx að þjóðinni megi vel líka. s. Hafnargerð Rvíkur, Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir 14. þ. m. samþykt svohlj. ályktun með 11 samhlj. atkv.: >Bæjarstjórnin samþykkir tilboð herra verkfræðings N. C. Mon bergs í Kaupmannahöfn, dags. 17. f. m., að byggja höfn í Reykjavík fyrir 1510 þúsund krónur, þó að áskildum rétti til að taka 1540 þúsund króna til- boði hans í sama bréfi, ef bæj- arstjórninni að fengnum nýjum ýtarlegri upplýsingum þætti það aðgengilegra. Hins vegar vill bæjarstjórnin ekki á þessu stigi málsins sam- þykkja tilboð hans um byggingu inuri hafnar við Effersey fyrir 100,000kr. aukaborgun, en óskar að það tilboð standi fyrst um sinn < Loftskeytin eru nú sífelt að taka undraverðum framförum. í síðasta blaði var getið um hinar afanstórfeldu ioftskeytastöðvar Norðmanna, sem verða munu hin' ar stærstu íheimioghefirMarconii félagið tekið að sér byggingu þeirra. Áætlað er að stöðvar þessar kosti um 1 milj. kr. Nýlega voiu og settar skeyta ■ stöðvar á Sandvicheyjunum, sem eiga að senda skeyti yfir þvert Kyrrahaf alla leið tii New-York, og er sú vegalengd meira en 1000 mílur. Þær stöðvar voru reistar með umbúnaði Vald. Poulsens htns danska. Komið hefir til orða að setja loftskeytastöðvar á íslandi og Grænlandi. Eigi mun líða á löngu þar til öll skip og jafnvel smábátar verða útbúin loftskeytum. — Slíkt eru hraðstígar framfarir. Konungsheimsóknín, Fullyrt er að konungur vor, Kristján X., muni heimsækja land vort í júní eða öndverðum júltmánuði næsta sumar. Til far. arinnar verður notað skiptð Valkyrien, sem er stærst her- skipa Dana. Ekki þarf að efa að margt gott getur af þessari konungs* heimsókn leitt, eins og áður. Hún sýnir og ljóslega velvildar' hug konungs til vor og löngun til að kynnast landi og þjóð eins og unt er. Um hitt þarf og ekki að efast, að þjóðin muui fagna konuugi eins og vera ber. Það er ávalt gott að njóta góðra manna — og þjóðin mun ekki brjóta af sér konungshylli sína. Túninálið vaf lagt í dóm að endaðri vitnaleiðslu þ. 14. þ. m. Ekki mun þó dómur í því verða uppkveðinn að sinni Þetta er stærsta mál bæjarins og vekur því áhuga bæjarbúa. Botnla kcm hingað i dag. Með henni yar fjöldi farþega: Hr. H. Jóns- son ritstj., dr. B.iörn Bjarnarson, Karl Oigeireson yerslunarstj., Carl Proppé verslunarstj. og frú, Hannes Stephen- sen yerslunarstj,, frú Hólmfríður Sig- urðardóttir, ungfr. Fjóla Stefáns, Sig. Sigurðsson kennari, Sumarl Halldórsson skógfr., Þoryarður Sigurðsson versl.m., Páll Pálsson form., Örnólfur Hálfdáns- son form., Bjarni Pétursson kennati, Asgeir I. Asgeirsson kaupm o. fi. Skipið fer héðan aftur kl. ]j á morgun. Albert U. Báátli, sænska skáldið, er nýlega látinn, nær sextugur. Hann hefir ritað mikið um tornsögur vorar á sænska tungu og þýtt meðal annars Njálu, Eglu og Grettlu. Doktor í norrænum fræðum varð hann fyrir ritgjörð um efnið (kompoi sitionina í íslenskum ættasög- um. Bááth var skáld gott og í miklum metum í föðurlandi sínu. í Marokko eru sífeldir smá- bardagar milli Frakka og inn> tæddra manna, og ekki búist þar við spekt fyrst um sinn þrátt fyrir herafla Frakka. Frakkar hafa nú velt Mulai Hafid úr soldi ánstigninni, en veitt honum meira en J/g milj. kr. í eftirlaun árlega Eftirmaðnr hans er nefnur Mulai Jussuf. Er líklegt að það taki langan tíma að koma á fuilkominni reglu í landinu. Eldfjallið Stroinloli hefir nýskeð gosið meira en nokkru sinni áður í mannaminnum. Sýsluskritarl Jdh. P. Jdnsson býr til sainninga at* öllu tagi, sér um innheimtu á skuldum, útvegar veðdeildarlán. PIP Áreiðanleg úg fljót skil, Vanalega heima kl. 5—6 e. m. Hafnarstræti 1.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.