Vestri


Vestri - 22.02.1916, Blaðsíða 2

Vestri - 22.02.1916, Blaðsíða 2
’6 V £ S X R 1 7 b!, þau eru sumstaðar lakari. Bænd* um er þvi hér með fastlega ráðið til, að athuga þetta nánar. Nýbýli eiga að eins að hafa rcektað land til heyöflunar. Með stofnun svonefndra nýbýla — grasbýla — eða sraábýia — eins og þau ýmist hafa verið nefnd, er það víst hugmynd flestra, að þau hafi að eins ræktað land til heyöflunar. Stetna þessi virðistvera á alveg réttum grundvelli, því þau hata ekkert með útengi að gera, nema til að rækta það á einhvern hátt. Sjái nýbýlabændur sér hag í þvi, að tá úthey handa skepnum sínum, meðan land þeirra er að komast í rækt, geta þeir alveg eius fengið slægjur að láni. Að land fáist síður leigt til slægna, en selt eða leigt til ábúðar er afarólíklegt. Að minsta kosti er það gagn- stætt hugsunarhætti meirihluta bænda hér um slóðir. '(Frh.) Fjær og nær. Ýmsnr fregnlr. Leikfélag Rvíkur ætlar bráfilega »5 sýna leikritið „Tengdapabbi-, eftir aænska skáldið Gustaf af • Gejerstam (sem hlaut bókmenta* verðlaun Nobels nú fyrir skemstu). Einar skáld Hjörleifsson las upp nýskeð í Rvík kafla úr sögu, er hann heflr nýsamið, og heitir: „Sálin vaknar*. Jón Forláksson landsverkfræð* ingur var nýskeð kosinn foimaður keimastjórnarfél. „Fiam*, í stað Þorsteins Gislasonar, sem baðst undan endurkosningu. Sighv. Bjarnason bankastj. var kosinn forseti bæjarstj. Rvíkur en sr. Magnús Helgason varaforseti. Skrifarar Sveinn Björnsson og forv Þorvarðsson. Afli ágætur á Suðurlandi undan> farið og tíð fremur góð. Styrkur til skálda og lista- manna. Síðasta alþingi broytti styrkvaitingum til skálda og liata* manna á þann hátt, að það veitti npphæðina í einu lagi í fjárlögunum og heimilaði stjórninní að úthluta þeim til hinna verðugu, eftir bestu samvisku. Stjórnin hefir úthlutað etyrknum fyrir árið 1916 á þessa leið: Asgrimur .Tónsson málari 600 kr., Brynjólfur fórðarson 400 kr., lEinar Hjörleifsson skáld 1500 kr., Einar Jónsson myndöggvari 1500, Guðmundur Friðjónsson skáld 600, Guðm Guðmundsson skáld 1000, Guðm. Magnusson skáld 1200 kr., Hannes Blöndal skáld 400 kr., Johannes Kjarval málari 500 kr.f Jóhann Sigurjóusson skáld 600 kr., Kristin Jónsdóttir málari 500 kr., Ríkharður Jónsson skurðhagi 1600, (þar af 1000 kr. til Rómfeiðar), Torfhildui Holm skáldkena 300 kr. og séra Valdemar Briem 800 kr. Frfðrlk Kristjánssoa fráÞveri dvl i Aðalvik fanst öiendur þar skarnt frá bænum nýskeð. Hami var imðaldra n aður, en hafði mist sjónina fyrir nokkrum árum. Dáinn er að Flateyri Bjarni Biarnason, roskinn maður, bróðir Kristjáns bónda í Hjarðardal. Kennuraatcfna Norðurlauda. Ellefta kennarastefna Norðuilanda verður háð i ágúslmánuði næsta sumar í Kristjaníu. 10. kennara* stefnan vai haldin í Stokkhólmi 1910, og þar var ákveðið að 11. kennarastefnan færi fram í Kristi janíu 1915, en sökum ófriðaiins var stefnunni fiestað þá. Nefndir úv öllum löndunum, Sviþjóð, Noregi og Danmörku, standa fyrir þessum fundi og hefír danska nefndin boðið öllum dþnskum og islenskum kennurum að sækja kennai astefn* una. Feir sem vilja halda fyrirlsstra eða flytja málefni á fundinum eiga að tilkynna það Fr. Thomassen justisráði, Stormgade 3, Khöfn. Norska framkvæmdarnefndin léttir ferðakostnaðinD að svo miklu ieyti sem í heitnar valdi stendur. Síldveiftl í Noregl heflr gengið framúrskarandi vel í vetur vegna hins afarháa verðs á aflanum. Við Kristiansand, þaðan sem flest skip stunda veiði, voru hlutir frá 1400 kr. og upp í nærfelt 3 þús. kr. Eins og undanfarna vetur stundaði „Helgi magri* frá Akureyri veiði frá Kristiansand og fékk um 1600 kr. til hlutar (þar af um 300 kr. hlut í upsa) en hafði margfalt. verri útbúnað en Norðmennirnir. Alls aflaði „Helgi magri* fyrir nær 60 þús. kr., en sum norsku skipin öfluðu fyrir um 130 þús. kr. — Verðið á síldinni var lægst 36 kr. fyrir málið, en komst yflr 60 kr., meðalveið talið 45 kr. Vei ði síld í háu verði framvegis ea það iniklð athugunarmál fyrir stærri íslensku sklpin, hvort ekki borgaði sig best um þana tfma árslns (15. nóv. til 15. jan.) að stunda síldveiði við Noreg. í marsmánuði byrjar aftur síld« veiðin við Haugasund, og er hún að jafnaði enn meiri. Drengtlega viftbrugftift. Gleymst hefir að geta þess hór 1 blaðinu, að þegar fregnin um mannskaðana hér vestra 27. nóv. f. á. barst, suður, brugðu Vest manneyingar við og skutu saman 1060 kr. og sendu sr. Páli Sig- urðssyni til úthlutunar meðal ekknanna. Ættu vestfírskir sjómenn að muna þetta drengiiega fordætni, ef svipaðan skaða bæri að höndum þar syðra. Kafli úr bréfi um þegnskylduvinnuna. er að minnast nokkrum orðuni á þegnskylduvinnuna. Frá því fyrata að eg sá málinu hreyft hefi eg borið kvíðboga fyrir þvi, að almenningur myndi ekki taka málinu vel. — Pað er þauuig vaxið, að ekki eru Jíkur til að því sé tekið opnum örmum af ö 11 u m, og liggja ýmsar orsakir til þess.— Fyrst er nú það, að þjóðin er sein til. hún er lengi að átta sig á nýjungum, og svo er annað, að ætti rnálefni að öðlast fljótlega almenna lýðhylli, þá þyrfti það helst að vera þannig vaxið, að einhver hagnaður fjárhagsleg- ur - væri'tengdur við þsð. Hugs- unarhátturinn virðist. nú vera þannig. Engum er láandi þó athuga vilji hvert málefni frá sem ílestum hliðum, en flana ekki út i hvað sem ei, athugalaust. En það er svo tíðum, að athugunin verður lítil þegar mótstaða er hafln, en fær samt. fylgi. Milefni þetta. sem hói um rwðir, •r ekki hagnaðarspursmál fyrir einstaklÍDginn, í þess orðs venjulegu merkingu, mætti, ef til vill, telja til hins gagnstæða. Auk þess er þvi þann veg til þjóðarinnar komið að ótal spui ningar hljóta að vakna í huguip manna við íhugun þess; og að svörum við þeim apurningum verður þjóðin að leita hjá sjálfri sér, Nú eru þegar farin að koma fram svér við ýmsum spurningum; eru þau misjöfn, sem vænta má. Óyggjándi svars er ekki að vænta, heldur tilgáta og_ tillaga. Viðvíkjandi tilhögun vinnunnar hefl eg ekki séð neitt sem eg felli mig betur við, en tillðgui þínar í „Vestra* í vetur. Hvert er takmarkið, sem stefnt er að? — pað er þýðingarmikið atriði og þess vert að vel sé at- hugað. Er aðaltilgangurinn að fá sem mestu verki afkastað i þarflr landsins fyrir sem minst endur- gjald, eða er einkum stefnt að því að efla, örfa og leiða menDÍngar- 'straum inn í þjóðiiflð? „Varðar mest til allra orða, að undirstaðan rélt só fundin*. Eg þykist vita, að allir þeir, sem stutt hafa að framgángi þessa máls frá byrjun, hafa haft menDÍngargildið aðallega fvrir augum. Eg heyri andmælendur hugmyndarinnar halda því fram, að engin not verði þriggja manaða verklegu námi, eða m. ö. o. að vinnan komi ekki að tilætluf úm notúm; að gagn það sem hún færi þjóðinni í heild sinni í aukir.ni menningu verði ekki neit.t. Að þessu likri niðurstöðu flnst mér Gísli lögm. Sveinsson komast í grein sinni í „ísafold*. Lætur hann í Ijósi, að flest það sem sagt hafl verið um gildi málefnisins eéu óiökstudd orð. Mætti nú ekki með eins miklum rétti segja, að rök vanti tii sönn- unar því að þegnskylduvinnan verði að engum notum. Mór flust að því verði að gefa gætur, að a 11 i r eiga að taka þátt í vinnuuni og þykist eg þess íullvís að margir þeirrá hefðu annars ekki átt kost. þess að sjá eða heyra neilt annað en vanastðrfln heima og er eg þess fullviss, að svo marga áhugasama unga menn á þjóðin, að þeir myndu hagnýta sér þau gæði, sem dvöliD við starf þetta og nám færði þeim. Pá tel eg að vinnan hefði góð áhrif á þá, sem annars myndu ekki hafa stundað líkamlega vinnu. Útþrá og ferðafýsn býr í öllum unguin mönnum, löngun til að sjá ofurlítið af sinu eigiu landi. Gæti nú ekki verið að hér yrði nokkuð bætt úr fyrir þeim, sem ekki annars ættu kost á að fara neitt, en um leið, ef til vill, komið í veg fyrir að einhveiju leyti þann óstöðv- andi eril sem fólk er sifelt á með á strand- og milliferðaskípuBuin ? Aðalspursmálið verður ,þá líklegast Hvað á dt gera, eins og nú standa sakir? — Eg tel réttast, að vinna sem hægt er, að því að atkvæða- greiðslan falii málinu f vil, og láta svo ráðast eins og ráðast vill. Verði fleiri „neiin* en »jáin“, þá tefur það óneitanlega fyrir fram- gangi málsins, en það heflr ekki svo mikið að segja 1 raun og veru. Só málið gott þá sigrar það að lokum, því muo þá brátt skjóta upp aftur, þó það fenni í kaf mina. Afli. Vélbátarnir sem farið hafa til flskjar undanfarið, hafá aflað vel. Bolvíkingar reru alment s. 1. iaugan dag og#fengu góðan reitingsafla. Inn í Mið Djúpinu heflr sömuleiðis verið góður afli en sjóferðir þar lítt stundaðar, enda óvanalegt að flskur sé í Djúpinu um þettaieyti árs. Stærri vólbátarnir eru flestir farnir til Suðurlandsins ætla að halda þar til fram á vorið, eiis og gert heflr verið undanfarið. Sig. Sigurðsson frá Viguú yfirdómslögnsaður. Smiftjugeta 5, lsafirði. Talsími 48. Viðtaistimi 9Vs—KÚ/a og 4—5,

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.