Vestri


Vestri - 14.12.1912, Blaðsíða 2

Vestri - 14.12.1912, Blaðsíða 2
198 V E S 1>R 1 50. tbL Reynið mínar 2nýju gæðategundir af Tvisttauum og Bemesie og þá munið þér aldrei kaupa^annað. Verslun Guöríöar Árnadóttur. •m >e*)00C*»0«C**30CO000C*30CX*30C5C»<»esq>C< JOt»{ JOOO*>et >ooot • ð I ð Skúfatnaðurinnhié "* Ma°núBmyni• **>•»** 8 og ódýr. — Ávalt miklu úr að velja. 11, ísafirði, er traustur, fallegur 8 •»oot»oo(»<Kx»ocxiaocxiaoot»uet400ooot>otiecta(aQ(»(MK«a(* veiðasjóðinn hefir farið alveg sömu leið og bankana, nema hvað meira hefir að því kveðið. Menn út um landið hafa haft hans sáralítil eða engin not. Reyk vfkingar hafa þar setið fyrir öðrum. Fé sjóðsins er að vísu takmarkað, en ætlunarverk hans er að verða að gagni útgerðar- mönnum yfirleitt, án tillits til búsetu, þótt svona hafi nú farið í reyndinni. Eg veit að vísu að margir muni nú vera mjög bjartsýnir um framtíð Roykjavíkur, — einkum síðan vissa fékkst fyrir að höfnin yrði bygð. — En það er margur staður hér á landi byggilegur, ef ekki skorti fé til þess að koma upp þeim atvinnurekstri er þar ætti góða aðstöðu og líklega framtíð. Að því er fiskveiðar snertir stendur t. d. ísafjörður betur að vígi. En aðstaðan dug- ar lítið þegar féð vantar, því það er afl þeirra hluta sem gera skal. Utgerðarmaður. Símfregnir. f ríveldasambandið milli Þýskalands, Austurríkis og Ítalíu hefir nú verið endurnýjað til 7 ára. Óíriðarhorfur sífelt að aukast milli Austurríkis og Serbíu. — Austurríkismenn eru í hinum mesta vígahug. Þar eru nú tveir harðsnúnir flokkar og vill annar ólmur stríð, en hinn viðhalda friðnum. En sá sem ófriðinn vill er talinn í allvissum meiri- hluta á þingi og hjá þjóðinni. ófriðarinn. Um stríðið á Balkanskaga, milli Tyrkja og sambandsþjóðanna, er nú ekkert getið. Þar bíða allir átekta þar til friðarfundurinn kemur saman, sem verður nú í byrjun næstu viku. Sambandsmálið. At því er ekkert nýtt að segja. Tillögur þær sem ráðherra lagði fyrir þingmenn, og líkur voru til aðDanir myndu ganga að.hafa ekki verið birtar enn og ekki kunn* ugt um að neitt svar sé komið um hvort þaer verði birtar. Lausatregnir þær sem borist hafa um málið benda á, að Danir séu nú tregir til samninga og óþjálli að ýmsu leyti en þeir voru 1908. En sé svo, að vér náum nú ekki jafngóðum kostum og stóðu til boða 1908 og þá var hafnað, sýnist ekki annað fyrir hendi en að láta málið hvíla sig um skeið, þar til betri byrs er að vænta. Fréltabréí frá íslandi. Norskur ferðamaður sem ferð> aðist hér um land í sumar hefir skrifað ferðapistla í norsk blöð sem áður hefir verið getið um í Vestra. Um þjóðlíf vort og iitnaðarhætti segir hanu: Á íslandi er útbreiddur ung1 raennafélagsskapur svipaður og í Norvegi. Hann hefir tekist á hendur að vinna að ýmsum al- þjóðamálum og öðru er landinu má gagna. Sumstaðar þar sem smjörbúin eru ekki rekin nema á sumrin eru þau notuð fyrir samkomur ungmennafélaga á veturnar. A sumriu gangast þau oft fyrir héraðssamkomum. í sumar var ein haldin að Grund. Ungmennatélag Reykja. víkur vinnur mikið starf íyrir æskulýðinn og sterkasti kraftur þass er Guðbrandur Magnússon. Upp til sveita fékk maður jafnan góðan mat og það leit út .fyrir að íólk lifði vel. ísland hefir gnægð af kjöti og fiski. Súrsaður hvalur þótti herra. mannsmatur og konurnar eru vel að sér í matartilbúningi. Kafii er þjóðdrykkur á íslandi og er drukkið enn meira en í Norvegi. Þar sem heitar laugar eru voru brauð bökuð á þann hátt að þau voru látin í potta og grafin niður. Þar láu þau 6—24 klst. eftir því sem hitinn var mikill. Brauðið varð brúnt eins og mór, en sérlega bragð- gott. Það var kallað hvera. brauð. íslendingar eru metnaðarroenn í framgöngu og oftast vel til fara. Við alt erfiði fara þeir vel með hendurnar. Það er al> títt að róa, slá og raka með vetlíngum í mesta sumarhitanum. Mörgum íslendingum er tamt að blóta. Jafnvel prestar og ungar stúlkur sögðu oft >and- skotinn<, f því sambandi er ósæmilegt var. En íslenska heim- ilislífið er blítt og kærleiksríkt. Og það virtist oft fegurra en hjá oss. Samtalið er jafnan alúðlegt og það leyndi sér ekki að það kom frá hjartanu. Þegar skyld- menni heilsast eða kveðjast kyssast þau. Oftast var þetta vel meint, og hafði eitthvað hátíðlegt við sig — en stundum var það kalt og innihaldslaust, gert af gömlum vana — og þá eiga kossarnir illa við. A far þegaskipunum kvað oft svo mikið að þessu, að óhætt er að segja að betur færi að það væri nokkuð minna. Hver sem ferðast um ísland, milli embættismanna, atvinnu- rekenda, bænda og sjómanna og kynnist þeim, hlýtur fljótt að játa að þjóðlífið er ríkt og fagurt. Menn eru reyndar oft seinlátari en æskilegt væri. Það er víst vani, af því oft er lítið að gera og tíminn ekki vei notaður. Víða hefði litið betur út, et túnið og nágrennið við bæjarhúsin hefði verið betur hirt og meiri reglusemi. En það er ot mikið að heimta að öll heimilin séu fyrirmyndar- heimili. Þegar maður lítur á það yfirleitt, og íhugar hvað landið er einangrað og ijarri öðrum löndum, hlýtur mann að furða hve fólkið er vel mannað Menn vinna trúlega á sinn hátt og flestir eru sjáltbjarga í öllu. — Bóndinn er oft bæði iðnaðarmað- ur og bóndi og á öllum stærri býlum eru smiðjur. Konurnar á Islandi standa et til vill enn hærra en karlmenn irnir. Þær eru mjög iðjusamar við öll bústörf og þrátt fyrir það anna þær að gera heimilið þægi legt og íagurt. íslendingar eru laglegir og karlmannlegir og íslenskar kouur eru mjög triðar. At þjóðlegum listum er ínest uppáhald á því, sem garnalt er. Margar konur sauma sér nú gamla íslenska þjóðbúninginn til að halda honum uppi. Upp af þessu þjóðlífi vaxa nú fleiii og fleiri listarnenn, skáld, tónskáld, listamenn og royndhöggvarar og málarar. Það lítur út tyrir að íslendingar séu þar á leið til fagurrar framtíðar, og þannig hlýtur það að verða fyrir þjóð, sem kominn er at hiou no ræna fornkonungablóði. ísland er skógsnautt land, og það sem lslendingar netna skóg er oft að eins kjarr. — En við Mývatn, í Fnjóskadal og á Hall* ormsstað eru samt birkiskógar, og eru hæðstu trén 31 tet. — Skógrækt er nú víða byrjuð. A Mosfellsheiði, Þingvöllum og Akureyri gengur það vel. Skóg< ræktarstjórinn Kofoed Hansen ferðast mikið um. Það hata verið gróðursett tré frá Danmörku og Noregi, og norsku trén gefast best. — Uugmennafélögin eiga stórt skógræktarland við Þing< vallavatn. Þar sem svo lítill skógur er í landinu verður trjáviður mjög dýr. Við sjóinn er allmikill rekaviður, en upp til sveita er alt erfiðara. Þar er mest notað torf. Við sjávarsíðuna eru til bjálkabygð hús úr gömlu skipsi timbri. Upp til sveitá eru pen* ingshúsia bygð úr torfi með stöfum og árefti; þau líta oit út eins og vörður. íbúðarhús úr torfi eru nú að leggjast niður. En mörg hús eru bygð úr bárujárni, og eru bæði hentug og góð, en kulda- leg ásýndum. Gömlu torfhúsin eru í betra samræmi við íslenskt útlit. Nú síðast er byrjað að byggja úr steinsteypu. Það er kallað að steypa — ekki byggja. A þénnan hátt eru steypt stón hýsi og brýr, jafnvel réttir eins og Þverárrétt, sem er stærsta rétt á íslandi, með 23 dilkum. í slíkum réttum hirðir hver bóndi fé sitt á haustin. Skóggræðsla er nú eitt stærsta málið á dagskrá þjóðarinnar, og þjóðin er farin aðunna skóginum. A Hvanneyri hetir verið steyptur hár sementsgarður til hlifðar skóginum og Alþingisgarðurinn er umgirtur háum steinvegg og vau þar mörg fögur tré. Reyni. viður og björk vex vel á íslandi. Við tjörnina í Reykjavík á að byggja skemtigarð. Það er með ísland eins og Norveg. Skóg urinn mun vaxa upp við hliðina á hinum nýji þjóðaranda og með tímanum mun grænn skógur klæða hina gömlu sagnaey í torna fegurðt, Guðsþ,ónusta verður haldin I kirkjunni á moigun kl. 41/, e. m. Síld hefir fiskast nú í vikunni inn í Skötufirði. Afli. Fáeinir bátar fóru á sjó í gær og öfluðu lítið.J Jiálfunda og skemtifélaj er nýstofnað hér í bænum, og ætlar það að halda tvo málfundi og tvær skemtisamkomur á mánuði yfir veturinn. ííý-trúlofui ®ru Máltriður Sumarliðadóttir og Páll Krist* jánsson trésatiður hér í bænum. Næsta blað kemur út á föstu< daginn. UogmennaféLfandiir á morgun. (Sjá götuauglýsingar).

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.