Vestri


Vestri - 21.12.1912, Blaðsíða 2

Vestri - 21.12.1912, Blaðsíða 2
ro2 V E S T R I 51. tbi. var nokkur stormur og uu-diralda — og bylgjurnar geng i hátl í brjóstum manngrúans se n h:.fði safnast saman við sjóinn á >Swadeshi<tfund. Þ< tta var einmitt á þeim tímum er ailur heimurinn talaði um: Indland fyrir Indverja, að gera allan enskan hagnað útlægan: að safnast til mótmæla gegn ensku sljórninni og margt annað þessu líkt sem þá var efst á baugi. Manngrúinn, sem var mest- megnis stúdentar, hlustaði hugi fanginn á einn foringjann. Eg man eftir því að þegar múgurinn dreiíðist lcom stúdentahópur á móti mér um leið og þeir veif uðu stöng með myndum af trels' ishetjum Indverja til mío og hrópuðu sitt »Vandi Matarom« (heill þér, tósturjörð) í eyru mér. Það hefði ekki stoðað neitt þólt eg hefði sagt þeim að ég væri ekki Englendingur. Þeim var nóg að ég hafði hvíta húð. Hópurinn hrópaði og hljóðaði, Hið kyrra glitrandi haf var’orð- ið breytt í bunandi fljót, þar sem allar þrár ólguðu — þær þrár sem geta ryfið alt um koli ef ekki er haft taumhald á þeim. ísafirði 18. des. 1912. H, Schlesch. Sambandsmálið. í símfregnum hér í blaðinu er getið helstu atriðanna um horf- urnar í sambandsmálinu nú. — Innan skamms mun alþjóð verða kunnugt um þessar horfur, eins og þær hljóða í frumvarpstormi orði til orðs. Það ertekiðfram af ráðherra að ekki megi skoða þetta sem tilboð frá Dönum, — heldur er það að eins svar upp á málaleitanir héðan að heim- an. — Auðvitað vilja Danir helst ekkert við málinu hreyfa, þeim er það hugþekkast og hentugast eins og það er. Vér skulum ekki að þessu sinni neinu spá um það, hvernig málinu verður nú tekið eða ræða neitt til né frá um það fyrri en málavextir eru að fullu kunnir. Enda liggur því ekki á. Ekkert tækifæri er nú fyrir höndum, sem líklegt er að gangi úr greipum, þótt málið dragist um stund. — En vér viljum vona, að almenningur taki nú málinu með meiri ró og kaldari yfir- vegun en síðast. Menn hafa nú undanfarin ár haft nægan tíma til að velta því fyrir sér og vér vonum að mesti reykurinn sé nú úr glæðunum. En gott er það og þarft af sambandsflokknum, að hafa út- vegað upplýsiogar um hvort hinn málsaðilinnhefðiennsömu afstöðu og áður gagnvart frumvarpinu og þeim breytingum er sambands- menn komu sér saman um. ‘ Þegat horfurnar hafa svo verið ræddcT og athugaðar ættu Is- leudingar að get *, ” komið sér swan um hvað þeir viija. Langt að kominn. Hr. c nd. pharm. H. Sclesch, sem skrifar greinina um Indland _hér í blaðið, er eflaust sá af íbúum þessarar upprennandi borgar sem er lengst að kominn.' Hann er fæddar i Pattambakam í Madrasfylkinu á Indlandi (sonur Chr. Sclesch, sem þar er ritari ttúboðsfélagsins danska) og ólst þar upp, hefir Jært »tamil«, aðal . mál þess héraðs og fleiri ind versk tungumál. Hr. H. Schlesch er maður vel mentaður. en sú vísindagrein er hann hefir sérstaklega lagt stund á er sníglafræði — og er hann sérfræðingur í þeirri grein. — Sjómenn ættu að hugsa eftir auglýsingu hans í blaðinu og láta honum í té skeldýr og haf- snígla, sem þeim kann að áskotn ast á sjónum. Hr. H. Schlesch hefir lofað Vestra að láta oftar til sín heyra, og væntum ver að lesendur blaðsins hyggi gott til. 0ryggi á sjó. Tvær uppgötvuuir. í Svíþjóð hafa nýlega verið gerðar tvær uppgötvanir, sem virðast muni geta oröið til þess að auka öryggi á sjó, með því að sporna við slysum, er skipin áður hafa ekki getað ráðið bót á. Aðra þessa uppgötvun gerði vélasmiður O. Petersen í Stokk- hóími. Er það ráð til að stöðva leka í snatri, sem skip hafa 1 engið neðansjávar, við árekstur, skot eða annað, svo skipið sé í bráðri hættu. Áhaldið er þrístrendur, tvö- faldur segldúkur af mismunandi stærð, með stáipípum til styrktar og þykkri umgjörð, sem þrefaldar giidar gúmmístengur eru ofnar inn í. Þegar nú leki kemur upp, er áhaldið látið síga niður með sk ipshlióinni og eitt hornið látið vita niður. J því horni er stál- þráðarkaðall, sem er látinn ganga undir skipið og festur hinu megin. Þegar segldúkurinn er dreginn yfir lekann, þrýstir vatnið honutn að skipshliðinni og lokar þannig fyrir gatið. Áhaldið var nýlega reynt á vatninu Malaren, að viðstöddum fjölda sérfróðra manna, þar á meðal foringjar úr sjóliði Svía, og töldu allir það reynast ágæt lega. Hin uppgötvunin miðar að því að slökkva eld í skipum, — og álíta sérfróðir menn hana mjög merkilega. Það er safnker með kolsýru, sem komið er fyrir t ffliooctjooctr^œocioeöoetjoo-xíoocxioociexjooocjaaeoooeoexa j| (i X Ql/ftfatníínnrinn h*á Wi* ^snússyiii, Hafnarstræt K UAUlíUUUUUl 111II U, ísafirði, er traustur, fallegur * H og ódýr. — Ávalf miklu úr að velja. " M 8 oje<>etJO<>c<jaocxjoo«JQoeí»i>o«:joocxjooeocx»et>otJcxjo<Jo<»c*jo<«i miðju skipimi, og ganga frá því pípur um alt skipið. Endunum á pípum þessum er lokað með töppum úr efni, sem fljótlega getut bráðnað. Þegar núeldur kemur uppnálægt þessum pipum, bráðna tapparnir og kolsýran streymir út og slökkur eldinn. („Austri11). I Iltillýsing á Seyðisfirði hefir nú verið samþykt at bæjar' stjóriiinni þar og borgaratundi, t og hefir verið ákveðið að byrja I á henni á næsta vori. Ráðgert * er að kaupa vélar og rafmagns | leíðslur at verksmiójunni Siemsén & Schuckert í Berlín og Kaup- / mannahötn, er hefir gefið álitleg ast tilboð. En skurðgröit, stíflu gerða, vélahússbygginguog aðra vinnu ætlar bæjarstjórnin að láta vinna undir umsjón einhvers verkfræðings. Skipshiifninni af þýska botn- vörpungnum, se n strandaði um daginn, eins og getið er annars staðar í blaðinu, þótti tatnaðurinn svo ódýr í verslun Axels Ketils- sonar. að þeir keyptu þar á einum degi fyrir óc? kr. 26 aura. Tapast licilr silfnrnæla (víravirkis) gömul. Skilist til Helga Eiríkssonar bakara gegn góðum fundarlaunum. V e s t r i“ kemur út einu sinui í yiku og aukablöð ef áetæða er til. Verð árgangsins er kr. 3,00 innanlands, erlendis kr 4,00 og borgist blaðið þar fyrirfram. Grjalddagi innanlands 15. maímánaðar. — Uppsögn 8é skrifleg, bundin við árganga- mót, og komin til afgreiðslumanns fyrir 1 ágúst, og er ógild nema kaupandi aé skuldlaus fyrir blaðið. Clleyniið blaðið. ekki að borga baunlagab- ot. Brytinn á gufusk. Ingólfi varð uppvís að því að hafa sett í land og selt allmikið af víni á Norðfirði eystra. Var málið tekið til ran. sóknar á Akureyri og hlaut hann 1 500 kr. sekt fyrir vikið. Vitarnir á Rifstanga og Langa. nesi höfðu skemst eitthvað í ofsaveðriuu í vetur, þegar mest kvað að skemdunnm þar eystra. Skipstrancl. Þýskur botnvörpungur, Geeste frá Nordenhavn, strandaði á Sléttuuesi í Jökulfjörðum 14. þ. m. Menn björguðust. — Eoskur botnvörpungur kom með skips- höfnina hingað á sunnudags~ kvöldið. Björgunarskipið »Geir< kom hingað 17. þ. m. og er nú að reyna við að ná botnvörpungnum fram. Harðindi. Hart mun nú frem- ur milii manna hér í bænum, sem vonlegt er. Árið hefir verið með aflatregustu árum, eu hér byggja flestir upp á sjóinn. Gefi ekki á sjó tyrir jól er hætt við að margur verði að lifa við þröngan kost um hátíðina. Tíðin hefir verið fremur stirð og skuggaleg undanfarið. Gæftir hafa því verið litlar. Þrír bátar fóru á sjó héðan um síðastliðna helgi og cfluðu lítið og nokkrir bátar úr Bolungarvík tóru á sjó nú í vikunniogfengu>reytings«' afla. Til sjcmanna. Til vísindaiðkana þart eg að halda é nokkru af kuðungum og skelfiski. Sjómenn sem&fla slíkt eru því beðnir að láta mérþað í té fyrir sanngjarna þóknun. Jafnframt þarf helst að geta hvar það er aflað, dýpis og mánaðar' dags. H, Schlesch, cand. pharm. (í lyfjabúð ísatjarðar). jgHP' Eins og að undanförnu panta eg orgel og piano fyrir þá er þess óska, og hefi eg til sýnis verðlista yfir orgel frá 0stlind & Almquist, K. AAnder- son, J. P. Nyström, E. Hinkelog M Höriigel, og yfir piano frá Hornung & Möller og H. Liibitz Hljóðfæri frá sutnum þessum verksmiðjum geta menn fengið að sjá og reyna hjá mér. • Jónas Tómasson, til að skreyta með á jóiunum fást á prentsmiðjunní. Eyjólfur Bjarnason pantar fyrir hvern sem óskar vondað og ódýr úr, klukkur o. &á ároiðanlegu verslunarhúsi. Afgreiðslu- og innheimtu-maður: Arngr. Fr. Bjarnason.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.