Vestri


Vestri - 09.11.1912, Qupperneq 1

Vestri - 09.11.1912, Qupperneq 1
XI. ár«r. Mótorbátaiítgerðiii. Á hana er sjáltsagt litið mjög misjöfnum augum af mönnum. Sumir líta svo á að vér værum betur farnir ef hún aldrei hefði komið og allt sæti við gamla lagið og best væri að hún væri úr sögunni sem fyrst. Breyting útvegsins frá árabát um í mótorbáta varð mjög fljót. Á Uum árum mátti heita að ára- bátarnir hyrfi alveg úr sögunni en í þeirra stað risi upp mótor- bátaútgerð. Allar slíkar breyt- ingar kosta auðvitað mikið, einkum þegar nýbreytnin sem kemur i stað þess eldra er marg' talt dýrari. Það er því ekki að furða þótt skuldir hafi safnast við svo skjóta nýbreytni. Hins er aitur á • móti ; ð gata hvert eignir og arður hefir auk. ist að því skapi. Að því er eignirnar snertirer það enginn efi að þær hafa aukist mjög. Utvegsmenn hata nú yfirleitt margtalt meiri eignir undir höndum ekki einungis að því er mótorbátarnir eru dýrari en árabatarnir heldur og í ýmsu öðru er útgerðinni fyigir og húsum og fleiru og þótt skuldirnar séu miklar hafa þó eigur manna vaxið meira. Pá er heldur ekki hægt að neita því, að ársarðurinn hefir yíirleitt vaxið mjög mikið síðan mótorbátarnir komu. Hiutirnir að jafnaði hærri og það þrátt fyrir það þótt nú virðist miklu minna um fisk og lengra að sækja hann en áður var. Enda sýnir reynslan það að þeir sem en stunda veiðar á árabátum afla nú orðið venjulega svo sára lítið að sú útgerð borgar sig margtalt ver en áður var. Sumir munu ef til vil kenna mótorbátunum um slíkt, en þess er þó að gæta að afli á árabáta virðist hafa farið þverrandi jafnt á þeim stöðuru sem lítið eða ekkert er um mótorbáta, t. d. á Arnarfirði og víðar. Yfir hötuð að tala er enginu efi á því að fiskur hefir verið miklu tregari og minni á grunnmiðum en áður. Alt útlit fyrir að aflabrögð heíðu orðið nauðalítil ef mótor< bátarnir hefðu ekki verið komnir og gert mönnum fært að leita lengra og dýpra en áður var unnt. E*að, að mótorbátaútvegurinn hefir gefið mjög mismunandiarð og margir hata tapað á honum» J ESTR Ritstjóri: Kr. H. Jónsson, ÍSAFJÖRÐUR, 9. NOVEMBER 1912. 44. tbl. statar að minni hyggju mest af því að fólk hefir skort kunnáttu til að fiska með þessu lagi. Það hefir svo tilfinnanlega vantað formenn er trúandi var fyrir svo miklu fé, eða færir væru um að reka fiskiveiðar er ættu að geta borið svo mikinn tilkostnaði Dæmin sýna að duglegir og hagsýn ir formenn hata stórgrætt á bátum sínum, án tillits til þess hvort bátarnir hafa verið stærri eða smærri. Það er vitanlegt að það þarf meiri hagsýni til for< mennsku á mótorbát, þar sem rekstursféð skiftir þúsundum. en á árabát þar sem rekstursíéð er aðeins fá hundruð króna. Eg hefi tekið eftir því hvernig unnið er að útveginum. Sumir hafa ávalt nóg að starfa þó ekki sé farið á sjó, eru þá að vinna að afla, bát eða veiðari tærum, en aðrir gera aldrei neitt nema fara á sjóinn láta alt annað draslast eins og verkast vill. Þar vantar alla alúð og um- hyggju til þess að vel geti farnast. Menn taka til þess hve stór* feldur gróði botnvörpuveiðar séu, þegar vel lánast, og láta vel af þeirri útgerð. En þó er það víst að ekkert botnvörpu< skip hér við land hefir gefið hlutfallslega eins mikinn arð og sumir mótorbátarnir. Þess er enn Iremur að gæta að vegna þess hve botnvörpuskipin eru fá er auðvelt að velja úr formönm um fyrir þau. Ætli ágóðinn á þeim yrði ekki lítill ef þeim væri stjórnað at jafn óvöldum mönnum og mótorbátunum. Eg hefi ekki á móti þvf að menn haldi áfram að auka botnvörpungaflotan, — síður en svo — en sú aukning má ekki ganga örara en þroski skipstjóra til að veita þeim forstöðu, ef vel á að fara, það hlýtur líka að verða langt í land þar til allir íslenskir sjómenn geta fengið atvinnu á botnvörpuskipum. Fjöldinn verður að sætta sig við annan farkost. Menn hafa lagt alt ot mikið fé í mótorbátaútgerðina og í henni liggja alt of miklar eignir til þess að annað geti komið til mála, en hún hljóti að verða aðal útvegurinn hér VestaDlands fyrst um sinn, Þess vegna verður að gera alt sem unnt er til þess að hann geti borið sig sem best. Eitt ai því sem nú er mjög ískyggilegt að því er mótoibáta< og selst með óvanalega lágu verði: Flúnei og Bcmesie. Hvítt lérett steiningarlaust, frá B5 au. meter (= 0,22 ai.) Tvisttau margskonar í svuntur, húðsteiktog þvottegta ly tvíbr., frá 0,88 meterinn (= ai. 0,52). Nærföt allskonar. Hálslín, margar tegundir. Sljtsi og karimannaslaufur.: Siúfasirs og Bomesiestúfar, afbragðsvænir. Karlmannafataeini, úvsnalega ódýr. Guðríður Árnadóttir, Hafnarstræti 3. útgerðina snertir er hvað steim olía er í háu verði. Þessi 5 krónu hækkun á fati gerir 150— 500 kr. útgjaldaauka á mótorbát á ári, Auðvitað er það að aflamennirnir geta haldið áfram þrátt fyrir þetta, þótt ágóðinn verði minni, en þeir, sem hingað til hefir barist í bökk< um hjá þola alls ekki slíka hækkun. — Það er því sjáanlegt að það er ekki þýðingarlítið atriði íyrir mótcreigendur hvort úr þessu verður greitt eða ekki. Nú er í ráði að stofnu hluta* félag er taki að sér alla stein' olíuverslun í Jandinu og hefir sérstaklega verið snúið sér til útvegsmanna og sjómanna að styðja þá hugmynd. Undirtektir hafa að vísu verið góðar. Eu þó virðist sem menn hafi gleymt því að hér þarf mikið fé til og verða mem því að taka nærri sér og gera það sem hver og einn framast getur, ef að gagni á að verða, Utgerðarmaður. Hafnarsjóðurinn á Isafirði. Herra ritstjóril í tilefni at grein í 41. tbl. Vestra um bæjarbryggjuáísafirði datt mér í hug að gaman væri að vita nákvamlega, hvað hafnarsjóður væri stór og hvar fé hans stæði. Hvert það er alt svo laust að hægt sé að grípa til þess hvenær sem á þarf að halda. Vill Vestri geta mér og öðrum upplýsingar um þetta; Bæjarbúi. * * * í tilefni at fyrirspurn þessari hefir Vestri leitað upplýsinga hjá hafnarnefndinni og skýrði hún oss frá að hagui sjóðsins við síðustu áramót hefði verið hér um bil þannig. í veðdeildarbréfum Hlutabréf ísl.banka Lán til bæjarins í sparisjóði í sjóði hjá gjaldkera kr. 26,500 — 5,000 •— 15,000 — 9,200 — 110 Samtals kr. 55,810 Aukningu sjóðsins sagði haín> arneíndin að mætti ætla um full 4 þús kr. á ári og væri því ó< hætt að gera ráð tyrir að sjóð' urinn ,yrði um 60 þús. kr. nú í árslokin. Eins og sjá má á þessu yfir< liti, ætti ekkert að vera til fyrir' stöðu með það að hægt sé að grípa til sjóðsíns hvenær sem er et ráðist yrði í að verja honum

x

Vestri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.