Vestri


Vestri - 28.10.1912, Blaðsíða 2

Vestri - 28.10.1912, Blaðsíða 2
166 V E S 1 R 1 42. ibt Hið ís!er,ska fræðafélag í Kaupiiiatiiiahofn. Eins osj kunnufet f r voruýmsir mætir íslendingar í Kaupinanna höfn því mjög mótfallnir að Hafnardeild Bókmentafélagsins væri flutt heim til íslands. Þegar það var komið í framkvæmd gátu þeir ekki unað því, að ha a ekki eitthvert íslenskt bókaút gáfufélag undir sinni hendi og hafa nú stofnað nýtt télag sem heitir: Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn. Félag þetta ætlar sér að gefa ut íslensk rit vísindalegs og alþýðlegs efnis og verður starfssvið þess svipað og Bókmentafélagsins. Forseti félagsins or Bogi Th. Melsted sagnfræðingur, gjaldkeri Finnur Jónsson prófessorog ritari og bókavörður Sigfús Blöndal. Til að byrja með gefur félagið út tvær bækur: Endurminningar Páls Melsteds sagnaritara, samdar af honum sjálfum og 1. hefti af Píslarsögu síra Jóns Magnussonar hér á Eyri við Skutulsfjörð. Hafnargei ðin í Reykjayík. Hún byrjar væntanlega þegar t næsta mánuði, eftir því sem Monberg mannvirkjafræðingurer tók verkið að sér hefir tilkynt borgarstjóra Rvíkur. Petersen mannvirkjafræðingur er var í Reykjavík í vor fyrir Monbergs hönd á að koma þangað aftur til að koma verkinu á stað og með honum annar mannvirkja- fræðingur, sem verður formaður vinnunnar. Ríkiseinkasala á steinolíu á fýskalandí. Það eru fleiri en íslendingar sem þykir skórinn kreppa að fæti, að því er snertir steinolíu- einokun miljónatélags þess er hefir verslun hennar mest með höntíum. Þjóðverjar 'hafa nú tekið það ráð að láta ríkið taka einkasölu á steinolíu þar í landi. Flestir þýskir bankar hafa heitið til þess fylgi sínu. Steinolíufé- lagsdeildin á Þýskalandifór þegar að berjast á móti einkasölurétti þessum og út úr því gekk ríkisbankinn úr öllu viðskifta- sambandi við félagið. Vér íslendingar erum því ekki einir um hituna með tilrauu til að reisa rönd gegn þessu oki. Skipströnd. Gufusk. L e s 1 e y strandaði á Keflavík við Faxaflóa nú í vikunni. Skipið var eign Ágústs kaupm. Flygenrings o. fl. í Hafnarfirði. Um sama leyti rak skonnert S v e n d í land í Þorlákshöfn. Var við vöruflutninga fyrir Lefoli verslun á Eyrarbakka. Nýfur.dnar kynkvíslir, Vilhjálmur Stefánsson landi vo’- í Ameríku kom í siru r úr fjögra ára ransóknarferð or h"an 1 htfir verið í meðal Eskimóa og annara ísstrandabúa. Hefir hann haft margt nýstárlegt úr ferð þessari að segja og flytur ný> komið Lögberg alhskýra grein um það efni og skal hér getið hins helsta. Viljálmur Stefáns-on hefir öll þessi ár tekið upp litnaðarhætti ísstrandabúa að því er fæði og klæðaburð snertir og hefir það sjálfsagt mikið hjálpað honum tit að halda heilsu og brjótast áfram þessar erfiðu ferðir. Hann hefir á þessum ferðum sínum fundið þrettán nýjar kyn> kvísltr. Höfðu tíu þeirra aldrei ;ður séð hvítan mann. Forfeður tveggja höfðu séð einhverja af samferðamönnum Franklíns, og ein kynkvfslin hatði haft sam> göngur við hvalveiðamenn. En það sem mesta nýung má telja af árangrt ransókna þessara er það að Vilhjáimur hefir tundið hvíta skrælingja, er hann telur af norrænu bergi brotna. Kyn, kvísl þessi er um 2000 að tölu. Fullur helmingur er rauðjarpur á hár. bláeygðir, Jjósir á hörund og með bleikt skegg. Þeir búa beggja megin við Coronatiflóann á meginlandi Norður-Ameríku ogViktorielsland (Edvard Island) Amundsen hafði sagnir af þessum hvítu skrælingjum í norð- urför sinni en fann þá ekki. Og ýmsir fleiri heimskautafarar hafa heyrt þeirra getið meðal skræl> ingja en menn hafa aldrei lagt trúnað á þær sögusagnir. Kynkvísl þessi er ólík EskL móum að sköpulagi, hötuðlag, andlitsfall, augnalitur og hára> litur ólíkur. Þeir eru hrokkin- hærðir, ljósskeggjaðir, bjartir á hörund og svipar ekkert til Mongóla. , Þeim bregður í sumu nokkuð til norrænnamanna og íslendinga er byggðu Grænland á 12. öld. þótt lifnaðarhættir séu að mörgu ólíkir. Þeir lifa algerðu villi* mannalífi, enda vex þar enginn jurtagróður nema mosi og krækh ótt kjarr. Á eynni er gnægð hreindýra og með ströndunum er mikið af sel og öðrum sjátar> dýrum. Lifa þeir því eingöngu á kjöti og fiski. Þeir fara með boga og örvar. Bogarnir eru úr pilviðarteinum, bundnum saman með seimi, en örvarnar yddar með tínnuflís eða kopar, sem þeir sprengja úr klettunum eða finna í árfarvegum. Þeir hafa hnífa úr kopar, hornskefta og verkfærum þeirra svipar að nokkru til verkfæra frumbyggja Grænlands, þeir nota beinálar af svipaðri gerð. En ólíkar á- stæður, loftslag og skortar á jurtafæðu hefir breytt háttum þeirra og siðum. Þeir fara oft vistterli og halda ekki lengur kyrru fyrir en fáeinar vikur á sama stað. Þeir búa . ldrei við <trendur fram og því hafa heimskautafarar ekki hitt þá. Vetrarsetu hafa. þeir á ism um úti á miðjum flóa, lifa þar á selum, sem eru innilokaðir í vökum og flytja sigeftir veiðinni. á sumrum fara þeir upp á mlðja eyna til hreindýraveiða og stundum eru þeir á bjarndýra' veiðum. Er bjarndýrategund sú sem þar er, mjög einkennileg. Húsagerð þeirra er þannig að þeir byggja veggina úr snjó og refta yfir með rekavið. Til klæðnaðar nota þeir eingöngu dýraskinn. Skór þeirra eru líkastir skinnsokkum og ná upp á mitt læri, en of tn í þá ganga nokkurskonar stuttbuxur sem ná upp á mitti. Efst er t eyj t og er hún svipuðust kjólbúningi karlmanna hjá menningarþjóðum, sem notaðir eru sem viðhafnan bún'mgur. >Skottið< á skinn-. treyjum þessum er skorið í hvert horn beggja megin við mittis- stað og klauf i pp í það mitt, eins og á karlmannskjól. Allur búninguriun er saumaður og reyrður með þvengjura og hnappar úrbeini. Á einum stað fann Villijálinur keilumyndað hús úr steini og hafa húsarústir af líkri gerð tundist á Grænlandi frá dögum iNor ðmannabygðarinnar þar. Um uppruna þessa kynflokks getur Vilhjáimur þess til að það séu leyfar íslendinga þeirra er bygðu Grænland eftir að Eiríkur rauði tann það 9S5. Getgátur eru um að um 5000 þúsuud norrænna manna hafi flust frá Islandi og Norvegi til Grænlands og sest þar að í tveim bygðum. Sagnir eru um að önnur bygðin hafi eyðst af áhlaupum og ófriði hinna innfæddu. En af hinni ís- lensku bygðinni höfðu menn spurnir til 1400, eða þar til svartidauði gekk. Þá hættu siglingar um htíð milli Græn> lands og íslands og Norðurlanda en þegar þær hófust attur eftir pláguna var hin síðari íslenska bygð á Grænlandi horfin. Ymsar menjar fundust eftir bygðarbúa; gratreitir o. fl. og var þess getið til að þeir hetðu flutt sig búferl um yfir sundin er lágu á milli bygðarinnar og íshafsins. Þar hafi þeir tekið sér bólfestu meðal Eskimóa og blandast saman við þá. Mætti því ætla að þessir hvítu skrælingjar væruafkomend> ur þeirra. Vísindalegur árangur er talinn mjög raikill af ferðum Vilhjálms bæði að því er landmæliugar snertir og þá ekki síður frá mannfræðislegu sjónarmiði. Hann hefir í hyggju að leggja afturaf stað norður í heimskantalönd er hann hefir gert kunnan árangur af þessari för sinni og býst þá við að vera alt að 15 ár í þeirriför, ef honum endist aldur til. Ætl- ar hann þá sérstaklega að ran> saka uppruna hinnar kvítu kyn' kvís'ar í Viktoria Island. Sauðiiþjó naður hefir orðið uppvís í Bolungarvík. Maður einn búsettur þar, Jón Hafliðason, fór vestur í Önundarfjörð í haust og kom þaðau aftur með ó hrúta til frálags er hann þóttist hafa keypt. — Jóni Guðmundssynt bónda á Veðrará hurfu 6 hrútar úr heimahögum milli 1. og 2. gnngna, og þótti grunsamt hvarf- ið. Leitaði hann og spurðist víða fyrir um hrútana og af því sem grunsamt hafði þótt um fjárkaup þessa manns í Bolungarvík —, komst það upp að hann hafði tekið hrúta þessa við veginn, rekið þá norður og gert sér gott af.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.