Vestri


Vestri - 21.09.1912, Blaðsíða 2

Vestri - 21.09.1912, Blaðsíða 2
146 VESTRl 37* tbl* Steinlím (Cement). Oft hefir verið rætt og ritað um það, hversu húsakynni vor íslendinga væru dýr og ending- arlaus. Og ekki hefir þar verið ofsögum sagt. Mörg timburhúsin og sumir torfbæirnir eru ærið óvistleg mannahýbýli, auk þess sem timburhús verða venjulega ærið dýr, þegar litið er á hald- gæðin. — En sem betur fer er þetta að breytast. Á síðustu árum hafa steinsteypuhúsin risið upp og fjölgað ört, enda reynast þau vel svo sem Isfirðingum er kunn ugt, sem fyrstir ruunu á vaðið í þessu efni. Þó er því ekki að leyna, að vönduð steinsteypuhús verða dýr í fyrstu, og veldur þar mestu um hvað aðkeypta efnið er dýrt. Er hægt að minka þann kostn- að? munu margir spyrja. Já, það er hægðarleikur. Fyrst er nú það, að viðskiftasamband okkar í þessari grein má heita bundið við Danmörku eina, en þar er steinlím mun dýrara en annarstaðar, og svo er það að kostur mun að afla steinlíms hér á landi. Og það er lífsnauðsyn fátækri þjóð, sem þarf á góðum húsa- kynnum að haida, að geta tekið byggingaefni að sem mestu leyti í landinu sjálfu. Af því að mál þetta snertir alla landsmenn, og er næsta þýðingarmikið, langar mig til að fara um það nokkrum orðum. Auðveldasta leiðin, og sú sem næst verður hendi, er að ná betri kaupum á steinlími en nú er, en þar verður þess vandlega að gæta að gæði steinlímsins verði ekki verri en nú eru, og þarf þar mikið við að jafnast, því flest danskt steinlím er góðrar tegundar. En sú er bót í máli að víða má leita, því allar þjóðir Norðurálfunnar, nema við íslend- ingar, eiga steinlímsverksmiðjur og sumar margar. — Smásölu- verð á steinlími erlendis er að jafnaði 3—4 kr. tunnan, en hér er útsöluverðið 8 kr. tn., og er það ærinn munur. Enskt steinlím var hér á boð- stólum fyrir nokkrum árum, fyrir milligöngu G. Gíslasonar & Hay, en ekki þótti það jafngott dönsku tegundunum sem hér eru notaðar alment, en var mun ódýrara, (5—6 kr. tn) — Ekki er mér kunnugt um að fleiri tilraunir hafi verið gerðar með enskt steinlím, og er þó hægt að fá gott steinlím í Englandi ódýrara en hið danska. Nýskeð átti eg tal við mann einn um þetta efni, og benti hann á að steinlím myndi hvergi eins ódýrt í nágrannalöndum okkar eins og á Frakklandi. Kvað hann þann verðmun svo mikinn, að þrátt fyrir hin miklu farm- gjöld fari tn. af steinlími hingað komin eigi fram úr 5 kr.; stein- lím þetta sagði hann vera í góðu áliti og mikið af því flutt til annara landa. Sé nú umsögn þessi á góðum rökum bygð, sem eg efast ekki um, því maðurinn er skilríkur og hefir nokkra reynslu í þessu efni, væri sjálfsagt fyrir kaup- menn vora og húsabyggjendur að reyna ná þar samböndum, helst á Norður Frakklandi. — Um nýárið, er farmgjaldslögin ganga f gildi, legst nokkur tollur á steinlím, eins og alt annað; það væri því ekki smáræðis sparnað ur fyrir landsmenn að geta — sökum betri viðskiftasambanda — fengið steinlím mun ódýrara en nú, þrátt fyrir tollinn. Steinlímskaup þjóðarinnar eru þegar orðin svo mikil, og munu sífelt fara vaxandi, að það munar þó minna sé. (Framh). Fjær og nær. Látin er að Hyrningsstöðum í Reyk- hólasveit Elísabet Guðmundsdóttir, kona Bjarna Eggertssonar bónda þar. Væn kona og rel látin. Isafjörður og nágrenni. Látinn er 2. þ. m. að Fseti í Seyðis- firði hér, Jón Jónatansson, 83 ára að aldri (f. 2». jan. 1828). Ekkja hans er Ingibjörg Jónsdóttir og áttu þau 16 börn, af þeim lifa nú fjögur: Björu útvegsbóndi í Fæti, Jónína ekkja Ein- ars Jónssonar (frá Kleifuin), Sigmundur og Cfuðný. Jón sál. dvaldi hjá Birni syni sínum síðustu 9 árin og var farinn að heilsu sem von vai' ti). Jón var maður skemtinn og skáldmæltur nokkuð. Látinn er nýlega í sjúkrahúsinu hér unglingspiltur, Rósinkar Guðbjartarson frá Skarði í Skötufirði. Hafði meióst undir bát i Bolungarvík í vor, og dró það hann til dauða. Asigling. Seint í fyrri mán. sigldi enskur botnvörpungur á fiski- skipið Ragnar frá Patreksfirði (oign P. A. 01afs8onar konsúls), svo það sökk nær samstundis. Menn björguðust allir yfir í botnvörpunginn og flutti hann þá til Patreksfjarðar. Brauðgerðarhús J. Sörensene í Bolungarvík hefir Jóhann J. Eyfirðing- ur keypt, og tók það til reksturs um mánaðamótin síðustu. Kaupverð að sögn lö,300 kr. — Sörensen er nú al fluttur til Vestmannaeyja og hefir í sumar látið byggja þar stórt hús til brauðiðnar. I Bolungarvík er Oddur kaupmaður Guðmundsson að setja nýttbrauðgerðar- hús á laggirnar, og í Súgandafirði ^Suðureyri) kváð annað í vændum. Tapast hefir á götum bæjarins brjóstnál úr eyrnalokkum. Skilist á prentsmiðjuna gegn fundarlaunum. K»oooooQOoao<>ooa<>0(»<x»» Guöin. Hannessun« cand. jur. útvegar veðdeildarlán, j| annast salu á húsum, g £ ð ö ________________ ð jörðum og skipum. ö 5>.X3<X3000000tX30000000000< Hansen & Co. Fredriksstad, Norge mæla með sínum framúrskarandi olíafatnaði og ,pressenlngum‘. Þeir nota eingöngu hið besta efni og fullkomnustu vinnubrögð. Biðjið því ætíð um Hansens olíufatnað frá Frcderiksstad, því að hann er bestur. Barnakeimari óskast um tvo mán- uði. Stykkishólmssíminn varopnaður til afnota 10. þ. m. 2. flokks stöðvar í StykkÍBhólmi og Búðardal og 3. fl. stöðvar á Hjarðarfelli og Starrastöðum. Umboðsmaður Arnarstapa- og Skógstrandarumboðs er skipaður Magn- ús Blöndal hreppstj. i Stykkisbólmi. Búpeningssýning fyrir Gufudals- og Múlasveit verður halíin nú um réttaleytið. Simskeytagjald ti) Noregs hefir verið lækkað um 10 au. orðið frá 1. þ. mán. Búnaðarnýjung. Sagt er að félag eitt í Bretlandi hafi gert samninga við Sláturféiag Suðurlands um kaup á 24000 pd. af kindakjöti (af sauðum, veturgömlu fé og dilkum). Verðið er ákveðið 24 aurar fyrir pundið. Félagið kvað ætla að seDda hingað skip með kælirúmi í haust til þess að taka kjötið. Sé þetta satt, og verði þar framhald á, eru þetta inikil tíðindi og góð. Fseddir, fermdir, giftir dánir 1911: Fæddir sveinar 1136, meyjar 1132, samtals 2267 (1910: 2234, 1909: 2349). Af þeirri tölu andvana fædd 63 (63, 66). Óskilgetia börn 297 (280, 813). Fermdir 984 sveinar og 962 meyjar, samtals 1936 (1828, 1836). Hjónabönd 617 (480, 453). Dánir alls 1214 (1365, 1329), 619 karimenn 695 konur. Vo- veiflega hafa dáið 85, af þeim 7 konur. Drukknað hafa €4, af þeim 3 kouur. Uti urðu 3 karlmenn og 2 konur. Farið sér 4 karlmenn (1910: dáið voveif- lega a02, drukknað 79 og 16 farið sér, 190»: dáið voveiflega 60, drukknað 40 og 6 farið sér). Tvær konur andast milli 96 og 100 ára. Hin mikla fjölgun fermdra mun stafa frá því að haustfermingar voru með mesta móti árið sem ieið. Sjálfsagt vantar eithvað á tölu drukknaðra svo sem landlæknir benti á í fyrirlestri. („N, Kbl.“) Kasning á tveim mönnum í niður- jöfnunarnefnd fer fram laugardag 28. þ. m., í stað Kr. K. Jónssonar ritstj. og Jóns Brynjólfssonar skipstj. — Eins og kunuagt er fer kosningin fram eins ®g bæjarstj.kosningar. Barnaskólinn hér fær 869 kr.65 au. styrk úv landssjóði yfirstandandi ár, er hann efstur kaupstaðanna, utan Reykjavíkur, næstur honum er Hafnar- fjörður, kr. 841,60. Úr bæjarsjóði er lagt til skólans um 8,6C0 kr. Jarðabótavinna- ÞeirKarl Olgeirs- son versl.stj., Sigurjón Jónsson skólastj. og Jóh. Pétursson kaupœ. hafa í haust látið vinna allmikið að jarðabótum á túnum sínum hér. Gróðrarstað Búnaðarsambandsins hér hefiv í ár gefið góða uppskeru; margar rófurnar um 4 pd. Kjötverð í bænum er nú 25 aurar pundið. Geerur eru keyptar á 85 aura pd. Nýtt Ijósker (Lvxljós) hefir hafnar- nefnd nú látið setja á aðalbryggjuna hér, Edinborgarbryggjuna, og er að því hin mesta bót. Gufusk. Á. Ásgeirsson fór héðan 1». þ. m. Með því tóku sér fari Árni Jónsson versiunarstj. hér og frú, til Kaupmannahafnar. Skipið kom til Eskifjarðar að morgni þann 17., og hafði ferðin þangað gengíð sérlegavei. Þaðan fer það til Noregs. Gufusk. Fanney komhingað 17.þ. m. og tekur fisk hjá verslun Á. Ásgeirs- sonar. Flora kom hingað 17. þ. m. og með henni margt íarþega að sunnan. Enskt spítalaskip áomhingaðnú í vikunni. Tíðarfar hið besta, eins og áður. Afli sáraiítili, þótt á sjó gefi. Semja verður við Síra Kjartan Kjartansson á Stað í Grunnavík. Tilbúin föt flfl fataefni fást hjá Þorsteini Guðmundssyni, Þakkarávarp. Eg undirritaður færi hérmeð Bol- víkiögum mitt innilegasta þakklæti fyrir þá miklu hjálp og umönnun, sem þeií sýndu mér í hinum miklu veikindum mínum. Einnig þakka ég þeim ísfirðing- um sem hafa rétt mér hjálparhönd. p. t. ísafirði, 20. sept. 1912. Háhon B. Jónsson. Söðlasntíði stunda ég ekki framvegis; hefi selt Hreiðari bróður mínum það í hendur; bið þvi menn að snúa ser til hans með alt þar að lútandi. Þakka eg viðskiftavinum fyrir viðskiftin og vona að þeir sýni bróður minum sömu skilvísi og þeir hafa sýnt mér. ísafirði, 19/g 1912. Leó Eyjólfsson. Undírritaður tekur að sér siuíði á söðlum, hnökkuin og öðru ©r tilheyrir reiðskap. Tempiaragötu 10, ísafirði. Hreiðar Geirdal.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.