Vestri


Vestri - 07.12.1912, Síða 1

Vestri - 07.12.1912, Síða 1
Ritstjórí: Kr. H. Jónæon, XI. ápg. ÍSAFJÖRÐUR, 7. DESEMBER 1912. 48. tbl. + Jens Ö. P. Pálsson prófastur í (xnrðum. Eins og getið er um í síðasta blaði lést síra Jens Pálsson af slysi því er honum vildi til fyrir skömmu, og getið hefir verið um áður. Jens Ólafur Páll, svo hét hann fullu nafni, var fæddur að Skarði á Skarðs' t>ö:id. Foreldrar hans voru síra Páll Jónsson Mat- hiesen, sem síðast var prestur í Arnarbæli (d. 9. febr. 1880) og kona hans Guðlaug Þorsteins- dóttir bónda í Núpakoti Magn- ússonar. Hann varð stúdent 1870 Og útskrifaðist frá prestaskólan- um í Reykjavík 187;, tneð I. eink. Vígður 2. nóv. 1873, sem aðstoðarprestur föður síns að Atnarbæli. Fékk veitingu fyrir Þingvallaprestakalli 1879 Fékk Utskálaprestakall i386 og Garða- prestakall 1895. Hann hefir verið prófastur í Kjalarnesþingi síðan 1900. Hann var kvæntur Guðrúnu Pétursdóttur organleikara Guð johnsens í Reykjavík og varð þeim eigi barna auðið, en ólu mörg börn upp að meiru eða minna leyti. Síra Jens var þingmaður tyrir Dalasýslu 1891— 1899 og Gull- bringu- og Kjósarsýslu síðan 1908. Á hinum fyrri þiugum sem hanu sat þótti hann all framgjarn og latti síst nýjunga, en stefna hans, valtýskan, olli því að hann misti traust kjósenda í Dalasýslu og komst því ekki að, þótt hann byði sig fram hvað eftir annað. Á þingunum 1909 og 1911 var hann forseti etri deildar og naut jafnan allmikils álits í flokki sínum. Aukprestsskaparog þingmensku var hann allmjög við almenn störf riðinn í héraði og sveita- málum, enda var hann maður framgjarn og félagslyndur. Hann var mjög áhugasamur Good Templar og þar eins og víðar liðsmaður góður. Síra Jens var mjög hjálpfús maður og höfðinglyndur; styrkti hann marga fátæka menn til menta og lét sér jafnan ant um bágstadda. Hann lét sér mjög ant um skyldustörf sín sem klerkur og stett sína, og var stórhuga bóndi Og nýbreytnismaður í mörgu. OLASALAN er byrjuð. Stærsta úrval í bænum af leikföngum og jölagjöfnm fyrir kvenfölk og karlmenn. Komið og reynið. ímL Goöríöar ÁMitir. Lesið auglýsinguna á 3. síðu. Gestrisnin á Islandi, Eins og kunnugt er komu allmargir landar frá Ameríku skemtiferð heim til íslands í sumar til að finua ættraenn og fornkunningja og skoða gamla átthaga og terðuðust sumir þeirra hér víða um. Hafa þeir auðvitað haft frá mörgu að segja er þeir komu aftur vestur og er frái sögn þeirra að sumu leyti komin inn í vestanblöðin. Meðal annars sem vakið hefir bæði eftirtekt og umræður er grein ein í Heimskriugju sem ber íslenskri gestrisni mjög illa söguna. Ekki skntar höt. með nafni en segist hafa ferðast um Suður« og Austurland ásamt konu sinni. Telur hann íslenska gestrisDÍ hér að mestu útdauða og átelur mjög okur og ágengni er á ýmsum stöðum eigi sér stað. Grein þessari hefir verið svar> að af ýmsum Vestut>íslending> um sem hingað komu í sumar, er telja greionina fara með öfga og bera íslendingum hér heima alt öðruvísi söguna, Þeir sem greininni svara láta hið besta yfir viðtökunum hér heima og virðast haft hina mestu skemtun at ferðinni. Enda ætti íslendingum hér heima að vera metnaðarmál að taka vel á móti löndum sem koma heim áftur, þótt um stundarsakir sé. Þeir sem lengi hafa verið burtu geyma helst það góða f minningunni um ættjörð sína og koma hingað vonglaðir til að ryfja slíkt upp og er því illt og leitt ef þeir þurfa að verða fyrir vonbrigðum. W Lang-stæ; sta “ípf jólaútsala b æ j a ri n s. Min góðkunna og aiþekta jélaútsala í EDINBORG á ísafirði byrjar laugardaginn þann 7. desbr., og til- kynníst aimenningi verð á öllum belstu nauð- synjavörum, sem seldar verða á ðtsölunni: Riigmjöl í i/i sekkjum kr. 16,75.\ do. / Vs — 8,65. 1 1 • 0 -Ö - 4,55. Rils / sekkjum — 27,50. do. í smásölu - 0,í*v« V. Kilo. Haframjöl i sekkjum — 13,25. do. í smásölu — 0,U — '— Hveiti í Va sekkjum — 13,25. do. í smásölu — 0,1í — — Kandís í kössum - 0,26'/2 7a Kilo. do. / smásölu - 0,271/s — — Melís í kössum og toppum - 0,251/, — — Do. í smásölu — 0,27 — — Kaffí - 0,86 — — Export L. D. — 0,46 — — Rjól — 2,45 — — Rulla í stgkkjum - 2,70 — — Do. í smásölu — 2,86 — Hlð ágœta margarine frá 0,50—52. öu vefnaöarvara, skótau og vindlar verður selt með 2O°|0 afslætti sé keypt fyrir minst 2 kr. í einu. Og þess utan mjög mikið af vörnm í Nýlenduvörnbúðinni með 15°|o afslætti. Engin útsala í bænum jafnast á við útsölnna í EDINBORG,

x

Vestri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.