Vestri


Vestri - 05.10.1912, Blaðsíða 2

Vestri - 05.10.1912, Blaðsíða 2
>54 VESTRl 39« tbl SjúkiaMsið. Eg- hefi oft heyrt kvartað yfir því hversu mjög gjaldskr t sjúkrahússins hér væri vilhöll bæjarbúum á kostnað annara, sem ekki eiíja hér heima Þeir, sem sérstaklega hafa þókst beittir misrétti eru sýsiubúar og landssjóður — eg hefi að minsta kosti heyrt því fleygt að það hafi verið gert að skilyrði fyrir styrk til sjúkrahússins hér að sjúklingar, sem hann á að greiða legukostnað fyrir, séu teknir fyrir lægsta gjald hér í sjúkra húsið. Það gat vel verið að þetta væri rétt, en hinsvegar alveg eins vel gagnstættsannleikanum. Mig langaði til þess að fá að vita hið sanna í þessu máli, íór því tii gjaldkyra sjúkrahússins og hefi úr bókum hans fengið þessar upplýsingar: ísjúkrahúsinuhafalegið frá 1898—-1811 a. bsejarmenn í 1912 daga b. sýslubúar í 18 daga c. ttðrir landar í 926 daga d. útlendingar í 1341 dag Alls 13,997 dagar. AUur kostnaður við sjúkrahús bygginguna, kaup á innanstokks- munum o. fl., hafði orðið ca. kr. 17.000,00. Tekjur sjúkrahússins hafa á tímabilinu 1898—1911 verið kr. 15.060,85. Gjölíi þess á sama tíma verið kr. i3-397-83- Með gjöldunum hefi eg talið ca. kr. 800,00, sem goldnar verða á þessu ari, en áttu að vera greiddar fyrir löngu og Greitt hafa þri eftir framanskr a. sjúki. úr bænum kr. þ, — — sýslunni — 0, — — öðrum landshl.— d. — frá útlöndum e. borgarar ísafjarðar Eftir þessu kostar hver af þessum 13997 legudögum 2 kr. og 12 aura, að meðaltali. Eg skal að svo stöddu ekki fara lengra út í þessa sálma að eins vil eg benda á það, að sjúkl. bæjarins kosta kr. 1,20 X 0,94 = kr. 2,14 sé það reiknað svo, að fé það sem bærinn kostar til sjúkrahússins sé varið í þarfir bæjarmanna,' en þeir hafa legið eins og áður e'r skráð 5894 daga í sjúkrahúsinu og fyrir það verður að greiða úr bæjarsjóði að minsta kosti framanskráðar 5529 kr. Sýslubúar ættu því sannarlega ekki að vera óánægðir þar sem þeir borga í raun og veru 44 aurum minna fyrir veru sjúkling anna bér, en bæjarmenn. Sama er að segja um lands sjóðssjúklinga, Landssjóður getur goldið 6 aura fram yfir meðal kostnað á dag sé sjúklingurinn úr öðrum landshluta, sem varla ber við, en sé farið eftir lægsta verða því að teijast með áföllnum kostnaði. Enntremur skal þess getið að tekjur er að eins reiknað það, sem goldist hefir frá sjúklingum fram yfir það sem forstöðukonu hefir verið goldið og hér með er einnig talinn landssjóðsstyrkurinn. Tii gjalda er það að eins talið sem bæjarsjóður hefir greitt, en húsaleiga hefir ekki verið reiknuð með. Að þetta er rangt sjá allir vegna þess að þegar beerinn hefir tekiö að sér sjúkrahúsið þá hefir hann auðvitað siðferðiiega skyídu til þess að byggja núsið aítur að nýju, þegar það er orðið svo hrörlegt að það getur ekki staðið lengur og mér liggur við að segja fyr. Það hefði því þurft gjaldamegin að gera ráð fyrir þessu og helst að leggja það. sem áætlað var, fyrir í sérstakan sjóð — byggingarsjóð —. Eg ímynda mér að 400 kr. á ári sé ekki of hátt áætlað í þessu au^namiði. En þá bætast við gjaldamegin íyrir þetta iiðna tímabil kr. 5200,00. Bærinnhefir því tapað kr. 5529, 98 vegna þess að þótt hann hafi ekki greitt alla þessa fjárupphæð enn. þá kemur að því að hann verður að gera það. Eg hafði ekki tíma til þess að reikna saman það, sem hver sjúklingur hatði greitt, en sökum þess, að mig langaði til þess að sjá hér um bíl hvað hver legu- dagur í sjúkrahúsinu kostar í raun og veru þá hefi eg orðið að taka meðaltal af því se’ n greitt er mest og minst. Bæjarmenn hefi eg áætlað að greiðikr. 1,20; sýslubúar kr. 1,70; aðrir landar kr. 2,20; útlendingar kr. 3.40. ,ðu 1,20X4912 = kr. 5894,40 1,70X6818 = — 11590,60 2,20 X 926 = — 2037.,20 3,40X1341 = — 4569,40 ________________ 5529,98 Alls kr. 2961J,58. gjaldi tapar bærinn 94 aurum á dag. Sýsiubúar ættu þess vegna þyki þeim kr. 1,70 of háttgjald fýrir hvern einstakling, að hafa það eins og ísfirðingar; styrkja sjúkl. af opinberu fé á þann hátt, að hver hreppur legði einhverja upphæð eftir samkomulagi á ári hverju til sjúkrahússins með því skilyrði að hver hreppsbúi, sem legðist í sjúkrahúsið slyppi við að greiða svo hátt gjald. Ísafirðí, 4. okt. 1912. E. Kjerulf. Lngineiinafélag er í ráði að stofna hér í bænum á morgun. Fundur í bæjarþinghúsinu kl. 4 e. m. Gúðviðri hefir verið alla þessa viku, hlýtt veður og hæglátt. í dag er þó hellirigning. Símfregnir. Ófriðnr á Balkanskuga. Búlgaría, Serbía, Grikkland og Montenegro hafa hafið ófrið gegn Tyrkjum og er því allur Balkan skagi í báli. og brandi. Fregnir þaðan allar mjög óljósar og síma- samböndum ýmist lokað eða strangt eftirlit með þeim. Stórveldin kvað leggja kapp á að stiila til triðar. Eggert iStefánssyni símritara á Seyðisfirði hefir verið vikið frá starfinu, Snorri Sturluson var nýiega sektaður um 1400 kr. fyrir ólög* lega veiði og afli og veiðarfæri gert upptækt. Kjetsalan tll Englamls. Þess hefir áður vsrið getið að tveir Engiendingar hefðu samið við Síáturfélag Suðurlands um kjöt kaup. Ea skip til að sækja kjötið er ókomið enD og ekkert skeyti um það komið, svo búist er við að ekkert verði úr þeim kaupum. KjÖtskoðunarlæknar, samkv. lögum síðasta þings hafa verið skipaðir: Gísii Pétursson á Húsa- vík, Jón Jónsson á Blönduósi og Júlíus Halldórsson í Reykjavík. Tæring hjá Indiánum. Tæringin er hvarvetna skæður gestur, en hvergi er hún þó eins ægileg og hjá Indiánum. EinhVer merkasti og íjölmennasti kyn> þátturinn er SiousTndiánarnir um 25000 að tölu. Það ertalið að helmingur þeirra hafi fengið tæringu þegar á barnsaldri og 60% af íullorðnum. Sumstaðar deyr jafnvel 70—80°/0 af þessari veiki. Höfðinginn misti 7 sonu úr berklaveiki á árunurn 1892 til 1902. Það er fyrst með breyttum lifnaðarháttum, sem veikin hefir fest rætur meðal þeirra. Áður voru þeir hraustir mjög og allir sjúkdómar sjaldgæfir. En þá lifðu þeir mest úti og í óþéttum tjöidum og hituðu aldrei upp húsakynni sín. Átu kjötið strax nýtt og ferðuðust mikið um skóga og engi. En nú eru þeir orðnir >siðfágaðir< og búa í þéttbýlumjiorpum ílitlum.heitum og loftlillum húsakynnum. Dr. Robinson formaður heil1 brigðisráðsins í SuðuriDakota, hefir gert tillögu til stjórnarinnar um að láta brenna öll þessi tær< ingarbæli o g byggja önnur loftbetri og hollari og jafntramt reisa sjúkrahús fyrir alla veika. Telur það eina ráðið ef kynflokk- ur þessi eigi ekki að deyja út. Að eins að það sé þá ekki of seint. Trúloftið eru ungfr. Kristín (áunnarsdóttir og Kristján P. Skjóldal málari. Baruaskóliun var settu 1. þ. m og munu vera á honum um 150 börn. Unglingaskólinn byrjaði sama dag, eru nemendur þar 17, en von á einhverri viðbót, Yetrarferðirnar umísafjarðar- Djup hafa nú verið veittar véB arbátnum Guðríði, form. Karvel Jónsson, báturinn á að fara alls 26 ferðir og byrjar 5. nóv. og endar 27. aprí). Styrkurinn til ferðanna er 1400 kr. Austri kom hingað 30. f. m. Með honum komu hingað til bæjarins Jón Þ. Ólafsson trésm. og Sigurður Þorvaldsson kennari. Héðan tóku sér fa,ri SigfúsDam íelsson verslunarstj, síra Guðm. Guðmundsson o. fl. Valuriun (Islands Falk) kom hingað inn á sunnudaginn var og dvaldi hér þangað til í gær. Voru skipverjar að vinna hér við sjómælir sem settur var upp í sumar. 12. oktober er hann fundurinn í Græði, en ekki 22. eins og m sprentast hefir í síðasta blaði. Hálf jöpðln Hokinsdalur í Auðkúlulireppi fæst kcypt og er laus til ábúðar frá uæsta fardögnm. feir, sem kaupa vilja jörð þessa, semji sem fyrst við Böðvar Bjarnason prest á Rafnseyri. Langardaginn 12. oktober næstk. verðnr fundur haldinn í flskiveiðahlutafél, GRÆÐIR, BBST* Rætt verður um breyting á bráðabirgðarákvæðum félagslag> aDna o. fl. Eundurin verður lialdiiiun bjá S. Thorsíeinsson og byrjar kl. 5. e. h. Áríðandi að hlnthafar mæti. ísaflrði, 24. sept. 1912. Stjómin. Sýsluskrifari Jóh. P. Jónsson býr til samnínga af ðllu tagi, sér um innheímtu á skuldum, útvegar veðdeildarlán. HT* Áreiðanleg og fjjót skil., Vanalega heima kl. 5—6 e. m. Hafnarstræti 1.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.