Vestri


Vestri - 25.11.1912, Blaðsíða 1

Vestri - 25.11.1912, Blaðsíða 1
ESTR Ritstjóri: Kr. H. Jónsson, XI. árg. ÍSAFJÖRÐUR, 25. NOVEMBER 1912. 46. tbl. Fréttir frá útlöndum. Aukn.tr ófriðarhorfiir. Eins og kunnugt ar hefit Mong- ólíið sagt sig undan yfirráðum Kína, og hefir þar verið yalinn konungur og sett á stofn sjáífstæð stjórn. Var þess getið til að þetta væri gert að ráði Rússa og með tilstyrk þeirra. Þetta hefir nú reynst satt, og hefir samningurinn verið birtur opin- berlega. Hafa Rússar lofað Mongolibúum aðstoð sinni til að halda uppi sjálfstæði þeirra gagn' vart Kínverjum, en fá afturýms sérréttindi og hlunnindi. Kínverjar hafa orðið óðir og uppvægir yfir þessum tiltektum Og hafa sent her norður í Mong- ólíu og ætluðu að taka borgina Kobdo, eu Rússar brugðu við og sendu her til varnar henni. Er búist við að af þessu kunni að leiða til ófriðar milli Kínverja og Rússa. Þess hefir verið getið í sím- skeytum að Austurríkismenn og ítalir hafi hannað Serbum ^að halda liði sínu til Adríahafsins og allar landvinningar þar, en aftur á móti er sagt að Rússar styðji Serba að málum ogvilji gjarnan veita þeim lið. Er litið svo á að Austurríkistnenn og ítalir ætli sér lönd þessi ef bú >hins sjúka manns< kemur til skifta, En það líkar Rússum illa og vilja fremur unna Serbum þess. Ef Austurríkismenn ogítalirgera alvöru úr ógnunum sínum máef til vill vænta að Rússar veiti Serbum og gæti þá farið svo að ófriðurinn á Balkanskaga yrði að algerðum Evróp ó'riði. Það mun líka vaka tyrir Aust- Urríkismönnum að ef Serbar auka lönd sín í námunda við Bosniu °S Herzegovinu, sem Austurríki kastdði eign sinni á lyrir nokkr- um árum, geti það leitt til þcss að þeir missi attur þessi fylki íbúarnir eru þar flestir Serbar, og myndu því máske óska að komast í stjórnarsamband við frændur sina. AfturLá móti er Rússum kapps- Hiál að strendur Adriahatsias séu ftkki í óvina höndum. Þeim yfði ^»ð óbætanlegt tjón, et Dardan eUasundinu yrði lokað tyrir si8Hngum þeirra, því um það %tja þeir mikið at korni eg °ðrum vörum frá löndum sínum Við Svartahafið. Yið útvígi Miklagarðs. í símskeytum í síðasta blaði er sagt, að her Búlgara sé nú kominn í námunda við Miklagarð (Konstantinopel). Hata Tyrkir haft þar viðbúuað mikinn síðan stríðið byrjaði og þeir sáu fyrir ófarir sínar. En í byrjun ófrið- arins voru vígi og varnir aliar í lélegu ástandú Þótt unnið hafi verið af kappi síðan er enn mörgu ábótavant, enda skortir Tyrki fé til sliks viðbúnaðar og fluttu þar að auki mikið af vigvélum til Adrianopel í byrjun ófriðarins. Herskip frá stórveldunum lisrgrja nú á nötninni í Miklagarði og eiga þau, eins og áður er sagt, að vera til verndar kristnum mörjnum. Enda búast menn við að kristnum íbúum verði illa vært í borginni, ef óvinir setjast um hana, þar sem Tyrkir trúa þeim illa og eru þar að auki íullir trúarofsa. Canalejas yfirráðherra Spáni verja var skotinn til bana á götu í Madrid nú nýlega. Morðinginn haitir Manúel Martin og er talinn stjórnleysingi. Canalejas varð yfirráðherra ic;io og þótti mtkilhæfur maður. Carcia Prieto er var fjármálai ráðherra, er nú yfirráðherra. Símfregnir. Ófriðurinn á Balkanskaga. Búlgarar og sambandsríki þeirra hafa boðið Tyrkjum þá friðarskilmála, að þeir fái að halda Miklagarði og dálitlu landsvæði þar í kring, en láti aðrar lendur hér í Evrópu af höndura. Tyrkir hafa neitað þeim kost' um. Búlgarar komnir að útvígum Miklagarðs og sestir um borgina. Á einum stað áttu þeir í all> skæðri viðureign við her Tyrkja og urðu að hörfa til baka aftur. líjörn Jónsson látinn. Björn Jónsson fyrrum ráðherra lést í gaer kl. 4 f. m., úr hjarta- slagi. Hafði legið mjög þungt haldinn siðan á miðvikudag. Slys. Jens Pálsson prófastur meidd- ist mikið síðastl. miðvikudag. Ætlaði frá Hafnarfirði og heim Hattvirta viðskiftamenn mína, sem ætla að fá sér ný töt íyrir jólin, aðvara eg um að senda pantanir sínar nú þegar, áður en nátíða-annirnar komast i algleyming. Virðingarfylst: M. Jeppesen, klæðskeri. Mikiö úrval af failtgum liBUlll meö lægsta verM eg miklar uirgoir af MfflÚMÉtDaflÍ. Mikill afsláttur. Yerslun Guðrlðar Árnadöííur. að <3rörðum ríðandi. Þegar hánn var að fara á bak fældist hést- urinn, en síra Jens festi fótinn í ístaðinu og dró hesturinn hann nokkra stund þar til hann lesnaði; *n hesturinn stökk h©im laus. — Meiddist síra Jens mjög mikið, brotnaði viðbeinið og þrjú rif og lungun skemdust eitthvað svo blóð gekk upp úr honum og svo hefir hann fengið lungnahimnu- bólgu. Hann hefir legið í Hatn- arfirði síðan og er talið mjög tvísýnt um lít hans. Lántaka landssjóðs. Ráðherra hefir lánast að tá 1 milj. kr. að láni tyrir landssjóðs hönd meðótrúlegagóðum kjörum, ekki sist þegar tekið er tillit til vaxtahækkunar þeirrar sem þá var að komast á. Helmingur lánsins kvað vera tekinn hjá hinu konunglega danska lítsá- byrgðarfélagi, en hinn helming urinn hjá Stóra horræna télaginu. Alþlueistíðfudiii. Prentun á umræðum í efri deild og sameinuðu þiugi lokið, en ekki búið að prenta nema 4 hefti af umræðum neðri deildar. Isafoldarprentsmiðja hefir prentun neðri deildar umræðanna. Sjðgangur og ofviðri. í ofviðrinu um daginn hafði verið sjógangur mikill og ofsarok á Langanesi sem gerði alhmikið tjón á bátum. húsum og skipum. T. d. er sagt að á einum bæ þar hafi sjógangurinn brotið fjós með 3 kúm; komst aðeins 1 þeirra lifandi af. 2 mótorbátar og 1 uppskipun. arbátur brotnaði í spón á Þórs- höfn. Vélarbátur fórst á Eyjafirði nýlega og druknuðu tveir menu. Formaðurinn hét Gi}ðmundur Jörundsson úr Hrísey. Skipströnd. Fiskiskipið Sam. son, eign Ásgeirs kaupm. Péturs' , sonar á Akureyri, rak nýlega á sker í Krossnesbót, þar sem það lá í vetrarlagi, og sökk. Annað fiskiskip, Fremad, eign Snorra Jónssonar kaupm. rak á norskt flutningaskip og brotnaði mikið. Eitt norskt flutningaskip rak í land. Islensk orðabók, sem Jón Ólafsson ritstjóri hefir verið að semja, er nú byrjuð að koma út. Fyrsta hetti sagt fullprenh að. Sterling kom hingað 24. þ. m. Með henni kom Jón H. Sigi mundsson 'trásm. og smiðir þeir er með honum voru í Vestmanna* eyjuru og einhverjir fleiri farþegi ar. Skipið tekur hér talsvert af fiski og ter því ekki fyr en á miðvikudaginn.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.