Vestri


Vestri - 21.12.1912, Side 1

Vestri - 21.12.1912, Side 1
ESTRI. Ritstjóri: Kr. H Jónsson, ÍSAFJÖRÐUR, 2i. DESEMBER igi2. 51. tbl. Carlsberg brugghúsin mæla með Carisberg skattefri Yíuaiulalítið, extrafetríkt, bragðgott, eiuUngargott. Carlsberg skattefrí porter hinnf extraktríkustu af öllum portertegundum. Carlsberg scdavatn er áreiðanlega besta sódayatn. XI. árg. { Símfregnir. Friðarsamningarnir byrjuðu í Lundúnum á mánu dagskvöldið. Edward Grey hefir verið valinn heiðursforseti fund arins. Tyrkir mótmæla að Grikkir taki þátt í fundinum með því að þeir hafi ekki verið með að semja vopnahlé. Grikkir og Tyrkir halda enn þá áfram að berjast. Sambandsmálið. Nú hefir verið birtur árangur- nn af erindi ráðherra í málaleitun ans við Dani um sainbands málið. Helstu breytingar frá frumvarpi millilandanefndarinnar eru: ísland nefnist >ríki< í i. gr., og ýmsar orðabreytingar gerðar í orðalagi, er áður hefir vaidið nisskilningi og yfir höfuð flestar breytingartillögur minnihlutans á þingi 1909 og sambandsmanna (bræðingsins) frá síðasta sumri teknar til greina. Danir mega ekki gera hér hervirki eða herskipahafnir né hafa hér herlið, nema með sam- þykki alþingis. Engir samningar við erlend ríki gilda fyrir ísland, nema með samþykki réttra íslenskra stjórn arvalda. íslendingar hafa heimild til að skipa sérstakan íslenskan ráð- heria, er sitji í Kaupmannahöfn, til að gæta hagsmuna íslands í sameiginlegum málum. Hann má ekki gegna öðrum stjórnar störfum og skal bera ábyrgð fyrir alþingi, en eiga sæti í ríkis- ,ráði Dana. í tveim atriðum fara tillögur þessar skemra en frumv. millí- landanefndarinnar: 1) Fæðingar- rétturinn er sameiginlegt mál, er Danir hafa einir rétt til að veita, þó má ekki veita neinum fæð ingarrétt á Islandi nema með samþykkiíslenska stjórnarráðsins. 2) Strandvarnir og landhelgi er sameiginlegt fflál. Ef Danir segja upp strandgæslunni missa þeir landhelgisrétt hér, en Færey- ingar halda honurn eftir sem áður. En þótt íslendingar óski að taka að sér strandvarnir er landhelgisrétturinnsameiginlegur eins og áður. Jafnframt tillögum þessum er birt athugasemd frá ráðherra þar sem hann lýsir því yfir, um leið og hann gefur leyfi til að birta uppkast þetta, að hvorki megi skoða það sem tilboð frá Dönum né frumvarp eða tillögur frá stjórninni. Það sé að eins skýrsla frá sér um þau erindis- lok hvaða kostir muni fást bestir í 3ambandsmálinu nú, á grund- velli millilandanefndarfrumvarps ins 1908. Skýrsla þessi sé birt til umræðu og athugunar fyrir þjóðina. En frumvarp um þetta muni stjórnin ekki leggja fyrir þingið, nema þjóðin hafi látið ósk sína um það í ljósi. Sömul. að stjórnio muni ekki gera neina ráðstöfun til atkvæðagreiðslu um mTlið, — nema ef sama ástæða liggi til. Bruni á Akureyri, 16. þ. m. brunnu 12 hús á Akureyri. Húsin átti Gudmans Efterfölger, Höefnersverslun og Otto Tulinius. Var eitt þeirra verslunarbúð Gudm. Eftf., en hitt voru geymsluhús. Öll voru húsin gömul og fornfáleg. Hús og vörur var vátrygt. Haldið er að eldurinn hafi komið upp í heyhlöðu er stóð þar við. Indland. 1. Indland er eitthvert fegursta land í heimi. Þar eru hæðstu fjöll heimsins og nokkrar stærstu árnar eru einmitt líka á Indlandi. Á Indlandi eru einhver köldustu og sömuleiðis heitustu héruðin á hnettinum. Þar eru vísundar, birnir, tígrar, fílar, apar, högg. ormar o, s. frv. Á Indlandi vex: rís, hveiti, bygg, hafrar, hirsi og yfir höfuð flestar jurtategundir, þar er bómull, silki, ull, tóbak, steinolía, kol, gull, demantar og perlur. Indland er svo auðugt af málmum að fá lönd jafnast á við það í því efni. Enginugetur giskað á hve mikill auður hefir á umliðnum öldum streymt frá Indlandi til Evrópu. Eg er ekki einn af þeim sem dást að stjórn Englendinga á Indlandi, og einhverntíma rennur upp sá dagur að það getur ekki orðið lengur til gagus fyrir barnið að búa við ráðsmensku brytans, — orðið foreldrar vil eg ekki nota í þesssu sambandi, því faðir eða móðir hafa Eng' lendingar aldrei verið Indlandi, en brytar hafa þeir verið. Þeir hafa lagt undir sig landið í eigin hagsmuna skyni og ef sá dagur kæmi, að þeir sjá sér engan hagnað í að dvelja þar lengur mundu þeir hverfa burt frá Indlandi án þess nokkur ræki þá þaðan. Meðan Austunlndlandsfélagið réði lögum og lofum á Indlandi — til 1858 — var varla litið á annað en hvað gróðavænleg' ast væri, en síðan enska ríkið tók við hafa menn farið að sjá að það hafði skyldur gagnvart hinu sigraða landi. Þegar Eng- lendingar unnu Indland var alls engin eining eða sameiginleg þjóðernistilfinning meðal hinna margbreyttu og ólíku íbúa. Þeir < voru dreifðir, ekki einungis eftir | tungum, þjóðerni og trú, heldur ættum, þar sem ein vildi varla hafa nein mök við aðra, hvað þá heldur sameiuast um nokkuð. Ef svo hefði ekki verið hefðu Englendingar varla unnið og haldið yfirráðum yfir landinu með 300 milj. íbúa. Það er fyrst nú á síðustu árum að sameiginleg þjóðernistilfinning hefir farið að vakna hjá hinum svokölluðu mentuðu stéttum. Það er einmitt meðal hinna enskmentuðu Hindúa af hærri stéttunum, sem þessa verður vart, en það breiðist út og dreifist smátt og smátt út á meðal þjóðarinnar. Hin sigur<* sælu vopnaviðskifti Japana við Rússa, hafa beinlínis vakið þessa tilfinningu at dvala. Nú er spurningin aðeins um það hvort sá tími muni ekki þegar nálægur, sem það sé heppilegast tyrir Indverja að brytinn fari sína leið. Eða með öðrum orð- um hvort Indverjar geti náð verulegum sjálfsþroska meðan þeir standa undir enskum yfir' ráðum. Eg efast um það; — kraftar þeirra fá sig ekki fulL reynda. Það sem lndverja einkum vantar er framtakssemi og starf- semi, Þeir safna heldur peningum í pyngju og geyma þá, en verja þeim í atvinnufyrirtæki. Indverjar hafa reyndar verið gróðafíkin og hugmyndarík tiL finningaþjóð, en framkvæmdai samir hafa þeir aldrei verið og eru ekki enn. Þar sem danska kvæðið segir: »Han snakker ej men slaar< má segja þvert á móti um Indverja. Þeir masa, masa og masa í það óendanlega en til framkvæmda kemst það aldrei. Það er þeirra veika hlið, sem bót þart að ráða á til þess þeir geti vænst að eiga góða framtíð. En ætli þeir fái tækifæri til að taka sér fram meðan þeir búa undir erlendum yfirráðum? Það efast eg um! Það er ekki einungis það að þeim er stjórnað af þjóð í 1000 mílna fjarlægð, með embættis- mönnum sem ekki skilja þá og oft líta á þá með lítilsvirðingu, heldur eru hin innlendu indversku blöð kefluð — þora ekki að tala um ástandið eins og það er — enda hefir það oft kostað fang- elsi í fleiri ár fyrir >Sedition« (uppreisn í riti eða ræðu). Það hefir jafnvel verið farið svo langt að menn hafa verið teknir fast'r og haldið í fangelsi árum saman án dóms og laga, af því álitið var að þeir — þó ekki væri opinberlega, þá í laumi — væru andvígir enska valdinu og hetðu áhrif á aðra í þá átt. Já, það eru sannarlega sterk öfl sem nú brjótast um í þessu heita landi — en hvenær þau brjótast út gefur framtíðin raun um. Eg gleymi aldrei dagstund einni þar við ströndina — það

x

Vestri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.