Vestri


Vestri - 12.01.1916, Blaðsíða 1

Vestri - 12.01.1916, Blaðsíða 1
* 01 XV. árfí. ÍSAFJÖRÐUR. 12. JANÚAR 1916. Ilijiitans þnkkir vottnni við «!luni þcim er sýndu okkur hluttcknins;u við fráfall os jiirðarfðr okk*v clskuicga sonar, Erllngs. Oiga Bergsve'nsson. Jóhann Bergsveinsson. Liðna árið. Arið sem leið, er eitt hið við. burðai íkasta og örlagaþrungnasta ár sein sögur fara af. Það skilur eftir sig blóði drifin spor og miklar hörmungar í helstu menningar* löndum Norðurálfunnar og skuggar þess hvíla þungt 1 hugum margra rnœtra manna. En það heflr iika borið hagsœld í skaut maigra og á þ.\ð ekki síst við vort land, sem borið heflr úr býtum ríkuleg gaeði til lands og sjávar, verðhækkun á afurðum samfara ömunagóðu tiðarfari. — Auðvitað hafa ekki allir borið þar jafnt úr býtum, eins og ávalt vill verða í kapphlaupi lífsins, en með viturlegum lögum, höflegum ki öfum frá þeim, sem hallu hafa liðið, og sanngimi frá hinna hálfu, ætti að vera auðvelt að lækna pau mein. Og þó — þrátt, fyrir það, að þjóðin í heild sinui græði við stríðið, þá mun enginu óska að það haldist lengur, þvi gróðinn er hálfgerðu galli blandinn af þvi að verð það, sem skapast heftr á afurðum landsins, er orðið t.il af neyð neytendanna, enekkíeðlilegri þörf þeirra, og útJenda nauðsynja- varan pínir alla verkamenn og lægri launamenn. Og auk þess er hætt við að inargir framleiðendur athugi eigi nógu vel að verðið er breytingum undiroipið, og að eigi má reikna með því verði í frarn- tiðlnni. þeaa vegna munu allir taka undir þetta erindi: því biðjum við, sú veitist tíð, og verða mun það þrátt fyrir alt, að vit og drenglund sigii um aið i sannleikB stríði þrátt fyrir alt. í*rátt fyrir alt eg þrátt fyrir alt mun þetto verða um heimsból alt að maður manni bindist blitt, með bróðurhendi þrátt fyrir alt. (R. Burns. Þýð. 8tgr. Th.) # Nýjustu íregnir. Bæjarstjórn.-irkosniiig fór fram i Hafnarfirði 7. þ. m. Fór svo að verkmannaflokkurinn þar sigraði með miklum meirihluta. Fékk sá listi (A Jisti) kosna tvo fulitrúa: Svein Auðunsson og Pétur V. Snæland. B iisti, sem sem á voru: Ólafur V. Davíðs* son og Þórarinn Egilsson tékk 46 atkv. og C-listi, með Þ. Egils* syni, 41 atkv. Bæjarstjórnarkosning á Akur* eyri tór fram sama dag og sigr- uðu verkamenn þar einnig. Kosnir voru: Jón Bergsveinsson síldarm.m. Ingimar Eydal kennari. Böðvar Jónsson lögtr, Magnús Kristjánsson alþm. Landsbankastjórnin neitaði Jóni Pálssyni bankagjaldkera um útborgun launa sinna núna um mánaðamótin. En Jón átrýjaði því til Stiórnarráðsins, sem úr> skurðaði að honum skyldi borg> ast þegar i stað. Vélbátur fórst nýskeð úr Vestmannaeyjum með 4 mönnum. Formaðurinn hét Guðleifur Elís< son (undan Eyjatjöllum). Botuvörpungurin Apvll seldi nýlega afla sinn í Fleetwood tyrir 2269 pd. sterl. (um 40 þús. kr.). Það er lang hæst verð, er ísl. botnvörpuskip hefir nokkru siuni selt fyrir. Af stríðinu er fátt sögulegt undantarið: Albanir hafa sagt Austuríkis* mönnum stríð á hendur, og hafa Austurríkismenn gert Vilhjáltn af Wied (fyrv. konung Albana) yfirhershötðingja gegn þeim. Nýjustu erl. blöð segja frá því, að Rússar hafi undirbúið afar-* mikla árás á herdeildir Austur* ríkismanna í Galizíu, en ófrætt um hvort nokkuð hefir skriðið þar til skara og jafn vel ekki að búast við því fyrst um sinn. Gott og skemtilegt herbergi til leigu frá 1. febrúar. , Uppl. í prentsmiðjunuí. Skjalara-b;flingurinn- Eg byi jaði að lesa það seiu út er komið af Alþingistiðindunum hérna á dögunum, og rakst. á umræður í efri deild um 1200 kr, launahækkun til landskjalavaiöar, og sjðasta sjötta konungkjörna þingmanns, dr. Jóns þorkelssonar. Lvmdskialavörðuiinn, setn er að ýmsu duglegur og lærður maður í sinni ment, heflr undanfarið haft 1800 kr. laun (liafði fyrst 1200 kr) sem forstöðumaður safnsiDs, og má til sanns vegar færa að þ a ð e i 11 séu ekki há laun borið sam- an við aðra starfs og launamenn þjóðarinnar. En við umræðurnar upplýstist, að velnefndur skjalavörður hefir 5—6000 kr. laun »lls og alls, og í tekjuskattsskrá Reykjavíkur er hann talinn hafa 5000 kr. Segja má, að visu að laDdinu komi það ekki við þótt hann eða annar starfsmaður þess vinni sér inn fó utan síns embættis; en þetta, sem iandskjalav. fær utan síns embæt.t- isstarfa, er einmitt verk, sem landi ið borgai fyrir og hann viunur í starfstímum sínum á safninu. En þingið í sumar skeytti þess- um upplýsingum eigi hót og ekki var heldur við það komandi, að breytingin á launakiörum lands skjalavarðar mætti bíða eftir tillög- um launanefndarinnar, sem nú situr á rökstólum. Landsskjala* vörðurinn vildi fá 1200 kr. iauna> viðbót, og isvo var búið til frumv. um þjóðskjalasafn íslands, iaunai hækkuninni smeygt. þar inn, og landsskjalavörðurinn greiddi þar sjálfur atkvæði með — auðvitaö! Það heftr verið iátið í veðri vaka aö lanásskjalavörðurinn ætti sanD girnisrótt til sömu launa og t. d. landsbókavörðurinn, og Þjóðviljinn var, að mig minnir, að kvaka eitthvað í þá átt s. 1. hauat. Mig skortir kunnugleik og þekking, til til þess að geta greint þar á milli, þó að vart muni landskjalavarðan starflð jafn umfangsmikið — og áreiðanlega hefir landsbókav. engin aukastörf og getur ekki haft, en landskjalavörðurinn nýtur ýmsra fjárveitinga fyrir unnin störf, auði vitað með ráði og vilja þingsins. Það er í sjálfu sér ekki svo mjög að fást um launahækkun landsskjalavarðar og því um líkt þegar knýjandi ástæður eru fyrir hendi og aukin störf liggja til grundvallar. En þegar þessum málum er skelt 1. bl. inn í þingið fyiii varalaust, og menn greiða þar blygðunarlauat atkvæði með bættum launakjörum sjálfra RÍn, þá fer málið að verða ískyggilegt fyrir sæmd hlutaðeig- anda — og þingsins. Á r v a k u r. f Stcfanía .llagnúsdóttir. kon-\ Björns Hallgrimsson ir á Klöpp á Miðnesi, áður versiunari manns hér í bænnrn, lést þar að aistöðnum barnsburði 2. þ. m. Þau hjóu hötðu átt heima hér í bænum uodanfarin ár, en fluttist suður s. 1. sumar. Stefania sál. var snyrtii og myndarkona og á besta aldri, að eins rúmlega hálf« fertug, og er frátall hennar því mjög sorglegt fyrir vandafólk hennar. Endurskoðiinarmenii bæjari reikninganna eru kjörnir: Jóhann P. Jónsson verslunarm. og Helgi Eiríksson bakari. Kosningin átti að fara fram á morgun, en að eins 1 listi með nötnum þeirra Jóhanns og Helga hom fram, og eru þeir þvi sjálfkjörnir. Afspyrnurok var hér aðtara- nótt sunnudagsins, og urðu nokk< ur spjöil á vélbátunum hér á hötninni. Vélbáturinn >Hexa« eign Lárusar Maríssonar, rak á land í Bótinni og skemdist til muna, og nokkrir bátar hötðu rekist saman í Sundunum [og brotnað eitthvað, en þó eigi til muna. Tíðarfar óstöðugt undanfarið. Síðustu dagana heíir fent nokk> uð. Afli. í fyrri nótt fóru stærri vélbátarnir héðan - til fiskjar og eru ókomnir aftur. Smábátar nokkrir héðan úr kaupstaðnum eg veiðistöðvunum nærendis reru í gær og öfluðu sæmilega. Skipaferðir. Gullíoss var væntanlegur hingað þessa dag- ana, en sneri til baka í Rvik. með ráði Fimskipafélagsstjórnar- innar. Goðafossi höfðu 'menn etnnig vonast eftir hingað, norð- an um land, en hann kvað eigi tara longra en á Norðurfjörð. Bæði skipin áttu, samkv. áæt.lun. að mætast hér 23. þ. m , en nta er því algerlega rittað. Fáum við því eigi skipafcrð hinga^ fyr en ísland 23. þ. m.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.