Vestri


Vestri - 11.12.1912, Síða 1

Vestri - 11.12.1912, Síða 1
Ritstjóri: Kr.,H Jónsson, XI. árg ÍSAFJÖRÐUR. ii. DESEMBER 1912. 49. tbl. Símfregnir. Sambandsmálið. Þessir þingraena hata átt íund med sér undanfarna daga: Eiríkur Briem, Hannes Hafstein, Jóhannes Jóhannesson, Jón Jónatansson, Ágúst Flygenring, Björn Þorláksson, Jón Jónsson, JÚlíus Havsteen, Lárus H. Bjarnason. Sigurður Sigurðsson, Björn Krútjansson, Einar Jónsson, Eggert Pálsson, Jón Magnússon, Jón Ólafsson, Kristján Jónsson, Magnús Andiésson. Gaf ráðherra þeira þar skýrslu um þá kosti, sem Danir myndu nú gauga að t sambandsmálinu, og hvernig frumvarpið myndi líta út með þeim breytingum, Var málið allmikið rætt, en engin atkvæðagreiðsla um fylgi við það fór fram. Ekki hafði ráðherra heimild til að birta opinberlega brryt- ingarákvæði þessi. En fundurinn komst að þeirri niðurstöðu, að sjálfsagt væri að fá leyfi til þess og birta svo uppástungurnar, svo þær gætu orðið ræddar og at> hugaðar áður en nokkur afstaða væri tekin í niáliuu. Hefir nú ráðheria sent símskeyti því við- víkjandi, en svarið er ókomið enn. Blaðið Ingóifur sendi út fregn* miða í gær um samningsákvæði þessi, en hin blöðin hafa andmælt með fregnmiða að frásögn Ing" ólfs væri rétt. Borgarafundur kallaður saman í Bárunni í gærkveldi. — Kom þangað margt nianna. En eftir að fundarboðendum var bent á, að málið lægi ekki svo ljóst fyrir að hægt væri um það að ræða, og rétt væri aðbíða þang- að til málið g*ti legið fyrir, léllust iundarboðendur á það, og var þá íundinum hætt. Efni tillaganna er ekki hægt að birta að svo stöddu. Þær ganga í sumum atriðum lengra ®n sumum skemra en millilanda- nefndarfrumvarpið. Þó skal þess getið að fregnir þær sem heyrst haía um tvö atriði er tillögurnar fari skemra en trv. millilandai nefndarinnar eru ekki rétt hermd' ar, eins og upplýsast mun þegar tillögurnar verða birtar. Strandf'erðirnar næsta sumar verða íarnar af Hólum og SkáK holti, með svipuðum viðkomm stöðum og verið hefir, og fara þeir 4 strandterðir hvor. Auk þess eiga þeir að fara 6 hring. ferðir kring um landið. ÞaO íer alt sömu leiðina. í fundargjörð Vestur-ísfirðinga, sem bírt er f 47. tbl. Vestra, er þess getið að fundurinn hafi verið sammála um. að telja það mjög varhugavert hve mentastofnanir landsins — æðri skólarnir — drægust til kaupstaðanna, og bendir fundurinn jafnrramt á, að heppilegra myndi að hafa skól- ana dreifða og til sveita, menta- skóiann í Skálholti, kennaraskól* ann á Bessastöðum og kvenna- skólann á Þingvöllum. Ekki skal eg um það deila- hvort tiliaga þessi er heppileg, enda má mikið á milli vera, að fara nú að draga burt úr Reykja- vík aftur það sem þangað er komið, eða halda áfram eins og verið hefir, að draga þangað alt laust og fast utan af landinu. En það virðist einmitt hafa verið stefna -=íðustu ára. Margt virðist benda á það, að straumurinn tii Reykjavikur sé nokkuð ör, enda flest sem að því styður. Höfuðstaðarnafnið hefir í sjálfu sér mikið aðdráttar- afl og laðar þangað hugann. Samgöngurnar eru þingað mest- ar og bestar. Skóiarnir eru þar allir hinir helstu. Þar er og fjöhnennið mest. Ennfremur hefir verið meira að Reykjavík hlúð en nokkrum öðrum bæ landsins. Eg segi þetta ekki af því, að eg sjái ofsjónum yfir því eða telji það eftir. Það er sjálfsagt fyrir hverja þjóð að hlynna að höfuðstað sínum og efla viðgang hans. En' það má ekki hugsa um hann einan. Það er lítils vert þótt hötuð unglingsins stækki et allir aðrir limir líkamans eru þroskalausir eða visna upp. Eins ei með hötuðstaðinn. Hann verð ur að vaxa í samræmi við aðra landshluta, en meira ekki. Ann- ars er vöxturinn óeðlilegur og ekki at heilbrigði sprottinn, Eitt at því sem höfuðstaðurinn, Reykjavík, hefir að mestu til sín Carlsberg bngohúsin niæla með Caílsberg "yá™z skattefri yínamlalítið. extraktríkt, bragðgott, endinsargott. Garlsberg skaítefri porter liinni extraktríkustu af öllum portertegnnduni. Carlsberg“ scdavatn er áreiðanlega besta sódayatn. Jólaútsalan í EDINBORG beldur áfrara (sbr. síðastablað). Það er áreiðanleaa besta jöla- útsalan í bænura. i 1 Jóla- og i aýárs-y POST-k ort. Verslun S. Guðmundssoncr. dregið eða haldið hjá sér er fé það sem bankarnir hafa tii um- ráða. Að visu hafa þeir báðir útbú út um landið, og í byrjun fengu þau nokkuð fé til útlána og umráða. Þegar íslands bar.ki kom gat ekki Reykjavík tekið á móti öllu veltufé hans. En nú á síðari árum hefir stefna þe >s banka verið sú að draga inn svo mikið fé sem unt hefir verið á útbúum sínum. Ekki til þessað geta veitt það attur þartilnýrra og nytsamra fyrirtækja, nei held- ur til þess að geta velt því í Reykjavík. (Frh.) J BLASALAN er byijuð. Stærsta úrval í bænum af leikfðngura og jólagjðfnm fyrir kvenfólk, karlmenn og börn. Lítið inn! Versl. Goírir iniior. Lesið auglýsinguna á 3. síðu. Tíðarfar heldur storroasamt og ekki gefið á sjó nú í hálfa aðra viku. Hér inni hefir þó verið fremur milt veður og lítið frost. í dag hefir verið allmikil snjókoma. Síld (um io tnr.) aflaðist i Skötufirði um helgina. Næsta blað kéraur út um helgina. L

x

Vestri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.