Vestri


Vestri - 31.12.1912, Blaðsíða 1

Vestri - 31.12.1912, Blaðsíða 1
 ¦ XI. árg. Þökk fyrir gamla árið tjáir „ Vestri" kaupendum og við> skiftavinum, sem hafa stutt liann á einn eða annan hátt, og öskar þeim jafnframt: gleðilegt nýárl Símfregnir. Friðarsaniningarnir ganga illa. Búlgarar heimta að fá Adri anopel, en Tyrkir vilja ekki láta hana af hendi. Iirunf. Á Þorláksmessu um miðjan dag brunnu verslunar og íbúðarhús Gránufélagsins á Sauði árkrók. Nokkru af vörum og húsmunum varð bjargað. Húsin voru vátrygð fyrir 15 þús. kr. £arcn Wathne, kona Georgs læknis Georgssonar á Fáskrúðs- firði, er nýlega látin. ííyx bankastjdri danskur er nú kominn í íslandsbanka, í stað H. Hafsteins. Barnaguðsþjónustur. Eg hlustaði á kvöldsöng á að- fangadaginn. Prestur var að stlga í stól, er eg kom. Kirkian eitt ijóshaf og íullskipuð fólki'. — Presti sagðist vel og var ánægja að hlýða á, en mór virtist tilfinnanlega vanta helgi- og* alvörublæ á allmörg and- lit, er eg sá, og hvískringar all- miklar, — einkum meðal söng- flokksins, — 'en slíkt truflar einatt og er ekki samboðið þeirri virðingu, sem menn eiga að sýna því helg- asta er þeir ákalla. Margar hugsanir snerta hjarta mannsins, er hann gengur í guðs hús, og víst er það, að ekkert er enn jafn máttugt í heiminum og fagnabarerindi Krists; — og verður aldrei, þrátt fyrir alt frafall frá kirkju og kristindomi, iem máske er mest hjA prestunum Bjálfum. Þésa vegna er það heilög skylda, ekki einungis hiona trúuðu, heldur og allra þeirra er «já hið mikia siömenningarafl sem fólgið er í kriitiadóminum, að efla hann sem mest og vernda. Það er þjóðarrnein hvt rið íslendingar yflrleitt erum trúsnauðir og truardauflr, og vart niun hægt að'verjast því, að drott- lna hirðar eigi þar á nekkra aök. VESTR Ritstjóri: Kr. H. Jónsson ÍSAFJÖRÐUR, 31. DESEMBER 1912. 52. tbl. Ábugameonirnir sto dauðans fáir. Safnaðarstarfsemin viðast engin. Og kirkjurækninni fer sífelthnign' andi. Yfirstjórn kirkjunnar veiður að taka hér i taumana, ef eigi á að hlaupa drep í sáiin. Tómlætið dugar ekki, «g þeir prestar sem engan áhuga sýna á köllun sinni eru óhæfir í stöðuua. — Safnaðar« iíflð á að blómgva og efla, og ríkis- bandið er þar á engan hátt til fyrirsiöðu, að því er séð verður. Einkum er kirkjunni nauðsynlegt að áhrif hennar nái til hinnar upp- vaxandi kynslóðar, ekki Bíst í kaup- stöðunum og hinum fjölbygðari kauptúnum, því þar er margri barnssáiinni hætt í sollinum, og barnsáhrifln munu lengst viðloða. Til þess sýndist m'ér besta ráðið, að komið yrði' á fót sérstökum bamaguðsþjónustum í öllum þétt' býlli stöðum iandsins, og ætt<> þæi helst ekki að vera sjaldnar en einu sinni í viku. Áhugamestu leik< mennirnir í söfnuði hverjum ættu að aðstoða prestinn við þessar guðs> þjónustur, en vel þarf að vanda valið og presturinn að haga svo efninu, að hverju meðalgreindu barni yflr 7 ára aldur yrði það ekki torskilið. Á sumrum ætti vel við að meesur þessar færu fram undir ,fríðri himins festing blárri'. Enginn efi er á því, að guðs- þjónustur íyrir börn myndu koma að miklu liði hér, engu síður en eriendis; og að koma þeim á fót alment er þjóðarnauðsyn. Börn hafa yfirleitt lítil not almennra messugjörða, eða svo hefir mér virst. Biskupinn ætti því að taka að sér mál þetta, og koma því til framkvæmda. Guðs auga er skærast í barns- sálinni. Kirkjuvinur. Indland. 11. Síðustu leyfar hinoa dönsku nýlenda á Indlandi komust undir enska ríkið 1845, það var Tranke- bar, sem var selt Englandi fyrir 1 milj. ríkisdali, eftir að það hafði verið eign Dana í 200 ár. Þegar sjóleiðin til Indlands fanst keptust allar þjóðir við að vinna þar ný- lendur. Hin indverska auðsæid dró að sér áhuga ailra með töfraafli. Þá var einnig í Dan- mörku stofnað Konunff 1. Austur- Indlandsfélagið. Danskur her- skipafloti var sendur til Indlands og e^tir að árangurslaus tilraun hafði verið gerð til að vinna ný- lendu á eyjunni Ceylon, hepnað- ist að fá Najhen (furstann) af Tanjora til þess að láta af hendi mjóa strandlengju (um 1 ? mílu að stærð) á Koromandelsströnd- inni, og hlaut staðurinn hið fagra nafn Trankebar (o: Tarangampadi = öldusöngur. — Seinna vanst Frederiksnagornýlendan við Cal- cutta og Nicobarerne. Hin franska tunga á raunþrung- ið og angurblítt orð: passé (hnignun fornrar frægðar) sem á svo vel við ástandið í Trankebar. Þar skín út úr öllu þessi raun- þrungna hrörnun. Það er ótrú legt að hugsa sár það, þegar gengið er um hinar mjóu götur bæjarins, sem allar bera dönsk nöfn og liggja oft fram hjá tóm- um rústum, að þetta skult vera leyfar blómlegrar Norðurálfu- nýlendu. En þó er það svo. E>að sýnir Dansborg, hið fræga og fagra vigi með mosavaxin hlið, ram- bygða veggi og háa hálfhrunda turna. Það sýnir hið breiða að- alstræti, húsaleyfarnar með hrörn- andi skrauti, steinlagðir gangar og tröppur, hinar fögru súlur og svalir. Það sýna hinar gömlu kirkjur, Zionskirkjan og Jerúsal- emskirkjan, með nafni Friðriks IV. yfir dyrunum. Það sýna einnig kirkjugarð- arnir. Allar þessar gleymdu grafir þylja þagnarmál sitt um hið umliðna. Þar hvíla nöfn sem enn eru alkunn í Danmörku og Norvegi. Þar geymast titlar, orður og tignarstöður, sem borið var til sóma fyiir föðurlandið og kónginn. Þar eru fornir og fagrir minnisvarðar, sem sól og regn hefir reynt að afmá öld eftir öld, og engin ástrík hönd hlúð að, því þeir sem undir þeim hvila eru löngu gleymdir. Þar hvíla söguhetjur, sem hafa endað aldur sinn i hinu sólhlýja Indlandi, t. d. Muhldorff, sem 1777 varð að yfirgefa Danmörku af ókunnum ástæðum. — Maður, sem hrósaði sér af því, að konungblóða rynni i æðum sínum. >Passél< Það orð er skrifað yfir hinum auðu götum og húsa- rústum í Trankebar. Dagar þess bæjar eru taldir. Smátt og smátt verður hann að eins venjulegt fiskiþorp við stöndina. Kirkju- garðarnir halda áfram að gróa og húsarústirnar halda áfram að hrynja og hverfa. Hið eina sem verður haldið við er goðahofið. En öldurnar syngja sinn þunga söng um dauða og hrörnun í Trankebar. Þær munu aldrei þreytast láta að þylja öldusöngs bænum eftirmæli. ísafirði W. des. 1912. H. Schlesch. Ýmislegt Ávalt eru viðsjár miklar með þeim nábúunum Jóni Bola og Rauðskeggi (Englendingum og Þjóðverjum), er og eigi turða þótt þeir sitji lengi að taflinu og mikill atgangur verði af, því eigi er minna lagt undir en heimsveldi þeim til handa er drjúgari verður að lokum; og hefir margur lagt mikið í sölurnar fyrir minni hlut. Eigi er gott að spá né sjá hver endirinn verður, því báðir leika vel, en horfur virðast á að Jón Boli muni halda öndveginu. — Renna og undir hann margar stoðir og styrkar, þar sem eru nýlendur hans í öðrum heimsi álíum, sem engin þjóð önnur kemst í hálfkvisti með. Blómi Englendinga stendur og á eldri merg, og auðsöfn eru þar meiri. Og þegai til skjalanna kemur verður mammon hlutskarpastur. Þó eru Þjóðverjar nú síðustu árin að draga á Englendinga, ekki einungis í herbúnaði, sem óðfluga magnast, heldur og í viðskiftum öllum. Einkum er iðnaði Þjóðverja viðbrugðið, svo er hann ódýr, og þýskur iðnað< ur hefir verið mikið keyptur í Englandi sjálfu síðustu árin. — Þjóðverjar eru og hinir hreykm ustu og láta líklega um leikslokin. En þess munu flestir óska að þeir nábúar sitji sem lengst að taflinu í friði, því ella mun vá og herbrestir verða um veröld alla >og mun þá kotbændunum þykja þröngt fyrir dyrum<. X. Maður einn í Ameríku varð uppvís að tveim morðum og var dæmdur til 90 ára fangelsis fyrir fyrra morðið en hengingar fyrir hið síðara. Verjandi hans heimt- ar að hann taki út hegninguna eftir réttri röð.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.