Vestri


Vestri - 03.12.1912, Blaðsíða 1

Vestri - 03.12.1912, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kr. H. Jónsson. ÍSAFJÖRÐUR, 3. DESEMBER 1912. 47. tbl. Carlsberg bruggbúsin Carísberg mæla mrð l'yó;:z skattefri Carlsberg skaltefri porter hinni extraktríkustu af iilium portertesundum. Carlsberg' scdavatn er áreiðanlegfa besta sðdayatn. Háttvirta viðskiftamenn mína, setn ætla ad fá sér ný töt fyrir jólin. aðvara eg um að senda pantanir sínar nú þegar. áður en hátiða-annirnar komast í algleyming. Virðinsarfylst: M. Jeppesen, klæðskeri. XI. árg. Símfregnir. Ófriðurinn á Balkanskaga. Síðustu útlendar simfregntr segja að nú sé verið að semja um vopnahlé á Balkanskaga. Albanía hefir verið auglýst sjálfstætt riki. Stórveldafundur í vændum til að semja um friðarskilmála. Síra Jens Pálsson prófastur i Görðum lést síðastl. fimtudag. Jarðartör hans fer fram 6. þ. m. Jarðarför Björns Jónssonar fer fram 6. þ. m. Konungur hefir veitt iomönn~ um hér á landi uppgjöf saka. Mohelsyerðlaunin. Þeim hefir nýskeð verið úthlutað og hlutu þau þessir: í læknisfræði: dr. Alexis Carrel, lækni við Rockefeller-stofnunina í New York. í cðlisfræði: Oustaf Dalin verk. fræðingi í Stokkhólmi. í efnafræði: Grignard, prefessor við háskólann i Nancy, og Sabat' ier, prófessor við háskólann í Toulouse á Frakklandi. í bókmentum: Gerhart flaupt mann, þýskt skáld, einkum trægur lyrir leikritagei ð. Verðbréfalall í JPýskaliindi. Síðan óíriðurinn hófst á Balkam skaga hafa ýms verðbréf fallið mjög á þýskalandi og stafar það ai því að Þjóðverjar eiga mikið ié hjá Tyrkjum, eða urn 700 milj. kr, Ennfremur hafa þeir hatt allmikla verslun við Balkanríkin. 1910 versluðu t»jóð> verjar við Tyrki fyrir 65 milj. kr. og fyrtr 90 milj. kr. við sami bandsþjóðirnar sem nú eiga í ófriði við Tyrki. Vopna- og: yígTéla búnaður Tyi'kja þykir standa mjög að baki herbúnaði mótstöðumanna þeirra. Tyrkir hafa keypt her- búnað sinn af Þjóðverjum og Þýskir hervirkjafræðingar bygt flest vígi þeirra. En mótstöðu menn þeirra hata vopn sín og vígbúnað írá Frakklandi, og þykir það nú sýnt að franskur herbúnaður gefi góða raun. + Björn Jónsson tyry. ráðherra lést eins og áður hefir verið getið 24. f. m. Hann var tæddur í Djúpadal í Barðastrandarsýslu 3. okt. 1846, sonur Jóns Jónssonar hreppstjóra og Sigriðar Jónsdóttur konu hans. Hann tók burtfararpróf úr latínu- skólanum 1869 og sigldi þá á Kaupmannaháfnarháskóla. tók þar heimspekispróf og las lög> ftæði, en lauk aldrei því nárni og kom til Reykjavíkar 1874 og stolnaði blaðið Ísaíold og keypti um sama ieyti prentsmiðju Einars Pórðarsonar og rak blaða og bókaútgátu, prentsmiðjuog bóka- verslun þar til hann varð ráð- -7 herra 1909. Liggja eftir hann mikil ritstörf, einkum blaða> og ^ tímaritsgreinar, , Hannvar þingm. Strandamanna 1879 og Barðstrendinga síðan j 1908. Oft stóð hann framarlega í starfi ýmsra félaga og var tor. seti Bókmentafélagsins 1884— 1894. Ráðherra íslands var hann frá 1909—1911. Giftur var hann Elísabetu Sveinsdóttur prófasts frá Staða. stað Níelssonar, og lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru 4: Guðrún, kona Þórðar Palssonar læknis, Sveinn yfirréttarmálfærslumaður, Sigriður, ógift, og Ólafur, sem nú er ritstjóri ísafoldar. Birni voru flestir hlutir vel getnir, gátumaður mikill, áhuga> samur og kappgjarn og járn> duglegur að hverju sem hann gekk. Hlífðist hann þá oft lítt við að koma sínu fram. Allan sinn langa blaðamenskuferil tók hann þátt í öllum málum er voru á dagskrá hjá þjóðinni. Sjaldan mun hann hafa verið frumkvöðull að nýjum stefnum, en fylgdi hverju máli fast tram meðan hann léði því lið sitt. Hann var skjótur til framgöngu eins og Vígastyr er var fyrstur til víga af liði Steinþórs á Eyri, er bardaginn stóð á skriðunni Geirvör í Áltta- firði. En eins og Styr ^ar skjótur að ganga í flokk Snorra og jatn. snar til vígs er hann hafði í hann gengið, eins hlífðist Björn ekki við að ganga hart til sóknar gegn því er hann áður hafði fylgt, et hugur hans var snúinn og önnur stetna náði liði hans. Annars virðist Birni hafa svipað til ofurhuga fortíðarinnar f fleiru. Því á sinn hátt eins og Vermund- ur sótti fast að fá berserkina hjá Norvegskonungi, af því að hann taldi sig þá fá meðul til að koma hverju sínu fram, en fann ekki vanmátt sinn til að halda þeim í sketjum, eios sótti Björn fast að verða ráðherra, er flokkur hans komst í meirihluta 1909, — til þess auðvitað að koma sínu fram —, en ofurhugur hans tók ekki tillit til þess, að þar hafði hann beðið um ofjarl sinn, enda var hann þá farinn aðkröft- um og heilsu og svignaði því eins og reyr af vindi skekinn fyrir áhrifum sér verri manna. Ef hann hefði náð þeim völdum meðan starfskraftar hans og heilsa var óbilað, má vænta þess að hann hefði eiúhverju gagnlegu til vegar komið. En sem blaðamanns mun hans lengi getið, og að manngildi til var mikið í manninn spunnið. Métorbátur sekkur. Á laug. ardaginn var kom upp leki á mótorbátnum >Export< úti á fiskimiðum, komust skipverjar með nauðum í annan bát úr Súgandafirði, er var þar nærri, og sökk báturinu litlu síðar. Báturinn mun hafa verið eign kaupmanns nokkurs í Norvegi og hafði verið óvátrygður. Slys af skoti. 18. f. m. gekk Einur Magnússon í Stardal f Mos' fellssveit til tjár og hafði með sér byssu, því að hann ætlaði að skjóta rjúpur um leið. Hann tanst síðan örendur á víðavangi, hafði skot hlaupið úr byssunni og orðið honum að bana. Hann var efnilegur maður, vart hálf- þrítugur. (>Ingólfur<) Skipstrand. Enskt botnvörpu* skíp strandaði við örætasand t8. f. m. i skipverja druknaði. liæjarbruni. Bærinn að Snóks> nesi í Arnessýslu brann fyrir skömmu ásamt geymsluhúsum er áföst voru við hann. Alt óvátrygt. líarn drukknaðí. Piltur á n. ári i Reykjavík datt út af bryggju og druknaði 21. t. m. lh'ukknun. Sesselja Jónsdóttir húsfreyjaá EfriiSandvík í Flóa í Arnessýslu fanst örend í pytti þar í túnjaðrinum fyrir skömmu. Eyrbyggjasaga hefir nýlega verið gefin út á norsku f >Det Norske Samlag<. Jakob Sver- drup hefir séð um útgáfuna, \esta kom hingað í gær og fer aftur á morgun. Með henni kom Einar Jónsson afgreiðslum. o. fl. farþegar.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.