Vestri


Vestri - 10.06.1916, Blaðsíða 2

Vestri - 10.06.1916, Blaðsíða 2
16 v^stnnt Barnakensla. fað skal vel vanda, sem Jengi á að standa, segir gamalt máltæki, og mun hvergi frekar þOrf að hafa það hugfast.ení uppfræðslumálum. Enda mun kappkostað af flestum, er við þau störf fást, að ráða góða og vel hæfa kennara, sjá um íúm* gott. og vistlegt húsnæði, og í einu og öllu iáta sér ant um andlegar og líkamlegar framfarir barnanna. Yiða mun þó misbrestur á að framangreindum skilyrðum sé reynt að fylgja, enda þótt mentunarki öf« urnar verði æ hraðfaiaii. Sannaát, þar sem oftar, að víða er pottur brotinn. — í fræðsluhéraðinu héma fór fram kensla í vetur í sfofu, 8em er rúmar 3 áln. á lengd, 4 álna breið og hæð undir loft 2 áln. og 14 þml. í þessu þrönga herbergi urðu 6 börn að sitjaauk kennarans, í samfleyttar 5 klst. fess er vei t að geta, að inngangur í kenslu> stofuna er um löng moldargöng og gegn um eldhúsið á bænum. Ekkert eldstæði er í herberginu, en þegar kaldast var átti að hita það með olíuofni, en varð að hætta við það að sögn vegna ólofts. — Má geta nærri hvort heilsu barnanna getur ekki verið 3tefnt, í hættu með slíku húsnæði, og hvort börnin geta tekið jatn góðum framförum við námið, þar »em þeim hlýtur oft að vera kalt og eru í blautum fötum. Þegar þai við bætist óoögt loft og lítil birta (að eins lítill gluggi á her> berginu). Læknar ættu að vera sjálfkjörnir meðráðamenn fræðslunefnda þegar um skólahúsnæði er að ræða, svo útilokað sé að óhæflr kenslustaðir verði teknir. Út af því, að það hefir gengið staflaust eftir einum træðslunefnd* armanninum, að eg hafi ekki viljað ljá húsnæði eins og undanfarin 8 ár til umræddrar kenslu, vil eg geta þess, að síðastl. haust var eg beðinnaffræðslunefndaroddvitanum að Ijá skólanum húsnæði nýliðinn vetur, og játaði eg því »trax. Vissi eg því ekki annað, alt þangað til kenslan var byrjuð, en að skólinn yrði hjá mér og bjó mig undir það. f’ykir mér einnig rétt að get.a þess, að fræðslunefndaroddvitinn hefii farið mjög lofsamlegum oiðum ura húsnæði mitt og afskiíti rain af skólanum, en þvi óskiljanl gri i ru þessi snöggu umskifti og vil eg engum getum um leiða af hverju þau eru sprot.tin, enda hef eioskis í að missa, því raig dregur að engu það litla gjald sern eg hetl fengið fyrir skólann. En mér þykir sanngjarnt, ;.ð gjaldendurnir yfir höfuð fai að vita livernig iiitiboðsmenn þeirrastarfa og hver afrek þeirra eru, sérstakl. 4 jafn þýðingai miklum inalum og uppeldismálunum, þar sein fram- tíðarmenning barnanna byggist að tnestu á skólamentuninni. Og þó baröftíjOidum hér i Arnftrdal aé eidri mikill er þó engu síður nauðsyn á að til hennar sé vandað sem bezt að öllu leyti. Yið það verða ávextirnir meiri og eftirtekian tryggari. — Til áiéttingar er rótt að skýra frá þvi, áð þvert á móti siðvenju — og eg heid fræðslu löguuum — fór pióf á börnunum ekki frain á kenslustaðnum að þessu siuni, heldui sumpart í öðru skólahéraði, inni á ísafirði, og sumpart inni í Tungu; gefur það fræðslunefndinni máske nú glögg« astar bendingar um að ekki só alt i góðu lagi. Arnardal, 27. apríl 1916. Oestur Ouðmundsson. Alþýðu-skáldskapur. Fáir íslendingar eru svo, að þeir geti ekki sett saman vísu. Pað er alkunnugt. En það er sitt hvað að vera skáld og hagyrðingur, geta sett vísu saman bragrótt, eða dregið fram myndir úr djúpi hugsana ogy veruleika. — fví ber samt ekki að neita, að margar „vísur" eru ágætlega kveðnar og skáldskapur fylgir þeim sumum. En sumar aftur illa saman set.tar og hafa ekkert til síns ágætis. — Hagyrð* ingarnir sem sett gátu saman smellnar vísur í flýti, voru „talandi skáld“, voru allstaðar velkomnir og hafðir í hávegum, — og er ósköpin öll til af lausavisum kveðnum við ýms tækifæri. Væri nógu gaman að sjá það safn á prenti og myndi margur kaupa. —Nú kveða menn íremur kvspðaílokka og er sumt af því fremur kiðinlegt bull, enda eru sumir svo geiðir, að þeir vilja traua slíku fram, hversu óinerkilegt sem það er, bara til að komast í blöðin. Aðiir, yfirlætisiausu mennirnir, sitja á síou heima, þótt nnkið betra só. Marga hefi eg þekt slíka alþýðu* menn, er leyndu iistfengum kvæð* um, er aðrir básúnuðu út bullið um land alt. Kemur hér litið sýnishoin eftir einu þessara manna, er á margt prýðisfallegt kvæðið í handraðauum, — þvi þar hafa »þær kringlóttu" aldrei öndvegi skipað, en framavegur er févana mönnum, í þessu efui sem öðru, brattur og erflður. Maðurinn heitir B j a r u i Jónatansson húsm.áFiateyri (bióðn Jöiis Jóuatanssonar fv. alþin.) Sn. S. (f. T.) í s 1 a n d. Eg ann þér drotning, móðir, meyja, milding borin tignuð Freyja; fögur, sæfl umgirt eyja, óðul feðra geymir þú; á þér heii’ eg traust og trú. , • Fyrir þig eg vildi vinna. Yonir bernskudrauma minna og þrá, var aðeins þér að sinna; á því varö samt ei ending nein. Úr götunni íært eg gat ei stein. Fátt eg hugsa, megna minna, minstur allra sona þiuna. Vantar þor og þrótt að vinna þér til gagns og sóma mér, uns eg blunda á brjóstum þér. Mavgra brosir framtíð fögur frægðar til, sem greina sögur, en fyrir þig hefir margur mögur minna gert en ekki neitt, þó hafl stjórnarþrasið þreitt. Bara að vildu aliir eitt. Láta eining andans ríkja, alla sundruug burtu víkja, vera ekki völd að sníkja, vinna hver sitt dag3verk sett. í*á mun leiðin rakin rétt. Ættlerar svo ekki verðum aldrei bróðurs heiður skerðum, ryðjum braut og flýfum ferðum fram, því hærra mark er sett. Þá er byrði lífsins létt. %íir þór haldi hlífðarskyldi heilög þrenning. Drottins mildi (móðir kær það ósk mín er) lati breiðast blessun sína á börnin þin og Ijós þeim skína, sem hverju ljósi æðra er. B. J. Fjær og nær. Dáinn er nýskeð, eftir stutta legu i lungnabólgu, Jakob Jónsson í Pernuvík í ögurhreppi, ungur efniabóndi. Lætur eftir sig ekÉju og tvö börn. Hreppsnofndarkosniiig fór nýskeð fram í Bolungarvík og rtr sótt af miklu k;.ppi. Heflr Vestri heyrt að fiíkirkjumenn hafl verið öðru megin, en þjóðkirkjumenn hinsvegar. Ko^nir voru: Bergur Kri»tjáns> son form., Oddur öuðmunésson kaupm., Pétur Guðmund«s#n bók« bindari (áður bæjarfulltrúi í Rvik) og Arni J. Arnason. — Tveir hinir fyrstnefndu úr hópi þjóðkirkju- manna, en hinir af frlkirkjumönn* um. Látinn er fyrir skömmu J ó n A í a s o n húsmaður á Suðureyri. Jón heit. dvaldi um mörg ár hér í bænum, og ei kona hans, Guð- bjórg Jónsdóttir, lést fyrir nokkrum árum fluttist hann veetur. Jón var elju og iðjumaður og bjargaðist ðvalt vel fyrir sig og sína. Ljóðmæli Uannesar Uafsteins eiga að koma út, í sumar í nýrri og aukinni útgáfu. Fyrri útgáfan, sem kom út 1893, seldist upp á 1—2 árum og heflr síðan verið ófáauleg. Mun þvi ný útgáfa þjóð* inni mjög kærkomin. Kvæla úrrni eftirBjama Jóns- son frá Vogi er nýkomið út. V*rð 2 kr. 50 au. _________ 21. bL Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn hélt ársfund sinn 9. mai þ. á. Voru þar lagðir tram endurskoð1 aðir reikningar félagsins og sam« þyktir. Forseti téiagsins, mag. Bogi Th. Melsteð, skýrði frá gjörðum þess á umliðna árinu. 1915 hefði komið út: Jaiðábök Árna Magnússonar og Páls Vída- Uns, 1. bd. 3. h., og Ferðabók Þorv. Toroddsens, 3.—4. bd., auk þess sem Afmælisritið til Dr. Eálunds, sem var gefið út sum* arið 1914, teldist til ársbóka 1915. í ár væri komið út 4. hofti af 1. bindi Jarðabókarinnar cg Ar- ferði á íslandi í þúsund ár, ettir Þorv. Thoroddsen, i.hefti; sú bók verður 3 hefti, síðasta heftið um hatfs við strendur landsins. 1 haust ætlar Fræðafélagið að fara að gefa út Ársrit, sem mun mestmegnis innihalda alþýðlegar ritgjörðir. Árgangurinn kostar 1 kr. 50 au., en iyisti árgangur ritsins verður á íslandi seidur fyrir hálfvirði, 75 aura, til árs- loka 1916. Að lokum fóru fram stjórnar- kosningar, og voru endurkosnir forseti mag. Bogi Th. Melsteð, gjaldkeri prófessor Finnur Jóns« son og skrifari Sigfús Blöndal bókavörður. Mnnnfjiildi í kuupstéðum landsins í árslok 1914 var aem hér segir: Reykjavík 133 71 íbúar, Akur* eyri 2000, ísatjörður 1724, Hatn> arfjörður 1707 og Seyðistjörður 904 íbúar. Þessir verslunarstaðir hötðu á sama tíma yfir 500 tbúa: Vestmannaeyjar 1556, Akranes 861, Eyrarbakki 3oo, Bolungarn vík 723, Stokkseyri 696, Siglui fjörður 652. Nes í Norðfirði 642, Stykkishólmur 610, Húsavík 567 og Eskifjörður 506 íbúar. Frá Færeyjum kom hingað vélbátur i gærdag, af lfkri stærð og gerð og bátur sá, sem hingað kom á dögunum. Eigendur eru þeir trésmiðirnir Páll Kristjáns> son, Guðni Bjarnason og Hjörtur Kristjánsson. Báturinn hefir gengið til fiskveiða við Færeyja undanfarið. Fótboltafélagid þreytir kapp« leik á Hrossataðsvöllum á annan dag hvítasunnu kl. 4J/f e. m. Tíðarfar mjög milt og hag« stætt síðari hluta vikunnar; virði ast sumarhlýindin loks komin. Enn er snjór mikill á jörðu, einkum í norðurhreppum sýslunm ar, þar sem tún era viða óleyst.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.