Vestri


Vestri - 27.05.1916, Blaðsíða 1

Vestri - 27.05.1916, Blaðsíða 1
Best Og ©dýrast éi* Manksveria, feitisverta os reimar« Ó. J. Stefánssyni. XV. árg. Uítstj.: Kristján Jónsson frá Garðssíeðum. m Vanille', Citron-, Carde- m gj inoinme- og Misiídliid'op W J3 ar hest.iv og ódývanir í vevsl. Jjj [| GuðrúDar Jonasson. iSAFJÖRÐUR. 27. MAÍ 1916 20. bl. t Skúli Thoroddseo. -— Hann lést að heimiH sínu sunnu- daginn 21. þ. m. eltir mánaðalegu, en hatði lengi verið heilsuveill undanfarið. Skúli Thoroddsen var fæddur að Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859. Voru foreldrar hans Jón Þórðarson Thoroddsen skáld, þá sýslumaður í Barðastrandarsýslu, Og kona hans Kristín Þorvalds- dóttir Siveruen, trá Hrappsey. Sk. Th. hóf ungur skólalærdóm, og útskrii'aðist úr latínuskólanum 1879. Tók hann þá þegar að lesa lögfræði við K.halnarháskóla og tók prót í lögum á öndverðu ári 1884. Hvorutveggju prófin tók hann með góðri 1. eiuk. Var hann síðan um hálfs árs skeið ••ttur málaflutningsm. við yfir« dóminn, en var þá um haustið skipaður sýslumaður í ísafjarðar> 8ýslu og veittsýslan 1ÍÍ85. Leystur fra embætti 1895. Kosinn alþm. Eyfirðinga 1890 og sat á þingi tyrir þá 1891, þá þingmaður ísfirðinga til 1902, að sýslunum var skift, og síðan Norður>ísfirð- inga til æftloka, alt at var hann kjörinn með miklum meiri hluta atkvæða og tvisvar í einu hljóði. Gengdi ýmsum trúnaðarstörfum á þingi, meðal annars forseta* störtum i sameinuðu þingi 1909 og 1911. Skipaður í miililanda- nefndina 1907. Var einn at aðalstofnendum blaðsins »Þjóðviljinn< 1886, og ritstjóri hans frá 1891. Kaupféi lagsstjóri >Kaupfélagsísfirðinga< frá 1893 til i«oi, er það hætti, og kaupmaóur á ísafirði frá 1897 þar til i vetur að hann lét versl- unina af hendi fyrir fult og alt. Bóndi á Bessastöðum iqoi—'08. — Hann kvæntist laust eftir að hann varð sýslumaður hér, Theoi doru Guðmundsdóttur (pr. Ein- arssonar á Kvennabrekku) — atgerfis og gáfukonu — og eiga þau 12 börn á lífi. Elst þeirra eru: Guðmundur læknir á Húsa* vík, Unnur, kona Halldórs læknis Steíánssonar á Flateyri, og Skúli cand. jur. Þetta eru lauslegir drættir úr •pfi hans. t»á er Sk. Th. kom hingað til sýslunnar gerðist hann brátt um- svitamikill 1 embætti sínu og utaa þess, enda kappíullur og tram- gjarn að eðiisfari. At héraðsmá'i um, sem hann beittist fyrir, má ^eta þess að hann var einn af frumkvöðlum kaupíélags isfirð- inga, sem stofnað var 1888. o£ í stjórn þess tyrstu 3 árin, ásitnt sr. Sigurði Stelánssyni og Gunn- ari heitnum í Skálavík, en for< sijóri þess frá 1893 lil 1901, að það leið undir lok. Vann félagii mikið gagn fyrstu ?rin, en nokk' uð snubbóttar þóttu mönnum endalyktir þess. Geta má og þess, að haon var frumkvöðull að því, að talsími var lagdur frá ísafirði til Hnífs- dals, sem þá var annað talsímai sambandið hér á landi; en það fyrirtæki stóð skamma stuud. Árið 1892 hót landsstjórnin málarekstur gegn honum og hót> ust at því hinar svæsnutsu og illvígustu deilur, eigi aðeis hér í sýslunni, þar sem Sk. Th. hafði yfirgnæfandi samhygð meðan á málaferlunum stóð, heldur og um land alt. Lauk þeim þannig, að Sk. Th. vann málið að fullu í hæstarétti 1895. — Munu nú flestir á einu máli um það, að málareksturinn frá stjórnarinnar hálfu hafi verið tilefnislítill. — Fékk Sk. Th. og fulla uppreisn trá hálíu þingsins, 5000 króna skaðabætur úr landssjóði. Skömmu eítir komu sína hing> að gekst Sk. Th. fyrir því að sett var á tót prentsmiðja hér á ísafirði, og kom fyrsta nr. >Þjóð' viljans< út í oktober 18 6. — Var hann frá öndverðu aðalrit- stjóri blaðsins, þótt nafn hans stæði eigi á því fyrstu árin. Fékk blaðið þegar mikla út* breiðslu hér um Vestfirði, e« eigi að sama skapi annars«.taðar á landinn. Sk. Th. ritaði fyrst lengi manna léttast og ljósast mál, og voru þó greinar hans aldrei ítarlega né fast bygðar. En hin síðari árin var ritháttur hans óþjáll og stirður. Mátti sjá þess merki, að hugsunin var tekin að sljófgast. Sk. Th. hatði írá fyrstu gefið stg að stjórnmálum, bæði í >Þóðviljanum<, með skörpum árásum á landsstjórnina, og á Þingvallafundi 1888 mætti hann sem fulltrúi ísfirðinga. Um vorið 1890 tór fram aukakosning i Eyjafirði, í stað Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum, er lést árið áður. Bauð Sk. Th. sig þar tram og var kosinn með miklum atkvæða' mun. Á þeim árum stóð deijan um Beiiediskuna og Miðlunina trá 1889, var Sk. Th. gallharður fylgismaður Bened. Sveinssonar, og veitti Miðiunarmönnum sknrpar árásir, bæði á þingi og í Þjóð viljanum, enda rak sú stefna ekki upp höfuðið eítir það. Síðar gerðist hanu einn af tor. sprökkum >Valtýskunnar< svo nefudu. sem gerði ráð fyrir að ráðherrann sæti í Kaupmanna- höfn, en var að öðru leyti svipuð og stjórnarskrárbreytingin, sem komst á 1904. Eru deilurnar út at Valtýskunni öllum þeim er tylgst hafa með stjórnmálaatburðum síðari ára, enn í fersku minni. I konungsförinni 1900 kom fyrst til orða að setja ný sambandslög milli íslands og Danmerkur, og geit ráð iyrir að skipi sérstaka nefnd í því skyni. Reit Sk. Th. þá grein í danska bl. Politiken og. lýsti þar skcðunum sinum á málinu (Greinin er þýdd í Þjóðv. 40—42 bl. 1906). Varð það til þess að hann þótti sjáltkjörinn i millilandanetndina árið ettir. Varð hann þar einn ósammála samnetudarmönnum sínum, og gerði víðtækari kröfur. Var þó >uppkastið< svonefnda miklum mun hagteldara oss íslendingum en það sem Sk. Th. hatði tarið tram á árinu áður. Var því ekki að furða þótt hann fengi orð í eyra, þar sem hann fyrir fáum árum hafði haldið fram henti- stefnunni, þ. e. að taka þvi sem táanlegt væri í svipinn og þoka sér svo upp á skaftið, en sem þeim, er héldu uppkasttnu fram, þótti eigi Tiðhlítandi, sakir þess hve skamt það fór. Atburðirnir síðan eru öllum í fersku minni. Sk. Th. og hans samherjir fengu stórteldan kosn- ingasigur 1900 og hugðu þá margir haun sjÁiikjönnn til ráð' herr*embættis, en af því varð þó ekki sem kunnugt er. Flokkurinn riðl*ðist hvað eftir annað og fjar- lægðist Sk. Th. Og að lokum sagði haun sig úr þeim hluta hans, sem hann fylgdi að málum nú stðast, á síðastliðnu þini^i, og reyndist óiáanlegur til þess að ganga í hann attur. Þessi urðu lokaskilti hans við þann ðokk, sem hann hatði skapað fyrir 7 árum. Hann var lengi einn at dug- logustu starf»mönnum þingsinsog tók mikinn þátt i störfum þess. Lét hann sig einkum skifta almenn m-^nnréttindamál, t. d. kvenrétt* indamáHð, sem >nnn vakti einna lyrstur máls á á þingi, aukning kosningaréttar o. fl. I stjórnmálaerjunum varSk. Th, að jatnaði bæði kappstullur og óhlifinn. Frá hans hállu var aldrei að ræða um tilslökun aða tilraun til þess að meta skoðanir mct- stöðumannanna, heldur sifelda sókn og árásir, sem þeim setu andvígir honum voru, fuudust ómaklegar. Mótstöðumenn hans beittu hinu sama gegn honum, At þessu myndaðist fullur fjand' skapar, svo það sem nýtilegt var f manninum var að engu haft og troðið niður í sorpið, og hefir þetta oturkapp — oft um smámuni — meinblandið öll stjórnmál okkar hin sfðari árin. En að manngildi var mikið í manninn spunnið. Hannvarmesti áhuga og atorkumaður, og hlífði sér hvergi, starfsmaður mikill, og miklu og fjölbreyttu starfi at. kastaði hann meðan haem var hér á Isafirði. Ræðumaður mikill, einkum voru ræður hans rökvísar og sannfæn andi. Manna viðkvæmastur fyrir þvi, et honura tanst einhver minni máttar órétti beittur, og vildi vatalaust rétta hag alþýðu í öllu. Heimilisfaðir ágætur og umhyggjusamur kónu sinni og börnum. Fáskiftinn að ja/naði um einka- mál annara, en ríklundaður og minnugur á mótgerðir, svo að flestum þótti um of. Kom þetta einkum fram í stjórnmálaþrefinu. Stjórnmálaerjur síðari ára munu hafa tengið mikið á Sk. Th. Hann setti traust sitt á flokk sinn, en það brást hvað eftir annað. Honum var ekki sú list lagin að halda saman mislitum flokki, eða leita lags við flokksi menn sína, svo aðrir komu til að ráða þar meiru en hann. Og svo entist hann ver en menn hugðu og var orðinn farinn að heilsu, þótt aldurinn væri ekki hærri. Þetta olli því, að ekki liggur jafn mikið ettir hann, at nytsöm» um umbótum í löggjafarstarfino og ella, og að honum auðnaðist ekki að komast i þann sess, sem hann hafði gáfur og hæfileika tii þess að skipa. En vatalaust verður hap/5 íengí minst, sem eins af aérst»ðustu og atkvæðameatu stjórnmála* mönnum þi?ss.a lands.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.