Vestri


Vestri - 18.01.1916, Blaðsíða 2

Vestri - 18.01.1916, Blaðsíða 2
6 V E S I R I 2. U. Símlregnir 12. jan. Einkasiceyti til Mbh, Khöín 10. jan.: Rúisar beijast djarflega i Galiziu. Hafa aótt nokkuð fram og hrakið Austurríkismenn til Cemowits (baer í Bukowinu). Breska herskipið PrÍDS Edward VII. heflr farist á tundurdufli. öilum mönnum bjargað. Bandamenn hafa nú aiflutt lið sitt frá Gallipoliskaga og biðu ekk- ert manntjón við flutninginn. Einkaskeyti til Mbl., Khöfn 11. jan.: Grimmileg orusta milli Rússa og Austurrikisrnanna stendur við Cernowits. Pjóðverjar hafa gei t mikil , hlaup í Champagnehéraði, en ekkort unnið á. 17. jan. Mestöll Björgvin brnnnin. Einkaskeyti til Mbl., Khöfn 16. jan: Björgvin brennur. Helsta gata borgarinnar þegar brunnin til ösku og ern þar stærstu verslanirnar og veitingahúsin. Tjónið nemur mörgum rnilj. króna. Stormur er og öll borgin í voða. Einkaskeyti til Mbl., Khöfn 13. jan.: Austurríkismenn hafa nú lukt um her Svartfellinga á alia vegu. Bandamenn hafa flutt mikinn vistaforða til Serbahers, sem var aðfram kominn af hungri. Hefir fjöldi hermanna verið fluttur til Korfu og látnir hvílast þar um stund. Innlsndap símtrngnlr. 12. jan. Tvier stúlkur, telpa á 12. ári og tveir karlmenn fóru frá Akureyri 5. þ. m. um miðjan dag og ætluðu austur í Fnjóskádal til þeus að vera þar við álfadans á Þrettánda. Háldu þau sem leið liggur og sstluðu um svonefnt Bíldárskarð á Vaðiaheiði, en þegar þau komu nokkuð á leið brast á stórhríð og gafst upp annar karlmaðurinn, Júliui Kristjánsson (hafði verið vinnumaður á Hotol Akureyri í fyrra) er þau komu upp í skarðið, Grófu þau hann i fónn og héldu siðán áfram ferðinni. En er þau komu upp á heiðina gáfust stúikurnar og telpan upp. Gróf karlmaðurinn þier i ffn'n þar á heiðihni og hélt siðán áfram ferð sinnl austur yflr og komst að bsenum Stéinkirkju í Fnjóskadal snemma á Þrettándamorgun. Sagði hann strak frá samferðafólki sinu og var þegar brugðið við til þess að leita. Eftir frekl. klst. fundu leitarmenn stúlkurnar og voru þær vel málhressar, en télpan var meðvitundarlaus. Voru þær allar fluttar heim að Steinkirkju og hrestust stulkurnar brátt til fulls, en telpan dó skömmu síðar. Nokkrir leitar- manna héldu áfram til þess að leita að Júliusi og fundu hann örendan í skarðinu. inneignarinnar okkar í síðnntu árslokin. ^ Nú er að sýaa sjálfstæðisþiána í verki. Fari samt sem áðut svo rauna- lega, að þessar 300 þúsund fáist ekki,™ auk heldur meira, þá má Eimskipafélogsstjórnin þó fyrir eng* an mun grípa strax til þess óyndis úrræðis áð fara í fjái bón til annara landa áðurjen hú» reynir til þrautar meðal sjálfra vor. Vér eigum að gera þetta sjalflr og eg vona að vór gerum það er vér höfum áttað oss á hvílíkt velferðarmál þetta er fyrir land vort. Fjóðarheill og þjóðarheiður vor krefst þess. Vigur, 5. jan. 1916. Sigurður Stefánsson. Tvær stefnur. I. Allmargar þjóðfélagshreyfing- ar hata gengið yfir land vort og þjóð hina síðari áratugi. og þarf síst að kvarta um að þjóðin hafi lokað sig inn í skjaldbökuskel og horft inn í íortíðina. Óteljandi eru þær nýungar, bæði verklegar og andlegar, sem prófaðar hata verið í landinu undantarið, s«m nokkrar hafa gefist vel, aðrar miður. íslenska þjóðin er í heild sinni frekar nýjungargjörn, en tasti heldin við fornar venjur, og verð> ur það áreiðanlega fremur talinn kostur en löstur. Nú á síðustu tímum virðist hafin hreyfing til þessá að greiða götu tveggja þjóðfélagsstefna, er mikið hefir verið deilt um í um- heiminum undanfarið, og er önnur þeirra (jafnaðarmenskan) búin að ná miklum tökum á löggjöfinni víða, en hin (Georgisminn) ter sér þar hægra, máske et til vill að sumu leyti at því að menn hafa þótst sjá að vart mundi gerlegt að koma henni í fram* kvæmd í þeirri mynd, sem upp* hafsmaður hennar Amerikumað- urinn Henry George (les: djords) vildi, og svo hetir ekki verið beitt jatn einhliða fortölum fyrir þá stefnu og jatnaðarmenskuna, sem grípur frekar inn í hag tjöld- ans, þótt Georgisminn hafi marg' ar ágætar hugmyndir í sér lólgn- ar og ýmsar at umbótat'Ilögum hans hafi verið teknar til greina. Jafnaðarmenskunni befir meira og minna verið haldið fram hér, bæði í >Nýja íslandi<. »AI| ý ’u- blaðinu<og >Verkmamiablaðinu< sem út kom f Reykjavik fyrir tveim árum, og sfðastl. sumar var stofnað blað.sem >Dagsbrún< haitir og aetlað er að ryðja stefnunni braut. >Alþyðubl.< og >Verkmannabl.< voru að ýmsu góð blöð og træddu menn um tilgang og stetnu jafnaðar- ynenskunnar og ritstjórnargreinar þeirra, ettir Pétur G. Guðmundsi son, voru skýrt og vel ritaðar. En »Dagsbrún< er miklu lakar úr garði ger að þessu leyti, og greinar hennar eru ekkert annað en áhrifalítið glefs í menn og málefni, sem ekki gripa neitt á aðalefninu. Anuars var það tilgangur þessara lína að fara örfáum orðr um um þessar tvær stefnur, jafni aðarmenskuna og jarðskattskenm ingu Henry George, en ekki að dæma neinn fyrir það sem hann hefir til jatnaðarstefnunnar lagt, en um Georgismann hefir syma sem ekkert verið ritað í íslensk- um blöðum. Jaínaðarstefnan hefir i eðli sinu tvær hliðar. önnur er pólitísk og beinist að því að skapajafm rétfi að lögum tueðal allra stétta þjóðfélagsins, t. d. almennan kosningar- og kjörgengisrétt, jafnan rétt til embætta o. s. frv. o. s. trv., því víða í hinum ment- aða heimi er þetta meiriog minni kvöðum bundið. Hin er fjárhagsleg og hefir fyrir markmið að bæta etnahag hinna lægri stétta þjóðtélagsins, manna þær og skapa þefm meira sjálfstæði gagnvart vinnuveitend' um. Hefir víða verið unnið feiki mikið starf í þá átt í erlendum verkmannafélögum, bæði með stotnun sjóða, slysai og sjúkra< sjóða og allskonar tryggingar- sjóða; svo og að fá vinnutímann styttan og kaupgjald hækkað, eftir því sem þörfin hefir krafið. En að baki þessum kröfum liggur aðalkenning jafnaðar' manna um að rfkið taki sjálft að sér alla framleiðslu, eigi t. d. öll fiskiskip og báta, jarðir (og bústofn ?) og reki alla verslun. Einhvern helsta frömuð jafn- aðarmannastefnunnar má nefna Þjóðverjann Karl Marx(t. 1818 d. 1883) og i samræmi við rit hans er kenningum jatnaðan manna haldið fram nú á dögum. Verkmanna* og iðnfélögin í bsrgum Norðurálfunnar eru öll talin játast undir merki jafnaðar- menskunnar, þótt aðferðirnar og stefnurnar í hinum ýmsu löndum séu alimj'g frábrugðnar. Á Þýskalandi náði jafnaðar* menskan sér einna fyrst niðri, og eru j ifnaðarmenn mjög öflugir á þýska þinginu. En alleinkenni« legt virðist það, að í því landi er hermenskuandinn og her- varnaukningin á hæsta stigi, og hefir verið alla tíð, þótt jafnað- armenskan hafi náð Jþar afar sterkum tökum. En það er kunnugt, að það er eitt af fremstu stefnuskráratriðum jafnaðarm., að aínema ailan hernað. Á Frakklandi mun þó jafnað' armenskan hafa komist éinna lengst á veg i pólitísku tiiliti. — Jafnaðarmenn hafa komist þar í ráðaneyti hin síðari ár, en hafa víst ekki reynst neitt byltinga* gjarnari en sðrir. Mótsetningin er heldur eigi |eins skörp jþar eins og á Þýskalandi, þvi ihaldið er eigi þar jafnjótgróið. Jafnað- armenn á franska þinginu munu eigi vera nema nokkuð róttækur nýbreytingaflokkur, að sumu leyti á likri skoðun og aðrir vinstri flokkar þingsins. í Englandi hefir stjórnmála- gengi jafnaðarmanna verið mjög lítið og sárfáir þeirra hafa komist inn á þing, en mun þó hala farið fjölgandi síðari árin._ En hinsvegar hefir verið unnið mikið að þvl þar. að efla verka- menn tjárhagslega, bæði með sjóðstofnunum og einkum sam< eignarfélagsskap (kaupfélögin), sem er mjög víðtækur meðal iðnaðar' og verkmanna þar í landl. Á Norðurlöndum, í Danmörku Noregi og Svlþjóð, er jafnaðar* stefnan all áhrifamikil, og við síðustu þingkosningar í Noregi féllu um 200 þús. etkvæði á þingmannaefni jafnaðarmannat flokksins að sögn. En ( hinum löndunum mun flokkurinn hafa staðið í stað hin sfðari ár að miklu leyti, að minsta kosti í Danmörku, og stafar það að nokkru leyti af þv( að þar eru mörg deilumálin útkljáð t d. grundvallarlagabreyting in 0‘ fl. og stefnumunarins gætir sárlítið i mörgum málum. __________(Frh.) Stórbrnninn 1 Noregl. Ekksrt hsflr nákvsamar frést sf eldsvoð* snum mikJ* 1 Björgvin. — En kunnugir menn telja ólitlegt að borgin hafl 011 brunnið, því stað> hattir séu þannig að slíkt geti •kki átt sór stáð Vafalaust mun þó svo míklð mega rála af akeyt- inu, að eldsvoðinn aé einn hinn stnrati ér sögur fara af og eigua* tjón feykilegt. Biður þnð nasta blaðs að skýra ger írá þvi.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.